Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Qupperneq 25
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 25
Ríkharður Daðason skoðar aðstæður hjá
Frem í Danmörku.
Veit ekkert enn
sem komið er
Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía
Fertugasti mótasigur
með sænska liðinu
í Danmörku Ríkharð'ur Daðason er nú í
Danmörku aðskoða aðstæður hjá Frem.
Framherjinn Rfkharður Daðason
dvelur nú hjá danska úrvals-
deildarliðinu Frem þar sem hann er
að skoða aðstæður. Ríkharður, sem
er með lausan samning og getur
farið frítt til liðsins, æfði með liðinu í
gær en sagði aðstæður ekki hafa
verið upp á það besta.
Leiðinlegar aðstæður
„Við æfðum í morgun í snjókomu
og leiðindaveðri á gervigrasi og það
verður bara að segjast eins og er að
það var lítið hægt að gera. Ég er
heldur ekki mikið fyrir gervigrasið
og var því ekki með á seinni
æflngunni í gær. Það er engin æfing
á morgun þannig að ég veit í sjálfu
sér ekkert enn sem komið er. Ég
mun hitta umboðsmanninn minn í
kvöld eða á morgun og fara yfir
málin með honum. Ég á fastlega von
á því að málin skýrist á miðvikudag
eða fimmtudag, í það minnsta er ég
á leiðinni frá Danmörku þá,“ sagði
Ríkharður í samtali við DV Sport í
gær.
Ríkharður sagðist hafa hitt
þjálfara Frem í stutta stund fyrir
æfinguna í morgun og að hann hefði
boðið af sér góðan þokka.
Skiptar skoðanir
„Ég hitti þjálfara liðsins, Ebbe
Skovdahl, sem snöggvast fyrir æf-
inguna ( morgun. Ég veit ekki alveg
hvernig hann er en hann bauð af sér
góðan þokka. Menn hérna í
Danmörku hafa skiptar skoðanir um
hann en það er alveg ljóst að hann er
ekki þessi dæmigerði danski þjálfari.
Hann stýrði Aberdeen í Skotlandi í
nokkurn tíma og er víst svolítið
breskur í sér.“
Líst ágætlega á
Ríkharður sagði að sér litist ágæt-
lega á félagið en völlurinn væri
gamall og félagsheimilið einnig.
„Æfingasvæðiö er þó frábært en
hvort eitthvað verður úr þessu
verður bara að koma í ljós,“ sagði
Ríkharður Daðason í samtali frá
Danmörku.
Bengt Johansson, þjálfari sænska
landsliðsins, vann sinn fertugasta
mótasigur með sænska landsliðinu
um helgina þeagr liðið bar sigur úr
býtum á Skandinavía Cup.
Johansson var ánægður með
sigurinn í mótinu og sagði að hann
gæfi liðinu mikið sjálfstraust fyrir
Evrópumótið í Slóveníu sem hefst á
fimmtudaginn.
Svíar náðu ekki að tryggja sér
sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu á
HM í Portúgal á síðasta ári og þurfa
því að heyja harða baráttu við aðrar
þjóðir um sætið eina sem er í boði á
Ólympíuleikana í Slóveníu. Svíar
telja hættulegustu andstæðinga sína
vera Slóveníu, Serbíu/Svart-
íjallaland og Danmörk en þeir lögðu
Dani einmitt, 33-30, í lokaleik
Skandinavía Cup um helgina og
tryggðu sér þar með sigur á mótinu.
Johannsson vildi ekki gera mikið
úr þeim sigri og sagði að mikil-
vægasti leikurinn gegn Dönum væri
í milliriðli EM þar sem liðin mætast
ef ekkert óvænt kemur upp á hjá
öðru hvoru liðinu.
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds
Reyna að fresta
greiðslustöðvun
Forráðamenn enska úrvals-
deildarliðsins Leeds róa nú öllum
árum að því að fá greiðslustöðvun
sem vofir yfir félaginu frestað um
viku. Fresturinn til að útvega nýtt
fjármagn til að reka félagið út
tímabilið rann út í gær en félagið
vonast til að stærstu lánadrottnarnir
gefi lengri frest til að útvega
fjármagn.
Nálægt samkomulagi
„Við erum mjög nálægt því að ná
samkomulagi við alla stærstu lána-
drottnana um að fresta greiðslu-
stöðvuninni um viku og það ætti að
gefa okkur tíma til að finna
fjæármagn til að reka félagið það
sem eftir lifir tímabils," sagði Trevor
Birch, yfirmaður knattspyrnumála
hjá Leeds.
Vandamálið hjá Leeds er að
félagið skuldar um áttatíu milljónir
punda. Til þess að grynnka á
skuldunum þarf félagið helst að selja
sína bestu leikmenn, eins og Mark
Viduka, Alan Smith og Paul
Robinson, en forráðamenn félagsins
gera sér grein fyrir því að það verður
erfitt að halda sér í úrvalsdeildinm
án þeirra. Ef félagið fellur þá missir
það af tuttugu milljónum punda
sem öll félög í úrvalsdeildinni fá í
sjónvarpstekjur fyrir hvert tímabil í
deildinni.
„Aðalmarkmið okkar er að halda
félaginu í úrvalsdeildinni. Ef okkur
tekst það erum við með félag í
höndunum sem er einhvers virði
fyrir hugsanlega kaupendur og
hefur sæmilegt aðdráttarafl. Þetta
snýst allt um að tryggja framtíð
félagsins," sagði Birch.
Flestir sérfræðingar eru sammála
um að félagið sé neytt til að selja
sína bestu leikmenn, bæði til að
minnka skuldirnar og einnig til þess
að draga verulega úr launakostnaði
félagsins.
Gray veit ekki neitt
Eddie Gray, knattspyrnustjóri
liðsins, sagði eftir tapleikinn gegn
Southampton um helgina að hann
hefði ekki grænan grun um það
hvort félagið myndi lifa þessar
fjárhagshreminingar af.
„Ég veit ekki hvað mun koma til
með að gerast. Ég hef heldur ekki
hugmynd um hvort að það er
einhver fjárfestir sem er nálægt því
að kaupa félagið. Ég hef einbeitt mér
að því að reyna ná úrslitum innan
vallar og látið menn eins og Trevor
Birch, sem hafa vit á fjármálum, um
málin utan vallar. Ég hef trú á
honum og að hann geti bjargað
þessu en ég hef samt ekki hugmynd
um það hvernig þetta endar," sagði
Gray á laugardaginn. oskar@dv.is
Ólafur Garðarsson umboðsmaður
Býst við að Jóhann fái
samning hjá Örgryte
DV Sport í gær að hann byggist við
því að Örgryte myndi senda
Jóhanni B. samning á næstu
dögum.
„Hann stóð sig vel úli hjá þeim
og þeir vita líka alveg hvað hann
getur. Þeir hafa fylgst með honum
í nokkurn tíma þannig að þetta
ætti ekki vera erfitt," sagði Ólafur
Garðarsson.
Knattspyrnumaðurinn Jóhann
B. Guðmundsson, hefur dvalist til
reynslu hjá sænska úrvals-
deildarliðinu Örgryte að undan-
förnu en Jóhann er ekki samnings-
bundinn neinu félagi sfðan sanin-
ingur hans við norska liðið Lyn
rann út um áramótin.
Ólafur Garðarsson, umboðs-
maður Jóhanns, sagði í samtali við
Veit ekki neitt Eddie Oray,
knotlspyrnustjóri Leeds, reynir
oó einbeiln sér að þvi að
stjórna liðinu istað þess að
haiu áhy'jgjur af fjármálum
féiagsins.
Reuters