Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Qupperneq 25
DV Fókus
MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 25
Uppskriftirnar
Fiskur á pönnu
500 g smátt skorið ýsuflak eða annar
fiskur
1 dl blaðlaukur
1/2 paprika rauð
1 pressað hvitlauksrif
1 tsk. karrý
1 msk. smjör
2 1/2 dl mjólk
2 dl sýrður rjómi eða matreiðslurjómi
1 msk. ferskt basilikum
salt&pipar
Bræða smjör/smjörlíki og léttsteikja
blaðlauk, papriku, hvítlauk og karrý.
Bæta rjóma og mjólk í, suðan látin
koma upp og fisknum bætt i og látið
léttmalla í 10-15 mín.
Kjöt í karrí með hrísgrjónum
700 g kinda- eða kálfakjöt
8dl. vatn
2 tsk. salt
1-2 gulrætur
1/2 tsk. karrý
30 g smjörlíki
30 g hveiti
120 gr. hrísgrjón
11/2 Itr. vatn
1 tesk. salt
Kjötið er þvegið og skorið í bita. Látið
í sjóðandi vatn með salti. Froðan er
veidd ofan af. Soðið þar til kjötið er
meyrt. Gulrótin er soðin með í síð-
ustu 20 mínúturnar. Allt tekið upp úr
og soðið síað. Karrýið er hrært saman
við hveitið, og jafningur nr. 3 er bú-
inn til úr kjötsoðinu. Salt sett í eftir
smekk.
Soðin hrísgrjón. Hrísgrjónin eru
þvegin úr köldu vatni. Látin í sjóð-
andi vatn með salti og soðin í opnum
potti í 20 mín. Grjónunum hellt á
gatasigti, og þar yfir er köldu vatni
hellt. Haldið heitu yfir gufu. Kjötinu
er raðað á mitt fatið og sósunni hellt
yfir. Hrísgrjónin sett í hring utan um
með matskeið.
Maður hagnýtir sér oft leifar af alls
konar kjöti í karrýsósu með hrís-
grjónum. Einnig er gott af hafa karrý
með steiktum eða soðnum fiskleifum
og þá einnig kartöflur eða hrísgrjón.
Svikinn héri (úr saltkjöti)
112 kg kjöt
1 /4 kg soðnar kartöflur
1 egg (því má sleppa)
1/8 teskeið pipar
75 gr smjörlíki
1/2 I mjólk
112 I vatn
Sósan
30 g smjörlíki
30 g hveiti
Mjólkursoðið
1 tsk. sykur
sósulitur
Saltkjötið er afvatnað og þurrkað vel.
Saxað þrisvar sinnum í söxunarvél.
Soðin jarðepli eru söxuð tvisvar þar
með. Látið í skál og hrært með egg-
inu. Piparinn látinn i. Hnoðað á borði
og mótað sem hveitibrauð. Látið í
steikarskúffu, sem er smurð með
smjöri. Smjörklattar eru settir ofan á
deigið hingað og þangað. Sett inn í
heitan ofn og steikt móbrúnt. Mjólk
og vatn hitað saman og hellt yfir hér-
ann þegar hann er brúnaður. Soðið í
1 /2 klst. Soðinu ausið yfir á tíu
mínútna fresti. Soðinu hellt af og
síað. Hérinn settur augnablik aftur í
ofninn. Sósa er löguð. Sósulitur sett-
ur í eftir þörf og kryddað eftir smekk.
Hérinn settur í heilu lagi á mitt fatið.
Lítil sósa þar yfir. Brúnaðar kartöflur
utan um. Gott er að hafa soðið græn-
meti með þessum rétti. Sósan borin
með í sósuskál.
Plokkfiskur
30 g smjörlíki eða flot
30 g hveiti
3-4 dl mjólk eða fisksoð
Graslaukur
Salt og pipar
112 kg soðinn hreinsaður fiskur
112 kg soðnar kartöflur og rófur
Nota má hvaða fiskleifar sem er í
plokkfisk, hvort heldur er saltaður
eða nýr, en sé það saltfiskur er rétt-
ara að saxa hann einu sinni. Munið
einnig að betra er að taka roð og
bein úr fiskinum á meðan hann er
heitur. Smjörlíkið er brætt, hveiti
hrært út í, þynnt út með mjólkinni
og soðinu, saxaður laukur látinn í,
salt og pipar eftir smekk og líka
sinnep. Fiskinum og kartöflunum er
blandað gætilega saman við, látið á
fat og soðnum rófum eða gulrótum
raðað utan með.
