Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Side 24
6
TlMARIT VFl 1955
Atomorkan.
1 Bandaríkjunum er nú talið, að byggja megi atom-
orkuver fyrir 8—9000 kr. á kw. Þetta er töluvert minna
en fyrirhugaðar virkjanir á Austur- og Vesturlandi.
Atomorkuverið er þó mikið dýrara i rekstri. Það er talið
samkeppnisfært við dieselstöðvar, þar sem olían kostar
meira en 1,08 krónur lítrinn.
Atomorkuverið hefir aftur á móti þann stórkostlega
kost, að það má staðsetja nokkurn veginn hvar sem
vera skal, til dæmis við námurnar eða markaðinn. Það
er óháð flu'tningskostnaði eldsneytis eða legu vatnsfalls,
og getur sparað afar mikið í flutningskostnaði fram-
leiðslunnar. Tökum aluminiumiðnað sem dæmi. TJr 4 til
4,5 smálestum af aluminiumleir fást tvær smálestir
af aluminium oxyd, eða alumina, sem loks gefur eina
smálest af aluminium. Leirinn er nú iðuglega hreinsaður
við námurnar, en ef einnig væri hægt að framleiða
málminn þar, mundi flutningur á hráefnum algerlega
sparast og hægt væri að dreifa framleiðslunni beint
frá námunum, og þannig losna við umskipun og stytta
flutningsleiðir mjög.
Þeir erlendu sérfræðingar, sem ég hef haft tækifæri
til að ræða þetta við, virðast flestir álíta, að rafmagn
framleitt með atomorku muni aldrei verða eins ódýrt
og rafmagn framleitt með vatnsorku, en fyrr eða síðar
muni þó borga sig að nota það til stóriðnaðar vegna
fyrrnefndra kosta þess.
Við Islendingar verðum að hefja fyrir alvöru nýt-
ingu vatnsorku okkar áður en atomorkan er orðin of
samkeppnisfær.
Nauðsyn fjölbreyttari atvinnuvega.
Ég hygg að fáir hér inni muni vera mér ósammála
um það, að við Islendingar þurfum að auka fjölbreytni
atvinnuvega okkar. TJtflutningsverzlunin byggist næst-
um eingöngu á fiskveiðum. Þess munu fá eða engin
dæmi, að fiskveiðar einar skapi öruggan þjóðarbúskap.
Enn er ótalin sú staðreynd, að fólksfjölgun hér mun
nema um 30000 manns á næstu 10 árum. Mér virðist
mjög óeðlilegt að finna öllu þessu fólki framfæri við
sjávariðnað. Slíkt mundi enn minnka fjölbreytni at-
vinnuvega okkar.
Auk þess eru atvinuvegir hér nú allóvanalegir. Margt
manna vinnur við hervinnu, sem gefur stóran hluta af
gjaldeyristekjum okkar. Flestir munu óska þess, að
þessari vinnu ljúki sem fyrst. Okkur ber skylda og nauð-
syn til að finna atvinnu handa því fólki, sem þar vinn-
ur og þeim, sem við bætast, og nýjar gjaldeyristekjur.
Mér virðist stórinaður vera rétta svarið.
Hvers konar stóriðnaður?
Ég hef nú leitazt við að færa rök að því, að við
Islendingar eigum að hefja sem fyrst stóriðnaðarfram-
kvæmdir með þátttöku erlends fjármagns. Þá virðist
rétt að athuga nokkuð hvers konar stóriðnaður kemur
helzt til greina.
Af elektro-kemiskum iðnaði má nefna áburðarfram-
leiðslu, klóriðnað og fosfóriðnað. Áburðarverksmiðj-
an h.f. notar um 15000 kw og kostaði um 125 milljónir
króna. Sú stærð mun vera minnsta arðvænlega stærð
af slíkri verksmiðju. Ef hún yrði stækkuð, þyrfti að
minnsta kosti að tvöfalda hana. Samkvæmt amerískum
heimildum verður minnsta klórverksmiðja, sem á að
vera samkeppnisfær á heimsmarkaðinum, að framleiða
um 36000 smálestir af klóri á ári. Hún þyrfti um 13
til 14000 kw og mundi kosta um 140 til 170 milljónir
króna. Samkvæmt evrópskum heimildum, mætti verk-
smiðjan vera nokkuð minni. Samkeppnisfær fosfórverk-
smiðja þyrfti að framleiða um 20000 smálestir árlega.
Hún mundi þurfa um 20 til 25000 kw, og mundi kosta
um 65 til 100 milljónir króna.
Allar eiga þessar iðngreinar það sameiginlegt, að
minnsta arðvænleg stærð þeirra er ekki stærri en svo,
að við ættum að geta ráðið við það sjálfir, ef ódýr raf-
orka er fyrir hendi. En ódýr raforka er ekki fyrir hendi.
Við fáum aðeins slíka orku með því að virkja stórt,
eins og ég hef sagt. Til þess verðum við að hafa stór-
an og öruggan kaupanda að mestum hluta orkunnar.
Ég held, að aluminiumiðnaður með erlendu fjármagni
sé svarið.
Aliuniniumiðnaður.
Allir þeir sérfræðingar, sem ég hef spurt um minnstu
samkeppnisfæra stærð af slíkum iðnaði, hafa hiklaust
sagt, að verksmiðjan mætti ekki framleiða minna en
75000 smálestir af aluminium á ári, ef hún á að vera
vel samkeppnisfær á útflutningsmarkaði, en fremur
100000 smálestir. Ef hægt er að nýta málminn í lond-
inu og selja hann innanlands, gæti verksmiðjan verið
allmikið minni. Slíkt kemur ekki til greina hér. Árs-
notkunin af aluminium er aðeins um 1000 smálestir.
Einnig benda þeir á, að vinnuafl er hér fremur dýrt
og orkan ekki sérlega ódýr.
Til að framleiða 1 smálest af aluminium, þarf um
20000 kwst., eða 2,5 árskw, ef reiknað er með 8000
stunda nýtingartíma, sem er alls ekki of hátt. 75000
smálesta verksmiðja þyrfti því um 190000 kw virkjun.
Byggingarkostnaður slikrar verksmiðju getur verið all-
breytilegur eftir aðstæðum.
Norðmenn hafa undanfarið verið að byggja 40000
smál. aluminiumverksmiðju. Áætlað er, að verksmiðj-
an muni kosta uppkomin um 570 milljónir íslenzkra
króna, eða 14300 krónur á smálestina. 1 þessum kostn-
aði er reiknað með húsnæði fyrir um 60% af starfslið-
inu og aðeins um 16 millj. vegna hafnargerðar. Ég
vil geta þess, að fréttir herma, að Norðmenn telji verk-
smiðju þessa fulllitla og hyggist stækka hana fljótlega
upp í 50000 smálestir og bráðlega 75000 smálestir. Þó
hygg ég, að smærri verksmiðja komi fremur til greina
Töfrafoss i Kringilsá.