Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 23 gaa K4 §£-} IjL ' 1 'jd r JT Hi 1 1 Ferill Steve Martin Ferill Steve Martin, sem leikur Baker, hefur farið upp og niður upp á síðkastið. Hann hefur eytt mikl- um tíma meðal teiknimyndapersóna, til dæmis sem kynnir í Fantasíu, sem rödd í Prince og Egypt, og reyndi sjáifur að leika teiknimyndapersónu í Looney Tunes með fremur slökum árangri. Þegar hann er ekki með teiknimyndapersónum hefur hann upp á síðkastið notið mestra vinsælda sem fjölskyldufaðir, svo sem í Parenthood, Father of the Bride og nú síð- ast Cheaper by the Dozen. Hann náði mestum hæð- um sem gamanleikari í upphafl 9. áratugsarins í myndum eins og The Jerk og The Lonely Guy, en hef- ur upp á síðkastið verið hvað bestur í alvarlegri hlut- verkum, eins og the Spanish Prisoner, og sem tann- læknir í vondum málum í Novocaine. Næst mun hann leika í Shopgirl, byggðri á eigin skáldsögu, á móti Claire Danes, og sem Clouseau í nýrri mynd um Bleika pardusinn. Baker-hjónin, Ieikin af Steve Martin og Bonnie Hunt, eiga 12 börn. Slíkt virtist skynsamlegt á þeim tímum sem búast mátti við um 90% afföll- um vegna ungbarnadauða og farsótta. Var þá um að gera að eignast sem flest börn til að auka lík- urnar á að einhver væri eftir til að hugsa um mann í ellinni. í dag hefur stórfjölskyldan næstum því horfíð á Vesturlöndum, hvort sem það er vegna framfara í læknavísindum eða bara vegna aukins aðgangs að getnaðarvörnum. í Bandaríkjunum í dag er 1,87 barn í hverri fjölskyldu. Hlutfallið er aðeins hærra á íslandi, enda kynlíf hér gjarnan stundað við þannig aðstæður að getnaðarvarna- notkun gleymist. Ekki nóg með að þau hjón séu upptekin í barnauppeldinu, heldur er ltka nóg að gera hjá þeim í atvinnulífinu. Fjölskyldufaðirinn fær tilboð um að þjálfa ruðningslið í stórum háskóla í öðr- um bæ, og drífurfjölskylduna með sér. Móðirin er hins vegar að gefa út bók, ogþarf að fara til New York til að ræða við útgefanda. Er því pabbinn skilinn eftir með hersinguna í höndunum. Húmor myndarinnar byggir því á tveimur fjar- stæðum. I fýrsta lagi þykir nútímamanninum skrýtin tilhugsun að eiga svona mörg börn, og í annan stað er óhugsandi að pabbinn geti hugsað um börnin þegar mamma er í burtu. í fyrstu hljómar myndin eins og Mr. Mom, Kramer vs. Kramer, Three Men and a Baby og aðrar sem voru gerðar fyrir um 20 árum síðan og gerðu grín að þeim hrakförum sem fylgja þegar menn reyna að taka að sér heimilisstörfin. En hún sækir efnivið- inn einnig lengra aftur og er skírð í höfuðið á mynd frá 1950, sem gerist þó um 30 árum áður og er byggð á sannri sögu Gilbreth-fjölskyldunnar, en faðirinn var 12 barna faðir og vísindamaður, sem notaði börnin í vísindatilraunir. Fjallar hún um átök afturhaldssams föður og dætra sem vildu klæða sig upp. Ætli Herra Baker sé svo frjálslynd- ari en Herra Gilbreth? Bærilegur barnaskapur „Þessi mynd hefur allt,“ sagði mað- urinn í næsta sæú, „frethúmor, kúka- brandara og fólk að detta." Fyrir þá sem hafa gaman af slíku ætti þessi mynd að hitta nokkurn veginn í mark. Myndin er mjög í anda Farrelly- bræðranna, enda Ben Stiller sem lék í There’s Something About Mary þeirra bræðra mættur til