Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Óvissa um Beð- málabíómynd Áform um að gera Jcvikmynd upp úr þáttunum Beðmálum í borginni virðast í uppnámi eftir að tv8er aðalleikkonurnar eru komnar í hár saman. Kim Cattrall, sem leikur kynlífsfíkil- inn Samönthu, hefur heimtað að lesa handritið yfir og sam- þykkja það og eins vill hún fá að hafa hönd í bagga með það hver leikstýrir myndinni. Ástæðan fyrir þessu er sú að hún vill ekki lengur að Carrie, sem Sarah Jessica Parker leikur, skyggi á sig. Sögur herma að leikkonun- um tveim hafi oft lent saman og þær séu hreint ekki eins góðar vinkonur og í þáttunum. „Kim finnst hún hafa verið illa leikin af Söruh í sex ár og hún ætlar alls ekki að láta það ganga áfram með þessa bíómynd," sagði vinkona Cattrall. Sýningar á síðustu þáttaröð Beðmála í borginni hefjast á RÚV eftir um tvær vikur. Claire Danes Beib hins hugsandi manns „Hvað varð af Claire Danes?" gætu margir spurt sig. Um miðjan áratuginn var hún beib hins hugs- andi manns, en hefur sést minna undanfarið. Hún nam við leiklistar- skóla í New York, en einn samnem- andi hennar var hin tveimur árum yngri Britney Spears, sem seinna varð beib allra Bandaríkjamanna, án þess að höfða sérstaklega til minni- hlutahópa eins og Danes. Claire kom til Hollywood til að leika í Schindler’s List Spielbergs, en hafnaði hlutverkinu þar sem ekki var séð fyrir menntun hennar á tökustað í Póllandi. Þess í stað var hún upp- götvuð af sjónvarpsframleiðendum og fékk hlutverkið í unglingaþáttun- um „My So Called Life“, sem þóttu vandaðri en gengur og gerist með unglingaþætti, en þættirnir nutu tak- markaðra vinsælda og var hætt við þá þrátt fyrir góða dóma. Ein af fallegustu manneskj- um heims Hún sást næst í búningamynd- unum Little Women og How to Make an American Quilt í aukahlut- verkum. Hún vann sig upp í stærri hlutverk í I Love You, I Love You Not, og sló loks í gegn á móti Leon- ardo DiCaprio í Rómeó og Júlíu. Samleikari hennar varð um stund vinsælasti leikari sinnar kyn- slóðar, en Danes hefur verið óheppnari í hlutverkavali. Hún rétt missti af hlutverki Rose í Titanic, sömu mynd og gerði DiCaprio að stórstjörnu. Hún sóttist eftir titil- hlutverkinu í Lolitu en fékk ekki, og eftir hlutverki í Girl, Interrupted sem féll Angelinu Jolie í skaut og skaut henni upp á stjörnuhimininn jafn- framt því að veita henni Óskarinn. Claire var um stund með leikaran- um Matt Damon árið 1996, og var árið eftir valin ein af fallegustu manneskjum heims í People-tíma- ritinu. Fordæmd í Filippseyjum En 1998 tók að halla undan fæti. Henni var meinað að koma til Fil- ippseyja eftir að hafa sagt niðrandi hluti um landið og meira að segja forseti Filippseyja fordæmdi hana opinberlega. Sama ár innritaði hún sig loksins í Yale í framhaldsnám, þar sem hún nemur sálfræði. Hún var svo í hinni ágætu mynd Olivers Stone, U-Turn, þar sem hún féll í skuggann af Jennifer Lopez, sem einnig varð stórstjarna í kjölfarið, og svo f hinni misheppnuðu hasar- mynd Mod Squad árið 1999. Hún sást síðast í Terminator 3 þar sem hún tók við hlutverki hörkukvendis- ins af Lindu Hamilton, og mun næst vera á móti Steve Martin í myndinni Claire Danes Hvað i ósköpunum