Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 10
70 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR2004 Fréttir DV Birgitta með Hróknum Liðsmenn Hróksins bjóða til mikillar íjölskyldu- skemmtunar á Broadway á morgun á milli 12 og 17. Þar munu margir af snjöllustu skákmeisturum Hróksins tefla við viðstadda auk þess sem margir af vinsælustu skemmtikröftum landsins munu troða upp. Hátíðin er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Þau Regína Pokorna, Luke McShane, Ró- bert Harðarson, Rógvi Rasmussen, Faruk Tairi og Joel Lautier munu tefla fjöltefli við þá sem áhuga hafa og fá allir þátttakendur viðurkenningarskjöl. Þeir sem síðan ná að máta meist- arana eða knýja fram jafntefli fá sérstök verðlaun. Sam- hliða þessu munu margir af þekktari skemmtikröftum landsins koma fram s.s. Birgitta og Jónsi, Ómar Ragnarsson og Haukur Heið- ar, Skáktríó JFM ásamt Röggu Gísla og þá munu KK og Andrea Gylfa koma fram í íyrsta skipti saman. Sjón- varpsfólkið brosmilda, þau Gísli Marteinn og Svanhildur Hólm, munu sjá um að kynna viðburðina og þeim til aðstoðar verður Lfna Langsokkur áður en hún leggur leið sína upp á svið Þjóðleikhússins. Hátíðin er haldin til að fagna mikilvæg- um tímamótum í íslensku skáklífi. Stefna og framtíðar- sýn Hróksins verður kynnt en þar kemur m.a. fram að Hrókurinn mun halda áfram að kynna skákina meðal allra íslenskra barna, svo ísland verði á næstu árum mesta skákland heims. Halldór Guðmundsson, ráðgjafi og rithöfundur. Fialldór Guðmundson áttar sig hratt og örugglega á því hver eru aðalatriði og hver aukaatriðin. Þetta er lykilat- riði þegar persóna Flalldórs er annars vegar. Fiann býryfir analógískri greind sem gerði hann að skólaséníi á sínum tíma. Að auki hefur hann mik- ið næmi fyrir, öfugt við marga raunvísindamenn, blæbrigð- um. Býryfir góðu og fágætu skynbragði á listir, bókmenntir og ýmsar tegundir tónlistar. Þar að auki er hann iúmskur húmoristi og hefur næmt auga fyrir öllu þessu smá- skrýtna. Kostir & Gallar Gallarnir nærast oft á kostun- um. Halldór getur verið bæði þrjóskur og ráðríkur. Hann veit afvitsmunum sínum. Hann hefur tilhneigingu til að hafa afar takmarkaða þolinmæði gagnvart bulli og heimsku. Og þótt hann sé afbragðs bókaút- gefandi þá væri hægt að giska á að hann hefði ekki þetta baunateljaramentalítet sem myndi gera hann að súperfor- stjóra stórfyrirtækis. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins hefur ekki áhyggjur af stöðu sinni í ráðherraliði flokksins eftir 15. september. Hann segir þá Halldór Ásgríms- son stundum hafa mismunandi viðhorf til álitamála en þeir beri virðingu fyrir frelsi og skoðunum hvors annars. Honum finnst ósanngjarnt að Siv Friðleifsdóttir þurfi að sitja uppi með að óttast öðrum fremur um framtíð sína í ríkisstjórninni. Guðni Ágústsson segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvaða ráðherra Fram- sóknarfloJcksins eigi að vikja úr ríkis- stjórninni þegar Halldór Ásgrímsson tek- ur við forsætisráðuneytinu og framsókn- arráðherrum fækkar um einn. „Það liggur engin ákvörðun fyrir um það og mér finnst að Siv Friðleifsdóttir þurfi ekki að sitja uppi með þá stöðu að hún eigi að fara út, þetta er mat og ákvörðun undir septembersól í haust, mjög erfið ákvörð- Guðjón Ólafur Jónsson un sem reynir á Hafldór, ef ég þekki hann Hefurí tvigang lýstyfirað rétt, og þingflokkinn,“ segir Guðni. „Sú réttastværi að Siv hætti. ákvörðun verður tekin og leyst í friði inni í þingflokknum en ekki í fjölmiðlum.'' Halldór Ásgrímsson Þarfað ákveða hvaða ráðherra Framsóknar- flokksins hættir í rtkis- stjórninni lS.september. Húskarlar komnir á kreik Siv segir á heimasíðu sinni að hún hafi í tvígang orðið fyrir því að Guðjón Ólafur Jónsson formaður kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hafi vegið opinber- lega að sér. „Það er því greinilegt að húskarlar eru komnir á kreik," segir Siv. í DV í gær sagði Siv að enginn ráðherra, annar en Halldór Ásgrímsson geti verið örúggur með að sitja áfram í ríkisstjórn eftir 15. september. Yfirlýsingar um að hún þurfi að víkja séu andstæðar því sem Halldór sagði ráð- herrunum eftir kosningar. Guðni segist ekki óttast stöðu sína eftir 15. september. „I dag er málum þannig skipað að ég Þótt ég sé í einhverjum málum ekki