Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 29
Leikfélag Reykjavíkur hefur sett upp söngleik í samvinnu við íslenska dansflokk-
inn. Páll Baldvin Baldvinsson hreifst af mörgu í sýningunni en efast um erindið.
Chicago Mannlegur
harmleikur
„Væntanlega munu þúsundir fagna
uppsetningu LR og njóta hennar eins
og hún er. Mér finnst hún vera sorg-
legur vitnisburður um hvar við erum
stödd og hvað við viljum sýna."
Það voru dúndrandi viðtökur í
gærkvöld í Borgó þegar Chicago var
frumsýnt öðru sinni á íslensku leik-
sviði. Kynningardeild LR hefur verið
fáorð um sýningu Þjóðleikhússins
1985 eins og hún hafi ekki átt sér
stað, líklega sökum þess að hún náði
ekki hylli. Sviðsetningin nú er líklega
eingöngu til komin vegna kvik-
myndar sem nýlega var gerð eftir
sögulega endurkomu verksins á
svið í New York og London. Chicago
var fyrst og fremst dansverk (frum-
sýnt 1975) þótt það byggðist á gömlu
leikverki um dálæti fjölmiðla á
morðingjum á þriðja áratugnum
vestanhafs. Það var áfangi á ferli Bob
Fosse, dansara og höfundar, sem var
alinn upp á mektardögum söng-
leiksins á Broadway og starfaði síð-
an þar og í Hollywood. í Chicago var
Fosse að vinna upp úr amerísku
vaudevillunni, skrautlegum strípi-
sýningum næturklúbba og
skemmtistaða. Hann átti síðan eftir
að þróa sýningar sínar lengra í átt að
hreinum danssýningum með Danc-
in’ (87) og Big Deal (86). íslenskir
áhorfendur geta séð handbragð
hans og hugvit að verki í All that
Jazz, kvikmynd hans ffá 1979 sem er
einstákt meistaraverk. Tildrögin að
Chicago eru sótt í vöruform
skemmtiefnis: Sannar sögur og
klæmnar danssýningar, efni sem við
þekkjum einungis í þýðingum og úr
umsköpun kvikmynda og sjónvarps.
Staðfærsia og aðlögun.
Leikstjóri og þýðandi hafa því á
liðnu sumri staðið frammi fyrir
þeirri áleitnu spurningu: hvaða er-
indi á þetta verk á íslenskt leiksvið?
Mórallinn í verkinu var á sínum tíma
hylling til forsmáðs strits dansmeyja
í bland við hárbeitta og háðulega
sýn á fjölmiðla sem veltu sér upp úr
subbulegum og tilgangslausum
manndrápum og hvernig gula
pressan sveigði almenningsálit og
síðán dómstóla óbótamönnum til
góða. Enda er í verkinu leit að per-
sónu sem á sér einhverjar málsbæt-
Hr; þetta er allt skítapakk. Heimssýn
höfundanna er myrk og hlaðin fyrir-
litningu á manninum og samfélag-
inu.
Þannig að þau Þórhildur og Gísli
Rúnar færa verkið nær okkur. Gísli
skellir inn í frábæra texta sína tilvís-
un í okkar samfélag. Þau reyna að
segja: við erum næstum svona. Sem
vitaskuld er fráleitt. Það er næstum
ekkert sem er á pari við þann heim
sem Fosse og Ebb voru að lýsa. Yflr-
borðskennd ádeila á pressuna og
fréttahungur hennar er fjarri öllum
sanni.
En það gerir ekkert til. Tilfærslan
er oftast kímileg og skapar saklausan
snertiflöt við samfélag okkar sem
hvert annað spaug. Og hún skyggir
hvergi á fínan árangur leikstjórans
og þýðanda sem eru fyrst og fremst
að búa til gott sjó.
Öllu tjaldað
Hér er öllu tjaldað sem til er:
Glæsilegir búningar (Elín Edda),
einföld en útfærð leikmynd um súl-
ur og rimla (Sigurjón) með sjö
manna hljómsveit á palli sem spilar
af krafti í aðlöguðum útsetningum
Jóns Ólafssonar því tónlistin er or-
kesteruð fyrir stærra band. Dans,
ieikur og söngur eru hér í hæsta
gæðaflokki. Þannig má heyra nánast
hvert sungið orð, sem er prýði því
textar Gísla eru hnyttnir og falla ein-
staklega vel að lagboðunum.
Dansinn er skreyttur brögðum
sem gera verkið nútímalegt og ferskt
þótt grunnefnið séu gömul rútínu-
spor. Jochen Ulrich er flinkur dans-
höfundur og virtur og er búinn að
vinna dansflokknum mikið gagn. Og
það er vitaskuld akkur í slíkum gesti.
ITann merkir verkið, setur á það stíl
og nýtir krafta til fulls í þeirri blöndu
sem formið býður upp á. Það er í
ráðningu hans falin óskoruð yfirlýs-
ing urn metnað: að fá bara það besta
- sem er gott.
