Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 9
DV Fréttir ÞRIÐJUDAOUR 20. JANÚAR 2004 9 ísraelar rými húsið Eigandi byggingarinnar sem hýsir ísraelska sendi- ráðið í Stokkhólmi hefur óskað eftir því að sendi- ráðsmenn rými húsnæðið. Kvað eigandinn óttast um öryggi annarra leigjenda í húsinu. Sendiherra ísraels í Svíþjóð, Zvi Masel, hefur sætt gagnrýni eftir að hann réðst að listaverki í Þjóð- minjasafni Svíþjóðar og skemmdi það. Verkið, sem er eftir Dror Feiler, sýnir palestínska stúlku sem sprengdi sig í loft upp í fyrra. Portrett af ungu kon- unni flýtur ofan á rauðlit- um polli. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, sagði um helgina að Masel hefði gert það eina rétta í stöðunni. Masel neitar að biðjast af- sökunar á athæfinu enda segir hann verkið ekki eiga neitt skylt við list. Hörkubarátta í lowa Allt útlit var fyrir harða baráttu milli efstu fram- bjóðenda Demókrata- flokksins í forkosningunum í Iowa sem fram fóru í gær. Niðurstöður skoðanakönn- unar Zogby leiddu í ljós að lohn Kerry, öldungadeild- arþingmaður frá Massa- chusetts, væri með mest fylgi eða urn 25%. Fast á hæla honum kom Howard Dean með 22% og í þriðja sæti var John Edwards með 21% og í því fjórða Dick Gephardt með 18% fylgi. Búist var við að um 100 þúsund demókratar tækju þátt í forvalinu og fóru kosningar fram á tvö þús- und stöðum í ríkinu. Howard Dean hefur lengst af haft mest fylgi í Iowa en á því hefur orðið viðsnún- ingur síðustu daga og þeir Kerry og Edwards skotist upp fyrir. Næstu forkosn- ingar demókrata fara fram í New Hampshire síðar í mánuðinum. Ebóla drepur apa Nýjar rannsóknir í Afríku hafa sýnt fram á að ebólaveiran lífshættulega er jafnvel enn skeinuhætt- ari stóru mannöpunum en mönnum. Ebólaveiran, sem íyrst var greind um 1976 í sunnanverðri Mið- Afríku, veldur mjög kvalafull- um dauða 80 prósenta manna sem smitast og yrði því einhver mesti skað- valdur heims, slyppi hún laus úr frum- skógunum þar sem hún held- ur sig helst. Færri verður sagt upp hjá Landspítala en upphaflega var áætlað, en í staðinn verð- ur dregið úr vinnu hjá öðrum. 200 hverfa frá störfum en 300 taka á sig skerðingu í formi minni vinnu. Helmingur starfanna sem hverfa er í lækningu og ummönun sjúklinga. Kjaraskerong hiá 500 mams Uppsagnir Helmingurinn afþessum 180 stöðugildum sem hverfa er i lækningum og umönnun, hinn helmingurinn i skrif- stofuö og rannsóknarvinnu. Færri verður sagt upp á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi en gert var ráð fyrir í upphafi. I stað þess verður dregið úr yfirvinnu hjá öðrum, starfs- hlutfall lækkað og vöktum fækkað. Breytingarnar snerta alls 502 starfsmenn, en þannig verður fækkað um 180 stöðugildi. Forsvarmönnum nokkurra verkalýðsfélaga voru kynnt uppsagnaráform í gær, og halda fund- ir áfram með verkalýðshreyfmgunni fram eftir vikunni. Uppsagnarbréf hafa flest þegar verið send. Á fundunum kom fram að vöktum verður fækkað hjá 119, starfshlutfall minnkað hjá 30, 143 fá ekki framlengingu á tímabundnum ráðningar- samningum, 39 verður sagt upp yfirvinnu, hjá 114 verður vinnufyrirkomulagi breytt á annan hátt, en 52 verður beinlíns sagt