leiks. Líkamsstarf- semi ýmiss konar eru gerð hin bestu skil, án þess þó að það nái nokkurn tímann sömu hæðum og í bestu sen- um fyrmefndrar myndar. Stiller er samur við sig í hlutverki mannsins sem á erfitt með að reyna við.beibið, en í þetta sinn er hann að réikna út áhættumat hjá tryggingafélagi. Beibið er leikið af Jennifer Aniston, sem mun seint sleppa úr Rachelar-hlutverkinu. Hér finnur hún tölvu Stillers, þar sem hann er búinn að setja upp forrit sem ber saman áliættuna af að vera með henni og fyrrverandi eiginkonu hans. Rachel lenti einmitt í því sama í Friends, þar sem Ross setti upp sams konar lista með henni og annarri konu. Upp kemst, og Rachel og Ross hætta saman eina ferðina enn. Hinn ávallt trausti Philip Seymour Hoffmann leikur hinn sóðalega besta vin Stiller og gerir vel að vanda, en manni finnst samt að svona „fratboy”- hiutverk eigi að vera fyrir neðan virð- ingu hans á þessu stigi málsins. Látum Jack Black þau eftir um sinn. Það sem kemur kannski mest á óvart er Alec Baldwin, sem sýnir hér á sér áður óþekkta hlið sem gamanleikari og ger- ir vel. Hann fór einmitt á kostum sem harðskeyttur yfirmaður í Glengarry Glen Ross, og á líklega framtíðina fyrir sér í álíka hlutverkum ef hann er hætt- ur að fá að leika aðalhlutverk. Flest vandamál söguhetjunnar hafa eitthvað með úúendinga að gera, og farið er í gegnum flestar klisjurnar sem heimsmynd marga Bandaríkja- manna samanstendur af. Konunni er að sjálfsögðu rænt af smeðjulegum Along Came Polly Sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Laugarásbíó og Borgarbíó. Leikstjórn: John Hamburg. Aðal- hlutverk: Ben Stiller, Jennifer Ani- ston og Philip Seymor Hoffman. Handrit: John Hamburg. ★ ★ Frakka, Kúbverji virðist ætla að gera það sama en hann er í lagi eftir að kemur í ljós að hann er hommi. Maður fær niðurgang af etnískum (óamerísk- um) mat, sænskir húðsvampar eru notaðir sem drullusokkar og ástralski mógúllinn Bryan Brown er snargeð- veikur áhættuíþróttamaður. Þó er hent gaman að fordómum þegar móðir Stillers fer á indverskan veit- ingastað, kallar þjónana „Native American" og passar sig að tala við þá hátt og skýrt. Bærileg en lítt eftir- minnileg skemmtun. Valur Gunnarsson Kvikmynda- tðkumaður Festen í Regn- boganum Kvikmyndamiðstöð íslands heldur málstofu í Regnboganum alla helgina. Sérstakur gestur er Anthony Dod Mantle, breskur kvikmyndatökumaður, og verða sumar af helstu myndum hans sýndar af því tilefni. Hefst mál- stofan með setningu klukkan 19.00 á föstudagskvöld þar sem Dod Mantle kynnir dagskrána, og vérða í beinu framhaldi sýndar myndirnar Dogville og 28 Days Later. Á laugardaginn er málstofa frá 10-13, þá hádegisverður, og svo aftur málstofa frá 14-18. Á sunnudaginn verður myndin Juli- an Donkey Boy sýnd klukkan 13.00 og Festen beint á eftir. Loka- málstofan verður svo haldin milli klukkan 17 og 19. Þáttökugjald er 5.000 krónur. Dogville með Nicole Kidman Ein þeirra mynda sem Mantle hefur komið að. I f é I u s Cold Mountain House of Sand and Fog Something's Gotta Give Lost in Translation Big Fish 21 Grams Last Samurai LooneyTunes Hringadróttinssaga Heimur farfuglanna Kaldaljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.