Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2004, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚÁR 2004 29 r DV Fókus Mamætan Jolie Reynir aö sinnlra draumapari Jennifer Aniston verður vart ánægð þegar hún fréttir af nýjasta uppátæki kærastan , Brads Pitt. Hann er þessa dagana að undirbúa tökur á kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith þar sem hann leikur á móti „mannætunni" Angelinu Jolie. Brad og Angelina voru á dög- unum að æfa senur í miðborg Los Angeles þegar myndir náðust af þeim látandi vel hvort að öðru. „Það voru augljóslega neistar á milli þeirra,“ sagði heimildarmaður sem sá til þeirra. „Þau gengu meira að segja svo langt að leiðast og láta vel hvort að öðru, jafnvel þó að fullt af fólki væri í kring. Síðar tók Brad höndina á Angelinu og setti hana inn á sig.“ í myndinni leika hinn fertugi Brad og 28 ára Angelina hjón sem eru bæði leigu- morðingjar og fá það verkefni að drepa hvort annað. Það eru þó ekki morðin heldur möguleg ást þeirra í mUium sem Jennifer Aniston þarf að hafa áhyggjur af þessa dagana. „Ég held að Jennifer hafl kviðið því lengi að Brad myndi léki á móti Angel- inu,“ sagði vinur þeirra og benti á að hún hefði margoft lent í því að vera yfirgef- in af þeim sem hún elskar. Ótti við það nái alveg aftur til barnæsku þegar pabbi hennar, John Aniston, yfirgaf hana og móður hennar fyrir aðra konu. Það hjálpar svo eflaust ekki til að Angelina Jolie er þekkt fyrir að negla mót- leUcara sína í kvikmyndum. Hún hefur gifst tveimur þeirra; Johnny Lee MUler sem hún lék á móti f Hackers og BUly Bob Thornton sem hún lék á móti í Pus- hing Tin. Þar að auki hefur hún verið orðuð við nokkra aðra mótleikara sfna. Þar á meðal má telja rad og Jennifer Aniston Hún situr heima, tilbúin ^stofna fjol- (yldu, en á meöan þarfBrad að forðast mannætuna Jolie sem er ön að negla mótleikara sina. Olivier Martinez, Nicolas Cage og Colin Farrell. A meðan þessu fer frambíður Jenni- fer Aniston heima og undirbýr það að stofna fjölskyldu með Brad sínum Pitt. Spurningin er hvort samband þeirra endist tU þess. Kammerkór Hafnarfjarðar hélt tónleika í Hásölum Idol-stjarna á kammertónleikum Kammerkór Mosfellsbæjar Það vantar töluvert upp á það hjá kórnum að geta komið fram á tónleikum sem þessum. Með Hafnarfjarðarkórnum sungu Kammerkór Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar Bragasonar, og Kammerkór Mosfellsbæjar sem Tónleikar 3 '-.....stjórnaði. Fyrrum Idol-stjarnan Ardís Ólöf fór á kostum og framan af voru tónleik- arnir nokkuð góðir. Frammistaða eins kórsins skyggði þó óneitanlega á heildarmyndina. Tónleikarnir hófust á madrígala- syrpu Kammerkórs Hafnarfjarðar. Þar var flutt vönduð efnisskrá sem bæði kórinn og stjórnandinn, Helgi Bragason, höfðu mikla ánægju af. Madrígalinn „Go crystal tears" var sérstaklega fallegur; studdur af pí- anói þótt láðst hafi að geta þess í efnisskránni. í madrígalanum „You want my pipes to sound" eftir Thomas Morley bar þó á því að tónninn yrði örlítið flatur þegar sungið var á sérhljóðanum í - sem er einna erfiðasti sérhljóðinn að flytja í kórsöng. Bassinn var hins vegar frá- bær; þéttur og með fallegan hljóm, en vafalaust hefði einn