varð af henni, manneskjunni sem kölluð var beib hins hugsandi manns? Shopgirl, sem er byggð á skáldsögu hans. Spurning hvort takist með henni að endurreisa feril þeirra beggja. Bræðuríbíó Kieran og Rory Culkin leika báðir í mynd- inni Igby Goes Down. Kieran hefur áður leikið á móti bróðir sínum Macaulay í Home fllone, en Rory lék einnig í Macaulay-myndinni Richie Rich. Marx-bræðurnir Bræðurnir Groucho, Harpo, Chico og Zeppo eru líklega með frægustu bræðrum bíósögunnar. Fyrsta mynd þeirra saman hét The Coconuts, og á næstu 20 árum gerðu þeir 13 myndir. Þekktastur þeirra var Groucho, en hin víðfræga grima með gleraugum, nefi og yfirvaraskeggi er byggð á honum. Frank og Sylvester Stallone Frank fékk að vera tímavörður í Rocky I og tók lagið i Paradise fllley og næstu tveimur Rocky-myndum. Hann fékk smá- hlutverk í Staying fllive sem bróðir hans leikstýrði, en hefur síðan verið í hinum ýmsu b-myndum. Dennis og Randy Quaid Randy flutti til Hollywood og fékk vinnu sem ræstitæknir en innan árs hafði hann hlotið Óskarstilnefningu fyrir hlutverk í Jack Nicholson-myndinni The Last Detail sem kom út 1973. Erfiðara gekk fyrir Dennis, en hann sló loks í gegn íThe Right Stuff. Emilio Estevez og Charlie Sheen Pabbi þeirra, Martin, var afkomandi spænsks innflytjanda, Francisco Estevez, en Martin breytti nafninu í Sheen þegar hann hóf leikferil sinn. Bræðurnir hafa tekið sér sitt hvort ættarnafnið. Þeir léku saman íYoung Guns og Men at Work á velmektarárum sínum fyrir um 15 árum, en minna hefur sést til þeirra upp á síðkastið. Baldwin-bræður Þykja svo fallegir að hugtakið Baldwin er notað í myndinni Clueless til að lýsa myndarlegum karlmanni. fllec er mestur þeirra og hefur leikið í mörgum stór- myndum, Stephen hefur festst í ung- lingamyndum en hinn þybbni Daniel hef- ur haldið sig við sjónvarp. William hefur ekki borið höfuðið hátt eftir að leika á móti Sharon Stone í Sliver. River og Joaquin Phoenix River sló í gegn 16 ára gamall í Stand by Me og þótti með efnilegri leikurum en dó aðeins 23 ára gamall. Bróðirinn Joaquin, sem hét upprunalega Leaf, hef- ur á hinn bóginn verið að gera það gott undanfarið í myndum eins og Gladiator og Signs. Listin hermir eftir lífinu Brúðkaupssena í nýjustu mynd þeirra Jennifer Lopez og Ben Affleck verður að öllum lík- indum klippt út. Ástæðan er sögð sú að bíógestir gætu orðið ringlaðir sökum svipaðra að- stæðna í lffi leikaranna sjálfra. Kvikmyndin sem um ræðir heit- ir Jersey Girl og er leikstýrt af Kevin Smith. „Ég var ekki viss um hvort það væri rétt að halda brúðkaupsatriðinu inni,“ sagði Smith. „Fólk gæti gleymt því að það er að horfa á bíómynd." Eins og kunnugt er ætluðu Af- fleck og Lopez að ganga upp að altarinu í september á síðasta ári eftir nokkurra mánaða óvissu um hvort þau væru sam- an eða ekki. Þau hættu svo við brúðkaupið og kenndu fjöl- miðlaathygli um, en á dögunum batt Jennifer Lopez enda á sam- bandið. Jersey Girl verður frum- sýnd í lok mars í Bandaríkjun- um. DelToro verðurChe Leikarinn Benicio Del Toro er hæstánægður þessa dagana enda er hann að upplifa gamlan draum, sem var að fá að leika byltingarleið- togann Che Guevara. Del Toro hefur und- anfarin þrjú ár barist