Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Qupperneq 19
DV Sport MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 1 9 Keflavík vann tvöfaldan bikarsigur í Laugardalshöllinni á laugardaginn og náði því afreki í fjórða sinn á aðeins ellefu árum. Ekkert annað félag hefur unnið tvöfalt oftar en einu sinni. Frá því að kvennalið Keflavíkur vann fyrsta bikarmeistaratitil félagsins 1988 hefur Keflavík unnið 16 bikarmeistaratitla á sfðustu 16 árum, 5 í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. Það félag sem kemur næst þeim í sigursæld á þessum 16 árum eru Njarðvíkingar, sem hafa unnið tíu bikurum færra. Laugardalshöllin var því einu sinni sem oftar vettvangur gleðistundar fyrir Keflvíkinga. Karlalið Keflavíkur varði bikarmeistaratitil sinn með 19 stiga sigri á nágrönnum sínum í Njarðvík, 93-74, en þetta var í fyrsta sinn í heilan áratug sem félag náði að verja þennan titil. Keflvíkingar höfðu einnig gert það síðast þegar þeir unnu, árin 1993 og 1994. Það var tvítugur strákur úr Keflavík sem átti sviðið í Höllinni; byrjaði inná í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og blómstraði frá fyrstu sekúndu. Arnar Freyr Jónsson skoraði níu stig í fyrsta leikhluta þar sem Keflavík náði frumkvæðinu í leiknum og endaði með 20 stig, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Derrick Allen var einnig traustur að vanda með 29 stig og 20 fráköst. Nick Bradford bætti síðan við 22 stigum en þessir þrír fóru fyrir liðinu í Höllinni á laugardaginn. Njarðvík fékk 8 stig frá nýja Kananum, Larry Bratcher, í upphafi leiksins en síðan ekki söguna meir og sárþjáður Brandon Woudstra skilaði enn ffemur aðeins 2 stigum á 31 mínútu. Friðrik Stefánsson fór mikinn með 18 stig, 18 fráköst og 7 varin skot og Brenton Birmingham var með 24 stig. Frábær auglýsing Kvennalið Keflavíkur vann bikarinn í 11. sinn á þessum 16 árum með því að vinna KR, 72-69, í enn einum klassískum úrslitaleik kvenfólksins en síðustu þrjú ár hafa kvennaleikirnir verið frábær auglýsing fyrir íslenska körfu- boltann, uppfullir af spennu og óvæntum atburðum. KR-liðið virtist með sigurinn í sínum höndum en tapaði niður 11 stiga forskoti á sfðustu íjórum mínútum leiksins. Katie Wolfe, sem hafði skoraði 30 stig á fyrstu 37 mínútum leiksins, náði ekki að skora á þremur síðustu mínútum leiksins, en þess í stað skoruðu Erlurnar í Keflavíkurliðinu, Reynisdóttir og Þorsteinsdóttir, 15 síðustu stig Keflavíkurliðsins sem vann að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. Svava Ósk Stefánsdóttir átti frábæra innkomu af bekknum hjá Keflavík, skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar og tók af skarið á mikilvægum augnablikum. Erla Þorsteinsdóttir spilaði lítið vegna villuvandræða en skoraði engu að síður 15 stig á 20 mínútum og Anna María Sveinsdóttir var traust að vanda með 14 stig og 15 fráköst. Keflavík hefur nú unnið 16 bikarmeistaratitla, aðeins tveimur færri en KR sem hefur unnið flesta eða alls 18. Haldi Keflvíkingar áfram bikarbyltingu sinni á næstu árum er stutt í að þeir verði orðnir