Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Qupperneq 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 1.MARS 2004 9 Vilja fleiri meðmælendur Ungir jafnaðarmenn leggja til að meðmælend- um með forseta- framboði verði fjölgað í ljósi fjölgun- ar þjóðarinnar frá því að lög um lágmarks- fjölda voru sett. Þeir benda á að þjóðinni bafi fjölgað um 126% frá því ákveðið var að með- mælendur þyrftu að vera að lágmarki 1500. Þeir leggja til að ákveðið hlutfall kjós- enda mæli með framboði hverju sinni, í stað þess fyrirkomulags sem nú er. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að þörf verði á frekari breytingum í framtíðinni. Jafnræði homma og lesbía Frjálshyggjufélagið hvet- ur íslensk stjórnvöld til að jafna réttindi samkyn- hneigðra og gagnkyn- hneigðra. í tilkynningu frá félaginu segir að það eigi ekki að vera hlutverk hins opinbera að velja fjöl- skyldumynstur fólks. Mikil- vægt sé að réttindi samkyn- hneigðra verði viðurkennd að fullu, líkt og annarra hópa sem ekki hafa notið fullra réttinda á undan þeim. Á það er bent að frelsi hvers einstaklings til að finna hamingjuna á eig- in forsendum sé mikilvægt og á að vera handa öllum en ekki aðeins þeim sem kjósa sér maka af gagn- stæðu kyni. Frjálshyggjufé- lagið hvetur Alþingi til þess að endurskoða löggjöf sem mismunar fólki eftir kyn- hneigð, með það að leiðar- ljósi að samkynhneigðir njóti sömu réttarstöðu og gagnkynhneigðir í hví- vetna. Bæði Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin hafa rannsakað grun um mögulega mis- notk- un innherjaupplýsinga í viðskiptum með hluti í Pharmaco. Kauphöllin stöðvaði við- skipti með fyrirtækið á föstudag þegar gengið hafði rokið upp um 12 prósent í mikl- um viðskiptum án augljósra ástæðna. Pharmaco staðfesti að það væri í viðræðum um kaup á fyrirtæki og ítrekar að fleiri en starfsmenn vissu af þeim þreifingum. Það hringdu viðvörunarbjöllur á föstudag þegar gengi hlutabréfa í Pharmaco skaust upp úr öllu valdi. Verðið á bréfum hefur verið tiltölulega stöðugt í kringum 44 til 45 á hvern hlut. í við- skiptum föstudagsins, þar sem stórir hlutir skiptu um hendur, hækkaði verðið ört og náði gengið því að fara í nærri 50. Hækkunin nam 12 prósentum á tveimur til þremur klukkutímum. „Þarna voru einfaldlega miklar hækkanir fram eftir degi án þess að sjá- anlegar ástæður væru fyrir þeim,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. „Við höfðum samband við fyrirtækið og tókum síð- an ákvörðun um að loka á viðskipti þar sem hugs- 'anlegt var að einhverjir hefðu þarna aðgang að upplýsingum sem væru ekki opinberar öllum." I kjölfar þessara grun- semda um innherjasvik barst tilkynning frá fyrir- Páll Gunnar Pálsson, tækinu þar sem staðfest Viðskipti með Pharmaco var að Pharmaco væri í rannsökuð að frumkvæði viðræðum við þriðja að- ila um kaup á öðru fyrir- tæki. Tekið var fram að þær viðræður væru á frumstigi og óvíst hvort þeirn myndi lykta með samkomulagi. Það kom einnig fram það mat að Pharmaco hefði ekki talið sig þurfa að tilkynna um þessi fyrirhuguðu fyrirtækjakaup og væri það aðeins gert vegna óútskýrðu verðhækkunarinnar sem varð á bréfunum. Rannsókn um helgina Málið hefur verið rannsakað á tveimur stöð- um um helgina, bæði innan Kauphallar og hjá Fjármálaeftirlitinu (FME). „Við fórum að skoða þetta mál að eigin frumkvæði á föstudag og öíl- uðum upplýsinga hjá Kauphöllinni og eftir atvik- um eftir öðrum leiðum,“ segir Páll Gunnar Páls- son, forstöðumaður FME. „Málið er í skoðun og það á eftir að ráðast hvað gert verður í kjölfarið. Robert Wessman Fleiri en starfsmenn vissu afþreifingum um kaup á fyrirtækinu. Það ræðst af