Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Skilboðin voru skýr Barnaverndaryfirvöld aðhöfðust ekkert í málinu þrátt fyrir að þeim hefði verið tilkynnt að stúlkan bæri að Birgir misnotaði hana. Skilboðin sem hún fékk var að hún skildi bara ekki umgangast manninn! Hann sagði henniað segja ekki frá leyndarmáli í málinu stóð orð gegn orði hjá stúlkunni og Birgi. Hann kvaðst hafa átt samskipti við hana eins og önnur börn í þorpinu. Stúlkan sagði að maðurinn hefði sagt að hún skyldi segja að um leyndar- mál væri að ræða. se »»«-6 IFOLKIÐ Itreysti ÞESSUM ÍMANNiO Gesturá heimili ömmunnar Hann færði sér í nyt að hann var tíður gestur á heimiii ömmu hennár þar sem hún dvaldist. Með þvf brást hann trausti sem honum var sýnt. Hann not- færði sér ungan aldur hennar og sagði stúlkunni að hún skyldi ekki segja frá, þau ættu sér leyndarmál sem hún ætti að þegja yfir. Ljóti kallinn á Patró I eina tíð var hann kall- aður ljóti kallinn af börn- unum á Patreksfirði og þau voru smeyk við hann og fleiri en ein fjölskylda ilutti í burtu frá Patreksfirði á meðan hann gekk laus og beið eftir hæstaréttar- dómnum. Þorði ekki að segja neitt Stúkan var á aldrinum 7-11 ára þegarhann misnotaði hana um borð í trillu úti á sjó, á heimili hans og í bílnum. Hún var hrædd og þorði ekki að segja neinum frá fyrr en síðar. J Sextugur maður á Patreksfirði var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að níðast á ungri stelpu um tveggja ára skeið. Héraðsdómur VestQarða hafði dæmt hann í þriggja ára fangelsi, en dómurinn var styttur. Dómur yflr barnaníöingi styttur um helming Sextugur karlmaður á Patreksfirði, Birgir Ingólfsson, var dæmdur til eins og hálfs árs fangelsisvistar og 500 þús- und króna miskabóta fyrir að níðast á ungri stúlku um tveggja ára skeið. Hæstiréttur taldi sannað að maðurinn hefði káfað á b'armi stúlkunnar og ítrek- að stungið fingri í kynfæri hennar. Engu að síður ákvað rétturinn að stytta fyrri dóm Héraðsdóms Vestfjarða í málinu um helming vegna þess að ekki þótti sannað að maðurinn hefði brotið á stúlkunni allt frá 1997, líkt og héraðs- dómur taldi. Ráðlagt að halda sig frá mann- inum Stúlkan sagði fyrst hjúkrunarfor- stjóra frá sögu sinni í október 2001 og síðar í mars 2002, en þá leitaði hún til kennara síns. Kennarinn staðfesti sögu hennar í skýrslutöku hjá lögreglu. Ákveðið var að kæra ekki málið, en stúlkunni þess í stað ráðlagt að fara ekki til Birgis. Barnaverndaryfirvöld á Vest- fjörðum voru harðlega gagnrýnd fyrir að aðhafast ekkert í máli stúlkunnar. En Birgir hélt áfram háttsemi sinni gagn- vart stúlkunni eftir að hún tilkynnti yfir- völdum fyrst brotin. Grunur vegna sjö barna Foreldrar sjö barna, sem öll voru ung að árum, óskuðu eftir rannsókn lög- reglu á því hvort Birgir hefði beitt þau kynferðislegu ofbeldi árið 2002. Hafði Birgir farið með börnin í siglingar á báti sínum og ekið þeim í skóla. Það var vegna mikillar umgengni mannsins við börnin að ákveðið var að senda þau í Barnahús til skýrslutöku sem hugsan- Ákveðið var að kæra - ekki málið, en stúlkunni þess í stað ráðlagt að fara ekki til Birgis. lega þolendur. Hann var einungis ákærður fyrir eitt málanna. í viðtali við DV í desember síðast- liðnum sagðist Birgir telja að í kynferð- isbrotamálum væru kærendur í 95 til 98 prósentum tilvika að sækjast eftir fé. „Sannleikurinn er sá að þegar er verið að dæma þessa menn og engin vitni eða eitthvað haldbært í höndunum þá eru börnin tekin trúanleg. Þau fara í hnút þegar á að fara að yfirheyra þetta og fara að grenja. Þá er sagt við blessað barnið að það sé illa farið á sál og lík- ama.