Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Side 23
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 23
*r
DV Fókus
Finnar eru þunglyndir og drykkfelldir, og hjá þeim er dimmt og kalt helming ársins. íslendingar eru
drykkfelldir, eru stöðugt að reyna að sannfæra hver annan um að þeir séu hressir, og hjá þeim er rok
og rigning árið um kring. Finnar eyða frítíma sínum í sánunni og á barnum, og íslendingarnir sínum í
heitu pottunum og á barnum. Það er ýmislegt líkt með þessum tveimur þjóðum norðursins. Af þekktum
Finnum má nefna leikstjórann Aki Kaurismaki, bílstjórann Mika Hákkinen og hljómsveitirnar Len-
ingrad Cowboys, 22 Piste Pirrko Boomfunk MC’s og The Rasmus. En hvaða íslendingar eru þekktir í
Finnlandi?
Sigur Rós Fádæma vinsælir IFinnlandi, enda hentar tónlist
þeirra finnskum aðstæðum vel.
Baltasar Kormákur Ersmám saman að
verða fræguri Finnlandi. „Leikstjórinn aö
101 Reykjavlk, en ég man ekki hvað hann
heilir".
Listamaðurinn Jón Sæmundur
sagði um daginn að hann væri á
góðri leið með að verða költfígúra í
Finnlandi. Aðrir íslendingar hafa
áður náð sama status, svo sem dr.
Gunni og svanurinn Kári. Blaða-
maður kynntist doktornum reyndar
fyrst á skemmtiferðaskipi sem var að
sigla ffá Helsinki til Tallinn í Eist-
landi, en hljómsveitin Unun var þá á
rokktúr um Eystrasaltið. Mikil gleði
var um borð, dansað og sungið
Uhro Kekkonen Varforsetl Finnlands í
næstum 30 ár, þannig að gárungar kölluðu
landið Kekkóslovakiu. Kom til Islands að
kaupa kindur afVigdisi.
karókí, þar til doktorinn tæmdi
dansgólfið með útgáfu sinni af Yell-
ow Submarine og var skömmu síðar
slökkt á vélinni. Þó að skipverjar hafi
ekki kunnað að meta túlkun dokt-
orsiris (líklega hafa þetta mest verið
Svíar), þá er hann enn lifandi goð-
sögn í undirheimum finnskrar neð-
anjarðartónlistar. Hinn geðvondi
svanur Kári átti það til að bíta börn
við Reykjavíkurtjörn, sem varð
finnskum tónlistar-
manni efniviður í lag,
og varð svanurinn því
um stund með þekkt-
ustu íslendingunum
meðal finnsks almenn-
ings. En hann var í
minni metum í heima-
landi sínu, og vonsvik-
inn yfirgaf hann
Reykjavík og flaug aust-
ur á land, en ekki
kunnu Austfirðingar
betur að meta hann og
var honum lógað þar.
DV setti sig í samband
við nokkra Finna, og
reyndar íslending bú-
settan f Finnlandi, til að
kanna í hvaða metum við erum í
landi hinna mörgu vatna.
Björk, Vigdís og leikstjóri 101
Reykjavík
Hrönn er 25 ára íslendingur sem
er nýflutt í bæinn Karjaa í Finnlandi
og starfar þar sem leikskólakennari:
„Eg hef nú ekki orðið vör við að
Finnar þekki nokkuð til frægra ís-
lendinga. Sú eina sem ég hef verið
spurð um er Björk, og þá auðvitað í
tengslum við tónlist hennar. Get
ekki einu sinni sagt að fólk viti hver
sendiherrahjónin eru. Ég er reyndar
búin að segja svolítið frá Jóni Bald-
vini og Bryndísi, nú og hljómsveit-
inni Sigur Rós, en veit samt ekki
hvort áheyren'durnir koma til með
að muna eftir því.“
En hvað segja Finnar sjálfir?
Olka Horila er leikkona, býr í
Helsinki og er 3J árs: „Ég þekki
Björk, Vigdísi Finnbogadóttur og svo
leikstjóri 101 Reykjavík, en ég man
ekki hvað hann heitir."
