Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Blaðsíða 33
TlMARIT VFl 1955
13
Þetta dæmi er hér tekið til þess að sýna, að enda
þótt raforkuneyzlu-„spáin" hér að framan kunni af
ýmsum að vera talin æði há, þá er ekki hægt að segja,
að hún sé út í bláinn og í rauninni er það svo, að
300.000 manna þjóð verður tæplega ætlað minna en
3000 millj. kwst á ári til annarra nota en stóriðju að
50 árum liðnum. 1 því dæmi, sem hér er tekið, myndi
því raforkuþörf þjóðarinnar árið 2000 teljast 7000—
8000 milljónir kwst. á ári, en ekki 5600 millj. kwst.,
eins og raforkuneyzlu-,,spáin‘‘ gerir ráð fyrir.
Um orkumagn og samningstíma til útflutnings á
raforku eða til stóriðjusérleyía.
Leggi maður nú samt sem áður til grundvallar þá
„spá“ um væntanlega raforkuþörf íslenzku þjóðarinn-
ar sjálfrar, sem hér hefir verið fram sett, og gangi
jafnframt út frá því, að örugglega megi reikna með
því, að hagnýtanlegt vatnsafl á Islandi nemi 22.000
millj. kwst á ári að minnsta kosti, má út frá þessum
forsendum álykta, hversu miklu magni af raforku er
óhætt að ráðstafa á hverjum tíma til útflutnings eða
sölu til erlendra fyrirtækja hér á landi til mismun-
andi langs tíma án þess að rýra við það skilyrðin til
að fullnægja raforkuþörf þjóðarinnar sjálfrar. Þetta
sýnt í eftirfarandi töflu og i línuriti á 4. mynd.
Ráðstafa má með samningum til
rrá árinu 50 ára 40 ára 30 ára 20 ára
millj. kwst. á ári
1955 14.000 18.000 20.000 21.000
1960 10.000 16.000 19.000 20.500
1965 6.000 14.000 18.000 20.000
1970 0 10.000 16.000 19.000
1975 6.000 14.000 18.000
1980 0 10.000 16.000
1985 6.000 14.000
1990 0 10.000
1995 6.000
2000 0
milljkwst/Ári
Samkvæmt því, er nú hefir verið sagt, virðist mega
telja, að oss sé nokkum veginn óhætt að ráðstafa allt
a*5 10.000 millj. kwst/ári til allt að 50 ára frá árinu
1960 að reikna, eða meira orkumagni til skemmri t.íma,
ef vér getum haft af því tekjur, sem eitthvað munar um.
Hvernig fást öruggastar og mestar tekjur af orkusölu ?
Þær 10.000 millj, kwst. á ári, sem seldar yrðu til
annarra, þyrftu á næstu áratugum að skapa oss tekj-
Ur. er dyggðu til að gera oss kleift að koma upp eigin
stóriðju, er síðar gæti o'rðið sá útfluningsatvinnuveg-
ur, sem ásamt sjávarútveginum stæði undir vaxandi
viðskiptaþörfum þjóðarinnar við útlönd.
Vaknar þá að sjálfsögðu strax spurningin um það,
á hvern hátt vér getum haft mest upp úr þessari raf-
orkusölu.
Er þá strax augljóst mál, að bein leiga á vatnsrétt-
indum til erlendra fyrirtækja er ekki líkleg til að gefa
oss þær tekjur í aðra hönd, sem skipti oss nokkru
máli. Hæsta söluverð, sem þekkzt hefir hér á landi
á vatnsréttindum, mun svara til um það bil l/4 eyris
á kílówattstund i ársframleiðslu. Söluverð þess vatns-
afls, sem gefur 10.000 millj. kwst. á ári, yrði með þvi
verðlagi, aðeins 25.000.000,— krónur. Árleg leiga af
vatnsafli hefur hér á landi verið miðuð við 5% af sölu-
verði þess. Þótt nú væri miðað við nokkru hærri hundr-
aðhluta, þá yrði árleg leiga útreiknuð á þennan hátt
tæplega nema tvær milljónir króna á ári. Hér hefur að
visu ekki verið tekið tillit til verðlagsbreytinga siðustu
ára, en þó er strax auðsætt, að alger fjarstæða er að
binda nokkurn hluta vatnsafls landsins, ef ekki fæst
meira i aðra hönd en þetta. Nú er verðlag á vatnsafli
víða erlendis hærra, en leiga eða sala á vatnsafli óvirkj-
uðu, þ. e. leiga eða sala á vatnsréttindum eingöngu,
getur aldrei gefið tekjur, sem neitt verulega munar um.
Það þarf því svo að vera, að vér getum virkjað vatns-
afl vort sjálfir og selt orkuna frá orkuverum eða úr
aðalorkuvei'tu. Nú er það að vísu ljóst, að til þess að
virkja stórár landsins, þarf mikið fjármagn. Stofnkostn-
aður virkjana, sem vinna 10.000 milljónir kwst á ári, er
nú ekki undir 3000 milljónum króna. Þetta er að vísu
ekki nema lVi árs þjóðartekjur Islendinga, en ekki mun
verða talið líklegt, að vér getum á næstu árum annað
af eigin þjóðartekjum fjárfestingum til slíkra stórvirkj-
ana svo verulegu nemi. Það skiptir þvi máli, að samn-
ingar, ef gerðir eru, um sölu raforkunnar tryggi oss
samtímis, beint eða óbeint, nægilegt lánsfé til að koma
upp virkjunum.
Stórorkusala vor mundi, að því er nú verður séð, að-
allega verða með tvennum hætti, nefnilega annaðhvort
útflutningur raforku til annarra landa eða sala raforku
til stóriðjuvera, sem erlend fyrirtæki fengju sérleyfi til
að reisa og reka hér á landi. Rannsókn á skilyrðum til
þessa hvors um sig og samanburður á því tvennu er
því það, sem nú er fyrir hendi að gera. Það er eðlilegt
og nauðsynlegt, að vér rannsökum þetta hvorttveggja
Kirkjufoss i Jökulsá í Fljótsdal.