Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 Frittir DV Krefjast skýr- inga um brottkast Sveitarstjórn Hammer- fest í Norður-Noregihefur krafið Norway Seafoods, fyrirtæki sjávarútvegs- kóngsins Kjell Inge Rökke, um skýringar á því hvort það hafi staðið fyrir brott- kasti, líkt og greint var frá í sjónvarpsþættinum Brenn- punkt í síðustu viku. Norska Fiskeribladet hefur eftir Alfjakobsen, oddvita sveitarstjórnarinnar, að óskað sé eftir upplýsingum um umfang brottkasts frá Norway Seafoods og er fyr- irtækið beðið að svara sem fyrst. Þorsteinn EA, skip Samherja, var einrng sakað um brottkast í þættinum. Hrólfur Jónsson Slökkviliðsstjóri. „Mér líöur vel. Ég er aö stússa í ýmsu þessa dagana," segir HrólfurJónsson, slökkviliðs- stjóri og formaður almanna- varnanefndar höfuðborgar- svæðisins.„Núna I þessu augnabliki er ég að undirbúa aðalfund rekstrarfélags leigu- aðila að Skógarhlíð 14.Auk okkar eru fimm aðrar stofnan- ir til staðar hér í húsinu eins og Neyðarlínan, Almanna- varnanefnd og Fjarskiptastöð lögreglunnar. Maður er að Hvernig hefur þú það? sópa úr öllum hornum, ganga frá reikningum og öðru sem tengist aðalfundinum. Auk þessa er ég I starfshóp sem er að ganga frá skipulagsmálum hvað varðar hina nýju sam- einuðu Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins en eins og fram hefur komið í fréttum er búið að sameina allar nefndirnar á svæðinu undir einn hatt, þannig að það er í nógu að snúast." Stjóm Lífeyrissjóðsins Framsýnar vissi allt um lánin á Ingólfshvoli en gerði engar athugasemdir, segir Karl Benediktsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri sjóðsins, sem ákærður er fyrir brot í starfi. Karl segir Halldór Björnsson, fyrrverandi stjómarfor- mann og vin sinn, leggjast lágt að telja sig þess umkominn að veita syndakvittanir. „Vinur minn Halldór Björnsson leggst lágt þegar hann sest í dómarasætið og dæmir mig sekan, fyllist yfirlæti og hroka og telur sig þess umkominn að geta geflð út syndakvittanir,'' segir Karl Benedikts- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðsins Framsýnar. Karl sætir, eins og komið hefur fram í DV, ákæru fyrir brot í starfi framkvæmda- stjóra Framsýnar. Er það meðal annars fyrir 51 milljónar króna lána til félagsins Ingólfshofs ehf. með veði í jörðinni Ing- ólfshvoli í Öifusi - hvoru tveggja í eigu sonar Karls, Arnar Karlssonar. Til þcss cr málið varðar. °Sframkvæmdastjóra sjóðsins tap 4 veðsetmngar, Samt Mttur var é haíður hjá Lifeyrissjóðnum F?amin. Rcylcjavik IS. októbcr2003 Togast á um yfirlýsingu for- manns Karl er sagður hafa brotið starfsreglur sjóðsins með því að ákveða lánveitingu til svo nákomins ættingja. Karl hefur í DV vitnað til yfirlýsingar sem Halídór Björnsson, fyrrverandi formaður stjórnar Framsýnar og fyrrum forseti ASÍ, gaf út í október síðastliðnum. Karl telur yfirlýsinguna staðfesta að honum hafi verið frjálst að lána hverjum sem vera vildi, jafnvel sjálfum sér og syni sínum, svo framarlega sem það gengi ekki gegn hags- munum lífeyrissjóðsins. Halldór á hinn bóginn sagði Karl með þessari túlkun sinni vera að misnota yfirlýs- inguna frá í október. „Ég stend við yfirlýsinguna en ég kaupi það ekki ef Karl heldur því fram að ég hafi verið að gefa honum einhverja syndakvittun. Ég hef alltaf sagt við hann: Þarna fórstu út fyrir þau mörk sem voru eðlileg fyrir þig sem starfs- mann sjóðsins," sagði Halldór við DV. Ekki sekur fyrr en sekt er sönnuð „Halldór virðir að vettugi þau grundvallar- mannréttindi að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð," segir Karl, sem telur umrædda yfirlýs- ingu Halldórs frá í október einmitt hafa verið til þess gerða að umboð Karls sem framkvæmda- stjóra væri uppi á borðinu: „Það var það umboð sem ég hafði til meðferð- Þórarinn V. Þórarinsson a.