sammála HalJdóri, þá er engin persónuleg óvild fólgin í því afminni hálfuog égveit að það er gagnkvæmt. Við höfum ekkiverið að takáfráíopin- berri umræðu hetdur virt frelsi og skoðanir hvors annars. er varaformaður Framsóknarflokksins, með af- gerandi fylgi í það af hálfu framsóknarmanna um land allt," segir hann. Hann segir ekki umræðu- efni dagsins hver taki við af Halldóri eða hvenær hann hverfi af braut, þegar hann er spurður hvort hann sækist eftir formannssætinu á eftir Halldóri. „Mér líður vel í pólitík," segir Guðni Ágústsson. Þegar hann er spurður hvort Árni Magnússon verði arftaki Halldórs á formannsstóli segir Guðni: „Árni er efnilegur maður, hann er að byrja í pólitík og á að fá frið til að þroskast þar. Sú um- ræða verður tekin af flokksþingi, þá og þegar Hall- dór hættir. Halldór er enn á uppleið, verður for- sætisráðherra í haust, það er stærsta verkefnið okkar að takast það á hendur, önnur umræða bíð- ur síns tíma hverjir leiði flokkinn." Höfum mismunandi viðhorf til álitamála Það hefur verið altalað að Guðni og Halldór eigi ekki skap saman og að á milli þeirra sé ágrein- ingur, ekki síst í Evrópumálum. „Það er talsvert alið á þ.yj' aðvið séum á öndverðum meiði í ein- stökum málum í flokknum. Nú kann það að vera og er aö viö höfum stundum mismunandi viðhorf til álitarHála. Það er vonandi styrkleiki flokks að ntenn hafi frelsi til að setja fram skoðanir og rök- ræða þær. Þótt ég sé í einhverjum málum ekki sammála Halldóri, þá er engin persónuleg óvild fólgin í því af minni hálfu og ég veit að það er minnir meir og meir á þjóðríki. Af- staða Fram- sóknarflokks- ins í dag er skýr, að sækja um aðild er elcki á dagskrá, en okkur ber að fylgjast vel með þróuninni í Evrópumálum." kgb@dv.is Siv Friðleifsdóttir Ætlar að berjast fyrir sæti sinu i rikisstjórn þótt hún missi umhverfisráðuneytið. gagnkvæmt. Við höfum ekki verið að takast á í opinberri umræðu heldur virt frelsi og skoðanir hvors annars. Halldór þekkir það, hann var varaformaður áður og á þeim tíma var talsvert gert úr þvf að hann og Steingrímur væru ólíkir menn og ekki alltaf sammála í öllu. ! Evrópumálum hefur Guðni aðrar áherslur en Halldór. „Ég á mér þann draum að ísland geti til framtíðar staðið utan við það samband, sem Meiri harka viröist einkenna fyrstu stig baráttunnar um forsetastólinn Ástþór sakar Ólaf um moldvörpustarfsemi Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi „Ótafur Ragnar varskipulagt að dreifa út lyga- sögum um mig.“ „Svona moldvörpustarfsemi er hjákátleg og gæti verið brot á hegn- ingarlögum," segir Ástþór Magnús- son, forsetaframbjóðandi. Hann seg- ir hart vegið að sér á spjallþráðum Netsins og sakar Ólaf Ragnar Gríms- son um að standa á bak við hörðustu árásirnar. Á huga.is er til dæmis spjallþráður undir heitinu „ÁstþÖr Magnússon - geðsjúkur eða gáfaður maður“ þar sem Ástþór er meðal annars sakaður um að vera „geðveik- ur, þjófur, fyllibytta og aumingi." „Þetta er svipað og gerðist fyrir síðustu forsetakosningar þegar Ólafur Ragnar var skipulagt að dreifa út lygasögum um mig,“ segir Ástþór. „Hann kom meðal annars þeim orðrómi af stað að ég fjár- magnaði kosningabaráttu mína með vopnasölu - sem er hjákát- legt.“ Að mati Ástþórs er hættulegt þegar rnenn geta skrifað hvar sem er undir nafnleynd Netsins. „Ég hef alltaf verið málefnalegur en þetta er komið í svo mikla lágkúru að það er vart svarayert." Á spjallvefnum huga.is skrifar til dæmis Sillymoo: „Ástþór Magnússon er hálfviti, og ég hef mínar ástæður til að segja það." Sjubbi tekur f sama streng og segir: „Þessi maður er EKKI heill á geði.“ Aðrir eru aðeins háfleygari og segir Sinuz: „Ástþór er nú alveg klárlega með ofvirkan skjaldkirtil." Einna lengst gengur þó dox sem segir: „Ég hef kinnst ástþóri. Hann er klárlega geðveikur greiið. Hann er þjófur.fyllibitta og aum- ingi. (og það er staðreind)." Jóhannes Reykdal, ritstjóri huga.is segir að almenn lög og skynsemi séu í hávegum höfð á vefnum. „Allt sem menn skrifa er rekjanlegt en ég þarf að skoða þetta dæmi betur áður en ég get tjáð ’mig um það. Reglan er hins vegar sú að sá sem skrifar er ábyrgur." Skömmu áður en DV fór í prentun höfðu þau ummæli sem notuð eru í greininni verið tekin út af vefnum. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.