Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Page 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 13 Sexí sveitasælu Sveitasælan hefur góð áhrif á kynlífið, ef marka má nýja breska könnun. Tæpur helmingur þátttak- enda sagði kynlífið hafa batnað til muna eftir flutn- ing úr borg í sveit. Sami fjöldi sagðist jafnframt eyða meiri tíma en áður með makanum, 38% sögð- ust hafa eignast fleiri vini og 27% sögðu að rifrildum við makann hefði fækkað. Tímaritið Country Living greinir frá niðurstöðunum og segir þar að fólki sé gjarnt að vanmeta áhrif friðsældar og fegurðar. Könnunin leiði hið rétta í ljós. Skikkaður í geðrannsókn Morðingja Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, hefur verið gert að sæta geðrann- sókn. Úr- skurður þessa efnis var kveð- inn upp í sakadómi Stokk- hólms í gær. Mijailo Mijailovic hef- ur játað að hafa banað Lindh í NK-verslunarmið- stöðinni í Stokkhólmi í september síðastliðnum. Hann neitar hins vegar að hafa ffamið morðið að yflr- lögðu ráði. Verjandi Mijailovics sagði í gær að skjólstæðing- ur sinn hefði þjáðst af þunglyndi þegar hann framdi morðið og verið á sterkum geðlyfjum. Sak- sóknari krefst lífstíðarfang- elsis yfir Mijailovic. Niður- stöðu geðrannsóknarinnar er að vænta að fjórum vik- um liðnum og kemur þá í ljós hvort Mijailovic telst sakhæfur eða ekki. Belja á demantafæði Það verður víst ekki gæs sem verpir gulleggjum hjá indverska bóndanum Dilu- bhai Rajput, heldur kýr sem vonandi skítur demöntum. Þetta hljómar ótrúlega en bóndinn, sem býr í demantahéraðinu Gujarat á Indlandi, faldi á dögunum fullan poka af demöntum í heystakki við hús sitt. Þetta þótti honum hinn besti felustaður en gleymdi að gera ráð fyrir hungraðri kúnni sem gleypti pokann. Nú vaktar bóndinn kúna og hefur gefið henni laxerolíu í bland við trefjaríkt fæði. Þegar síðast fréttist hafði bóndinn endurheimt um 300 demanta en alls mun kýrin hafa innbyrt um 1700 stykki af steinunum dýru. Umræða um kaup á líkamspörtum eins og nýrum hefur verið nokkur á Norður- löndunum og þar hafa menn freistast til að leita út fyrir landsteina til „neðanjarð- arlækna“. íslendingar eru hins vegar gjafmildir á sín nýru og læknar aftaka með öllu að sjúklingar hafi ljáð máls á því að kaupa sér nýru. Seint á síðast ári var mikil umræða í Dan- mörku um kaup og sölu á nýrum og hafa nokkrir Danir þegar gengist undir nýrnaígræðslu eftir að hafa keypt sér nýru á svörtum markaði og fengið „neðanjarðarlækna" frá gömlu Austantjaldslönd- unum til að framkvæma aðgerðirnar. Hér á landi virðist þetta ekki vera vandamál, eftir því sem læknar segja, og þvertaka allir nýrna- sérfræðingar og þvagfæraskurðarlæknar, sem blaðið ræddi við, fýrir að það hafi svo mikið sem komið til tals. Þeir eru sammála um að hér sé al- gengara að nýrnagjafar séu nánir aðstandendur og þeir sem á annað borð geti þegið nýra frá sér skyldum þurfi ekki að leita annað. Páll Kolbeins- son nýrnasérfræðingur er einn þeirra lækna sem meðhöndlar nýrnasjúklinga. Hann hefur ekki orðið þess var meðal sjúklinga sem bíða þess að fá nýtt nýra að þeir hafi talað um að kaupa sér það. „Við reynum alltaf að finna einhvern náinn til að gefa nýra og fólk hér hefur verið býsna gjafmilt á annað nýrað úr sér. Þá sem af einhverjum ástæð- um geta ekki þegið nýru frá ættingjum setjum við á biðlista úti í Kaupmannahöfn. Hins vegar geta menn komist af án nýra nokkuð lengi með því að vera í skilunarmeðferð og margir lifað lengi þannig." Páll segir að yfirleitt heppnist