Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 Sport DV 1.STÓRMÓTIÐ 2. STÓRMÓTIÐ 3. STÓRMÓTIÐ 4. STÓRMÓTIÐ 5. STÓRMÓTIÐ HM í Austur-Þýskalandi HM í Austur-Þýskalandi HM íTékkóslóvakíu HM í Frakklandi Ólympíuleikar í Miinchen 1958 9.sæti 1961 6. sæti 1964 9.sæti 1970 lO.sæti 1972 ll.sæti Þjálfari Hallsteinn Hinriksson Markahæstur Gunnlaugur Hjálmarsson 16 mörk Þjálfari Hallsteinn Hinriksson Markahæstur Gunnlaugur Hjálmarsson 22 mörk Þjálfari Karl G. Benediktsson Markahæstur Gunnlaugur Hjálmarsson 11 mörk Þjálfari Hilmar Björnsson Markahæstur Geir Hallsteinsson 19 mörk Þjálfari Hilmar Björnsson Markahæstur Jón Hjaltalín Magnússon 21 mark ísland hefur tekið þátt í 19 stórmótum í handbolta, 13 heimsmeistarakeppnum, 4 Ólympíuleikum og 2 Evrópumeistaramótum. Evrópumótið í Slóveníu verður tímamótamót fyrir íslenska landsliðið. íslenska handboltalandsliðið hefur glatt þjóðina í gegnum tíðina með frábærri frammistöðu á stórmótum á erlendri grund. Nú eru strákarnir okkar að Ieggja af stað á 20. stórmótið f sögu íslenska handboltalandsliðs- ins en þetta er eina landsliðið okkar í boltagreinum sem hefur komist á stórmót - heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót eða Ólympíuleika. Þetta er þriðja Evrópumeistaramótið sem íslenska liðið tekur þátt í en það er af mörgum talið vera sterkasta mótið af stórmótunum þremur. fsland hefur aldrei komist á verðlaunapall á stórmóti en tvisvar hefur íslenska liðið leikið um verð- laun, á Ólympíuleikunum 1992 í Barselóna og á Evrópumótinu í Sví- þjóð fyrir tveimur árum. Bestum ár- angri á heimsmeistaramóti náðist í Kumamoto í Japan árið 1997 en ís- lenska landsliðið datt þá út úr átta liða úrslitum gegn Ungverjum en vann síðan tvo síðustu leiki sína og hafnaði í 5. sæti. Fyrsta stórmót íslenska lands- liðsins var heimsmeistaramótið í Austur-Þýskalandi fyrir 46 árum en þetta var þriðja heimsmeistaramót- ið sem haldið var. Islenska liðið vann einn af þremur leikjum sínum í riðlinum, 13-11 gegn Rúmeníu, en 3. sætið nægði ekki til að komast áfram í næsta hluta og þátttaka ís- lenska liðsins var í styttra lagi þenn- an marsmánuð 1958. Þremur áður síðar slógu íslensku strákarnir hinsvegar í gegn á fjórðu HM sem var haldin í Vestur-Þýska- landi og enduðu í 6. sæti eftir að hafa tapað fyrir Dönum með minnsta mun, 13-14, í leik um 5. sætið. Heimsmeistarar urðu Rúm- enar sem íslenska liðið lagði af velli þremur árum áður og Tékkar urðu í öðru sæti en við þá gerði íslenska liðið jafntefli í riðlakeppninni. Sjaldan misst úr mót Frá þeim tíma hefur ísland sjaldan misst úr stórmót og biðin hefur aldrei verið lengri en tvö mót, síðast misstum við af Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Islenska liðið er nú að taka þátt í fjórða stórmótinu í röð og hefur auk þess tryggt sig inn á það næsta, Ólympíuleikana í Aþenu í Grikklandi í haust. Frammistaðan í Slóveníu kemur síðan til með að ráða miklu um hvort fsland verður með á HM í Túnis 2005 eða Evrópumeistaramótinu 2006 en því hefur ekki ennþá verið valinn staður. Guðmundur og Ólafur efstir Guðmundur Hrafnkelsson er í sérflokki þegar kemur að fjölda stórmóta en hann hefur tekið þátt í meira en helmingi af þeim stórmótum sem ísland hefur keppt á. Guðmundur ver nú mark íslands á ellefta stórmótinu en hann var fyrst með á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Síðan þá hefur Guðmundur alitaf verið með og er einnig sá leikmaður sem hefur leikið flesta landsleiki fyrir íslands hönd. Ólafur Stefánsson hefur verið markahæstur hjá íslenska liðinu á síðustu þremur stórrpótum og hann er orðinn sá leikmaður sem hefur ísland hefur aldrei komist á verðlaunapall en tvisvar hefur íslenska liðið leikið um verðlaun, á Ólympíuleikunum 1992 í Barselóna og á Evr- ópumótinu í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Besti árangur í Heimsmeistarakeppni ■ Besti árangur á Evrópumeistaramóti 5. sæti á HM í Japan 1997 ■ 4. sæti á EM í Svíþjóð 2002 skorað flest mörk fyrir ísland á stórmótum en enginn annar leikmaður hefur náð að skora yfir 200 mörk fyrir íslenska landsliðið HM, EM eða Ólympíuleikun Ólafúr fær bæta við mörkum í en hann getur auk þess orðið fyrsti leikmaðurinn til að verða markahæsti maður landsliðsins á fjórum stjórmótum en bæði þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Valdimar Grímsson hafa verið marka- hæstir á þremur stórmótum líkt og Ólafur. ooj@dvJs 11. STÓRMÓTIÐ 12. STÓRMÓTIÐ 13. STÓRMÓTIÐ 14. STÓRMÓTIÐ 15. STÓRMÓTIÐ HM íTékkóslóvakíu Ólympíuleikar í Barselóna HM í Svíþjóð HM á (slandi HM í Kumamoto í Japan 1990 lO.sæti 1992 4.sæti 1993 8. sæti 1995 13.sæti 1997 5. sæti Þjálfari Bogdan Kowalczyk Markahæstur Alfreð Gíslason 32 mörk Þjálfari Þorbergur Aðalsteinsson Markahæstur Valdimar Grímsson 35 mörk Þjálfari Þorbergur Aðalsteinsson Markahæstur SigurðurValur Sveinsson 37 mörk Þjálfari Þorbergur Aðalsteinsson Markahæstur Valdimar Grímsson 34 mörk Þjálfari Þorbjörn Jensson Markahæstur Valdimar Grímsson 52 mörk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.