Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Qupperneq 16
2
TlMARIT VFl 1955
50 árum sóttu aðeins 5 íslenzkir stúdentar
nám við skólann, en enginn þeirra lauk fulln-
aðarprófi i verkfræði. Fyrsti íslenzki verk-
fræðingurinn frá skólanum er Sigurður Thor-
oddsen. Hann lauk prófi í byggingaverkfræði
árið 1891. — Eftir áratugum skiptast íslenzkir
verkfræðingar frá skólanum þannig:
Bygg- ingav. Raf- magnsv. Vólav. Efnav. Samtals
1891- -00 4 4
1901- -10 1 i 2
1911- -20 4 i 5
1921- -30 12 3 i 3 19
1931- -40 1 3 2 4 10
1941- -50 14 3 4 4 25
1951- -54 18 8 7 33
Samtals 54 18 14 12 98
Á 125 ára afmæli skólans í maí 1954 höfðu
því 98 ísl. verkfræðingar útskrifazt frá skól-
anum, 54 í byggingaverkfræði, 18 í raf-
magnsverkfræði, 14 i vélaverkfræði og 12 í efnaverk-
fræði. tír þessum hópi íslenzkra verkfræðinga eru 90
enn á lífi, en 8 látnir.
Islenzkir verkfræðingar eru nú 189. Þvi nær helm-
ingur þeirra hefur lokið prófi frá Den polytekniske Lære-
anstalt eða Danmarks tekniske Höjskole, en svo heitir
skólinn nú. Er þvi auðsætt, að skólinn á meiri hlut
i íslenzkum verkfræðingum en nokkur annar háskóli.
Má vænta þess, að svo verði einnig framvegis, þvi nú
sækir meiri hluti íslenzkra verkfræðistúdenta nám til
D.T.H.
Þegar undirbúningskennla í verkfræði var hafin við
Háskóla Islands haustið 1940, var D.T.H. tekinn til
fyrirmyndar um námsefni, og síðar, árið 1945, þegar
Skólahús D.T.H. við 0stervoldgade.
verkfræðideild Háskóla íslands var stofnuð með lögum
og íslenzkir verkfræðistúdentar búnir undir síðara hluta
verkfræðináms við erlenda háskóla, var enn miðað við
D.T.H. um námsefni undir fyrra hluta próf og tilhögun
prófsins. Þessi ráðstöfun var meðal annars gerð vegna
þess, að nám undir fyrra hluta próf við D.T.H. er fræði-
legra en við flesta aðra tækniháskóla. Mátti þá gera
sér vonir um, að burtfararpróf úr verkfræðideild Há-
skóla Islands, veitti aðgang að síðara hluta námi við
flesta tækniháskóla, enda hefir reyndin orðið sú.
Flestir stúdentar frá verkfræðideild Háskóla Islands
kjósa þó að stunda framhaldsnám við D.T.H. Var þess
farið á leit við D.T.H., að skólinn viðurkenndi fyrra
hluta próf í verkfræði frá H. I. og veitti móttöku ís-
lenzkum verkfræðistúdentum til
síðara hluta náms. Stjórn D.T.H.
tók þessari málaleitan með vel-
vild, viðurkenndi að fullu fyrra
hluta próf frá verkfræðideildinni
og lofaði að taka árlega allt að
6 íslenzka verkfræðistúdenta frá
deildinni til síðara hluta náms.
Ber að minnast þess með þakk-
læti, ekki sizt þegar þess er
gætt, að vegna þrengsla hefur
orðið að takmarka aðgang að
skólanum einnig fyrir danska
stúdenta.
Árið 1929 voru liðin 100 ár
frá stofnun Den polytekniske
Læreanstalt. Þessa afmælis var
minnzt veglega í Kaupmanahöfn
dagana 28.—31. ágúst 1929
Jafnframt var haldið 1. mót nor-
rænna verkfræðinga. 1 tilefni af-
mælisins sendi Verkfræðingafé-
lag íslands skólanum skrautrit-
að ávarp. Formaður félagsins,
Geir G. Zoega vegamálastjóri,
flutti kveðjur frá félaginu, en
Jón Þorláksson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, flutti árnaðarósk-
-T)ad
^cnPoíytceniffe
i£o?rieanjTtaifcj3i
Rundredeiws^ubíUeuin
bringer
ístjinDís InQemöRPORGmne
fcöfreansi&iren,
Dens DíreRtó'r og lÍKrere,
en srbodiulívk for d«l sioiv ogv.vrdi
íulde Bidríva.som li«reansiolten
l?At' udet tíl den rekmskebidens
UdviWing og þnvenrtelse dao IsI-mkI
Borenmgei!l)A.\bei: ArCvivAnstAlleti
oosaa. 1 Tremtiden nia&.vedbhve
Mstaui som et vtgtigt Bmdeled I
den naturhge, kulturelle Fot'
bíndelse mellemDiimnarkoaíslaDÍ
I Rnledmng af dette oerviérdige
_,.-nskmnge . ............
dens xHveUtör og Lærere ssa
l^crhfrirÖingaféUig áflanöð
n«cur
lífhen PoLYtreKmsKe
llH/iiDaRejins'cnL’c.
fbrRjórn og hcnnurum ftiölane,
otúbar baHhit fnrit bsnn mikli oa vctí<
ma-rs shcrf. scm bathcítr vcnclaodm
fram tiibcss að shapa o# auha vevh»
fra-ililcoa pekhtngu a ðslrmbi utEBsæ
iFclog votc vonar, að skdUnn halði
áfranr á homanði arum að vcta »
mihilsvetður þamu- ril vaxtrar og
vfðgangs cðlllegs mcnningarsam.*-
banðs milli Danmcrhur og ðslnnðs.
iFílagið lcufit scr á bcssativirðulcgu
loo óra afmcrlilþótiÖ
shólans að bcca frani tjughcUar
árnaðató5lilr shólanum, forsrjóva
hans og hennuvum ril l)anáa
RcvUÚavih í ngiist foíp
Srjótnin
?„.j -
7 J
i
Ávarp frá Verkfræðingafólagi Islands til D.T.H. á 100 ára afmæli skólans.
(Björn Björnsson, listmálari, skrautritaði ávarpið).