Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Page 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 25 Fartölvur eru jafn nauðsynlegar og klósett í dag. Ólíkt klósettum verða tölvurnar þó æ meiri stöðutákn. Tölva er ekki bara tölva því að hún verður að vera flott til þess að fólk tolli í tískunni. Einu sinni var nóg að eiga fartölvu til að vera töff alveg eins og þegar það voru bara bankastjórar sem áttu GSM. Nú eigi hins vegar allir tölvu og þá er ekki nóg að eiga eina slíka - maður verður að eiga þá flottustu. Fartöjvan í fanginu Stöðu- tákn Islandsæskunnar Ekki nauðsyn „Gæðin réðu nú mestu þegar ég keypti þessa tölvu en það eru sumir sem pæla greinilega dálítið í útlitinu þegar þeir fá sér tölvu og kaupa þess vegna frekar sumar tegundir en aðrar. Þetta hjálpar manni samt mikið við námið en ég myndi ekki segja að tölvan væri nauðsynleg - þetta getur ver- ið mikill tímaþjófur líka. Jón Ómar Gunnarsson Nemendur nútímans geta vart lifað án fartölvu. Þetta á reyndar ekki bara við um nemendur því apparötin eru orðin jafn algeng og armbandsúr - svo það er að sjálfsögðu ekki sama hvernig tölvurn- ar líta út. Tölva er ekki bara tölva, alveg eins og föt eru ekki bara föt. Það eru til flottar tölvur og ljótar tölvur. Fartölvurnar eru að verða ákveðið stöðutákn alveg eins og bíll, klæðnaður eða húsnæði. Útlitið farið að skipta meira máli „Það er að færast í vöxt að fólk kaupi sér tölvur eftir útliti," segir starfsmaður tölvuverslunar áhöf- uðborgarsvæðinu sem DV setti sig í samband við vegna málsins. „Auðvitað spá samt flestir fyrst og fremst í gæði tölvunnar og eru ekki að velta útlitinu neitt sérstaklega fyrir sér. En svo eru aðrir sem pæla mikið í hvernig tölvurnar líta út og virðast fara fyrst og fremst eftir því þegar þeir versla." Annar starfsmaður í annarri verslun tók undir þetta og sagði útlitið á tölvunum vera farið að skipta miklu meira máli en áður. „Hérna áður fyrr voru þetta alltaf stórir, Ijótir, kassalaga klumpar og þá var nóg að vera með far- tölvu til að vera töff - því þetta var mjög dýrt. Með aukinni tækni og framförum hefur þetta náttúrlega Engin blikkandi Ijós „Það er fyrst og fremst þægilegt að vera með tölvu í skólanum og mér flnnst það í raun vera nauðsynlegt. Eg var nú sjálf ekk- ert að spá í útlitið þegar ég keypti mína tölvu heldur var ég aðallega að hugsa um gæðin. Þetta er nú bara venjuleg tölva og engin blikkandi blá Ijós eða neitt þannig sem rnaður sér hjá sumum öðrum. Það er samt örugglega eitthvað af fólki sem veltir útlitinu á tölvunni mikið fyrir sér og tekur útlitið fram yflr gæðin." Anna Ólafsdóttir, Varðað vera 1 hljóðlát og góð „Tölvan er alveg nauðsyn- I leg í námið en útlitið skipti ekki svo miklu máli þegar ég keypti hana. Ég var aðallega j að hugsa um verðið og stærð- ina en það eru eflaust margir I sem pæla dálítið meira í útlit- inu. Ég vildi líka hafa tölvuna hljóðláta og góða þannig að það réð því nú eiginlega að ég keypti þessa.“ Ragna Pálsdóttir breyst. Tölvurnar verða stöðugt minni og ákveðinn stíll er kominn yfir þær. Það er því með þetta eins og annað að fólk vill hafa hlutina flotta. Maður fær stundum ungt fólk hingað inn sem hefur ekki hundsvit á tölvum en kaupir samt það dýrasta og flottasta. Stelpurnar eru t.d. mikið fyrir litlu Apple- tölvurnar en strákarnir leggja meira upp úr að hafa þetta með sem mestum búnaði, t.d. með DVD- skrifara og nýjum örgjafa.“ Útlit og gæði ráða enn Báðir tölvusérfræðingarnir sem rætt var við segja að framleiðsluaðilar fartölva séu í auknum mæli farnir að hugsa út í útlitið og þarfir neytenda. Þannig eru sömu tölvurnar nú farnar að vera fáan- legar í nokkrum mismunandi litum, svo dæmi séu tekin. í óformlegri könnun sem gerð var meðal nokk- urra nemenda í Háskóla íslands og Háskólanum í Reykjavík sögðu flestir nemendur tölvurnar vera gagnlegt hjálpartæki í náminu en ekki nauðsynlegt. Fæstir sögðust hafa hugsað út í útlitið þegar tölv- urnar voru keyptar, heldur réðu verð og gæði mestu. Útlitið virðist þó vera farið að skipta meira máli og staðfestu nokkrir nemendanna það. Ánægður með svarta litinn „Ég hugsaði ekkert út í útlitið þegar ég keyptri mína tölvu. Það var þannig að ég var skiptinemi erlendis og keypti tölvuna til að geta verið í sambandi við um- heiminn á meðan ég var úti. Ég hugsaði aðallega um hversu góð tölvan væri og keypti þess vegna I ekki það allra ódýrasta heldur fór í aðeins dýrari verðflokk til að fá meiri gæði. Svo er ég reyndar bara mjög sáttur við útlitið á henni - ég var aðallega að hugsa um að hafa hana svarta." Þórir Hall Stefánsson Tímaþjófur „Þetta er nauðsynlegt í náminu og það | fylgja þessu mikil þægindi. Ég lít ekki á tölv-: una sem stöðutákn heldur sem hjálpartæki * | við námið. Ég er glósandi allan daginn og er J miklu fljótari að nota tölvuna heldur en að j skrifa. Það getur reyndar stolið af manni dá- I litlum tíma að vera með tölvu, sérstaklega j j þegar maður er nettengdur. En mér flnnst 1 þetta vera nauðsynlegt í náminu og útlitið á ii tölvunni skiptir mig engu. Það var bara mælt ;i með þessari og verðið var viðráðanlegt." Unnur Edda Sverrisdóttir I .......................... I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.