nýmaígræðsla vel en íslenskur læknir, Jóhann Jónsson sem bú- settur er í Bandaríkjunum, komi hingað og geri þessar ígræðslur úr lifandi gjöfum. Hér séu hins vegar ekki framkvæmdir líffæraflutningar úr látn- um en þær aðgerðir fari fram í Kaupmannahöfn. Við reynum alltafað finna einhvern náinn til að gefa nýra og fólk hér hefur verið býsna gjafmilt á annað nýrað úrsér. Þá sem afeinhverjum ástæðum geta ekki þegið nýru frá ættingjum setjum við á biðlista úti í Kaup- mannahöfn. „Þeir sem gefa nýra geta lifað prýðilegu lífi og finna ekkert fyrir því að hafa aðeins eitt nýra. Þeir sem þiggja fá nýtt líf og þessar heppnast yfirleitt vel,“ segir hann. Páll bendir á að þeir sem ekki geti tekið við nýra úr ættingjum þurfi oft að bíða lengi nýra úr látnum vegna þess að mjög erfitt sé að finna nýra. Það megi því gera ráð fyrir að ef við- komandi vildi kaupa nýra yrði það erfitt í fram- kvæmd. Það þyrfti að leita lengi að nýra sem hent- aði. „Þetta hefur bara aldrei komið til tals og það hefur enginn ljáð máls á þessu við mig. Ég býst við að ef einhverjir hefðu í alvöru talað um þetta hefði það orðið að umræðuefni á milli okkar lækn- anna,“ segir Páll. Menn geta iifað góðu lífi með eitt nýra Það hefur engin áhrifá llffólks að láta annað nýrað, sé það hraust og heilbrigt fyrir. Sá sem þiggur fær hins vegar nýtt lif. Páfagaukur Winstons Churchills lifir góðu lífi - orðinn 104 ára Hefur enn horn í síðu nasista Páfagaukur Winstons Churchills lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir háan aldur. Fuglinn, sem kallað- ur er Charlie, er orðinn 104 ára. Charlie hefur enn horn í síðu nasista og blótar þeim oft og títt eins og fyrr- um eigandi kenndi honum. „Niður með Hitler" og „Niður með nasista" eru meðal uppáhaldssetninga Charlies - jafnvel þótt 39 ár séu liðin síðan Winston Churchill lést. Páfagaukurinn var frægur fyrir að skjóta ýmsum merkismönnum skelk í bringu þegar Churchill boðaði til neyðarfunda vegna stríðsins. Charlie tókst hins vegar alltaf að laða fram bros hjá Churchill, sama hvað á gekk. Churchill festi kaup á fuglinum árið 1937 og gaf honum nafnið Charlie - þrátt fyrir að fuglinn sé kvenkyns. Churchill var mikill dýra- vinur; átti lömb, svín, svani og hlé- Arnpáfar Páfagaukur Winstons Churchills er afþessari gerð. Arnpáfar geta orðið fjörgamtir og eru duglegir að læra að tala. barða um skeið. Charlie var hins veg- ar alltaf í mestum metum. Frá fýrstu stundu þjálfaði Churchill páfagaukinn í að blóta - einkum þegar gestir væru nálægir. Sir Winston Churchill Ráðherrann hélt mikið upp á páfagaukinn og kenndi honum ýmis blótsyrði. Fuglinn heldur enn uppteknum hætti og bölvar og ragnar á hverjum degi. Charlie er svokallaður arnpáfi en þeir verða gjarna 100 ára og eru mjög dýrir. Hérlendis kosta þeir á bilinu 300 til 400 þúsund krónur. Sönnur hafa verið færðar á að Charlie sé að minnsta kosti 104 ára og er hann sagður elsti fugl í Bret- landi. Maður að nafni Reter Oram keypti fuglinn að Churchill látnum árið 1965 og hugðist hafa hann í gælu- dýraverslun sem hann rak. Það gekk ekki því Charlie blótaði svo mikið að börn sem komu í verslunina urðu skelkuð. Síðustu tólf árin hefur Charlie dvalið f garðyrkjustöð á veg- urn Orams. Starfsmaður þar segir fuglinn bera nokkur merki hins háa aldurs en hann sé enn vinsæll meðal almennings. Þá segir James Humes sagnfræðingur að þótt ChurchUl sé farinn yfir móðuna miklu haldi Chariie nafni hans og andagift á lofti. arndis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.