Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004
Síðast en ekki síst DV
Rétta myndin
Bangsi að kaupa jólakort.
Vill lífsförunaut
Ha?
Veikt gengi dollarans að undan-
förnu hefur orðið til þess að stúlkur í
Afríku, sem óska eftir
pennavinum hér á landi,
eru farnar að senda evrur í stað doll-
ara til að tryggja að bréf þeirra séu
birt. Sú sem reið á vaðið með evr-
urnar heitir Annie Ekuah Coleman
og er 27 ára og einhleyp. Hún óskar
eftir að kynnast manni hér á landi,
fyrst sem pennavini og vonandi síð-
ar sem traustum lífsförunauti.
Áhugamál Annie eru heilbrigð og
vel við hæfi: Tónlist, ferðalög, úti-
vist, lestur góðra bóka og mat-
reiðsla. Þó leggur hún áherslu á að
helsta áhugamálið, og í raun það
eina sem skipti verulegu máli, sé leit
hennar að góðum eiginmanni.
Annie er frá Ghana og heimilis-
fang hennar er: Post box 1238, Ogu-
aah Town, Central Ghana, W/Africa.
E-mail: aniloverlOgh@yahoo.com.
Annie sendi fimm evrur með
bréfl sínu en með öðrum bréfum frá
Afríku, sem borist hafa blaðinu,
hefur venjan verið að 3 dollarar
fylgdu með. Annie gerir sér því
góðar vonir um árangur. Hún er
dökk á brún og brá og eins og sjá má
á myndinni sem hún sendir með er
hún brosmild og virðist létt í lund.
Annie Ekuah Coleman Sendir sterkan
gjaldmiðil og treystir ekki d dollarann.
• Innan Sjálfstæðisflokksins í
borginni gerast raddir nú háværari
um að Gísli Marteinn Baldursson
verði leiddur fram á sviðið í ríkari
mæli en verið hef-
ur - þá með það
fyrir augum að
hann verði leiðtogi
flokksins í næstu
borgarstjórnar-
kosningum. Hann
mun þó hafa feng-
ið bróðurlegar
ábendingar frá sér
reyndari mönnum um að draga sig
þá í hlé frá stjórn skemmtiþáttar í
Sjónvarpinu fljótlega, til þess að
Síðast en ekki síst
skapa sér ábyrgðarmeiri ímynd en
raunin er í dag. Þó er bent á í þessu
sambandi að sjónvarpsmennskan
gefi Gísla líka ákveðið forskot - og
benda menn þar á grínistann Davíð
Oddsson sem var meðal stjórnenda
Útvarps Matthildar sem átti sinn
þátt í að hann komst á framabraut í
stjórnmálunum og loks til æðstu
metorða.
• Nokkrir voru nefndir en færri út-
valdir tilað komast vestur til ísa-
íjarðar á laugardag, þar sem afhjúp-
aður var minnisvarði um Hannes
Hafstein í tilefni heimastjórnaraf-
mælisins. Framsóknarráðherrarnir
Halldór, Valgerður og Jón Kristjáns-
son komust fljúgandi vestur með
flugvél Flugmálastjórnar og voru
lukkuleg með að ná á áfangastað.
Hins vegar varð Fokker Flugfélags-
ins að snúa við, en með honum
voru m.a. þeir Júlíus ITafstein, fram-
kvæmdastjóri heimastjórnarnefnd-
ar, og PR-maðurinn Hallur Halls-
son. Það gengur bara betur næst...
Heppinn lesandi DV
Jólakrossgáta DV naut gríðar-
legra vinsælda nú sem endranær.
Á fimmta hundrað lesendur
sendu inn rétta lausn við kross-
gátunni og var dregið úr réttum
svörum í gær. Vinningshafinn
heitir Guðný Kjartansdóttir, Suð-
urbraut 4 á Hofsósi, og fær hún
vandaðan DVD-spilara frá Heim-
ilistækjum.
Guðný sagðist í samtali við DV
vera hæstánægð með vinninginn.
„Þetta er alveg frábært. Það er
enginn DVD-spilari á heimilinu
svo þetta kemur í góðar þarfir."
Rétt lausn á jólakrossgátunni
var: „Kertin standa á grænum
greinum, gul og rauð og blá.“
DV þakkar þeim fjölmörgu
sem sendu inn lausn við
jólakrossgátunni.
3T
ES fÓR A ARSHATTÐ UM jHELSIþJA OS
TJUTTAÐI EINS OS BAVIANI A DANS-
SOLFINU ÞAR TIL ES VAR NÆR
SPRUNSINN UR MÆÐI.
J*MM!