Nú þegar er ljóst að fleiri sjá
þessa sýningu dansflokksins á
næstu dögum en allar aðrar sýning-
ar hans á heilu ári. Áhorfendur skulu
því taka eftir færni dansara flokksins
og koma sér á önnur verk dans-
flokksins þar sem þeir eru í aðalhlut-
verki. Hér verður að nefna þær
Katrínu Ingvadóttur og nöfnu henn-
ar Johnson, Þá Guðmund Helgason
og nafna hans Knudsen, og Peter
Lawrence, sem öll eru gestum dans-
flokksins kunn. Nýliðinn Steve Lor-
ens vakti athygli mína fyrir ákafan
og innlegan part og Aðalheiður Hall-
dórsdóttir fýrir sóló sitt sem ung-
versk súludansmær sem hún mun
deila með Valgerði Rúnarsdóttur. Þá
er ónefnd Unnur Elísabet sem var
nýtt andlit í línunni.
Dans og leikatriði falla vel saman
og hér sýnir Þórhildur eina ferðina
enn hversu hæf hún er í samrænt-
ingu og fínstillingu stórra verka.
Þessi sýning er enn ein áminning
um að leikstjórar sem komnir eru -
hvað skal segja - af léttasta skeiði
eiga að fá samfelld tækifæri til vinnu
svo sem þrek þeirra dugar til. En
missum okkur ekki út í tal um leik-
stjórastefnu ríkis- og bæjarleikhús-
anna.
Leikflokkur LR
Þannig hefur tekist að hrista fram
úr leikflokki LR bærilega grúppu
sem í senn leikur, syngur og dansar:
Ilmi Kristjánsdóttur, Mörtu Nordal,
Hönnu Maríu Karlsdóttur, Ellert
Ingimundarson, Guðmund Ólafs-
son og Halldór Gylfason, að við-
bættri Birnu Hafstein sem gaman er
að sjá aftur á sviði í Reykjavík. Eggert
Þorleifsson og Gunnar Hansson eru
í markverðum rullum: Eggert nánast
eina manneskjan í leiknum sem
vekur samúð. Theodór Júlíusson og
Margrét Helga eru sannfærandi
hyski. Bergur Þór Ingólfsson glæsi-
leg sjónvarpsstjarna - kvenkyns. Öll
frammistaðan er til marks um að
hópurinn er á góðu róli, vinnur af
snerpu og gerir sitt ítrasta.
Til hópsins verður að telja
stjörnupartana í verkinu: Jóhönnu
Vigdísi, sem fer hér á kostum, og
Svein Geirsson sem tekur í sýning-
unni stökk sem hið valinkunna ill-
menni Billi Bje. Þá er ótalin Stein-
unn Ólína sem fær hér tækifæri til að
sýna ótvíræða hæfileika sína sem
komedienne og dansar og syngur
ágætlega. Þessi þrenning ber sögu
verksins uppi. Á þeim þremur hvílir
verkefni sem gerir mildar kröfur og
verður í öllum tilvikum að telja sýn-
inguna markverðan áfanga á ferli
þeirra sem listamanna.
Mynd og Ijós
Eitt af því sem gerir sýningu Þór-
hildar nýstárlega er notkun kvik-
myndar á þremur skjám í leikmynd-
inni. Þetta eru í senn sjálfstæð inn-
skot og hluti af atriðum. Sú vinna er
einstaklega vel útfærð af Hákoni Má
Oddssyni og eru atriðin, sem stund-
urn tengjast beint framgangi á svið-
inu, frábærlega lýst.
Ljós: Lárus Björnsson. Hljóð:
Gunnar Árnason. Gervi: Sóley
Björt Guðmundsdóttir. Kvik-
mynd: Hákon Már Oddsson. Bún-
ingar: Elín Edda Árnadóttir. Leik-
mynd: Sigurjón Jóhannsson.
Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson.
Dansar: Jochen Ulrich.
Frumsýning: Leikfélag Reykja-
víkur og íslenski dansflokkurinn
á stóra sviði Borgarleikhússins
18.janúar.
í opinni leikgrind eins og hér er á
sviði, með stórum dansatriðum,
reynir á ljósahönnuð. Ljósabúnaði
er beitt til hins ítrasta og á vinna
Lárusar Björnssonar ekki síst þátt í
að gera sýninguna að því sjónarspili
sem hún er.
Bara botnlaust hrós?
Er það svo? Er sýningin á
Chicago jafn glæsileg og hún er
dæmigerð fyrir það besta sem við
getum gert? Já, að flestu leyti er hún
það. Hún er tvímælalaust ein af fag-
mannlegri söng- og danssýningum
síðustu áratuga og á henni bragur
sem atvinnumenn geta verið full-
sæmdir af í samanburði við næstu
borgir.
