Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Týndurfor- setafram- bjóðandi Rússneski forsetafram- bjóðandinn Ivan Rybkin hefur verið lýstur týndur af fjölskyldu sinni og vinum. Rybkin hefur ekki sést síðan á fimmtudagsmorgni. Fram- boð hans er stutt af millj- ónamæringnum Boris Bere- zovsky, sem er í sjálfskipaðri útlegð. Rybkin hefur verið óspar á gagnrýni á Vladimír Pútín forseta, sem sækist eftir endurkjöri. Talsmaður Rybkins lýsti því yfir, eftir að lögregla hóf leit að honum, að engin ástæða væri til að telja að hann hefði verið numinn á brott. Hann er ekki talinn sigurstrangleg- astur af sex mótframbjóð- endum Pútíns og hefur að- eins um eins prósents stuðning í skoðanakönnun- um. Milljón í sekt fyrirfokk- merki Bandaríski ferðamaður- inn Douglas Alan Skolnick hefur verið sektaður um rúma milljón króna fyrir að sýna yfirvöldum í Brasilíu vanvirðingu þegar taka átti fingraför og ljósmynd af honum við komuna til landsins á föstudaginn, samkvæmt nýjum lögum. Brasilíumenn settu lög í jan- úar þess efnis að allir ferða- menn frá Bandaríkjunum ættu að vera ljósmyndaðir og tekin af þeim flngraför við komuna til landsins, til að svara sambærilegum lög- um um Brasilíumenn í Bandaríkjunum. Skolnick var fangelsaður fyrir að gefa „fokkmerki" þegar tekin var mynd af honum. „Ég er bandarískur borgari. Ég er ekki api,“ sagði Skolnick við brasilíska blaðamenn þegar hann var fangelsaður. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða. „Það hefur lengi vantað gott hótel i miðbæ Reykjavíkur og þess vegna keypti ég Eim- skipaféiagshúsið, sem er mjög hentugt. Það sem réð úrslitum er að húsið er einstakt og staðsetningin mjög góð,“segir Hvað liggur á? Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, sem bráðiega hefst handa við að innrétta fjögurra stjarna hótel í húsinu. „Það er mikil eftirspurn eftir góðu hóteli í miðbænum fyrir ferðamenn sem hingað koma. Það verður farið afstað með vinnu við hótelið í byrjun næsta mánaðar og ætlunin er að það verði tilbúið vorið 2005," segir Andri, sem stend- ur einn að kaupunum. „Það hefur verið mér farsælast i gegnum árin," segir hann. íslendingurinn Tómas Þórðarson hefur verið valinn til að flytja danska lagið í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Istanbul í Tyrklandi 15. maí næstkom- andi. Tómas er meðvitaður um íslenskan uppruna sinn og fer ekki leynt með hann. Hann er stoltur af því blóði sem rennur 1 æðum hans og elskar Landmanna- laugar umfram aðra staði í heiminum. Söng fyrir manninn sinn og elskar Landmannalaugar „Ég ætla að syngja líka fyrir íslendinga í hjarta mínu. I æðum mínum rennur íslenskt blóð að hálfu og ég þekki uppruna minn," segir Tómas Þórðarson, sem sigraði í dönsku úrslitakeppninni vegna Eurovision-keppninnar sem haldin verður í Tyrklandi 15. maí næstkomandi. Tómas söng lagið Det ik’ lögn sem þýða mætti Þetta er ekki lygi. Höfundur lagsins, Ivar Lind Greiner, er þekktur í Danmörku fyrir lagasmíðar sínar. Eigin- kona Ivars var að baka pönnukökur síðdegis í gær í tilefni af sigri Tómasar og eiginmanns síns: „Tómas er fínn náungi og veit vel af íslenskum uppruna sínum," segir hún. Tómas er 29 ára gamall og er sonur Þórðar Hjörvarssonar, sem búið hefur í Danmörku í 36 ár. Þórður og dönsk móðir Tómasar báru ekki gæfu til að búa saman og skildu leiðir þegar Tómas var enn barn að aldri. Þórður hefur unnið við vegagerð í Danmörku og unað hag sínum þar vel: „Pabbi kom hingað út og hitti mömmu og úr varð ég,“ segir Tómas á ágætri íslensku sem hann hefur haldið við með aðdáunarverðum árangri. Skilur hana vel þó ekki tali hann hana reiprenn- andi. „Ég á fullt af skyldfólki á íslandi og hef kom- ið fjórum sinnum til landsins. Nú síðast um jól- in.