LIFID GETUR STUNÖUM VERID AQSUfiD!
HANN KUNNINSI MINN HEFUR pO RETT
FYRIR SER - ÞVI OFT MÆTTI "FOLK"
VERJA LENSRI TIMA I At> HLUSTA OS
HUSSA AÖUR EN ÞAf> OPNAR MUNNINN.
Formaðun skemmtinefndar í þorra-
blótsnefnd í Hjaltastaða- 09 Eiðaþinghá
Bjartmar loks í góðum félagsskap
Bjartmar í sjöunda himni á Austurlandi. Hér eru talent d hverjum bæ; skdld, söngmenn
og lifskúnstnerar.
„Ég er í sjöunda himni. í fínum
málum. Nú er maður kominn í org-
ínalið í þjóðfélaginu," segir Bjart-
mar Guðlaugsson tónlistarmaður.
Hann er nú búsettur á Eiðum og er
að sjálfsögðu kominn í þorrablóts-
nefnd í HjaltaStaða- og Eiðaþinghá
í Austurhéraði.
„Já já, ég er formaður skemmti-
nefndar," segir Bjartmar, hinn
ánægðasti. „Það er mikil tilhlökkun
hér í sveitinni enda verður þetta al-
veg frábært kvöld."
í nefndinni er alvöru fólk: Helga
og Bjössi á Gilsárteig, María og
Bjartmar á Eiðum, Einar Guð-
mundsson á Hjarðarhvoli, Una og
Biggi á Eiðum, Svana og Kalli á
Þrepi, Guðmundur Karl og Sólveig á
Laufási og Bjössi sonur þeirra,
Kristján og Badda á Eiðum og
Freyja og Hörður á Mýnesi. Freyja
er formaður nefndarinnar. Svo eru
þau Magnús, Alda og Hrönn á
Breiðavaði. Að auki er kallaður til
fjöldi manns til aðstoðar.
„Þetta er alveg frábær félags-
skapur og miklir hæfileikamenn á
ferð. Enda eru hér talent á hverjum
bæ; skáld, söngmenn og
lífskúnstnerar. Þetta er það
skemmtilegasta sem ég hef komist
í. Enda er það svo að þótt hreppar
séu sameinaðir þá verða þorra-
blótsnefndir það aldrei."
Bjartmar og hans fólk æfir nú af
kappi fyrir þorrablótið sem haldið
verður 31. þessa mánaðar í Hjalta-
lundi. „Við nefndin erum að semja
efni og æfa. Þetta er svona innan-
sveitarkrónika, uppgjör ársins, okk-
ar skaup, og við erum komin langt á
leið. Svo er unnið að skreytingum
og pungarnir teknir til. Og svo þarf
að áætla snafsamagnið."
Bjartmar verður látinn syngja
eitthvað af sínum lögum en allir
textar eru hins vegar lagaðir að að-
stæðum. Annars er það að frétta af
Bjartmari utan þessa að hann fer á
ferð og flug um landið allt til að
fylgja eftir endurútgáfu fyrstu plötu
sinnar, Ef ég mætti ráða, sem er 20
ára um þessar mundir. „Já, Fúll á
móti er tvítugur, Kótilettukarlinn
líka og Sumarliði enn fullur. Ég verð
eitthvað á flakki í tengslum við af-
mælið.“
Nokkur
vindur
+2 Strekkingur
c. ■ y * *
* 4 Nokkur +1
+2 vindur
iNokkur
vindur
Nokkur
vindur
Nokkur
vindur
Nokkur
Krossgátan
Veðrið
Nokkur
vindur
Lárétt: 1 fóðrun,4 hrella,
7 furðu,8 mætur, 10 fisk-
ur, 12 Ijúf, 13 hagga, 14
fjandmann, 15 gagnleg,
16 slóttug, 18 hljómur,
21 beljaki, 22 nagli, 23
gort.
Lóðrétt: 1 krap,2 atorku,
3 formáli, 4 ósléttur, 5
eyri, 6 spíri, 9 karlmanns-
nafn, 11 feldur, 16 næð-
ing, 17 heiður, 19 hugar-
burð,20 höfða.
Lausná krossgátu
•dnu 07'bjo 61 'njæ
L t '6ns 9 l 'uujsjs t L 'll|63 6 'II? 9 'JP S 'Jnuojnjg f 'Jn6ue6uu| £ '6np z '6|a t :uaJ69T
•dnej ££'jne6 ^j'jnujnj tð'uuojst
'6æ|s g t 'J/fu s t u|ao y t 'ejiq £ L 'jæ6 z t '|sjn o t 'u6a6 g'upun l 'eþq V'|p|s t Uíajei