Eg er samt, þrátt fyrir ágæta
skemmtun og þá aðdáun sem hér að
ofan er lýst, verulega efins um erindi
þessa verks á svið: fyrst og síðast
sökum þess að sú mannlæging sem
það lýsir og fagnar á sinn hátt er al-
ger, siðleysisásýnd þess nakin. Það
snertir mig aðeins þannig, gefur
enga von og hefur breyst úr stað-
bundinni ádeilu í skemmtisýningu
sem virðist einungis lofa það sem
hún á að lasta. Væntanlega munu
þúsundir fagna verkinu og njóta
þess eins og það er. Mér flnnst það
vera sorglegur vitnisburður um hvar
við erum stödd og hvað við viljurn
sýna.
Páll Baldvin Baldvinsson
Stjörnuspá
Áskell Másson, fyrrum handboltamaður
og tónskáld, er 49 ára í dag. „Hann er
gefandi í samskiptum við sína
nánustu en hér kemur
fram ótti varðandi ör-
yggi, bæði fjárhags-
legt og tilfinninga-
legt, sem byrgir
annars snjallt inn-
sæi mannsins og
ætti hann ekki að
hafa áhyggjur því
alltfer vel,"segirí
stjörnuspá hans.
Áskell Másson
W Vatnsberinn uo.jan.-w. tebrj
W
Ný sambönd eða nýir lífshætt-
ir koma hér fram þegar stjarna vatns-
berans er skoðuð. Hér heldur þú glað-
værð þinni, jafnvægi og öðlast innri frið
sem þú hefur ekki náð fyrr.
M
f\skam\i (i9. febr.-20.mars)
Nýr kafli bíður þín þar sem vilji
þinn er öflugasta vopnið í átt
að draumum þínum. Þér er ráðlagt að
leita að fullkomnu jafnvægi og ekki síst
fögnuði innra með þér. Njóttu stundar-
innar á lífsleið þinni alla leið.
T
Hrúturinn (21.mars-19.aprn)
Spámaður minnir fólk fætt
undir stjörnu hrútsins á að taka ekki á
sig skyldur sem það ræður ekki við og
hefur ekki áhuga á að takast á við. Hug-
aðu að þér eingöngu og hlustaðu
gaumgæfilega á þarfir þínar um þessar
mundir.
Ö
NaUtið (20. apríl-20. maí)
D
Þér er ráðlagt að greina
hafrana frá sauðunum í vinahópi þínum
um þessar mundir, af einhverjum
ástæðum. Þú ert sjálf/ur án efa góð/ur
vinur/vinkona og rausnarleg/ur og deil-
ir lífsgæðum þínum með öðrum. Haltu
þig frá þrætum yfir smámunum í fram-
tíðinni og þér verða allir vegir færir.
Tvíburarnirp/. mai-21.jáni)
Þú birtist hér sjálfstæð mann-
eskja og kannt eflaust illa við að utan-
aðkomandi reyni að hafa áhrif á fram-
göngu mála. Þú ert fær um að styrkja
fólkið sem þú umgengst með nærveru
þinni. Sýndu þeim, sem þarfnast þín, at-
hygli og aðhald næstu vikur.
Einblíndu á réttar áherslur þegar nám
faab\)'m(22.júni-22.júll)
eða starf þitt er annars vegar
og hægðu á þér ef þú ert ekki í jafn-
vægi.
LjÓnÍð (23.júlí- 22. ágúst)
Efldu kærleikann sem býr
innra með þér og sjá, hlutirnir snúast
þér í hag, kæra Ijón. Mundu: því meira
sem þú gefur því meira hlotnast þér.
Meyjan (23. ágúst-22. septj
Ef þú ákveður að einbeita þér
að því að ná jafnvægi innra með þér
mun það takast en ef þú aftur á móti
gleymir að taka tillit til sjálfsins er hætta
á að þú þreytist og gleymir því hvar þú
byrjaðir og hvert för þinni er raunveru-
lega heitið.
n
o VogÍn (23.sept.-23.okt.)
Lærðu að lægja öldur hugans
og finndu djúpu kyrrð sjálfs þíns með
því að skynja tilveru þína og opna
hjarta þitt og huga. Ræktaðu betur við-
skiptasambönd þín ef þú stundar við-
skipti, eru ráðin til fólksins sem fætt er
undir stjörnu vogar.
HL
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj
Temdu þér að vera óttalaus
og frjáls með því að láta gagnrýni þér í
léttu rúmi liggja. Stjarna sporðdreka er
vissulega fær um að komast (snertingu
við innsta kjarna eigin tilveru með því
að óttast ekki áskoranir og á það sér í
lagi við um janúarlok og febrúarbyrjun.
/
Bogmaðurinnpzmi'.-/!.líaj
Breytingar sem fela í sér
óvissu um framhaldið eru um það bil
að ganga í garð. Þér á eftir að ganga
mjög vel þrátt fyrir óvissuna sem er
framundan.
Steingeitin (22.ties.-19.janj
Hér rasar þú ekki um ráð fram,
sem er jákvætt, en þú tekur enga áhættu
og reynir að styðja hugboð þitt þessa
dagana.
SPÁM AÐUR.IS