Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Decode í gríðarsveiflu Gengi hlutabréfa í Decode tóku gríðarlegan kipp á Nasdaq-hlutabréfa- markaðnum í gær. Hálfri annarri klukkustund fyrir lokun markaðarins ytra hafði gengið hækkað um 26% frá þvf daginn áður og stóð í 13,37 dollurum á hlut. Það er hærra heldur en gengið var í síðustu viku áður en afkomutölur síðasta árs voru kynntar. Eftir það fór gengið vel niður fyrir 11 á nokkrum dögum. Hækkunin í gær er rakin til endunýjaðs samn- ings íslenksrar erfðagrein- ingar við lyfjafyrirtækið Merck. Fræðsla um færslu Hringbrautar í dag, föstudag, verður haldinn fræðslufundur í Háskólanum um færslu Hringbrautarinnar. Fund- urinn hefst kl. 12.15 og er í sal 101 í Odda. Það eru þau Dóra Pálsdóttir og Örn Sig- urðsson, frá átakahópi gegn færslu brautarinnar, sem halda fundinn. Örn mun ijalla um kostnað og skipu- lag Vatnsmýrarsvæðisins miðað við að Hringbrautin verði sett í stokk. Dóra Pálsdóttir fjallar um samfé- lagskostnaðinn sem skap- ast við að kljúfa þetta fram- tíðarbyggingarland frá mið- borginni. Þau munu síðan taka við fyrirspurnum úr sal og stjórna umræðum. Myrturfyrir aðvalda slysi Lögreglan í Sviss hefur handtekið mann sem grun- aður er um að hafa stungið 36 ára danskan flugumferð- arstjóra til bana. Maðurinn handtekni missti konu sína og tvö börn í flugslysi sem flugumferðarstjórinn varð valdur að í júlí 2002. Maðurinn var handtekinn vegna þess hve furðulega hann hegðaði sér, en hann neitar enn sök. 71 lést í flugslysinu sem varð yfir Suður-Þýskalandi, aðallega rússnesk börn af auðugum ættum. Flugumferðarstjór- inn var stunginn til bana á svölunum á heimili sínu nálægt flugvellinum í Zurich og lést fyrir augum eiginkonu sinnar. Ákveðiö er að Einar Sveinsson verði bankaráðsformaður í íslandsbanka. Útlit er fyrir að meirihluti bankaráðs verði skipaður mönnum sem gætu stutt áform Lands- bankans og þeim sem hafa starfað gegn núverandi bankastjórn. Gengi bankans þarf að hækka mikið til að íjárfesting Helga Magnússonar og Orra Vigfússonar borgi sig. Neita pátttöku í Landsbankans Væru þeir í samstarfi myndu þeir heyra undir reglur Fjármálaeftirlits- ins, sem yrði að athuga hvort þeir væru trúverðugir fjárfestar. Bjarni Ár- mannsson Blasir við að óvinveitt öfl ráði bankanum eftir aðalfund. Einar Sveinsson Verður formaður bankaráðs á aðal- fundinum 8. mars. Miðað við lokagengi dagsins í gær munar hátt í milljarði á verðmæti hlutabréfanna, sem Helgi Magnússon og Orri Vigfússon keyptu hvor í sínu lagi í íslandsbanka, og kaupverðsins. Þeir greiddu báðir 10% yfirverð fyrir hlutina. Ætla má að þeir taki báðir lán fyrir kaupunum og borgi af því vexti samtals 2 milljónir á dag. Miklar sveiflur hafa verið á eignarhaldi ís- landsbanka upp á síðkastið í tengslum við kaup Landsbankans á stórum hlut í bankanum. Helgi, sem er forstjóri Hörpu-Sjafnar og stjórnarmaður í íslandsbanka, keypti í fyrradag, í nafni óstofnaðs hlutafélags, tæp 9% í íslandsbanka af Landsbank- anum. Á sama tíma keypti Urriði, félag Orra, 5% hlut af Burðarási. Samtals eru þetta um þrettán milljarða króna viðskipti. Neita samstarfi Helgi og Orri neita því báðir að vera í samstarfi en það hefur vakið ýmsar vangaveltur að annar kaupi af Landsbankanum en hinn af félagi í eigu bankans. Þeir þekkjast, enda sátu þeir saman í bankaráðinu íyrir fáeinum árum og hafa gott hvor af öðrum að segja. Væru þeir í samstarfi myndu þeir heyra undir reglur Fjármálaeftirlitsins, sem yrði að athuga hvort þeir væru trúverðugir fjár- festar. Slík úttekt fer fram ef eignarhlutur einstaks aðila fer yfir 10%. Samkvæmt heimildurm DV hafði Fjármála- eftirlitið íhugað að gera athugasemdir við að Landsbankinn og Burðarás gætu farið með at- kvæðisrétt á aðalfundinum 8. mars þar sem þeir væru tengdir aðilar. Heimildarmenn telja að kaup Orra og Helga