Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 Fréttir 0V Jackson stoppaður af lögreglunni Michael Jackson var á dögunum stoppaður af lög- reglunni vegna slæðunnar sem hann ber fyrir and- litinu þegar hann fer út á meðal al- mennings. Söngv- arinn var nýkom- inn úr verslunar- ferð í matvöru- verslun þegar lög- reglan stoppaði hann og krafðist þess að hann tæki niður slæðuna og sýndi skilríki. Verslunarstjóri Wal-Mart keðjunnar í Colorado hringdi í lögregl- una og tilkynnti að vafa- samur maður með grímu fyrir andlitinu væri á veg- um úti. Jackson gerði það sem lögreglan bað um og fékk að fara að því loknu. Krefjast af- sagnarforset- ans Bandarísk yfirvöld krefj- ast þess að forseti Haíti, Jean-Bertrand Aristide taki á sig orsakir blóðugustu óeirða í sögu landsins og krefjast þess enn fremur að forsetinn segi af sér. Á sama tíma og banda- rískir hermenn þrömmuðu að höfuðborginni Port-au- Prince kom tiikynning frá Hvíta húsinu um að Aristide þyrfti að svara fyrir brot sín á lýðræðislegum réttindum og fyrir að hafa skipt upp landinu. „Hið lariga óviðunandi ástand er algjörlega Aristides að kenna og vekur upp spurn- ingar um hvort hann sé virkilega hæfur leiðtogi landsins," kom fram íyflr- lýsingunni. Baltasar Kormákur leikstjóri Baltasar Kormákur er með allra duglegustu mönrtum og einbeittur með afbrigðum. Hann hefur einstæða hæfi- leika í að koma sér í aðstöðu til að fá atorku sinni fullnægt. Ekkert virðist standa í vegi fyrir honum. Kostir & Gallar Baltsar sést ekki fyrir, er ofeig- ingjarn þannig að samverka- menn fá ekki notið sannmælis fyrir sitt framlag. Metnaðurinn er afþeirri tegund sem á end- anum mun standa frama hans fyrir þrifum. Kona milljónamæringsins og vísindamannsins Stephens Hawking er ásökuð um að beita eiginmann sinn ofbeldi. Hjúkrunarfræðingur sem búið hefur á heimilinu segist hafa séð til konunnar skera hann í hálsinn og beinbrjóta hann auk þess sem hún neyddi hjúkkuna til að horfa á þau hjón í ástarleikjum. Vísindamaðurinn Hinn virti vísindamaður er beittur ofbeldi af konu sinni. mun drana hannt dauða „Elaine kallaði á mig um miðja nótt, en vildi síðan ekkert annað en að ég stæði og horfði á þau, nakin í ástarleikjum." Fjölskylda vísindamannsins Stephens Hawking óttast nú mjög um iíf hans. Það er þó ekki fræg lík- amleg födun hans sem fólkið hans telur að muni dragá hann til dauða heldur þrjóska hans og stolt sem koma í veg fýrir að hann leiti sér hjáfpar vegna ofstopa síðari eiginkonu sinnar. Hún er sögð þvflíkt skass að hún hiki ekki við að ráðast með skefja- lausu ofbeldi gegn algerlega varnarlausum eigin- manni sínum. Sonur Hawkings af fyrra hjónabandi lýsir sambúð hans við seinni konuna sem „martröð" sem verði að stöðva, ef hún eigi ekki ganga.af honum dauðum. En Hawking staðhæfir að allt sé í besta lagi. Metsöluhöfundur Stephen Hawking fæddist árið 1962 í Oxford á Englandi. Hann lærði stærðfræði og eðlisfræði en þótti ekki framúrskarandi nemandi á sfnum yngri árum. Upp úr 1960 heillaðist hann hins vegar af kenningum um upphaf allieimsins og skipaði sér brátt í röð fremstu kenningasmiða á því sviði. Um sama leyti fór hann að þjást af hrörnunarsjúk- dómnum ALS og missti smátt og smátt vald á flest- um vöðvum líkamans. Honum var tjáð að hann yrði ekki langlífur en með mikilli einbeihii og dygg- um stuðningi fjölskyldu og vina tókst að draga svo úr framgangi sjúkdómsins að hann hefur alla tíð getað haldið áfram störfum