Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Qupperneq 41
TÍMARIT VPl 1955
17
kanta, sem þeir teldu vera á því að hleypa erlendu
fjármagni inn í landið. Árið 2000 verður atómorkan ef
til vill orðin sambærileg við vatnið. Þá munum við, rétt
eins og aðrir, geta byggt atómorkuver. En verðmæti
vatnsins getur farið lækkandi við það. Fólksfjölgun
er ör og þarf að útvega því vinnu. Fiskurinn er of
einhæfur og honum fylgja of miklar sveiflur, sbr. lönd-
unarbannið. Útflutningur raforku væri svipaður og út-
flutningur óverkaðs fiskjar. Án erlends fjár er ekki
hægt að byggja verksmiðjur né orkuver, enda ekki verið
gert án þess hingað til. Norðmenn treystu ekki á að
auka fiskveiðar, heldur fóru í virkjun með erlendu fé.
Taldi Sigurð Thoroddsen óþarflega svartsýnan um yfir-
ráð erlends fjármagns, enda væri það viða notað.
Steingrímur Hermannsson: Viðvíkjandi fullyrðingu
Valgarðs Thoroddsen að Norsk Hydro væri að öllu leyti
eign Norðmanna og hafi lengi verið, get ég upplýst að
Norsk Hydro var stofnað árið 1905 og áttu Norðmenn
mjög lítið í því en Frakkar og Þjóðverjar mest. 1 lok
stríðsins tóku Norðmenn hlut Þjóðverja eignamámi en
það var 53%. Nú eru um 80—90 fyrirtæki í Noregi, sem
teljast erlend.
Geta má þess, að Norðmenn virðast nú aftur vera að
hallast að innleiðslu erlends fjármagns og er því haldið
fram þar að sú leið sé giftusamlegri en lánsleiðin.
Eg er alveg sammála Jakobi Gíslasyni í því, að það er
bezt að eiga sjálfir verksmiðjurnar, enda álít ég að miða
eigi að því að eignast þær. Aftur á móti er ég algjörlega
ósammála því að byggja sjálfir smáverksmiðjur og
reka þær ágóðalaust, eða ef til vill með tapi. Betra er
að leyfa erlendu fyrirtæki að taka úr landi nokkurn
hluta af ágóða stórrar arðvænlegrar verksmiðju þar sem
Islendingar fá sjálfir miklar gjaldeyristekjur og annan
ágóða.
Það er rétt að roforkunotkun í menningarlöndum eins
°g: Noregi, Kanada og víðar hefur um það bil tvöfald-
ast á tíu árum. Mikili hluti af aukningunni í mörgum
þessara landa stafar þó einmitt af erlendum iðnaði. Það
er því algjörlega rangt að áætla, að eigin notkun muni
tvöfaldast hér á hverjum t.íu árum og síðan segja, að
afganginn sé hægt að nota til erlends stóriðnaðar.
Það er rangt að kalla uppbyggingu iðnaðar með er-
'endu fjármagni ekki eðlilega þróun. Þannig hefir stór-
iðaðurinn þróast í fjölda mörgum öðrum löndum, til
dæmis Noregi, Svíþjóð, Kanada, Bandaríkjunum svo að
fáein séu nefnd, og telst þróunin þar eðlileg.
Við megum ekki rjúka til og byggja smáverksmiðjur
sem síðan bera sig ekki. Til dæmis er Áburðarverksmiðj-
an of lítil og þarf að stækkast sem fyrst.
Það er alveg ástæðulaust að vera hræddur við erlent
fjármagn á þessum grundvelli. 1 hinum mörgu löndum
á svipuðu menningarstigi og við, eru þess ekki dæmi, að
erlent fjármagn hafi seilzt til valda.
Úg er algjörlega mótfallinn útflutningi á orku. Sala
til Englands mundi aðeins nema um 5% af notkun Breta
°S munaði þá ekkert um að hætta kaupum þegar þeim
svo sýndist. Okkur er mikið nær að nýta orkuna hér
heima.