fýrir því að mynd um ævi Che yrði gerð og nú er sá draumur að rætast. Það er Terr- ence Malick sem bæði skrifar handrit og leikstýrir myndinni. Áætlað er að myndin, sem ber heitið Che, verði frumsýnd á næsta ári. Ríki uogt fólk gerir nynd um ríkl mgt fólk Hann Igby þessi er af aðalsættum Bandaríkjanna, það er að segja af ríkmannsættum austurstrandarinn- ar sem hafa talist með fyrirfólki þjóðarinnar frá því hún hlaut sjálf- stæði og lengur. Eitthvað er hann samt ósáttur við li'fið og tilveruna, og ekki bætir úr skák að pabbi hans er haldin geðklofa, mamma hans er með krabbamein og bróðir hans er repúblíkani. Til að hressa sig við á hann í ástarsamböndum við sér eldri konur, fellur í skóla og kemur sér fyrir í bóhemaundirheimum Manhattan. Frændi Jackie Kennedy og sonur Richards Harris Igby er þó ekki sá eini sem er vel ættaður, því sá sem leikur hann, Ki- eran Culkin, er einmitt bróðir barna- stjörnunnar Macaulay Culkin, en annar bróðirinn, Rory Culkin, leikur Igby ungan. Claire Danes, sem leik- ur aðalkvenhlutverkið, virðist vera ein af fáum sem að myndinni koma sem á ekki ættir að rekja í bíóheima. Leikstjórinn Burr Steers er heldur ekki af almúgafólki kominn, en frændi hans er rithöfimdurinn Gore Vidal, sem leikur meira að segja smáhlutverk í myndinni, og frænka hans er ekki minni kona en Jaqueline Kennedy Onassis, en hún var stjúpsystir móður Burr. Jared Harris, sem leikur hinn list- lineigða fíkniefnasala Russel, er son- ur Sir Richard Harris, en Jared talaði einmitt inn á ljóðaplötu föður síns 13 ára gamall. Jared er einnig stjúp- sonur Sir Rex Harrison, sem lék meðal annar Sesar í myndinni um Kleópötru og prófessor Higgins í My Fair Lady. Aðrir leikarar myndarinn- ar eru verr ættaðir en vel giftir. Jeff Goldblum var um tíma giftur Geenu Davis og lék meðal annars á móti henni í The Fly. Hann var einnig trú- lofaður leikkonunni Lauru Dern, en er nú giftur dansara sem er 30 árum yngri. Unglingastjarnan Ryan Phil- ippe er gift unglingastjörnunni Reese Witherspoon en gæðaleikkon- an Susan Sarandon er gift gæðaleik- aranum Tim Robbins. Að lokum má svo nefna Eliza- beth Jagger, sem er dóttir roll- ingsins hins nýbakaða Sir Mick og Jerry Hall, en helsta afrek hennar á leiklistarsviðinu hingað til er að koma fram í heimildarmynd um pabba sinn. Ríkur og spilltur eiturlyfjaneytandi Igby hefur verið líkt við persón- una Holden Caulfield úr bókinni The Catcher in the Rye, sem átti einnig erfltt með að feta sig í lífinu og hefur af einhverjum ástæðum verið, og er enn, fyrirmynd eða að minnsta kosti • þjáningarbróðir margra ungra Bandaríkjamanna. Bókin hefur þó aldrei verið kvik- mynduð, en það er gjarnan minnst á hana í öðrum myndum, svo sem háskólamyndinni Threesome, þar sem samkennd aðalpersónunnar með Caulfield gerir þáð að verkum að sambýliskona hans heillast af honum, sem sýnir enn og aftur hvað persóna Salinger höfðar til uppvaxandi kynslóðar. Það verður spennandi að sjá hvernig hann kemur fyrir sem ríkur og- spilltur eiturlyfjaneytandi. jf' Igby Goes Down Kierean Culkin i hlutverki Igbys sem er ósáttur vid lifid og tilveruna. Myndin er frumsýnd i Sambióunum i dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.