hafi verið liður í leikfléttu Landsbankans sem vilji komast yfir völdin í ís- landsbanka. Helgi nýtur fjármögnunar frá Landsbankanum en Orri samdi við Burðarás. Helgi þekkir Björgólf Guðmundsson mjög vel því þeir störfuðu saman fyrr á árum í tengslum við Hafskip. Orri segist ekki hafa talað við Björgólf í mörg ár og son hans þekki hann ekkert. „Það er ekkert plott í þessu,“ segir Helgi um það hvort hann sé í samvinnu við Landsbankann í fyrir- ætlunum um yflrráð ís- landsbanka. Einar verður for- maður Helgi hefur setið í stjórninni fyrir Lífeyris- sjóðinn Framsýn síðastliðin sjö ár og ver- ið í andstöðu við Bjarna Ármannsson banka- stjóra og Kristján Ragn- arsson, formann bankaráðs. Helgi stefnir ákveðið að því að fá öfl- uga fjárfesta til liðs við sig. I byrjun júní kemur í ljós hverjir aðrir koma að fjárfestingunni. Eftir þessi viðskipti eiga fyrir- tæki Landsbankans ekkert í bankanum en það þarf þó ekki að þýða að bankinn hafi misst áhuga á að eignast hlut. Samkvæmt heimildum DV hefur verið ákveðið að Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, verði formaður bankaráðsins og að Kristján Ragn- arsson hafi fallist á að víkja fyrir honum. Helgi segist ekki hafa farið dult með stuðning sinn við Einar í bankaráðið. Orri vildi bfða og sjá hverjir væru í framboði. kgb@dv.is Kristján Ragn- arsson Hefur fall- ist á að hætta sem bankaráðsformað- ur eftir margra ára formennsku. Helgi Magnús- son Segir ekkert plott vera í tengsl- um við kaup sín á 9% í fslandsbanka. Arnold á Bessastaði Svarthöfði les það í blöðunum að nú sé hafin mikil hreyfmg fyrir því í Bandaríkjunum að breyta lögum svo Arnold Schwarzenegger geti orðið forseti Bandaríkjanna. Þetta þykir Svarthöfða með mestu ólíkindum. Nú hefur Svarthöfði ekkert á móti vöðvatröllinu góðkunna frá Austur- ríki. Síður en svo. Svarthöfði játar fúslega að hann hefur horft á mynd- ir Schwarzeneggers sér til ánægju í meira en tuttugu ár, eða allt frá því að hann sló svo eftirminnilega í gegn í myndinni Terminator. Svarthöfði viðurkennir meira að segja fúslega að hann hefur séð Predator, Comm- ando og gott ef ekki Raw Deal líka, en þetta eru allt myndir sem gerðar voru og sýndar áður en það komst í tísku að viðurkenna að maður hefði gaman af Schwarzenegger. Jil m Svarthöfði En þótt Svarthöfði sé veikur fyrir Schwarzenegger þýðir það ekki að honum lítist á tilhugsunina um að „big Arnie" verði forseti Bandaríkj- anna. Svarthöfði er nefnilega þeirrar skoðunar að maður sem óneitan- lega hlýtur að vera litaður af hugar- fari Terminators sé akkúrat ekki sá maður sem Bandaríkin þarfnast sem forseta þessa stundina. Eða réttara sagt, ekki sá maður sem heims- byggðin yflrleitt þarfnast í embætti Bandríkjaforseta. Skjóta fyrst og þurfa ekki einu sinni að spyrja svo því óvinurinn er vel og tryggilega dauður. En hins vegar hvarflaði að Svart- höfða hvort Arnold væri ekki heppi- legri forseti fyrir okkur hér á landi. Því við hefðum ekki nema gott af því að gera okkur svolítið meira gildandi á alþjóðavettvangi. Þar sem við eig- um að heita vopnlaus þjóð væri ekki ýkja hættulegt fyrir okkur að fá Arnold sem forseta, við gætum ekki fengið honum nein þau vopn í hendur sem gert gætu alvarlegan skaða. En þótt Arnold þyrfti bara að burðast um með gamla kindabyssu, þá væri samt meiri svipur yfir því en þeim forsetum sem við höfum teflt fram á alþjóðavettvangi til þessa. Svarthöfði óttast helst að fólk muni ekki taka þessa tillögu hans hátíðlega. En verið viss um að henni er varpað fram í djúpri alvöru. Nú mun SnorriÁsmundsson vera á leið- inni til Kaliforníu að afla sér ein- hvers konar stuðnings Schwarzen- eggers við forsetaframboð sitt. Svarthöfði hvetur til þess að komið verði í veg fyrir það og Schwarzen- egger verði í staðinn sjáifur fenginn í framboð. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.