Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 Fréttir DV Á köldum klaka Hundruð rétttrúaðra í Rússlandi böðuðu sig í ísköldu vatni í ám landsins en það er venja þegar halda skal upp á komu vitring- anna þriggja að jötu Jesú í Betlehem forðum daga. ísböð sem þessi hafa náð vinsældum víða um heim en margir telja að þau séu bæði holl og góð fyrir líkamann og sálina. Fá fræðslu umrán Samtök verslunar og þjónustu hafa gert samning við Securitas um að fræða starfsmenn til að fyrir- byggja rán, hnupl, korta- svik og annan slíkan skaða sem færist í aukana. Gert er ráð fyrir að vaxandi fjöldi verslana verði vottaðar með merki verkefnisins Varnir gegn vágestum, en nú þegar eru 50 verslanir vottaðar. Meðal þess sem felst í verkefninu er að verslan- irnar komi sér upp seðla- geymslum og öðrum örygg- isbúnaði sem meðal annars á að tryggja að ekki sé hægt að ræna miklum upphæð- um úr afgreiðslukassa. Þá fara starfsmenn á öryggis- námskeið þar sem kennd eru farsælustu viðbrögð þegar rán eru framin. Röngmynd í helgarblaði DV var birt mynd af Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (hér til hliðar), í stað myndar af Ingibjörgu Rannveigu Guðmundsdóttur hjá ASÍ, sem talað var við. Eru þær nöfnur beðnar velvirðingar á myndruglingnum. Lögreglan í Reykjavík rukkar enn fyrir lögreglufylgd með stórflutningum þótt Hér- aðsdómur Reykjavíkur segi lagaskilyrði fyrir gjaldinu ekki uppfyllt. Lögmaður sem vann dómsmálið spyr hvort lögreglan taki ekki mark á dómstólum. Ráðuneytið bregst við dómnum en segir hann ekki tilefni breytinga. Lögreglan sögfi hunsa dómstóla „Ef lögreglan getur ekki farið eftir lögunum með dóm á bakinu þá spyr maður til hvers hægt er að ætlast af öðrum," segir Atli Björn Þor- björnsson héraðsdómslögmaður. Atli Björn vann dómsmál fyrir Örn Gústafsson forstjóra sem Lögreglan í Reykjavfk hafði rukkað um tæpar 19 þúsund krónur fyrir lögreglufylgd frá Krókhálsi að Litlu-Kaffistofunni. „Þannig gæti hugsanlega orðið til eðlileg og gegnsæ gjaldskrá." reglur um gjaldtökuna hefði ekki verið uppfyllt. Lögregla áfrýjaði dómnum ekki til Hæstaréttar. Lögreglan tapaði fyrir dómi Ekkert betra að rukka fyrirfram Erni fannst ósanngjarnt að greiða Reykjavík- urlögreglunni sömu upphæð fyrir 15 kílómetra lögreglufylgd að Litlu-Kaffistofunni og hann þurfti að greiða lögreglunni á Selfossi vegna 170 kílómetra aksturs. Hann neitaði því að borga. Örn var að flytja gufubaðhús austur í Biskups- tungur. Húsið var naumlega yfir stærðarmörk- um og þurfti því af öryggisástæðum af hafa lög- reglufylgd á leið sinni um þjóðvegakerfið. Lögreglan stefndi Erni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem dæmdi þann 15. október að gjaldtaka lögreglunnar hefði verið óheimil. Skil- yrði laga um að dómsmála- ráðuneytið setti Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, sagði í DV á laugardag að dómsmála- ráðuneytið væri byrjað að semja reglurnar sem tilskildar væru. Á meðan hefði lögreglan haldið áfram að innheimta gjaldið með óbreyttum hætti - að því frátöldu að menn væru nú látnir greiða fyrirfram. „Ég er alveg steinhissa. Það að þeir rukki fyrir- fram gerir málið ekkert betra," segir Atli. „Dómur- inn er skýr. Reglurnar verða að vera fyrir hendi. Ef lögreglan er enn að rukka þennan kostnað á með- an ráðuneytið hefur ekki gefið út reglurnar má spyrja hvort þeir taki ekkert mark á niðurstöðum dómstóla." Ráðuneyti blessar gjaldtökuna Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri hjá dómsmálaráðuneytinu, segir að umræddar reglur séu í