Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Munnmök
valda krabba
Samkvæmt rannsókn
Baltimore-háskóla geta
munnmök valdi ðkrabba-
meini. Það sem kom rann-
sakendum á sporið var að
fleiri en stórreykingamenn
og drykkjuboltar fengu æxli
í tunguna. Með saman-
burðarrannsóknum var svo
orsakavaldurinn fundinn.
Læknar halda því þó fram
að hættan á því að fá
krabbamein vegna munn-
maka sé minni en af sígar-
ettum.
Feitari hætt-
araviðkrabba
Konum sem fitna á full-
orðinsárum er hættara en
öðrum við að fá brjósta-
krabbamein, samkvæmt
nýrri bandarískri könnun.
Vísindamenn hafa lengi vit-
að að því þyngri sem konur
eru eftir tíðarhvörf því meiri
er krabbameinshættan en
nýja könnunin bendir til að
það sé þyngdaraukningin
sem skapar hættuna á
brjóstakrabbameini.
Ríkir
langlífari
Þeir sem eru í efsta
tekjulagi í Kanada eru við
betri heilsu og lifa lengur
en aðrir. Þeir sem eru í
hópi þeirra 20% sem hafa
hæstu tekjurnar lifa fimm
árum lengur að meðaltali
en þeir sem eru í neðsta
fimmtungi. Frumbyggjar
Kanada, sem eru tekju-
lægstir allra í landinu, lifa
að meðaltali tíu árum
skemur en aðrir lands-
menn. Hátekjufólkið er
einnig ólíklegra en hinir
tekjulægri til að fá hjarta-
sjúkdóma, lenda í slysum
og gista sjúkrahúsin.
Eric Guðmundsson Prestur
„Það er frábært að vera hérna
fyrir utan ys og þys borgarinn-
ar/'segir Eric Guðmundsson
Landsíminn
prestur, sem býr á Hlíðardals-
skóli i Ölfusi, rétt I nágrenni við
Þorlákshöfn.„Þessi jörð er I
eigu aðventista en hérna var
gagnfræðiskóli í ein 45 ár.
Skólinn varsvo lagður niður
7 995 og við höfum sett húsið í
stand. Það sem heillar mann
kannski mest við þennan stað
að hér er maður í sveit en
samt í nágrenni við borgina.
Þetta er fallegt svæði og við
leggjum áherslu á að viðhalda
náttúrunni og stunda útivist.
Svo er nóg að gera hjá mér. Ég
er prestur í Reykjavík og sé svo
um kirkju aðventist í Vest-
mannaeyum. Þannig að þetta
er töluverður akstur en vel
þess virði.
Þrálátar sögusagnir ganga á rakarastofum og hárgreiðslustofum um að Ólafur
Ragnar sé á leiðinni til Sameinuðu þjóðanna og ætli ekki að bjóða sig fram til for-
seta. Hann hefur sjálfur ekkert látið hafa eftir sér um hvort hann gefi kost á sér til
áframhaldandi setu á Bessastöðum og sögurnar grassera því úti í samfélaginu.
Sögusagnir um að Ólafur Ragnar sé á leið til
starfa hjá Sameinuðu þjóðunum hafa verið þrá-
látar og komið upp reglulega með nokkurra
mánaða millibili. Ýmist á forsetinn sjálfur að
vera farinn að hugsa sér til hreyfings eða þá að-
þeir Halldór og Davíð séu orðnir svo leiðir á hon-
um að þeir séu búnir að finna leið til að koma
honum fyrir hjá SÞ eða einhverri stofnana
þeirra. Nánari útskýringar fylgja sjaldnast og
sagan er höfð eftir frænku einhvers, sem var á
hárgreiðslustofu um daginn og á frænda ein-
hvers staðar annars staðar sem á vinkonu sem
vinnur með systur konunnar sem tekur til á for-
setaskrifstofunni. Eða þá að maður hafl frétt
þetta hjá rakaranum sínum sem hafi í gær eða
fyrradag verið að klippa einhvern voðalega hátt-
settan mann í embættiskerfinu.
Sem fyrr er engin svör að hafa hjá starfs-
mönnum forsetaembættisins um hvað Ólafur
Ragnar ætlar sér. Meðan svo er verður að telja al-
gerlega yfirgnæfandi líkur á því að hann bjóði sig
fram að nýju.
Assistant Librarian?
En hvaða störf væru það sem forseti íslands
kæmi til greina í? Hjá Sameinuðu þjóðunum eru
nú auglýstar lausar til umsóknar tæplega 200
stöður; allt frá því að vera aðstoðarbókavörður til
þess að sjá um sérstaka upplýsingaöflun hjá
stríðsglæpadómstól
Júgóslavíu í
Hollandi.
Hvoruga
þessa
. s
unm
Dorrit Moussaief
Heimsborgarinn stendur
sig með prýði sem
forsetnfrú islands.