framvindu málsins," segir Páll Gunnar. Það gefur augaleið að það verður skoðað ofan í kjölinn hverjir stóðu að baki þessum viðskipt- um og hvort viðkomandi voru í aðstöðu til að afla sér upplýsinga sem gaf þeim ástæðu til að rjúka til og tryggja sér hlutabréf í Pharmaco með hagn- aðarvon í huga. Miðað við feril málsins eru sterk- ar vísbendingar um að upplýsingar hafi lekið út og leitt til kapphlaups um hlutina. Gengi hluta- bréfa í Pharmaco hefur hækkað verulega síðustu misseri og meira en tvöfaldast á síðustu 6 mán- uðum. Á liðnum tveimur mánuðum hefur gengið þó lítið hreyfst og verið um 45 og því vakti athygli þetta stóra stökk upp undir 50 fyrir helgi. Framhald ræðst í dag RóbertWessman, forstjóri Pharmaco ít- rekar að upplýsingar um möguleg fyrir- tækjakaup voru ekki bundnar við Pharmaco. „Það voru ekki bara starfs- menn sem vissu þetta. Það koma meðal annars ráðgjafar og bankamenn að mál- um,“ segir Róbert. Hann vill eki upplýsa hvaða fyrirtæki Pharmaco vill kaupa enda gæti það komið viðkomandi fyrirtæki illa. Robert staðfestir þó að þetta sé fyriræki sömu starfsemi og Pharmaco. Hann vill ekkert tjá sig um það hvort leitað sé að lekanum innan Pharmaco og segir að rannsókn málsins sé í höndum Fjár- málaeftirlitsins. „Við munum eiga fund með Kauphöllinni í fyrramálið (í dag) en ég geri ráð fyrir því viðskipti með hlutabréfin verði með hefðbundnum hætti eftir það,“ sagði Róbert Wessman í samtali við DV í gær. Hormónastautur mun taka við hlutverki pillunnar Pillan óþörf Hormónastautur Skipta sæðisfrumurnar öllu? Bráðlega munu konur geta lagt getnaðarvarnarpilluna á hilluna og látið karlmenn um hormónainntök- una. Lengi hefur verið vitað um þessa aðferð en vegna tæknilegra og menningarlegra aðstæðna varð að þaulrannsaka alla hugsanlega þætti sem gætu farið úrskeiðis. Staut á stærð við tannstöngul er komið fyrir í handlegg mannsins sem gerir honum ókleift að fram- leiða sæðisfrumur í þrjá til sex mán- uði. Stautnum myndu því fylgja ómæld þægindi þar sem smokkur- inn væri ekki lengur þarfur sem ætti að gleðja margan karlmanninn. Ástæða þykir þó til að nefna að hormónastauturinn kemur ekki í veg fyrir kynsjúkdóma og eyðni. En þar sem frjósemi karla hefur í vestrænni menningu tengst karl- mennsku þeirra efast Christian Graugaard, formaður Kynlífsstof- unnar f Danmörku sem stendur fyr- ir rannsókninni, stórlega um að margir karlmenn myndu gangast undir þessa aðgerð stolts sfns vegna. „í samfélagi okkar eru getulausir menn allt annað en karlmennskan uppmáluð því það sem gerir þá að karlmönnum vantar í þá,“ sagði Graugaard. Hormónastauturinn verður lík- lega kominn í apótek innan fimm ára og því geta konur farið að hlakka til þess að losna undan aukaverkun- um pillunnar, sem eins og margar konur kannast við eru eymsli í brjóstum, ógleði og aukakíló. Nú er bara að bíða og vona að hugarfars- breyting verði í samfélaginu og að hinir stoltu karlmenn muni brjóta odd af oflæti sínu á komandi árum og taka hormónainntökuna að sér. Aðalfundur Fasteignafélagsins Stoða hf. Aðalfundur Fasteignafélagsins Stoða hf. verður hald- inn fimmtudagínn 18. mars 2004 að Hotel Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík í sal H, 2. hæð og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla stjórnar félagsins. 4. Ársreikningur félagsins fyrir starfsárið 2003. 5. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 7. Kosning stjórnar og endurskoðanda. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Fasteignafélagið Stoðir hf. FASTE1G NAFÚLAGIÐ STOÐIR 11K ' yj 1 12 * H < krbiid Stwplcl * VilöWí.lH *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.