Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Side 32
12
TlMARIT VFl 1955
Ábóti í Hvítá.
muni áfram halda i framtíðinni." Nefnd Sameinuðu
þjóðanna, er nefnist: ,,United Nations Economic Com-
mission for Europe, Committee of electric power", hef-
ur i bæklingi, sem ber nafnið: „Transfer of electric
power across European frontiers", og er gefin út 18.
ágúst 1952, reynt að gizka á aukningu raforkunotkun-
ar nokkuð fram í tímann, og notar nefndin í þeirri á-
gizkun sinni hlutfallið: tvöföldun á 10 árum, gang-
andi út frá árinu 1950.
Enda þótt þetta sé ör þróun og mörgum þyki hæpið
að reikna með slíkum vexti raforkunotkunar, t. d. hálfa
öld fram í tímann, er tæplega hægt að benda á annan
miklu ábyggilegri grundvöll að miða við.
Það getur þvi ekki talizt varlegt að gera ráð fyrir,
að islenzka þjóðin muni þurfa minni raforku til sinna
nota á næstu áratugum en sem svarar tvöföldun raf-
orkunotkunar á hverjum tíu árum, ef gengið er út
frá árinu 1953, og þannig ekki tekið tillit til hinnar
stórfelldu aukningar, sem verður á árinu 1954, vegna
áburðarverksmiðjunnar.
Sé nú reiknað með 7% árlegri aukningu og gengið
út frá orkuvinnslu ársins 1953, fæst þessi hugsanlega
raforkuþörf:
1953 225 millj. kwst/ári
1960 370 —
1970 700
1980 1.400 —
1990 2.800 —
2000 5.600 —
2020 22.000 —
Þessi tafla er sýnd í línuriti á 3. mynd.
Samkvæmt þessari raforkuneyzlu-,,spá" er raforku-
notkun þjóðarinnar árið 2000 5600 millj. kwst á ári.
Nú mun mega áætla, að íbúatala landsins verði þá orð-
in kringum 300.000. Þessi raforkunotkun nemur þá um
19.000 kwst/mann á ári. Eins og stendur, er Noregur
það land, sem hefir mesta raforkunotkun að tiltölu
við fólksfjölda, og er hún þar nærri 6000 kwst/mann
á ári. Það hníga mörg rök að þvi, að íslenzka þjóðin
verði meðal þjóða, sem allra mesta raforkunotkun hafa,
tiltölulega. Vatnsaflið er okkar orkulind og það verður
M/LLJ. KWST/AR,/
1 i '2G 00
3 MYND RAFORKUNEYTSLUSPÁ 6
í OO 00 1 |
1
l
1
/. 50L >oJ
1 /4000
t
t
/ /OOOO
/ 9000
f 8000
/ 7000
s r . 6000
/ 5006
< f 400C
7 5O0Q.
/ 2000
* /OOO
1940 1950 1960 1970 /980 /990 2000 20/0 ARTAL
ekki nýtt öðruvísi en sem rafafl. Það er eðlilega gert
ráð fyrir þvi, að við flytjum alla okkar orkunotkun
yfir á vatnsaflið, svo sem hægt er, þar á meðal hús-
hitun, að svo miklu leyti sem ekki er hægt að koma
hitun með jarðhita við. Eins og stendur er það sjávar-
útvegurinn, sem er undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar.
Ljóst má telja, að útþenslu hans eru allþröng tak-
mörk sett. Mönnum er því að verða æ ljósara, að eitt-
hvað annað verður að koma til, til að tryggja varan-
lega og vaxandi hagsæld I landinu samfara fjölgun
íbúanna. Er þar varla um annað að ræða en ört vax-
andi iðnað og iðju. Nú er Island talið vera fremur
hráefnasnautt iand og þegar athugaðar eru allar að-
stæður, sem oss eru kunnar, er ekki ósennilegt að sú
iðja, sem íslenzka þjóðin getur búizt við að verði
veigamesti þátturinn í búskap hennar í framtíðinni, sé
raf-efnaiðja, sem byggist á nægri og tiltölulega ódýrri
raforku úr vatnsorkuverum og hagnýtir sumpart efni
úr andrúmslofti eða úr sjó, en sumpart innflutt hrá-
efni, svo sem til aluminiumvinnslu. Hugsum oss nú, að
um það bil 10.000 manns vinni í slíkri rafefnaiðju, þeg-
ar íbúatala landsins er orðin 300.000. Raforkunotkun
slikrar stóriðju er varla undir 500 þús. kwst. á hvern
starfsmann, og myndi því í þessu dæmi rafefnaiðjan
ein nota 5000 milljónir kwst. á ári eða meira. 1 raforku-
neyzlu-„spánni“ hér að framan var raforkuvinnslan árið
2000 sett 5.600 millj. kwst á ári, og myndi því slík
efnaiðja, sem 10.000 manns störfuðu við, nota bróður-
partinn af raforkunni. Væri um að ræða aluminium-
vinnslu, sem notaði þetta orkumagn, mundi framleiðsl-
' an nema kringum 200.000 tonnum á ári og útftlunings-
verðmæti hennar eftir nútíma verðlagi nema um 1000
milljónum króna.