Steingrimur Jónsson þakkaði stjórn félagsins og frum-
Wælanda fyrir að hafa tekið mál þetta til meðferðar. Því
það er vissulega nauðsynlegt, að framtíðariðnaðar mögu-
leikar og virkjunarmöguleikar á íslenzku vatnsafli sé at-
hugaðir og ræddir. Fólksfjölgun 1 landinu er svo ör, að
haldi hún áfram lengi svo, er vitanlegt að fiskveiðar og
landbúnaður geta ekki tekið við allri fólksaukningunni,
heldur mun svo fara, að iðnaður verður að taka við
meiri hluta hennar. Vatnsafl er mikið til í landinu og að
því leyti til góð skilyrði fyrir auknum iðnaði. Það er
orðið aðkallandi að athuga rækilega á hvern hátt það
verði hagnýtt. Það á að vera óhætt að fá erlent fjármagn
til virkjananna á sama hátt og í Noregi og víðar, ef virkj-
animar geta staðið undir sér fjárhagslega, þ. e. haft
markað fyrir orkuna. Ef iðnaður er til að taka við virkj-
aðri orku jafnóðum og erfiðleikar verða á að fá fjármagn
til virkjananna, stafar það þá af öðrum ástæðum, svo
sem að peningamál okkar innanlands eru ekki í lagi, og
þá ekki lánstraustið.
Segja má að Áburðarverksmiðjan h.f. sé fyrsti visirinn
til stóriðnaðar, en raforkukaup hennar byggjast að veru-
legu leyti á afgangsorku frá almenningsveitu og segja
þau því ekkert til um það, hvort slík verksmiðja geti
vaxið í landinu með orkukaupum á fullu verði frá nýjum
virkjunum. Lánskjörin á virkjunarlánunum ákveða mest-
an hluta orkuverðsins. Er því nauðsynlegt, að þau verði
hagstæð og er þess helzt að vænta með erlendu fjár-
magni.
Formaður minntist á útflutning raforku, en ég er
ekki trúaður á hann. Það er hagkvæmast að nota virkj-
aða raforku í landinu sjálfu. Ef stofnað er til útflutnings
á raforkunni er erfitt að losna við útflutningssamning-
ana, þótt orkunnar kynni að verða þörf síðar innan-
lands. Annað mál væri samrekstur á milli aflstöðva i
víðáttumiklu veitukerfi, er næði frá Islandi suður um
Skotland, England og áfram, þar sem orkan yrði flutt
á víxl eftir því, hvort vatnsþurrð væri eða ekki. Líkt
og rætt hefir verið um i sambandi við orkuflutning
frá Noregi og Svíþjóð til Danmerkur. Þá er vatns-
orkan flutt út í stórum stil í vatnsmiklum árum, en
keypt aftur í vatnsþurrðarárum, og þá er hægt að
virkja meira afl og hafa það öruggt. En áður en til
þessa kemur, þurfum við að hafa virkjað áfram handa
vaxandi iðnaði innanlands.
Þegar fyrst var rætt um virkjun vatnsafls hér á
landi, var ávallt gert ráð fyrir þvi, að erlend félög
virkjuðu og því aðeins gætum við fengið ódýra orku
handa landsmönnum, að við fengjum hana úr slíkum
stórvirkjunum erlendra félaga, er rækju hér iðnaðar-
fyrirtæki. En nú erum við byrjaðir sjálfir á virkjun-
um, sem telja má í nokkuð stórum stíl og getum hald-
ið áfram í stærri stíl, er tímar líða og þurfum að
gera það, enda þótt eitt eða fleiri erlend félög fengju
aðstöðu til að reka hér stóriðnað. Okkar virkjanir innan-
lands geta ekki komið nema smám saman og cigi heldur
hollt þjóðfélagslega, að þær komi of snögglega.
Aluminiumiðnaður er mjög orkufrekur og myndi
þvi hafa þann kost að ýta mjög undir stórvírkjanir,
en hann hefir þann ókost að þarfnast tiltölulega fárra
manna til starfa og er mjög fjárfrekur. Hygg ég að
það fjármagn, sem til hans þyrfti, væri betur notað
í ýmiskonar iðnað, er gæfi mun meiri atvinnumögu-
leika og jafnari þróun.
Guðmundur Marteinsson: Þakkar RVFl fyrir að bjóða
félögum VFl, og Steingrími Hermannssyni erindið. Gott
að fá svona umræður. Miklu auðveldara er nú fyrir
okkur að virkja en fyrir 30—40 árum, sbr. Steingr. Jóns-
son. Athuga þarf möguleika smærri iðnaðar. Hætt við
að stóriðnaður mundi valda röskun, sem ekki væri æski-