Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 Fókus 0V Lögreglumál á FM957 Birgir Nielsen og Þröstur Gestsson Þeir tveirskipa nýja morgun- þátt FM 957 sem fer i loftið á föstudaginn kemur. „Það er eiginlega bara tóm tilviljun að ég sé að fara þessar slóðir," segir Birgir Nielsen trommuleikari Lands og sona sem ætlar að leggja leið sína í út- varpið. „Ég ætlaði bara að jafna mig á breyttum lífsstíl þar sem Land og synir eru komnir í pásu í óákveðinn tíma. Þröstur 3000 hafði samband viö mig á milli jóla og nýárs og sagði mér frá því að breytinga væri að vænta á FM 957 á nýja árinu og ég hitti hann og Svala á fundi. Mér leist rosa- lega vel á það að fara að vinna í útvarpinu á morgnana þannig að ég er á leiðinni í útvarpið," segir hann. Öflugur í hljómsveitar- keppni Fyrsti þátturinn fer í loftið á föstudaginn klukkan sjö og heit- ir þátturinn Lögreglumál. „Þetta er frasi sem hefur verið í gangi hjá okkur félögunum. Við vorum búnir að brainstorma um nafnið í dálítinn tíma en ákváðum svo að nota frasann okkar góða sem nafn á þáttinn,1' útskýrir Birgir. „Við erum að undibúa þáttinn þessa dagana og við ætlum ekki að uppljóstra því hvað verður í þættinum en hann verður með talsvert öðru sniði en morgun- þátturinn Ding Dong sem við tökum við af.“ Aðspurður um það hvernig það leggist í hann að fara að vera þáttastjórnandi í útvarpi segir Birgir: „Ég hef aldrei verið í út- varpinu og þetta verður mjög spennandi fýrir mig þar sem ég hef oft farið í viðtöl en aldrei ver- ið þáttastjórnandi. f sumar var haldin keppni milli hljómsveita í beinni útsendingu sem Þröstur sá um. Þar áttu fulltrúar hljóm- sveitanna að stjórna þætti og kannski að það hafí verið kveikj- an af þessu ævintýri öllu saman. Það fór vel á með okkur Þresti í þessum þætti þannig að það hlýtur að vera að hann hafi séð eitthvað við mig þar sem út- varpsmann 'og þar af leiðandi ákveðið að taka mig á löpp. Mikill morgunhani Sjálfur segist Birgir vera ung- ur og upprennandi morgunhani. „Það er ekkert mál fýrir mig að vakna snemma á morgnana því ég er morgunhani. Það hefur soldið komið í gegnum árin, kannski vegna þess að ég á hund sem ég þarf að sinna," segir Birg- ir en hann veit í raun ekkert af hverju hann eigi auðvelt með að vakna fyrir allar aldir. „Mig hlakkar mikið til þess að byrja í útvarpinu og mér er tekið afsícaplega vel á FM 957 og mér lýst vel á nýja vinnustaðinn. Þannig að nú er bara að standa sig í útvarpinu og verða útvarps- stöðinni til sóma." heldur hann áfram. „Samstarf okkar Þrastar hefur byrjað vel og get ég ekki sagt ann- að en það leggist vel í mig. Þetta á eftir að verða góður lögregluskóli fyrir mig þar sem Þröstur er mjög vanur útvarpinu og mun koma til með að kenna mér ýmislegt. Það er smá stress í mér núna, en stress í mér hefur alltaf boðað gott,“ segir jtessi upprennandi útvarpsstjarna að lokum. Þáttur- inn verður á dagskrá frá kl. 7-10 alia virka morgna. JPV-útgáfa er aðeins fárra ára gamalt bókaforlag en átti 5 af tíu mest seldu bókun- um í desember. Sem er mikið þar sem JPV heldur úti miklu minni útgáfu en til að mynda risinn á markaðnum; Edda. Það er því óhætt að kalla JPV útgefanda sem gefur út bækur sem fólkið vill og þyggur fegins hendi. Johann Pall Valdimarsson JPV sjálfur:„Hér eru engin gullklósett tvtts „Markmiðið er ekki að verða stórir," segir Jó- hann Páll Valdimarsson útgáfustjóri JPV. „Það er fánýtt markmið. Markmiðið er mikiu hekar að hafa gaman að þessu og gera vel.“ JPV virðist takast hvort tveggja, því af tíu mest seldu bókununum íýrir jól komu fimm út hjá þeim. Bækurnar sem um ræðir eru Einhverskonar ég eft- ir Þráin Bertelsson, Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunn- arsson, Linda: Ljós og skuggar eftir Reynir Trausta- son, Hvað er málið? eftir Berglindi Sigmarsdóttir og Sigríði Birnu Valsdóttir og svo Hr. Jóli eftir Roger Hargreaves. Það sem vekur athygli er ekki einungis vel- gengni útgáfunnar í jólabókaflóðinu, heldur einnig að félagið hefur ekki nema sex fastráðna starfs- menn. Flestir tilheyra fjölskyldu Jóhanns Páls þótt fólk á borð við Sigríði Harðardóttur ritstjóra og Guðmund Þorsteinsson sem er yfir umbrotinu eigi reyndar aðrar ættartölur. Salan er happadrætti Til samanburðar má nefna að Edda, stærsta út- gáfufélag landsins hefur 55 starfsmenn, og þar að auki álíka stóran hóp í kvöldsölu. Edda átti og