aukatenór ekki skemmt fyrir heildarmyndinni. Síðasti madrígalinn „Lasciate mi morire" eftir Claudio Monteverdi var hápunktur prógrammsins. Kór- inn sýndi mikla innlifun og tókst að láta verkið lifna við í frábærum hljómburði Hásala. Kammerkór Reykjavíkur var næst- ur í röðinni og hóf prógramm sitt á dúetti úr Stabat mater dolorosa eftir G. B. Pergolesi. Dúettinn var fluttur af Sigurlaugu Arnardóttur og Ardísi Ólöfu Víkingsdóttur en báðar syngja þær með kórnum. Ardís hefur þegar getið sér gott orð með þátttöku sinni í Idol-stjörnuleit, en sýndi hér á sér aðra hlið. Gullfalleg rödd Ardísar skein í gegnum verkið og engin spurning er að klassíkin liggur jafn vel fyrir henni og poppsöngurinn. Það skyggði hins vegar á dúettinn að undirleikarinn, Arnhildur Val- garðsdóttir, yfirgnæfði á köflum sönginn. Ásláttur hennar var harður og á köflum keyrði hún verkið áfram líkast því sem spilað væri á fótstigið orgel en ekki Steinwey and sons flygilinn sem prýðir Hásali. Þrátt fyrir slæman píanóleik sýndi Kammerkór Reykjavfkur vel hvers hann er megnugur. Islensku þjóðlögin voru glæsilega flutt með skemmtilegum styrkleikamun og hreinum tón. Hápunkturinn var þó Heilræðavísa Jóns Nordals þar sem hendingarnar voru hárrétt mótaðar og hver einasta öndun á réttum stað. Áhorfendum ekki skemmt Síðasti kórinn til að stíga á stokk var Kammerkór Mosfellsbæjar. Efnisskrá hans, sem samanstóð af gospelsöng og indjánadansi, var í engu samræmi við það sem á und- an hafði gengið og kórinn sjálfur á allt öðru stigi en hinir tveir; bæði var hann fáliðaður, kórmeðlimir gamlir og mikið vantaði upp á hreinleika og intóneringu milli radda. Til að vega upp á móti gæð- um söngsins voru lögin skreytt með hringlum, hristum, bongó- trommum og gítarspili; eitthvað sem á engan veginn heima í öguð- um kammersöng. Ölerindi eftir Gunnar Reyni Sveinsson, við texta Hallgríms Pét- urssonar, sýndi glöggt þann vanda sem kórinn á við að etja. í miðkafla verksins, sem er í þjóðlegum stíl, liggur mikið á hreinum fimmunda- söng. Fimmundirnar voru nær alltaf óhreinar og fékk maður þá tilfinn- ingu að hér væri „tónskrattinn“ frægi að minna á sig. Tveimur gospelsöngvum síðar ákvað kór- stjórinn að taka aukalag sem bætti litlu við það sem á undan var gengið. Það vottaði því fyrir kaldhæðni þeg- ar kórstjórinn bauð hinum kórunum að sameinast þeim í „söng“ fyrir lokalag tónleikanna. Mistök skipuleggjenda Þrátt fyrir þau mistök að blanda áhugamannakór inn í vandaða efn- isskrá tveggja kammerkóra voru ljósir punktar á tónleikunum. Sér- staklega lét Ardís Ólöf ljós sitt skína og er greinilega efni í góða óperu- söngkonu. Það er hins vegar ekki hægt að bjóða áheyrendum upp á hvað sem er og ábyrgðin á því hlýtur að liggja hjá skipuleggjendum tón- leikanna. Símon Birgisson Stjörnuspá Haukur Ingibergsson, forstjóri Fast- eignamats ríkisins, er 57 ára í dag. „Maðurinn vill f ein- lægni að fólkinu í kringum þig líði vel. Afstaða tungls og sólar, ásamt veðrabreyting- um, hefur jafnvel sterkáhrif á líðan þess sem hér um ræðir," segir í stjörnuspá hans. Haukur Ingibergsson VV Vatnsberinnf2o./<m.