Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Qupperneq 9
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 9 Grunur leikur á að maðurinn sem fannst myrtur í höfninni í Neskaupstað ígær, með skot- og stungusár, kunni að vera erlendur skipverji en einskis manns er saknað íplássinu. Starfsmenn á pöbbnum í Egilsbúð á laugardags- kvöld telja sig hafa séð manninn á barnum sem var þétt setinn enda Neskaupstaður einangraður vegna óveðurs. Skotinn, stunginn - pakkað í plast Það var um klukkan ellefu í gærmorgun sem Þorgeir Jónssonkafari fann líkið dularfulla við svo- kallaða Netabryggju á Neskaupstað. Þorgeir var að kanna skemmdir sem urðu á bryggjunni í óveðri í síðustu viku. Samkvæmt heimildum DV var líkið vafið í plast sem fest var með límbandi. Keðjur höfðu verið vafðar yfir brjósthol líksins og þungar gúmmíkúlur bundnar við fætur þess til þess að sökkva því. Samkvæmt heimildum DV var skotsár á hálsi og þrjú stungusár. Það leit ekki út fyrir að líkið hefði legið lengi í sjónum, í mesta lagi í nokkra daga. Óhugnarlegt Gísli Gíslason hafnarstjóri var á bakkanum þegar líkið fannst enda var Þorgeir að kafa fyrir hann. „Hann kom upp og var brugðið. Ég hringdi strax í lögregluna og vék af vettvangi þegar hún kom á staðinn," segir Gísli. „Maður er vægast sagt mjög hissa," segir hann og bætir við að hann viti ekki til þess að nokk- urs sé saknað úr bæjarfélaginu. „Þetta hefur farið um eins og eldur í sinu og fólk er mjög slegið,“ sagði Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. „Mönnum flnnst þetta mjög óhugnanlegt en fólk veit mest lítið. Ég hef ekki heyrt um að nokkurs manns sé saknað í bænum en menn verða að hafa í huga að það er mikið um erlendar skipakomur. Maður fer að velta fyrir sér þeint möguleika að þetta kunni að vera er- lendur maður." Lögreglan rannsakaði alla þræði og fljót- lega var farið að kanna hvort einhvers af erlendu skip- i væri saknað. H Gísli Gíslason, Egilsbúð og Jóhannes Pálmason Grunurlékáað hinn myrti hafi verið útlendingur sem sat að drykkju i Egiisbúð um helgina. Lögregla kannar þó alla þræði. Norskt loðnuskip Farið var um bæinn með Polaroid-mynd af andliti hins látna og spurst fyrir um manninn. Starfsfólk í Hótel Egils- búð þóttist kannast við hann. Einn þeirra taldi víst að hinn myrti væri útlendingur, einn þriggja manna sem hefðu set- ið út af fyrir sig á barnum á Egilsbúð á laugardagskvöld. Veður var fremur hryssingslegt og Neskaupstaður hafði ver- ið einangraður frá því kvöldið áður þegar skall á með stór- hríð þannig að fjallvegir tepptust. Nokkuð fjölmennt var í Egilsbúð, meðal annars hópur manna frá Eskifirði sem var veðurtepptur á staðnum. Starfsmaðurinn í Egilsbúð taldi víst að hinn myrti hefði farið með drykkjufélögum sínum tveimur og fengið far niður á bryggju með bflstjóra Sfldar- vinnslunnar. Þrír hásetar á Súlunni voru einnig í Egilsbúð þetta Iaug- ardagskvöld. Jóhannes Gísli Pálmason var einn þeirra og mundi vel eftir þessum þremur útlend- ingum. „Þeir voru af norska loðnuskipinu Seni- ;j v or, allavega tveir þeirra. Þeir sátu á næsta borði og þegar verið var að loka staðnum um klukkan þrjú eða hálf ijögur komu tveir þeirra niður í Súlu.“ Jóhannes segir að þessir tveir, skipstjórinn og yfirvélstjórinn hafi, þegið veitingar og boðið þeim síðan yfir í Senior. Þeir kvöddust undir morgun og hélt Súlan úr höfn um klukkan átta en áformað var að Senior færi um klukkan tíu. Jóhannes taldi víst að þriðji maðurinn við borð Norðmannanna, - rnaður þéttur á velli, meðal- maður á hæð, hefði horfið á milli klukkan tólf og eitt. „Hann var um þrítugt, með gleraugu og svona eftir á að hyggja var dáh'tið undarlegt að hann skyldi hverfa svona snemma. Fljótlega eftir miðnætti tók maður ekkert eftir honum," segir Jóhannes og fullyrðir að það hafi ekki aðrir útlendingar en þessir þrír verið á staðnum. Það var annars fremur rólegt yfirbragð á mönnum í Egilsbúð þetta kvöld að sögn hásetans. Vitlaust veður Hafi líkinu verið varpað fram af Netabryggjunni aðfaranótt sunnudags virðist enginn hafa orðið var við atburðinn eða dul- arfullar mannaferðir. Netabáturinn Guðmundur Ólafur var skammt undan netabryggjunni við Ioðnufrystingu þessa nótt. Maron skipstjóri varð einskis var. I netagerð Friðriks Vilhjálms- sonar upp af Netabryggjunni voru nienn að vinna fram á að- faranótt sunnudags. Guðmundur Freyr Gilsson var þar við störf: „Það var vitlaust veður. Við urðum ekki varir við neitt nema vindinn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.