mestseldu bókina íýrir jól, Bettý eftir Arnald Ind- riðason sem Vaka Helgafell gaf út, en þar íýrir utan áttu þeir einungis eina bók á topp 10 listanum, Storm eftir Einar Kárason í útgáfu Máls og menn- ingar. „Við lítum ekki á það sem svo að við séum f samkeppni við Eddu, en þeir hugsa mikið um það sem við erum að gera, sem er vissulega gaman," segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdarstjóri JPV - og sonur Jóhanns Páls. En þó markmið fyrirtæk- isins sé ekki að verða stórir hefur það samt sem áður stækkað jafnt og þétt. Það var stofnað árið 2000 og fyrsta árið komu út 15 titlar, en nú eru þeir um 50. „Ég hef alltaf líst því yfir að við ætlum að vera með svipaða útgáfu og á síðasta ári, en svo hefur alltaf bæst við meira og meira sem okkur langar til að gera," segir Jóhann. „Það er mikið um það talað þessa dagana að ef fyrirtæki stækki ekki þá deyi þau, og allir eru að reyna að auka veltu, jafnvel frekar enn hagnað. Ég skil ekki nútfma viðskipta- fræði." Jóhann segist vera fýrst og fremst áhugamaður um bækur. „Bókaútgáfa er ákaflega sér á parti. Ef maður er að reka fiskibolluverksmiðju er auðveldara að gera kostnaðaráætlun, en þetta er meira happadrætti með söluna. Flest merkustu verkin hefðu ekki komið út ef útgefandi hefði gert slíka áætlun." Sem dæmi um slíka bók er ísland í aldana rás eftir Illuga Jökulsson og fleiri. „Ef ég hefði vitað að hún yrði svona dýr hefði ég aldrei lagt í þetta, en hún hitti í mark og hefur selst mjög vel.“ Það er því ekki mark- aðsfræðin sem ákveður hvaða verk verði gefin út. „Ég hef reynt að láta nefið ráða. Bissnissmenn í USA héldu að hægt væri að græða meira á útgáfu- starfsemi með því að henda öllum út sem höfðu nef fyrir svona hlutum. En allt fór svo til fjandans, og þeir neyddust til að ráða mennina aftur." ,„ÖX!N ýÖRDIN rS l»ll UUiH LINDA Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell Þráinn Bertelsson JPV Flosi Ólafsson Skrudda Óttar Sveinsson Stöng 5 Ólafur Gunnarsson JPV Mál og menning 7 J.K.R. Bjartur Reynir Traustason JPV Berglind Sigmarsdóttir og Sigríður Valsdóttir JPV 10 Roger Hargreaves JPV Ævintýralegir samningar Jóhann Páll er rómaður í „bransanum" fyrir æv- intýraleg uppátæki í útgáfumálum og sagan af því þegar Ólafur Gunnarsson rithöfundur lét Jóhann Pál hafa handritið að fýrstu sögu sinni, Ljóstoll, er til dæmis eftir- minnileg í hugum þeirra beggja. Sjálfur segir Ólafur frá þessum fundi þeirra á eftirfarandi hátt: „Forleggjari minn, Jóhann PáU Valdimarsson, fékkbókina f hend- ur um haustið 1979, þá á leiðinni til Finnlands með viðkomu f Kaupmannahöfn. Við settumst inn á krá sem heitir Enghave-kro og þar rétti ég honum handritið yfir borðið eftir að hafa sagt hon- um að búa sig undir ósköpin með því að styrkja sig á snapsi. „Lestu nú fýrstu setninguna," sagði ég, „og ef þér feUur hún ekki, þá skaltu rétta mér bókina aftur og svo ræðum við það ekki frekar." MH. JOU ,Hér er er valinn maður í hverju rúmi þó ég sé stundum frekur þegar kemur að ákvörðunum. En það erþó ekkert garantí fyrir áfram- haldandi velgengnisvo við gætum þess að eyða ekki pen- ingunum í yfirbyggingu held- ur í útgáfuna sjálfa. Hér eru engin gullklósett." „Jóhann opnaði handritið og las fyrstu setning- una, lokaði handritinu aftur og lét það frá sér á borðið og fór inn á jakkann sinn og tók upp veskið sitt og opnaði og taldi þrjá þúsundkróna seðla danska upp úr því. Þetta voru gríðarmiklir pening- ar, eiginlega stórfé, en hann lét seðlana á borðið og ýtti þeim tU mín.“ „Hvað er nú þetta"? spurði ég. „Þetta er fyrir fyrstu setninguna," sagði Jóhann. Það er svona vel sem mér líkar hún.““ Setningin sem um ræðir er á þessa leið: „Ég fann tittlinginn á mér skríða saman af kvíða." Engin gullklósett Leyndardómurinn bak við velgengni JPV er því einfaldur: „Við hittum á rétt efni og okkur tókst að koma því til skila." En þó kemur aðeins meira til. „Þetta er samhentur hópur fárra fastráðinna starfsmanna sem vinna saman. Það er valinn maður í hverju rúmi þó ég sé stundum frekur þeg- ar kemur að ákvörðunum. En það er þó ekkert garantí fyrir áframhaldandi velgengni, svo við gætum þess að eyða ekki peningunum í yfirbygg- ingu heldur í útgáfuna sjálfa. Hér eru engin gull- klósett." Starfsfólk JPV Litla fjölskyldufyrirtækið hansJóhanns. Valinn maður I hverju rúmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.