upp. Kjaraskerðing „Þetta er auðvitað skárra en að segja upp enn fleiri, en þetta þýðir kjara- skerðingu hjá fleirum,1' segir Einar Oddsson, for- maður starfsmannaráðs Landspítalans. „Svo kemur í ljós hvort þetta fólk getur yfirleitt starfað á lægri launum. Það Einar Oddsson „Svo er nokkuð sem ekki hefur kemur i Ijós hvort þetta verið kannað. Það er þá fólkgeturyfirleittstarfað fólksins að ákveða hvort á lægri launum." það gengur að nýjum samningi." Um helmingur þeirra sem breytingarnar snerta eru innan Bandalags háskólamanna. „Þetta erauðvitað skárra en að segja upp enn fíeiri, en þetta þýðir kjaraskerðingu hjá fíeirum." Helmingurinn af þessum 180 stöðugildum sem hverfa er í lækningum og umönnun, hinn helmingurinn í skrifstofu- og rannsóknarvinnu. „Það er þetta sem er alvarlegast, þessi fjöldi starfa sem hverfur hjá læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og öðrum í klíníska þættinum," segir Einar. „Þetta skiptir mestu rnáli og er það sem almenningur mun finna mest fyrir.“ Ríkisstjórnin fundar um niðurskurð á Land- spítalanum f dag, en Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra mun taka málið upp þar að beiðni starfs- manna spítalans og heildarsamtaka launafólks. Á föstudag verður haldinn nýr fundur hjá stjórn spítalans og helstu stéttarfélögum. NIÐURSKURÐUR HEFUR ÁHRIF Á 500 STARFSMENN 119-fækkunvakta 30 - minnkun starfshlutfalls 145 - starfslok án uppsagnar 39 - sagt upp yfirvinnu 114- breytingar á vinnufyrirkomulagi 52 - bein uppsögn Aukin ásókn er í laxveiði - dagur með stöng kostar allt að 200 þúsund krónur Laxveiðin tíu prósentum dýrari en í fyrra Veiðileyfi í laxveiðiám landsins eru um 10 prósentum dýrari f ár en í fyrra. Undanfarin ár hefúr verið stíg- andi í verði á veiðileyfum umfram verðbólgu. Vaxandi ásókn og eftir- spurn eftir laxveiði er talin ráða verðhækkuninni. „Heilt yfir hefur það frekar verið þróunin að þetta hefur hækkað um- fram verðbólgu, og það er aukin samkeppni og aukin ásókn bæði innlendra og erlendra veiðimanna. Hækkunin er um 10 prósent yfir landið í heild, en sumar ár hafa ekk- ert hækkað, á meðan aðrar hækka þó nokkuð," segir Bjarni Ómar Rangarsson, formaður Stangaveiði- félags Reykjavikur. Dagsleyfi með eina stöng í dýr- ustu laxveiðiá landsins, Laxá á Ásum, kostar um 200 þúsund krónur þegar mest er, samkvæmt upplýs- ingum frá fyrirtækinu Laxá. Helst eru það innlendir og erlendir við- skiptamenn sem veiða á slíkum kjörum. Dæmi er um evrópskan við- skiptamann sem kemur hvert sumar með fylgdarliði á þremur einkaþot- um í þeim tilgangi að veiða í Laxá á Ásum, með tilheyrandi þjónustu og leiðsögn sem er innifalin í verðinu. Hins vegar er víða hægt að veiða fyrir skikkanlegt verð. Laxá, sem hef- ur með fleiri veiðisvæði að gera en nokkur annar aðili á landinu, býður upp á veiði í Blöndu fyrir 3.800 krón- ur á ákveðnu veiðisvæði. Þá er mögulegt að veiða hjá Stangaveiðfé- lagi Reykjavíkur í Soginu fyrir 6.100 krónur á dag. jontrausti@dv.is Laxveiði við Norðurá Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavikur, segir að ásókn i laxveiði sé vaxandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.