Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Page 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 13 Vopnaeftir- litsmenn hleraðir Fyrrum formenn vopna- eftirlits Sameinuðu Þjóð- anna Hans Blix og Richard Butler segjast vera fórnar- lömb hlerunarað- gerða bresku leyni- þjónustunnar. Hans Blix heldur því fram að síminn hans hafi verið hleraður þegar hann var við störf í írak og þannig hafi trúnaðarupplýsingar lekið tU Bretlands, Banda- rikjanna og vinaþjóða þeirra. Richard Butler segir að hleranir hafi verið það mikið vandamál að hann hafi gripið tU þess ráðs að eiga mikilvæg samtöl í skemmtigörðum New York. Gyðingahatur Gibsons Kvikmynd Mel Gibsons um krossfestinguna hefur vakið harkaleg viðbrögð. Gagnrýnendur skiptast í tvo flokka. Sumir segja hana góða trúarlega mynd en aðrir for- dæma hana. Gyðingar hafa einnig brugðist harkalega við mynd- inni og segja hana ala á gyðingahatri ff á upphafi tU enda. Ummæli föður Mel Gibsons, þar sem hann efaðist um að Helförin hefði átt sér stað, eru eins og oh'a á glóandi eld. Mel Gibson hefur ekki viljað biðjast afsökunar á ummæl- um föður síns. Reynir Jónsson tryggingayfirtannlæknir segir tannskemmdir barna fyrst og fremst á ábyrgð foreldranna. Fjórðungur allra barna koma ekki til tannlæknis. Tannlæknar í Danmörku hafa í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld, tekið upp nýja stefnu við tanneftirlit skólabarna að því er segir í netút- gáfu Berlinske Tidende í gær. Það felst í því að börn komi sjaldnar í eftirlit en þess í stað verði lögð meiri áhersla á þau börn sem virkilega þurfi á tannlæknaþjónustu að halda. Lengi vel hafa öll börn mætt í reglubundið eftirlit til tann- læknis hvort sem þess er þörf eða ekki. Lis Almer Nielsen lektor við Tannlæknaskólann í Kaupmanna- höfn leggur þessar breytingar til í nýútkominni grein í danska Tann- læknablaðinu. Hún rökstyður þær með því að ekki eigi að eyða pening- um í þau börn sem ekki þurfa á því að halda auk þess sem tennur skemmist einfaldlega ekki í sumum börnum en önnur séu í áhættuhópi. Tillaga hennar felst í því að börnin komi í eftirlit hálfs árs og síðan þriggja ára en þá verði börnunum skipt í tvo hópa. Þau sem eru með skemmdar tennur komi mun oftar í eftirlit en hin ekki fyrr en tveimur árum síðar. Rannsóknir Lis Almer benda til að þriðjungi barna sé hætt við tannskemmdum en hm fái sjaldan eða ekki tannskemmdir. Sigurgeir Steingrímsson, tann- læknir og kennari við Tannlækna- deild Háskóla íslands, segir vand- ann hér á landi vera að um það bil 25 prósent allra barna mæti ekki í reglubundið eftirlit. Áður fyrr hafi skólatannlæknar skoðað börn en nú sé það alfarið á hendi foreldra að mæta með börnin til tannlæknis. „Til þessara barna næst ekki og það er mjög slæmt," segir hann. Reynir Jónsson tyggingayfir- tannlæknir segir að hér á landi sé um það bil fjórðungur barna með megnið af öllunt skemmdunum. „Það hafa orðið ótrúlega framfarir á síðustu árum en árið 1990 var hvert tólf ára barn að meðaltali með rúm- ar fjórar skemmdar tennur. Fimm árum síðar er þessi tala komin niður í eina og hálfa tönn að meðaltali og nú er hvert tólf ára barn að meðal- tali með hálfa skemmda tönn við skoðun," segir Reynir en bætir því við að skemmdir sé fyrst og fremst hægt að rekja til foreldra sem sjái ekki um tannhirðu barna sinna. „Við verðum að horfast í augu við það að nær fjórðungur allra barna eiga foreldra sem ekki sinna þeim,“ segir Reynir. Erlendu lánin sem nú streyma til lands- ins eru tifandi tímasprengja Fiskurinn á Islands- miðum veðsettur Erlend lán Sjávarútvegsfyrirtækin eru að fá lánað frá útlöndum um 25-30 milljarða en til samanburðar má nefna að hreint innflæði aflánum vegna stóriðjuframkvæmdanna bæði fyrir austan land og vestan er áætlað 18-22 milljarðar kr. á ári næstu 'prjú árin. Það er mat greiningardeildar KB banka að afskráning sjávarútvegs- fyrirtækja úr Kauphöll Islands, sem nú er lokið eða stendur fyrir dyrum, muni draga til landsins um 25-30 milljarða króna í erlendum lánum. Með þessum lántökum hafi stór hluti af framtíðar útflutningstekjum þessara sjávarútvegsfyrirtækja verið veðsettur. Seðlabanki íslands hefur áhyggjur af ástandi mála. Samkvæmt upplýsingum grein- ingardeildar KB banka virðist allt stefna í að þrjú sjávarútvegsfyrir- tæki verði afskráð úr Kauphöllinni á næstu vikum. Yfirtökutilboð í Hrað- frystihúsið Gunnvöru hf. hafi verið samþykkt um miðjan mánuðinn og yfirtökuskylda hefur myndast í bæði Guðmundi Runólfssyni og Þorbirni Fiskanesi. Þá hafi Eskja þegar verið afskráð og einnig megi segja að Brim hafi að stórum hluta horfið af markaði þegar fyrirtækið var hlutað niður og selt í janúar. Þetta þýðir að skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað um rúmlega helming á skömmum tíma. Síðan segir í yfirliti greiningar- deildarinnar: „Nú um stundir eru skilyrði til erlendrar lántöku fremur hagstæð vegna þess hve vextir eru lágir á erlendum fjármagns- mörkuðum. Á móti vegur að gengi krónunnar er líklega hærra en staðist getur til langs tíma og búast má viÖ hækkandi vaxtastigi þegar fram í sækir. Sjávarútvegsfyrirtæki eiga, eðli málsins samkvæmt, auð- veldar með að taka erlend lán þar sem tekjur þeirra eru í erlendri mynt. Mörg ofangreindra fyrirtækja munu líklega stefna á sölu kvóta og eigna til að draga úr skuídum á næstu misserum en samt er ljóst að með skuldsettum yfirtökum hefur stór hluti af framtíðartekjustreymi verið veðsettur og næmi fyrirtækj- anna fyrir ytri áhrifum er mun meira en ella.“ Blaðberum Fréttablaðsins býðst nú að selja DV í lausasölu og þeir sem selja blaðið fá 70 kr. af hverju blaði virka daga en 90 kr. um helgar. Við sendum aukalega þarin fjölda sem þú vilt með í Fréttablaðspakkanum þínum. Þú selur blaðið með því að ganga í fyrirtæki og heimili eða við fjölfarna staði og síðan kemur þú til okkar í Skaftahlíðina á mánu- degi og skiiar óseldum blöðum og gerir upp söluna. Ef þú selur 10 blöð á hverjum degi frá mánudegi til laugardags vinnur þú þér inn 4.400 kr. á viku. Sá sem selur mest í hverri viku fær frítt í bíó fyrir fjóra í Smárabíó og frítt að bórða fyrir fjóra á Pizza Hut. Gildir út mars. Hringdu og við sendum þér blöð til að selja. Síminn er 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.