Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 9 Clare Short fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blair fullyrti í gær að breskir leyniþjónustumenn hefðu hlerað samtöl Kofis Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Short upplýsti þetta í útvarpsþætti örfáum klukkustundum fyrir blaðamannafund forsætisráðherrans þar sem hart var gengið að honum vegna málsins. Blair neitaði að staðfesta eða vísa á bug þessum ásökunum. Breskir spæjarar njdsnnöu um Annan Tony Blair steig krappan dans í gær í enn einu erfiða málinu sem tengist þátttöku Breta í innrásinni í Irak í fyrravor. í morgunþætti breska útvarpsins, BBC, í gærmorgun full- yrti Clare Short, fyrrverandi þróun- armálaráðherra Breta að hún vissi til þess að leyniþjónustumenn hennar Hátignar hefðu hlerað samtöl Kofis Annan aðalritara Sameinuðu þjóð- anna í aðdraganda innrásarinnar í I'rak. Short, sem sagði af sér til að mót- mæla Iraksstríðinu, var spurð hvort hún hefði vitað af slíkum leyniþjón- ustuaðgerðum gagnvart Kofi Annan á meðan hún var ráðherra. „Vissu- lega," svaraði hún, „Ég las nokkur endurrit af samræðum hans.“ Blair hvorki játar né neitar Þessi uppljóstrun Shorts kom fram nokkrum klukkustundum áður en haldinn var mánað- arlegur blaðamannafund- ur Tonys Blair. Ásakanir fyrrverandi ráðherra í rfkisstjórn Blairs voru meginumfjöllunar- efni blaðamanna- fundarins og var saumað að forsætis- ráðherranum vegna málsins. Hann þver- neitaði að játa eða neita þessum ásök- unum og vísaði til þess að enginn af for- verum hans hefði tjáð sig um málefni leyni- þjónustunnar. Það væri einnig ótækt að hefja þann leik að vísa á bug ásökunum af þessu tagi enda myndu margar fylgja í Dómur hefur fallið í máli þriggja stúlkna á hendur eldri manni. Misnotaði afabarnið sitt Fórnarlamb kynferðisofbeldis Eldri maður misnotaði þrjár ungar stúlkur, þar af var ein dótturdóttir hans. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Myndin er sviðsett. Eldri maður hefur verið dæmdur fyrir að misnota kynferðislega þrjár ungar stúlkur. Ein stúlknanna, fædd 1989, er barnabarn mannsins. Mað- urinn var dæmdur fyrir að þukla á stúlkunni, stinga fingrum í kynfæri hennar og neyða hana til að fróa sér. Ákærði neitaði ekki sök heldur sagð- ist hafa verið að fíflast. Þegar lögreglan spurði hvað það merkti í hans huga að „fTflast“ sagði maðurinn: „að þegar hann eigi við að fíflast þá eigi hann við að hann sé að strjúka, klípa og káfa á bömum.“ Jafhframt sagðist hann vita að það væri óheilbrigð hegðun að kafa á börnum og að athæfi hans væri vissulega sjúklegt. Framburður dótturdóttur mannsins var fyrir dómi talinn mjög trúverðugur. Hún nefnir dæmi þegar hún var heima hjá afa sínum og hann lét hana taka utan um kynfæri hans. Stúlkan segir að tippið hafi verið hart en henni var bannað að tala um þetta því þá myndu vondu karlamir koma og taka afa. Hinar stúlkurnar tvær em báðar skyldar manninum og segja að hann hafi misnotað öll barnabörnin. í til- felli elstu stúlkunnar af þeim þrem- ur, sem fædd er 1995, segir hún að ákærði hefði komið inn í svefnher- bergi og nuddað „pjölluna" á sér. Hún sagði þann ákærða hafa skammast sín og alltaf verið að segja „af hverju er ég að gera þetta." Hinn