Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAQUR 27. FEBRÚAR 2004 Sport DV «r Globetrotters áleiðinni Það verður mikið fjör í Smáranum í Kópavogi þann 22. maí næstkomandi þegar hinir einu sönnu Harlem Globetrotters mæta á svæðið. Þetta frægasta sýningarlið heimsins í körfubolta er ekki að koma hingað í fyrsta sinn en þeir voru hér síðast í Laugar- dalshöll fyrir tveimur árum síðan og komust þá færri að en vildu. Að þessu sinni verða þeir aðeins með tvær sýningar og fara þær fram klukkan tvö og átta í « Smáranum í Kópavogi. Miðasala á herlegheitin hefst þann 8. mars næstkomandi en ekki liggur enn fýrir hvar hún verður. Klitschko gegn Sanders Úkraínski bolinn, Vitali Klitschko, mun mæta Suður-Afríkumanninum Corrie Sanders um WBC- heimsmeistaratitilinn í boxi þann 24. apríl næstkom- andi. Það er enginn heimsmeistari hjá WBC í dag þar sem Lennox Lewis hefur lagt hanskana á « hilluna. Þeir Klitschko og Sanders eru í fyrsta og öðru sæti hjá WBC og því fá þeir tækifæri til þess að næla í beltið. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar bardaginn verður. Sanders hefur þegar barist við bróðir Vitalis, Wladimir, og sigrað. Snýr Foreman aftur? Hnefaleikafrömuðurinn Don King hefur látið hafa eftir sér að fyrrverandi heimsmeistarinn George Foreman sé tilbúinn að snúa aftur í hringinn, 55 ára að aldri. King segir að Foreman hafl samþykkt að berjast fyrir 20 milljónir dollara. Foreman hefur ekki viljað taka undir þessar fréttir en hefur alls ekki útilokað að hann snúi aftur í hringinn. Það verða fljót- lega liðin 30 ár síðan Fore- man tapaði heimsmeistara- tigninni í frægum bardaga r gegn Muhammad Ali. Augnabiiksbrjálæöi Eint. og ijá má á myndinní vnr auðvelt mál fyrir Roy Keane að stákkva yfir Vilor Boia, markvorð Porta. Hann stóðst þá ekki mátið og setti takkana i bakið á Baia á leiðinni yfir honn. Hér er hann nýbúinn áðsökkva takkunum i bakið á Boia og skömmu siðar fékk hann að Ula rauða spjaltiiö. 'odafnne Roy Keane sýndi á sér gamlar, en ekki gleymdar hliðar þegar Man. Utd. tapaði fyrir Porto í Meistaradeildinni. Augnabliksbrjálæði hans skömmu fyrir leikslok gæti reynst ensku meisturunum dýrkeypt þegar upp er staðið. Roy Keane á það sameiginlegt með Ólafi Þórðarsyni, þjálfara ÍA, að hann hatar að tapa. Slakt gengi Man. Utd. undanfarnar vikur, og ekki síður slök spilamennska liðsins, er augljóslega farið að taka sinn toll á fyrirliðanum sem sprakk með látum í Portúgal og afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar. Skömmu fyrir leikslok var hann nálægt því að komast í gegnum vörn Porto og skora en Vitor Baia, markvörður Porto, varð á undan í boltann. Keane hefði hæglega getað stokkið yfir Baia en í örvæntingu sinni gat hann ekki staðist freistinguna að setja takkana í Baia. Brotið og ásetningurinn voru augljós og rautt spjald niðurstaðan. Hann verður því ekki með United í seinni leiknum þar sem þeir þurfa að vinna upp forskot Porto. Fergie ósáttur við Baia Sir Alex Ferguson, stjóri United, hefur ávalit staðið þétt við hlið fyrirliða síns í öllu og á því varð engin breyting á miðviku- daginn. „Það segir sig sjálft að við verðum ekki eins sterkir án Keane í seinni leiknum," sagði Ferguson sem var heitt í hamsi eftir leikinn og hann „Ég get velskilið að hann sé svona reiður. Hver væri ekki fúll ef lið sem kostar jafn- mikið og 10% afþínu liði rúllaði yfír þig?" hellti sér yfir þjálfara portúgaiska liðsins eftir leikinn enda var hann ekki ánægður með framkomu Vitors Baia. „Það var engin grimmd í þessu broti. Það er ekki líkt Roy að vera með slíka tilburði. Markvörðurinn gerði sér mat úr málinu. Vissulega setti hann skóinn ofan á hann en ég efast um að hann hefði getað forðast það. Ég skil það einnig vel að aðstoðardómarinn skyldi flagga á atvikið en það fór í taugarnar á mér að markvörðurinn skyldi, gera sér svona mat úr atvikinu. Það er ekki heiðarlegt." Mourinho stríddi Ferguson Jose Mourinho, þjálfari Porto, virtist hafa gaman af þessu öllu saman enda sigur hjá hans mönnum og Roy Keane úr myndinni í seinni leiknum. Hann stóðst ekki freistinguna að bauna léttilega á Ferguson. „Ég get vel skilið að hann sé svona reiður. Hver væri ekki fúll ef lið sem kostar jafhmikið og 10% af þínu liði rúllaði yfir þig?,“ sagði Mourinho og var augljóslega skemmt. Hann vill að Ferguson biðjist afsökunar á ummælum sínum. „Ferguson sagði við mig í göngunum að honum hefði fundist Baia gera mikið úr atvikinu. Ég sagði við hann að ég vildi sjá það aftur í sjónvarpinu áður en ég færi að tjá mig um það. Ef hann hefur rétt fyrir sér þá mun ég biðjast afsökunar. Aftur á móti ef hann hefur ekkert til síns máls þá geri ég sömu kröfu til hans. Vitor sagði við mig að hann hefði náð boltanum. Keane hefði þá stigið á hann og við það hefði hann meitt sig. Annars skil ég vel reiði Fergusons því hann hefur marga heimsklassaleikmenn í sínu liði og þeir eiga að leika mikið betur en þeir gerðu gegn okkur í kvöld." henry@dv.is l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.