loka- vinnslu í ráðuneytinu. Lög- regluembættin og rfkis- lögreglustjóri hafl reglurnar nú til umsagnar. Gufofiað íorstjóra í ókeypis lögreglufylgd J þvn oS tt mja roni tin- tot&igennJirámielðt- «***. Framkotna tn>bttttab>i Frétt DV á laugardag Sagt var frá föruneyti bað- ^l^ousturfsveitirímátaugardag.Jafnrnikiðvar rukkað fynr iogregiufyigd upp að Litlu kaffistofunni í Svmahraum eins og alla leið þaðan og í Biskupstungur. „Þessi dómur leiddi til þess að það var ákveðið að fara út í þá vinnu. En við töldum dóminn ekki tilefni til að breyta þessari fram- kvæmd. Við lítum svo á að þessi gjaldataka hafi skýra heimild í lögum. Þetta er hins vegar spurning um framkvæmdina, eins og fjallað er um í þessum dómi,“ segir Stefán. Telur Selfosslögreglu til fyrirmyndar Atli segir að samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur hafi Lögreglustjórinn í Reykjavík ekki haft heimild til að rukka gjald fyrir lögreglufylgdina með gufubaðhúsi Arnar. Það sama kunni að gilda um önnur embætti í landinu. Örn hafi hins vegar ekki krafið Selfosslögregluna um endurgreiðslu því hann telji þann reikning einfaldlega hafa verið sanngjarnan. „Dómsmálaráðuneytið gæti haft það, sem lagt var til grundvallar reikningi lögreglunnar á Sel- fossi, sem fyrirmynd að reglunum. Þannig gæti hugsanlega orðið til eðlileg og gegnsæ gjaldskrá," segir Atli Björn. Stefán Eiríksson „En við töldum dóminn ekki tilefni til að breyta þessari fram- kvæmd." gar@dv.is Nú liggur á að halda dampi eftir frumsýninguna á Chigaco. Það er heiimikið batterí að halda saman þess- ari stórsýningu, og þetta er búið að Hvað liggur á langt og strangt æfingaferli. Eftir frumsýninguna skemmt- um við okkur lengi frameftir, svo heilsan er ekki upp á það besta í augnabiikinu. Nú þeg- ar æfingaferlinu er lokið nota ég tímann í líkamsræktinni og við önnur verkefni, svo sem að talsetja teiknimyndir. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona. Pasikhat Dzhuakalayeva var á fertugsaldri í rússnesku byltingunni árið 1917 Kerlingin segist vera 122 ára Elsta kerling heims er 122 ára. Rússneska ríkissjónvarpið greindi frá þessu í gær og sagði engan vafa leika á að Pasikhat Dzhuakalayeva frá Tsjetsjeníu væri elsta núlifandi manneskjan, fædd árið 1881. Dzhu- akalayeva á 18 barnabarnabörn og sjö barnabarnabarnabörn. „Ég veit ekki af hverju ég hef lifað svona lengi. Ég hef jarðað fimm systkini og fjögur barna minna,“ sagði Dzhu- akalayeva um leið og hún veifaði vegabréfi sínu framan í sjónvarps- vélarnar. Ef aldur Dzhuakalayevu er réttur hefur hún verið á fertugsaldri í heimsstyrjöldinni fyrri og rúss- nesku byltingunni árið 1917. Dzhu- akalayeva hefur verið á sjötugsaldri þegar Jósef Stalín hrakti meirihluta Tsjetsjena á brott árið 1944. Hingað til hafa menn trúað því að hin franska Jeanne-Louise Cal- ment hafi orðið allra kerlinga elst en hún lést þegar hún var 122 ára. Hún var sögð hafa fullgilda pappíra sem sönnuðu fæðingarár hennar. Elsta kerling Bandaríkjanna er 113 ára, fædd í Þýskalandi síðla árs 1889. Elsti karlmaður veraldar er hins veg- ar spænskur að uppruna. Hann er sagður fæddur skömmu á eftir Benkner árið 1889, en þess má geta að Adolf Hitler fæddist líka á því ári. Eftir því sem DV kemst næst er Guðfinna Einarsdóttir, búsett í Reykjavík, elsti núlifandi íslending- urinn. Hún fæddist í febrúar árið 1897. Elst í Ameríku Charlotte Benkner hefur haldið upp á fleiri afmælisdaga en aðrir. Kerl- ingin er 113 ára, fædd árið 1889. Geri aðrir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.