ákærði segist ekki vera „sjúk persóna." Stúlkan hafi einfaldlega verið að gráta og hann hafi huggað hana - klórað á bakinu og kitlað á maganum. Jafnframt segist hann vita af hverju hann liggi undir þess- um ásökunum. Það sé fi'nt ráð fýrir ungar stúlkur að ná sér í pening með að kæra menn fyrir kynferðisbrot. Vitnisburður mannsins í málum allra stúlknanna er taldar „ótrúverð- ugar og á köflum fjarstæðukenndar." Ákærði eigi sér engar málsbætur og er dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann þarf einnig að greiða stúlkun- um tæpa milljón í miskabætur. simon@dv.is Clair Short Ljóstraði upp um hlerarnir bresku leyniþjónustunnar kjölfarið sem að endingu myndu grafa undan bresku leyniþjónust- unni. Þó fullyrti Blair að breska leyniþjónustan hefði starfað innan ramma laga og þjóðarréttar. Blair gagnrýndi Short harðlega fyrir þess- ar ásakanir og sagði þær „fullkom- lega ábyrgðalausar". Hleranir ólöglegar en þarf- lausar Viðbrögðin við þessum uppljóstr- unum létu ekki á sér standa. Andreas Nicklisch, aðstoðarforstöðumaður Sameinuðu þjóðanna í Brussel, sagði að hleranir af þessu tagi samræmd- ust ekki lögum: „Þetta er ólöglegt, að sóttur var fyrir að brjóta þagnar- skyldulögin lét hafa eftir sér í fjöl- miðlum að ólöglegar aðgerðir eins og þessar væru ekki óalgengar hjá bresku leyniþjónustunni. Málið kann að vinda upp á sig enda vatn á myllu andstæðinga Iraksstríðsins í Bredandi sem sótt hafa í sig veðrið að undanförnu. sína eigin pólitísku hagsmuni," sagði Kennedy í viðtali við Sky-fréttastof- una. Michael Howard, leiðtogi íhaldsmanna, sagði einfaldlega að Blair væri í tómu klúðri. Brotið gegn þagnar- skyldu Þegar í gær veltu menn þeirri spurningu upp hvort Clare Short yrði lögsótt íyrir brot á þagnarskyldulögum opinberra starfsmanna. Blair sjálfur sagðist aðspurður ekk- ert hafa með það að gera hver væri lögsóttur fyrir slík brot og hver ekki. Andstæðingar aðildar Breta að Íraksstríðinu settu sig strax í gær í stellingar til að mæta slíkri lögsókn og óttuðust hana ekki. Richard Tomlinsson, fyrrverandi leyniþjón- ustumaður, sem lög- sjálfsögðu, en fullkomlega þarflaust í ofanálag þar sem starf okkar er gagn- sætt og algerlega fyrir opnum tjöld- um.“ Breska stjórriarandstaðan lét Blair finna til tevatnsins. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata krafðist þess að Blair svaraði efnis- lega þessum ásökunum. „Forsætis- ráðherrann getur ekki falið sig á bak við hjúp þjóðaröryggis til að vernda Blaðberum Fréttablaðsins býðst nú að selja DV í lausasölu og þeir sem selja blaðið fá 70 kr. af hverju blaði virka daga en 90 kr. um helgar. Við sendum aukalega þann fjölda sem þú vilt með í Fréttablaðspakkanum þínum. Þú selur blaðið með því að ganga í fyrirtæki og heimili eða við fjölfarna staði og síðan kemur þú til okkar í Skaftahlíðina á mánu- degi og skilar óseldum blöðum og gerir upp söluna. Ef þú selur 10 blöð á hverjum degi frá mánudegi til laugardags vinnur þú þér inn 4.400 kr. á viku. Sá sem selur mest í hverri viku fær frítt í bíó fyrir fjóra í Smárabíó og frítt að borða fyrir fjóra á Pizza Hut. Gildir út mars. Hringdu og við sendum þér blöð til að selja 550 5000 Síminn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.