Pekka er jarðarberjabónffl* sem
býr á eyju í miðju Finnlandi í
Karttula-héraði: „Ég kannast
við þennan kraftamann
þarna (líklega Jón Páll
Sigmarsson), og kven-
kyns forsetanri." Pekka er
það þó minniástætt þegar
Urho Kekkonen, fyrrum
forseti Finnlánds, var í
heimsókn á Islandi og
keypti kindur af Vigdísi.
Kekkonen var forseti Finn-
lands í hartnær 30 ár og
kölluðu gárungarnir landið
Kekkóslóvakíu í valdatíð
hans.
Er Jón Páll ekki annars
látinn?
Mikko Pihala er 28 ára
skógarfræðingur, eða tré-
höggvari með.meiru eins og
hann er kallaðúr, sem býr ná-
lægt Pori í Vestur-Finnlandi: „Ég
man bara eftir fyrrverandi forsetan-
um, Vígdísi Finnbogadóttur, og
kraftakarlinum Jóni Páli Sigmars-
syni. Er hann ekki annars látinn?"
Tuovi er þrítugur
upplýsingarfulltrúi
og býr í Helsinki:
„Eg verð að viður-
kenna að ég þekki bara
Björk og Vigdfsi Finnbogadóttur."
Riika er 21 árs stúdent frá
Helsinki sem var Nordjobbari á ís-
landi í fyrrasumar en er nú búsett í
París: „Áður en ég kom til íslands
kannaðist ég bara við tónlistar-
mennina. Björk, Sigur Rós, sem eru
mjög stór nöfn, og múm. Og svo Vig-
dísi, auðvitað. Það var alltaf minnst
á hana í sögu og landafræðibókun-
um í skóla, með mynd af sér og allt.
Ég fór að sjá Nóa albínóa um daginn
á kvikmyndahátíð sem var tileinkuð
áhrifamestu myndum ársins 2003.
Keppt í því að skíra lög Sigur
Rósar
Anna er 36 ára kennari sem býr í
Helsinki: „Ég man eftir einhverri
hljómsveit sem er svona pínufræg
en ég man ekki nafnið. Þeir gáfu út
plötu sem hét bara „()“, og ekkert af
lögunum hét neitt heldur. Jú, þeir
hétu Sigur ross eða eitthvað þannig,
er það ekki? Radio Helsinki, eina
Vigdís Finnbogadóttir Var og er súperstjarna á Nordurlöndum en
lltið þekkt annars staðar. Fáir kannast hins vegar vid ÓlafRagnar
Crímsson.
minni hy/jj,'álk2mmtífe?6askipumtamfk'mUm Flnnlands ™ nýtur
Jón Páll Sigmarsson Vann titilinn ISkotlandí en Finnarmuna enn eftirhonum sem
*Kraftakarlinum
í Ftnn
frjálsa út-
varpsstöðin í bænum, var
með keppni um daginn þar
sem hlustendur áttu að
skýra lögin á plötunni. Ég
vann allavega ekki. Og svo
man ég eftir Vigdísi. Gerir
það mig nokkuð að
rosknum Norðurlandabúa?"
Þannig virðist sem Vigdís
sé enn frægasti Islendingur-
inn í Finnlandi, enda var
hún súperstjarna á Norður-
löndum en lítið þekkt utan
þeirra. Það kemur kannski
mest á óvart hversu margir
muna enn eftir Jóni Páli,
enda talsvert síðan hann
lést. Hljómsveitir eins og
Sigur Rós og múm hafa gert
það gott víða, en eru líklega hlut-
fallslega þekktari í Finnlandi en
annars staðar, þannig að þeir
skyggja jafnvel á sjálfa Björk, enda á
tónlist þeirra að öllum líkindum vel
við finnskan þjóðarkarakter. 101
Reykjavík og Nói albínói eru þekktar
myndir, þótt nöfn aðstandenda
þeirra séu ekki þekkt á hverju heim-
ili, að minnsta kosti ekki enn. Svo
virðist sem hver einasti íslendingur
fari einhvern tímann á ævinni til
London eða New York í þeim til-
gangi að öðlast heimsfrægð, en flest-
ir koma þó fljótt heim aftur og sætta
sig við heimsfrægð á íslandi. En það
er aldrei að vita hvaða íslendingur
verður næstur til að öðlast heims-
frægð í Finnlandi.
vatur@dv.is
Jón Baldvin og Bryndís Schram Sendiherrahjónin eru lltið þekkt með-
al almennings i Finnlandi.
I