íV^/jyy Halldór Bjðmsson, Fúrugmnd 62, Kópavogi Yfirlýsing Halldórs Björnssonar ar mála - gagnvart mér nákomnum jafnt sem öðr- um - sem ekki fóru í bága við hagsmuni sjóðsins. Það er staðreynd sem hann viðurkennir með því að segjast standa við yfirlýsinguna - þótt hann dæmi mig svo sekan." Karl bendir á að Halldór viðurkenni að veð- bönd vegna Ingólfshvols hafi verið innai marka og í lagi. „Það var því ekki verið að brjóta gegn hagsmunum sjóðsins. Það er með ólíkind- um að geta barið svona á mér þó ég hafi ekki gert annað en að gæta hagsmuna sjóðsins eins og ég gerði alla tíð.“ Stjórnin vissi en þagði í tvö ár Lánveitingarnar til Ingólfshofs ehf. sem ákært er fyrir voru veittar á tímabilinu ntars til september 1999 með kaupum á fimm skulda- bréfúm sem samtals voru að upphæð 51 millj- ón króna. I heild er ákært fyrir lán upp á 95 milljóna króna lán til Karls sjálfs og einkahluta félaga sonar hans. Málið gegn Karli á upphaf sitt í greinargerð Karl Benediktsson „Halldór viröirað vettugi þau grundvallarmannréttindi að enginn ersekurfyrren sekt er sönnuð, “ segir Karl Benediktsson um orð Halldórs Björnssonar, fyrrverandi formanns stjórnar Lifeyris- sjóðsins Framsýnar. Elvars Arnar Unnsteinsonar lögmanns sem hann skilaði stjórn Framsýnar í desember 2001, meira en tveimur árum eftir að lánin voru veitt. Karl segir hverja lánveitingu fyrir sig hafa verið lagða fyrir næsta stjórnarfund Framsýnar á eftir. Árið 1999 voru það oddvitar stjórnar Lffeyris- sjóðsins Framsýnar, þeir Halldór Björnsson og Þórarinn V. Þórarinsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. „Stjórnarmenn vissu auðvitað nákvæmlega hvað Ingólfshof ehf. stóð fyrir og að það var sonur minn sem stóð þar að baki. Þeir fengu skýrslur um allar lánveitingar og gerðu aldrei athugasemdir. Það er ekki fyrr en eftir að þessi herför lögmanns sjóðsins fer í gang að stjómarmenn vilja ekki kannast við neitt. Þá draga þeir í land og ætla að skjóta mig í kaf,“ segir Karl. gar@dv.is Varðan - alhliða fjármálaþjónusta beinharða Nokkrir punktar um peninqa! Beinharðir peningar fýrir punkta Fram til 29. febrúargeta Vörðufélagar innleyst Landsbanka- punktana sína fyrir beinharða peninga og lækkað þannig bankakostnað sinn milliliðalaust. Þannig gefa til dæmis 10 þúsund punktar 5 þúsund krónur. Þú getur óskað eftir innlausn bankapunkta á www.landsbanki.is www.landsbanki.is sími 560 6000 Landsbankinn Nýjar reglur um siðsemi í útvarpi brotnar Howard Stern rekinn úr útvarpi Howard Stern Búið að reka goðið úr útvarpi. Bandaríski útvarpsmaðurinn Howard Stern hefur verið tekinn af dagskrá um ótilgreindan tíma vegna brota á nýjum reglum um almenna siðsemi í útvarpi. Stærsta útvarps- keðja Bandaríkjanna, Clear Channel Radio, útvarpaði þætti Sterns á hluta af 1.200 útvarpsstöðvum sín- unt f landinu. Fyrir skemmstu var keðjan sektuð um rúmar 52 milljón- ir króna vegna ósiðlegs efnis sem var útvarpað af þáttarstjórnandanum Todd Clem, öðru nafni Bubba the Love Sponge. Clem var rekinn á þriðjudaginn. Ekki er tilgreint hversu lengi Howard Stern verður frá, en það verður þar til stjórnendur útvarps- stöðvarinnar eru sannfærðir um að hann rnuni fylgja boðlegum viðmið- um um ábyrgðarfullt útvarp. „Clear Channel lagði skýrar línur í dag [gær] í því að vernda hlustendur fyrir ósið- legu efni, og þáttur Howards Stern fór þvert gegn þeim. Hann var klúr, dónalegur og móðgandi, ekki bara í garð kvenna og Bandaríkjamanna af afrískum uppruna, heldur í garð hvers þess sem hefur tilfinningu fyrir almennri siðsemi," segir John Hog- an, stjórnandi Clear Channel Radio, vegna málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.