mesta bikarlið íslenskrar körfuboltasögu, enda hafa lið félagsins komist 23 sinnum í bikarúrslitin í Höllinni á síðustu 17 árum. Gunnar lyftir bikarnum Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur, varð annar maðurinn ísögu Keflavíkur til að lyfta bikarnum en Guðjón Skúlason hafði tekið á móti honum i öll hin fjögur skiptin sem Keflavik hafði unnið hann. DV-mynd Valli Annar titillinn korninn í hús Kvennalið Keflavikur hefur unnið báða titlana tilþessa ikvennakörfunni, vann Hópbilabikarinn rétt fyrirjól og hér fagnarþað bikarmeistaratitlinum i gær. Talið frá vinstri: Birna Valgarðsdóttir, Svava Ósk Stefánsdóttir, Erla Reynisdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Rannveig Randversdóttir, Maria Ben Erlingsdóttir og Bryndis Guðmundsdóttir. DV-mynd GVA 200 STIGA MÚRINN BROTINN ANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR HEFUR SKORAÐ 201 STIG í BIKARÚRSLTALEIKJUM BIKARÚRSLITALEIKIR ÖNNU MARÍU 1987 1 1 1988 8 1989 14 1990 19 1992 24 1993 Ófrísk 1994 16 1995 22 1996 10 1997 20 1998 2000 9 j 17 2003 6 2004 14 201 stig í úrslitaleikjum Keflvfkingurinn Anna María Sveinsdóttir náði merkum áfanga í sínum 13. bikarúrslitaleik því með því að skora 14 stig á laugardaginn varð hún fyrst af öllu körfuboltafólki til að skora 200 stig í bikarúrslitaleikjum. Anna María hefur nú skorað 201 stig í 13 bikarúrslitaleikjum sem gerir meðalskor upp á 15,5 sdg í leik. KEFLAVIK-NJARÐVIK 93-74 (47-40) Gangur leiksins: 0-2, 2-6, 6-8,10-10, 19-10, (31-171,31-21,39-29,43-34, (47-40), 47-44, 56-44, 66-49, (74-60), 74-63, 77-65, 85-67, 87-72, 93-74. Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar Teitur Örlygsson hafði skorað flest fyrir leikina á laugardag, eða 199 stig, þau síðutsu í bikarsigri Njarðvíkur fyrir tveimur árum. Anna María hefur verið stigahæsti leikmaðurinn í sjö bikarúrslitaleikjum, þar á meðal í þeim fyrsta fyrir 17 árum þegar hún skoraði 22 stig í 61-65 tapi fyrir KR. ooj@dv.is Derrlck Allen 29 20) 2 Nick Bradford 22(6)2 Arnar Freyr Jónsson 20 9 Gunnar Einarsson 8(7) 3 Magnús ÞórGunnarsson 6(1 1 Hjörtur Harðarson 3(1)1 Halldór Örn Halldórsson 3 1 Jón Nordal Hafsteinsson Sverrir Þór Sverisson 2(2! 1 0 4, 5 Davíð Þór Jónsson lék ekki SAMAi Keflavlk NJarövík 45(17) Fríköst (sókn) 44(17) Allen 20 - Friðrik 18, Brenton 8 25 Stoðsendingar 15 Arnar 9, Sverrir 5- Friðrik 4, Brenton 4 19 Stolnir boltar 8 Derrick Allen, Keflavík 46 Friðrik Stefánsson, Njarðvík 33 Nick Bradford, Keflavik 27 NJARÐVÍK Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar Brenton Birmingham 24(8) 4 Friðrik Stefánsson 18(18; 4 Larry Bratcher 8í6) 3 Ragnar H. Ragnarsson 8(3) 0 Halldór Rúnar Karlsson 8:1 Guðmundur Jónsson 4f1) 1 Kristján Sigurðsson 2(0,0 Brandon Woudstra 2(7)2 Ólafur Aron Ingvason 0(0) 0 Arnar Þór Smárason lék ekki Arnar Freyr 5 - Brenton 2, Woudstra 2 4 Varln skot 11 15 Allen 4 — Friðrlk 7 Tapaðir boltar 25 23/7 (30%) 3ja stiga skot 24/5 (21%) 15/12 (80%) Vítanýting 26/17 (65%) 25 Villur fengnar 18 14 Stig frá bekk 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.