“ Gengur til sálfræðings Stúlkan unga var niðurbrotin og grét mikið þegar skýrslur voru teknar af henni hjá lögreglu og fyrir dómi. Hún lýsti kvíða og hræðslu, upplifði mikinn ótta þegar kynferðisofbeldið átti sér stað, en vissi ekki hvernig ætti að bregð- ast við. lafnvel eftir að hún greindi yfir- völdum frá brotunum hélt áreitnin áfram og henni leið mjög illa á því tíma- bili, þar sem enginn hefði hjálpað henni. Hún átti erfitt í samskiptum við annað fólk og fannst hún utanveltu. Sjálfstraust hennar beið hnekki, hún varð viðkvæm og grét af litlu tilefni. Þetta telur sálfræðingur sem mat ástand hennar að sé þekkt meðal barna sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Stúlkan sækir viðtöl til sálfræðings einu sinni í mánuði, en dómurinn treysti sér ekki til að meta að svo stöddu hvort stúlkan ntyndi ná sér að fullu. jontrau$ti@dv.is Kynferðisbrot í tvö ár Birgir Ingólfsson á Pat- reksfirði var dæmdur sekur i Hæstarétti fyrir kyn- ferðisbrot gagnvart ungri stúlku. Hæstiréttur taldi ekki sannað að brotin hefðu staðið yfir allt frá 1997 likt og héraðsdómur tók gilt, og ekki heidur að hann hefði nuddað kynfærum sinum að kyn- færum hennar. Því var dómurinn styttur, en brot af þessu tagi geta varðað fangelsi allt að 12 árum. Ókunnur maður gaf sig á tal við dreng í vesturbænum Óttast að barnaníðingur sé á ferli Linda María Drengurinn hennar var á gangi með annan hundinn þegar hann hitti manninn. „Ég held að drengurinn minn geri sér ekki grein fyrir hvað hefði getað komið fyrir en ég er ofsa- hrædd ef það reynist vera svo að það gangi maður laus sem leggi það fyrir sig að lokka unga drengi upp í bflinn til sín,“ segir Linda María, móðir fjórtán ára drengs. Drengurinn var á gangi með hund fjölskyldunnar við JL-húsið fyrr í vikunni þegar bíll renndi upp að honum og ökumaður tók dreng- inn tali. „Hann fór að tala um hund- inn en spurði hann síðan hvort hann vildi koma upp í bflinn til sín og sjá sinn hund sem hann sagði vera með í bflnum. Drengurinn átt- aði sig strax á að enginn hundur væri í bflnum og sá þá að eitthvað skrýtið var við manninn og flýtti sér á brott,“ segir Linda. Sonur Lindu lýsir manninum sem gömlum manni með sólgler- augu og grátt hár. Hann tók ekki eft- ir hverrar gerðar bflinn var en hanir var með lituðum rúðum og drengur- inn heldur að hann hafi verið af fínni tegund. Linda telur að ekki hafi leik- ið vafi á að maðurinn hafi haft illt í huga en hún hafi í gegnum árin brýnt fyrir börnum sínum að varast menn sem kunni að stöðva þau á bflum og vilja bjóða þeirn inn. „Mér er mjög brugðið og vil að foreldrar hafi augun opin og tali við börn sín. Það er ekki aftur tekið ef þessum mönnum tekst að ná til barnanna. Því er full ástæða til að hafa allan varann á þó ég geti alls ekki staðhæft að um barnaníðing sé að ræða“ seg- ir Linda og bætir við að þrátt fyrir að sonur hennar sé fjórtán ára sé hann ekki hár í loftinu og tilvalið fórnar- lamb fyrir menn af þessu tagi. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík kannast ekki við að kvartað hafi verið undan meintum barnaníðing- um á þesum slóðum. „Við getum ekki vitað hvort um barnanfðing er að ræða eða bara venjulegan mann. Við þurfum að vita meira til þess. Fólk á hins vegar að vera vakandi og alltaf að brýna fyrir börnum sínum að gæta sín á ókunnugum mönn- um," segir Geir Jón sem vill þrátt fyrir það vara fólk við að kalla „úlf- ur, úlfur." Það skapi aðeins hræðsu og betra sé heima setið en af stað farið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.