Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2004, Side 31
r FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2004 31 DV Siðast en ekki sist Heimastjórnarhátíð fyrir alþýðuna - forsetanum boðið Fjórir ísfirðingar vinna nú að und- irbúningi heimastjórnarhátíðar fyrir alþýðuna íyrir vestan. Hátíðin verður haldin í sumar og er ákveðið að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta verði formlega boðið. Nú þegar hefur ein heimastjórnarhátíð verið haldin á ísafirði og önnur í Reykjavík, báðar mjög umdeildar vegna fjarveru for- setans og almennings. „Ég kalla það ekki hátíð þegar bæj- arstjórnin heldur kvöldverðarboð íyrir sjálfa sig. Það eru engin tímamót í sjál- fu sér. Bæði hér og fyrir sunnan var forsetaembættið sniðgengið í þessu öllu saman, það er með eindæmum," segir Jón Fanndal Þórðarsson, veit- ingamaður á flugvellinum á Isafirði og einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Hátíðin á Isafirði hefur vinnuheit- ið „Heimastjómarhátíð fyrir alþýð- una.“ Ástæða þess að enn ein heima- stjórnarhátíð verður haldin er sú skoðun skipuleggjendanna að hinar hátíðirnar hafi ekki verið fyrir al- menning heldur ráðamenn. „Við vild- um skilyrðislaust að þetta væri hátíð almennings eins og allar aðrar hátíðir frá árinu 1874. Við þurfum að fá ein- hvern mann til að halda hátíðarræðu. Forsetaembættið er sameiningartákn þjóðarinnar og það er uppi á teningn- um að bjóða Olafl og Dorrit," segir Jón Fanndal. Útlit er fyrir að engum öðrum en forsetanum verði boðið formlega, en allir eru guðvelkomnir, að sögn Jóns. Hlutverk forsetans, ef hann undir- gengst það, verður að halda hátíðar- ræðu og opna hátíðina. Deilurnar um hvort forsetanum hafi verið boðið eða ekki boðið á heimastjórnarhátíðina í Reykjavík, sem skipulögð var af forsætisráðuneyt- inu, em af mörgum sagðar hafa litast af pólitík. Jón Fanndal er fyrmm félagi í Sjálfstæðisflokknum og ræktaði garða fyrir hönd Davíðs Oddssonar, þáver- andi borgarstjóra, þegar hann starfaði sem garðyrkjufræðingur hjá Reykjavík- urborg. Hann segir að engin pólitík sé viðloðandi hátíðina fyrir vestan. Þeirri stefnu verði þó fylgt að halda hátíð fyr- ir fólkið, meðal annars verði söngkraft- ar fengnir til að fara með texta Hannes- ar Hafsteins, ekki síst „Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa." jontrausti@dv.is Jón Fanndal Þórðarson Fyrrí hátíðir vegna Heima- stjórnarafmælisins voru handa hástéttinni, að mati fjögurra Isfirðinga sem ætla að halda aðra hátíð í sumar fyrír aiþýðuna. Forsetan um verður boðið form- lega. • Áform sjónvarpsþáttar Stöðvar tvö, íslands í bítið, og söngkon- unnar og fyrrum barnastjörnunnar Ruthar Reginalds um að leggja út í allsherjar lýtaaðgerð og klössun á Ruth virðast hafa tekið á sig hinar furðulegustu myndir. Er þá ekki verið að vísa til þess hversu um- deildar lýtaaðgerðir eru eða hvort lýtalæknir Ruthar brjóti með þessu þá grein læknalaga sem kveður á um hvað lækni sé leyfilegt að gera til að auglýsa sig - og hvað ekki. í gær fylgdist fsland í dag, dæg- urmálaþáttur þáttur Stöðvar tvö, í tengslum við fréttir, í umsjá þeirra Þórhalls Gunnarssonar og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, með því hvernig til tókst við að flikka upp á andlit Ríkeyjar Ingimundardóttur, móður Ruthar. Eins og landsmenn þekkja gagnrýndi Ríkey Ruth harkalega fyrir opinskáar og, að því er hún segir, rangar yfirlýsingar í bók sinni sem kom út fyrir síðustu jól. Sumir vildu halda því fram að þetta væri öðrum þræði stríð eða keppni mæðgna um athygli. Nú er það hins vegar deginum ljósara að það stefnir í harða keppni um athygli milli Ruthar og Ríkeyjar annars vegar og hins vegar Islands I bítið og Islands í dag, sem byggist á áhuga almennings á lýtaaðgerðum í sjónvarpi að hætti ameríska þátt- arins Extreme makeover. • Atli Ásmundsson, hægri hönd HaUdórs Ásgrímssonar og sérlegur blaðafulltrúi hans í utanríkisráðu- neytinu, hefur verið gerður aða!- ræðismaður íslands í Kanada. Það er ígildi sendi- herratitils. Atli mun að vísu hafa verið formlegur starfsmaður utan- ríkisþjónustunnar en þó vekur at- hygli að maður sem fyrst og fremst hefur verið pólitískur ráðgjafi ráðherra sé gerður að sendiherra. Óánægðir menn innan utanríkisþjónustunn- ar halda því fram að staðan sé fyrst og frernst verðlaun til Atla fyrir þátt hans í að lyfta Framsóknarflokkn- um upp úr lægðinni fyrir kosning- arnar í fyrra. RÁÐSTEFNA f DAG FR A.IN/ITÍÐ IINJ í fasteignaviðskiptum í dag verður ráðstefna haldin á Nordica Hóteli þar sem rætt verður hvaða breytingar eru framundan á fasteignamarkaðinum. Félagsmálaráðherra hefur kynnt breytingar á opinbera húsnæðislánakerfinu, bankar og lánastofnanir ætla sér að keppa af fullum krafti við opinber lán og nýttfrumvarp liggur fyrir Alþingi sem mun breyta rekstrarumhverfi fasteignasala. í Ijósi þessa er tímabært að halda ráðstefnu sem ætlað er að skoða stöðuna á markaðinum og líta fram á veginn til þess að meta hvernig aðstaða fasteignasala og kaupenda verður á næstu misserum. 13.00 -13.10 13.10 -13.40 13.45 -14.05 14.10 -14.30 14.35 -14.50 14.55 -15.15 15.20 -15.40 15.45 -16.05 16.10 -17.00 Fundarstjóri setur fundinn Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík Nýtt húsnæðislánakerfi Árni Magnússon, félagsmálaráðherra Samanburður á lánamöguleikum til húsnæðlskaupa Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, hagfræðingur Ný lög um starfsemi fasteignasala Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala Kaffihlé Helstu nýjungar í rafrænu vinnuumhverfi fasteignasala Habilis hugbúnaðarhús, rekstraraðili fasteignavefsins habil.is Notkun fasteignablaðana Hafsteinn Már Einarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri IMG Gallup Fasteignamarkaðurinn - Hver hefur þróunin verið? Haukur Ingibergsson frá Fasteignamati ríkisins Léttar veitingar í boði íslandsbanka ÍSLANDSBANKI habil.is -fastelgnlr á netlnu fréttablaðið Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda póst á radstefna@habiMs - Þátttökugjald er 3.000 krónur. Nordica Hótel 12. febrúar 2004 frá kl. 13 -17 FRAMTÍÐI l\l í fasteignavióskiptum f-mynd Birgir Þór Halldórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.