-/«./efcj VV ------------------------------------- Gleymdu ekki smáatriðum líð- andi stundar því þau eiga það til að sýn- ast smá í þínum augum en eru stór og mikilvæg. Ekki hika við að setja óskir þín- ar fram þótt þær virðist sérviskulegar á einhvern hátt. Þú nærð þínu fram hvort sem um starf þitt eða einkalíf ræðir. F\skm\f (19.febr.-20.mars) Ef þú stendur í fjárfestingum þessa dagana er þér ráðlagt að fara var- iega í þeim efnum. Ekki fjárfesta eins og þú sért að spila póker, og allra síst án þess að kanna hvað liggur að baki. Hrúturinn 121.mars-19.aprn,> H T Skoðaðu ávallt spilin þín vand- lega, ef svo má segja, frekar en nokkuð annað til að tryggja hvaða eiginleika þú ert fær um að nýta hverju sinni til að var- anlegur árangur náist. Ef þér Ifst nógu vel á spilin þfn ættir þú að spila úr þeim og reyna að ná eins góðum árangri með þeim og þú getur. ö Nautið (20.april-20.maH n Þú ættir að fylgja óskum þfnum eftir án þess að snúa við á miðri leið því markinu verður náð hjá stjörnu nautsins. Millivegurinn er góður fyrir fólk eins og þig, sér f lagi vikuna fram undan. Tvíburarnire/. mal-21.júni) Þú átt sérstaklega auðvelt með að sjá hvernig náunganum Ifður, sem er jákvæður eiginleiki í fari þínu. Kappsfullur er tvíburinn um þessar mundir þar sem þú undirbýrð ómeðvitað nýjan kafla sem hefst þegar líða tekur á febrúar. Krabbinnpj ,júnl-22.júll) Kjarkur einkennir stjörnu krabbans hérna. Þú birtist sem sannfær- andi manneskja sem er fær sem að láta drauma sína lifna við á auðveldan hátt. Þú hefur stundum tiihneigingu til að gefast upp þegar mest á reynir en þar ættir þú að herða sjálfið og finna lausn því hún er vissulega ávallt til staðar. 1 di l]Ón\<!) (23. júli-22. ágúst) Um þessar mundir ert þú minnt/ur á að þótt þú standir betur að vígi er ekki þar með sagt að þú þurfir að færa þér það í nyt. Ef það er mikil ábyrgð sem hvílir á þér þessa stundina, munt þú eiga auðvelt með að takast á við allt sem kann að blása á móti þér. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Þú munt ná hámarksárangri þetta árið ef þú stendur við orð þín gagn- vart sjálfinu. Athugaðu að hlusta vand- lega á tilfinningar þínar sem vísa þér sannarlega fram á réttan veg. Ekki kyngja tilfinningum þinum, opnaðu hjarta þitt. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Fólk fætt undir stjörnu vogar ætti að ganga frá lausum endum þegarfjármál- in eru annars vegar. Nýr kafli er um það bil að hefjast hérna og á sama tíma birtist spennandi og langt ástarsamband sem þró- ast í áttina að öilu alvarlegri málum. TIL Sporðdrekinn i2iokt.-21.n0vj Ef þú átt erfitt með að vakna í upphafi dags er það hreyfingaleysi sem kann að valda því og ef það er mikil ábyrgð sem hvílir á þér þessa stundina, munt þú eiga auðvelt með að takast á við allt sem kann að blása á móti þér. / Bogmaðurinn P2. nóv-21.« Stjarna bogmanns sýnir ómælda heppni og lukku hérna. Njóttu þess að vera á meðal vina þinna í stað þess aðdraga þig íhlé. z Steingeitin (22.des.-19.jan.) Hreyfing og heilsuefling mun efla stjörnu steingeitar til muna og ætti fólk fætt undir stjörnu þessari að hafa það hugfast. Ef dagsformið er ekki í lagi ættir þú að taka þér stutt leyfi og hlaða orku- stöðvar þínar. SPÁM AÐUR.IS I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.