Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Auglýsinga- deila Skjás eins og RÚV „Já, ég hefvísað þessari auglýsingadeilu okkar við RÚV til útvarpsráðs. RÚV neitaði okkur um birtingu auglýsingar frá okkur á grundvelli reglugerðar sem sem fallin er úr gildi og bít- ur höfuðið af skömminni með því að telja sig sam- kvæmt hefð eiga einkarétt á orðunum „greiðendur afnotagjalda". Sem hlýtur að teljast vafasamt í meira lagi,“ segir Sverrir Agnarsson, auglýs- ingastjóri Skjás eins, en RÚV stendur fast við þá ákvörðun sína að neita birtingu svohljóðandi aug- lýsingar frá Skjá einum: „Greiðendur afnotagjalda athugið - Skjár 1 er alltaf ókeypis. Skjár l.“ Sverrir vill ekki una þeirri ákvörð- un og afgreiðslu Þorsteins Þorsteinssonar, forstöðu- manns markaðssviðs RÚV. arett a Skúli Ármannsson stefnir á að verða fyrsti íslenski atvinnuboxarinn 1 50 ár. Hann dvelst í Bandaríkjunum, er kallaður Ice Man og æfir með einum af 40 bestu boxur- unum í landinu. Móðir hans er hjúkrunarfræðingur og meðhöndlaði boxara vegna heilablæðingar á dögunum. Skúlí „ísmaður" Ármannsson Þjálfari hans i Bandarikjunum berst fyrir atvinnuleyfi fyrir hann og segir hann eiga fulla mögu- leika áadnáá toppinn. l Q. 7Ö? Fengu Bréf frá RÚV Sverrir hefur undir höndum bréf frá Þorsteini, sem hann segir lýsandi fyrir afstöðuna. „Þetta er athygl- isverð lesning og ég læt það ekki eftir honum, þrátt fyrir neðanmálsgrein, að hafa þetta sem einkaskeyti bara fyrir viðtakanda. Þetta er opinbert gagn í deilu okkar við rík- ismiðilinn,'1 segir Sverrir sem veit ekki alveg hvort hann á að hlæja eða gráta. DV birtir hér brot úr bréfi Þorsteins sem mis- býður Sverri svo mjög: „Auglýsingin sem um ræð- ir, og sem RÚV hefur neitað Skjá einum um birtingu á, hljómar þannig: Greiðend- ur afnotagjalda athugið - Skjár 1 alltaf ókeypis. Skjár 1. RÚV hefur einungis gert athugasemdir við forskeyt- ið: Greiðendur afnotagjalda athugið. Upphaflega var auglýsingunni hafnað á grundvelli 3. liðar í 5.gr. Reglugerðar um auglýsing- ar í Ríkisútvarpinu, frá nóv. 1983." Höfða til þeirra sem ekki borga Og Þorsteinn heldur áfram: „Við hjá RÚV höfum alltaf farið afar sparlega með það að ávarpa greið- endur afnotagjalda þar sem 92% þeirra greiða gjöldin skilvíslega. Auglýsingum af þessu tagi er því fyrst og fremst beint til þeirra 5-8% sem greiða helst ekki gjöld- in. Með því að ofnota ávarpið gætum við verið að styggja þá skilvísu. Þvf er það afleitt ef önnur fyrir- tæki en RÚV ætla sér að beina sínum auglýsingum að greiðendum afnota- gjalda eins og Skjár einn ætlaði sér að gera í þessu tilfelli. Það myndi draga úr möguleikum RÚV að nálg- ast þá óskilvísu með aug- lýsingum og þá erum við farin að kljást við s.k. mis- munum í skilningi lag- anna." fyrir box í Bandaríkjunum „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég myndi vilja að hann væri í fótbolta eða fimleikum," seg- ir Margrét Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heila- og taugaskurðlækningadeild Landspítal- ans og móðir Skúla Ármannssonar úr Mosfells- bæ, sem nú reynir að fá atvinnuleyfi í Bandaríkj- unum til að stunda hnefaleika í atvinnuskyni. Skúli dvelst nú í borginni Duluth í Minnesota við æfingar. „Hann ætlar að hætta að nota hlífarnar. Ég get ekkert sagt við því og styð við bakið á hon- um og hans ákvörðun. En þjálfarinn hans segist þora að senda hann á móti hverjum sem er,“ segir Margrét. Fjallað er um mál Skúla, og tilraunir hans til að verða fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í hnefa- leikum í 50 ár, í blaðinu The Daily Telegram. Skúli er undir verndarvæng boxarans Zach Walt- ers, öðru nafni „Frumskógardrengsins", sem er einn af 40 bestu yfirmillivigtarboxurum f Banda- ríkjunum. „Hann er virkilega hraður og hefur frábærar varnir," segir Walters um Skúla, en þeir æfa saman daglega. Þjálfari Skúla, Chuck Horton, er mikils metinn í hnefaleikaíþrótt- inni og í samfélag- inu í Duluth, þar sem eiginkona hans starfar. Hann hefur lýst því fyrir Margréti að hann trúi því að Skúli nái á toppinn. Foreldr- um Skúla hefur verið boðið út til að sjá aðstæður og soninn. í viðtali við Daily Telegram segir Horton að Guðmundur Arason, 85 ára hnefaleikamaður, hafi þjálfað hann vel. „Hann mun standa sig vel í þungavigt því þjálfarinn hans á íslandi kenndi honum að berjast eins og millivigtarmaður. Hann kann að hreyfa sig, er með framúrskarandi boxhæfileika og er í frábæru formi. Hann mun berjast án nokkurs vafa, en við getum ekki gert hann að atvinnumanni strax vegna atvinnuleyf- isins," segir Horton. Til stóð að Skúli tæki þátt í sínum fyrsta bar- daga sem atvinnumaður 13. febrúar næstkom- andi, en vegna vandræða með atvinnuleyfi mun hann keppa sem áhugamaður. Hann er í Banda- ríkjunum sem ferðamaður en Horton þjálfari berst nú fyrir því að útvega atvinnuleyfið. „Ég er mjög stoltur af honum því hann er hér á eigin vegum, það er mikil pressa á honum og enginn talar tungumálið hans. Ég kann bara fimm orð í íslensku, og ekkert þeirra er hól," segir Horton þjálfari. Daily Telegram lýkur umfjöllun sína um Skúla á því að segja að ef söguleg ferð ísmanns- ins væri rétt að byrja ættu áhugamenn um hnefaleika að drífa í því að læra að hæla á ís- lensku sem allra fyrst. jontrausti@dv.is Móðir hnefaleikamanns Mar- grét Hallgrímsdóttir, móðir björt- ustu vonar íslenskra hnefaleika, er hjúkrunarfræðingur á heila- og taugaskurðdeild Landspitalans. Hervör Þorvaldsdóttir er nýr formaður landskjörstjórnar Náfrænka Davíðs stýrir Landskjörstjórn Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, hér- aðsdómari í Reykjavík, hefur tekið við formennsku í landskjörstjórn. Hervör og Davíð Oddsson eru systkinabörn. Hervör er systir Olafs Barkar Þorvaldssonar sem Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra skipaði í fyrra í embætti hæstaréttardómara. Vakti sú skip- an miklar deilur sem ekki sér fyrir endann á. Hæstiréttur sjálfur taldi aðra ummsækjendur en Ólaf Börk vera heppilegri. Hervör tók sæti í landskjör- stjórn 27. maí í fyrra, samkvæmt kjöri Alþingis. Við sama tækifæri gekk úr stjórninni faðir hennar, Þorvaldur Lúðvíksson, sem einmitt hafði gegnt formennsku í landskjörstjórninni um skeið. Það var landskjörstjórnin sjálf sem valdi Hervöru í formennsku- stólinn á fundi 13. janúar síð- astliðinn. Gestur Jóns- son hæstar- réttarlög- maður var þá valinn vara- formaður. Þórður Bogason Davíð Oddsson Þau eru systkinabörn, hann og gegnir áfram Hervör, en bróðir hennar ritarastöð - er Ólafur Börkur Þorvalds- son, sem Björn Bjarnason dómsmáiaráðherra skip- aði hæstaréttardómara i fyrra. unm. Lands- kjörstjórn hefur úr- skurðarvald í margvíslegum mál- um sem snerta opinberar kosning- ar á íslandi. gar@dv.is Hervör Lilja Þorvaldsdóttir Héraðsdómarinn Hervör Þorvaidsdóttir gegnir nú helsta trún- aðarstarfi þjóðarinnar gagnvart framkvæmd kosningar; formennsku i landskjörstjórn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.