Þá er spurningirt hvort Ólafí
Ragnari býðst starfíð sem
Steingrimur Hermannsson
hafnaði um árið - að verða
framkvæmdastjóri Matvæla-
stofnunarinnar FAO i Róm.
. stöðu er líklegt að Halldór og Davíð hafi tryggt að
Ólafur Ragnar fái, né heldur að hann hafi sér-
stakan áhuga á þeim.
Mr. Olafur Ragnar Grimsson, Assistant Libr-
arian?
Neeei, við höldum ekki.
Hjá Sameinuðu þjóðunum í New York starfar
mikill fjöldi reyndra diplómata og bjúrókrata við
að reka hinar ýmsu deildir. Margir hafa unnið sig
upp í gegnum stjórnkerfi ög utanríkisþjónustur
sinna landa en aðrir hafa komið upp í gegnum
starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Kofi Annan var
fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna sem hafði
unnið sig upp í gegnum samtökin sjálf. Kofi Ann-
an er ekki á förum þannig að Ólafur verður að
minnsta kosti ekki aðalritari alveg strax. Ekki
nema breska leyniþjónustan hafi komist að ein-
hverju misjöfnu í gegnum sfmhleranir.
Starfið hans Steingríms
En Sameinuðu þjóðunum tengjast einnig
margar stofnanir sem njóta eigin yfirstjórnar.
Hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO,
og Menningar- og vísindastofnuninni,
UNESCO, eru nýir framkvæmdastjórar frá
Kóreu og Japan þannig að þar er litla
glufu að finna. NATO er líka komið
með nýjan framkvæmdastjóra
þannig að friðarsinninn fær varla
að setjast í þann stói í bili. Þá er
spurningin hvort Ólafí Ragnari
býðst starfið sem Steingrímur
Hermannsson hafnaði um árið;
að verða framkvæmdastjóri
Matvælastofnunarinnar FAÓ í
Róm.
Síðan við byrjuðum að
skrifa þessa grein hafa
samsæriskenningasmiðir
reyndar fundið út að
starf mannréttindafor-
stjórans Sé laust eftir
að Sergio Vieira de
Mello dó í sprengju
árásinni í Bagdad.
Staðgengill hans
hefur stýrt
mannrétt-
indaskrif-
stof-
síðan. Á undan de Mello var fyrrverandi forseti
írlands, Mary Robinson, mannréttindaforstjóri
Sameinuðu þjóðanna. Fordæmið er þannig til
komið að forseti friðsællar þjóðar gæti tekið við
því starfi. Robinson varð reyndar ekki vært í
starfi vegna andstöðu við Bandaríkjastjórn. Ólaf-
ur Ragnar hefur hins vegar sýnt vaxandi vinfengi
við Bandaríkjamenn eins og tíðar skíðaferðir
hans þar í Jandi sanna. Þannig segja menn að
Ólafur Ragnar gæti vel orðið næsta Mary Robin-
tm
ólafur Ragnar Grimsson
Engin s vör hafa borist frá
Ólafi um hvort hann vilji
veru forseti áfrarn.
Hafa ber varann á ef börn finna til stífleika í hnakka
Lyfjagjöf vegna heilahimnubólgu
Hundrað börn á leikskólanum
Álfasteini í Hafnarfirði voru í gær
sprautuð með sýklalyíjum vegna
veikinda tveggja barna af leikskólan-
um á dögunum. Börnin greindust
með heilahimnubólgu af völdum
meníkókokka af stofn C, sem er afar
sjaldgæf hér á landi. Einungis um tíu
tilfelli á ári greinast, en tíundi hluti
þeirra sem veikjast af heilahimnu-
bólgu láta lífið, auk þess sem sjúk-
dómurinn getur haft í för með sér
heyrnarskerðingu.
Að sögn Emils Sigurðssonar, yfir-
læknis á Heilsugæslustöðinni Sól-
vangi í Hafnarfirði, leynir það sér
oftast ekki ef barn er haldið heila-
himnubólgu, enda valdi hún
miklum sljóleika. Einkennin eru hár
hiti, mikill höfuðverkur, ógleði, ljós-
fælni, minnkað meðvitundarástand
og stífleiki í hnakka. Þá fær fólk
blæðingar undir húð á seinni stig-
um. Emil ráðleggur foreldrum að
leita upplýsinga ef börn eru verulega
sljó og með einhver þessara ein-
kenna, þá sérstaklega stífleika í
hnakka. „Ef barnið er með eitt af
þessum einkennum og óvenju
slappt, þá ráðlegg ég foreldrum að
hringja í læknaráðgjöf," segir hann,
en ítrekar að sjúkdómurinn sé sjald-
gæfur.
Leikskólinn Álfasteinn Tvö börn fengu
heilahimnubólgu afstofni C. Tiundi hversem
fær sjúkdóminn deyr, en bömunum heilsast
ágætlega eftir atvikum.