“ Tómas er atvinnumaður í tónlist og söng- urinn er hans lifibrauð. Hann hefur tekið þátt í mörgum söngvakeppnum í heimalandi sfnu og náð ágætum ár- angri: „En þetta er toppurinn. Að fá að syngja fyrir hönd dönsku þjóð- arinnar í Eurovision er frábært. Algjört æði. Ég hef aldrei verið ánægðari en í dag,“ segir Tómas, sem þekkir ágætlega til í íslenskri tónlist og er með nöfn íslenskra tónlistarmanna á hraðbergi þeg- ar að er spurt. „Þó er ég mest fyr- ir Björk og þekki tónlist hennar best," segir hann. Tómas er samkynhneigður og býr ásamt eiginmanni sínum, Kenneth Christiansen, á Nörrebro í Kaupmannahöfn. Þar ala þeir í sam- einingu upp fósturbarn og njóta fjölskyldulífsins út í æsar. Kenneth var einmitt í bakraddakórnum sem studdi við bakið á Tómasi þegar hann söng sig til sigurs í undankeppni Eurovision í Árósum um helgina: „Ég söng lagið fyrir Kenneth," sagði Tómas í samtali við danska Ekstrablaðið eftir að sigurinn var í höfn. Tómas er ekki eingöngu sigur- vegari; hann er líka og ekki síður ástfanginn: „Það skilar sér alltaf í söngnum," segir hann. Tómas hefur víða farið um Island á ferðum sínum hér á landi þó hann þekki Reykjavík ef til vill best: „Uppáhaldsstaðurinn minn er Land- mannalaugar og þangað ætla ég örugglega að koma aftur sem fyrst. Fegurðin þar er ólýsanleg," segir hann. „Ég er stoltur af því að vera Islendingur og reyni að koma þvf að hvenær sem færi gefst. Það á ég líka eftir að gera á sviðinu Eurovisionkeppninni í Istanbul í maí.“ Tómas Þórðarson Tómas ersamkyn- hneigður og býr ásamt eiginmanni sin- um, Kenneth Christiansen, á Nör- rebro i Kaupmanna- höfn. Þar ala þeir i sameiningu upp fósturbarn og njóta fjölskyldu- lifsins út i æsar. Kenneth, maður Tómasar, var í bakradda- kórnum sem studdi við bakið á Tómasi þeg- ar hann söng sig tilsigursí undankeppni Eurovision í Ár- ósum um helg- ina. , Tómas á stóra fjölskyldu á íslandi og endurnýjaði kynnin fyrir fimm árum Fjölskylda Tómasar stolt af honum Tómas endurnýjaði kynninn við stóra fjölskyldu sína á Islandi fyrir um fimm árum síðan, eftir um tutt- ugu ára hlé. Hann á hálfbróður hér á landi, Þröst, sem á fimm börn með konu sinni, Sigrúnu Waage. Þau heita Kristján Freyr, Smári, Oddur Þór, Þórður og Særós. Svo má ekki gleyma ömmunni, henni Fiddí, sem fylgdist mjög spennt með sigri Tómasar ásamt öðrum fjölskyldu- meðlimum í gegnum gervihnatta- disk á laugardagskvöldið. Ekki náðist samband við Þröst sjálfan í gær, en fyrir svörum varð eiginkona hans, Sigrún. „Hann stóð sig frábærlega, við vissum það svo sem fyrir fram, hann hefursýnt það." Tómas var á íslandi um jólin hjá bróður sínum, ásamt Kenneth, manninum sínum. „Þá var hann einmitt að undir- búa sig fyrir keppnina. Síðan leiðir okkar lágu saman aftur hafa tengslin styrkst mikið, og nú er þetta eins og við höfum alltaf verið bestu vinir,“ segir Sigrún. „Við erum mjög stolt af honum. Þetta er frábær strákur, ofsalega góður og mjög heill persónuleiki. Og okkur leist mjög vel á kærastann." Sigrún segir að Tómas og Kenneth hafi sýnt mikinn áhuga á íslandi, og fjölskyldan haft ferðast með þá víða um landið. „Hann kom hingað þegar hann var tólf ára og var hjá vinafólki pabba hans. Þau töluðu bara ís- lensku við hann, og þar með lærði hann hana. Hann talar ótrúlega góða íslensku í dag, og mamma hans hefur lagt sig mikið fram við að hjálpa honum að halda henni við,“ segir Sigrún. Hún segir synd að ís- lendingar hafi ekki heyrt meira í Tómasi, en þó tók hann eina syrpu með Geir Ólafssyni eina kvöldstund á veitingahúsi eitt sinn þegar hann var staddur í Reykjavík. Tómas þykir nokkuð líkur bróður sínum, en enginn af íslenskum ætt- ingjum hans hefur þó lagt tónlistina fyrir sig. Það er ekki vandamál fyrir fjöl- skylduna að ákveða með hverjum á að halda á Eurovision-keppninni sjálfri, sem fer fram í Tyrklandi. „Við erum nú að velta fyrir okkur að fara á keppnina sjálfa í Tyrklandi, en hún lendir einmitt á afmælisdegi Þrastar, þann 15. maí. Við ætlum auðvitað að halda með Tómasi, það ér nú ekki annað hægt!" segir Sig- rún, og líklega munu hjörtu allra ís- lendinga slá með Tómasi í keppn- inni, þótt við höldum auðvitað líka með okkar eigin fulltrúa. Það er nú ekki annað hægt! Geir Ólafsson Tómas tók lagið með Geir þegar hann var hér á landi i heim- sókn hjá ættingjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.