og raunar sífellt færst meira í fang. Hann er þó bundinn við hjólastól og eftir að hafa fengið lungnabólgu 1985 missti hann röddin algerlega. Hann fékk þá talvél til afnota sem hann leggur að barka sínum og hún umbreytir hljóðlausu tali hans í vélræna amerísku. Hefur Hawking sjálfur gert manna mest grín að því að hann skuli á gamals aldri vera farinn að tala með amerískum hreim. Hawking hefur sett fram ýmsar kenningar um upphaf heimsins og þykir með merkustu fræði- mönnum á því sviði. Hann var til dæmis brautryðj- andi í kenningasmíð um svarthol og Mikla hvell. Þekktastur er hann þó sem rithöfundur en hann gaf árið 1988 út bók fyrir almenning um upphaf heimsins. Bókin heitir Stutt saga tímans og varð öllum að óvörum einhver mesta metsölubók seinni ára. Árið 1995 hafði hún t.d. verið á metsölu- lista The Sunday Times í 237 vikur. Sjálfur sagði hann eitt sinn: „Ég er viss um að fötlun mín á sinn þátt í hversu frægur ég er. Fólki þykir merkilegt misræmið milli minna mjög svo takmörkuðu lík- amlegu krafta og svo hins endalausa alheims sem ég fæst við.“ Vafalítið er töluvert til í því en þess ber um leið að geta að hann þykir í raun og veru mjög merkur vísindamaður. Risti hann með rakvélarblaði Hawking var í 26 ár kvæntur fyrri konu sinni, Jane, sem ól honum tvo syni og studdi hann í hví- vetna meðan veildndi hans ágerðust. Hann skildi síðan við hana og gekk að eiga hjúkrunarkonu sína, Elaine Mason. Virtist sambúð þeirra í fýrstu lukku- leg en nú gegnir öðru máli að þvf er synir Hawkings herma. Þeir saka hana um alvarlegar líkamsárásir gegn Hawking sem getur enga björg sér veitt. Elaine er m.a. sökuð um að hafa skorið Hawking í hálsinn, rist hann með rakvélarblöðum og brotið á honum ristina með þjösnaskap við að troða hon- um í hjólastólinn. Ennfremur hafi hún skilið hann eftir hjálparlausan í brennandi sól svo hann fékk sólsting. Sonurinn Tim segist tilhneyddur að trúa þessum sögum. „Ég er í algjöru áfalli," segir hann, „og mér verður óglatt við tilhugsunina. Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa þessa martröð úr því hann gerir það ekki sjálfur." Fyrri konan Jane kveðst niðurbrotin yfir því að hinn hressi og lífs- glaði vísindamaður lifi nú í eymd og volæði. „Ég hef svo miklar áhyggjur af honum að ég sef ekki á nóttunni. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir og það er ömurlegt til þess að hugsa að líf hans sé nú orðið að martröð." Neydd til að horfa á hjónin stunda kynlíf Það er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur sem annaðist Hawking sem borið hefur fram alvar- legustu ásakanirnar gegn Elaine, fyrrum starfs- systur hennar. Hún kveðst sjálf hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi Elaine og í eitt skipti hafi hún t.d. neyðst til að horfa á þau hjónin stunda kynlíf. „Elaine kallaði á mig um miðja nótt, en vildi síðan ekkert annað en að ég stæði og horfði á þau, nakin í ástarleikjum," hefur verið haft eftir henni. Lögreglan rannsakar nú mál- ið en hjúkrunarfræðingurinn sygist dauðhrædd um manninn á meðan enginn sé á heimilinu til að fylgjast með. „Hún drepur hann á endanum," full- yrðir hún. En Hawking sjálfur eyðir málinu ætíð þegar hann er spurður; af einskæru stolti að sögn sona hans. indiana@>dv.is _____________________ i Trommusett frá 49.900,- stgr. Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^ Klassískir gítarar frá 9.900,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.