Flottur hópur Ath Freyr
Steinþórsson, Úlfar Eysteins-
son, Björgólfur Guðbjörnsson
og Björn Bragi Arnarsson.
Þeir Björgólfur Guðbjörnsson úr Borgarholts-
skóla, Atli Freyr Steinþórsson úr Menntaskólanum
í Reykjavík og Bjöm Bragi Arnarsson úr Verslunar-
skólanum leiddu saman hesta sína hjá Úlfari á
Þrem Frökkum. Þeim var falið verkefni sem þeir
vissu ekki hvað var fyrr en þeir mættu á staðinn.
Verkefnið var að elda kjötbollur að hætti mömmu
með öllu tilheyrandi. Fengu þeir aðeins hráefnið í
máltíðina upp í hendurnar en enga uppskrift og
enga hjálp.
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er í
fullum gangi í Sjónvarpinu þessa dagana með tilheyr-
andi stressi fyrir keppendurna. Þeir Björgólfur, Björn
Bragi og Atli Freyr voru þó meira en til í að taka sér
pásu frá lestrinum til að taka þátt í smá þraut með
DV sem þeir vissu ekkert hver væri. Strákunum var
stefnt í eldhúsið á Þrem Frökkum þar sem þeir þurftu
að gjöra svo vel að stilla saman strengi sína til að elda
kjötbollur með öllu tilheyrandi.
Fiskihakk eða kjöthakk
„Við þurfum að byrja á sósunni, er það ekki,“
sagði Atli. „Hún tekur lengstan tíma." Atli fékk fyr-
irliðatitilinn í eld-
húsinu þar sem
hann sýndi snilldar-
takta í byrjun. En
þeir Björn Bragi og
Björgólfur byrjuðu
kokkaferilinn sinn
mjög rólega og virt-
ust ekki vita í hvorn
fótinn þeir ættu að stíga. Þeir samþykktu það að
byrja á sósunni því fyrirliðinn virtist hafa sitt aiveg
á hreinu. „I hvað þurfum við eiginlega rjóma?“
sagði Atli. „Ekki kjötið og ekki kartöflumúsina,1' en
hann var alveg klár á því og fékk lítið komment frá
félögum sínum. En það mætti segja að Atli hafi af-
salað sér fyrirliðastöðunni þegar hann spurði hvort
kjötfarsið væri fiskihakk eða kjöthakk.
Baunimar voru næstar á dagskránni. „Emm við
ekki allir sam-
mála um að hella
safanum af baun-
unurn?" sagði
Björn Bragi og
voru þeir félag-
arnir sammála
um að það væri
það eina rétta í
stöðunni.
Komust þeir þó að því seinna að það var ekki réttur
leikur.
Svo var mikið tekist á um hvað ætti að vera í
blessaðri sósunni, hvort það ættu að vera sósuten-
ingar eða hvort þeir ættu ekki að vera. Svo hversu
margir þeir ættu að vera og svo framvegis. „Ég læt
bara fjóra teninga út í sósuna í einu, sama hvað
hver segir. Ég er svolítið fyrir sterka sósu svo ég set
kannski bara einn í viðbót," sagði Atli við þá Björn
Braga og Björgólf, sem þorðu ekki annað en að
samþykkja.
Virðast þær ekki vera ætar?
Milli þess sem þeir sýndu meistaratakta í eld-
húsinu hjá Úlfari var auðvitað rætt um Gettu betur-
keppnina. Þar sem þeir em erkifjendur þegar mætt
er í settið til Loga Bergmanns Eiðssonar voru skipt-
ar skoðanir á henni. En
sú umræða mátti ekki
tmfla þar sem þeir
höfðu einungis klukku-
stund til þess að mat-
reiða einn vinsælasta
mömmumatinn í
heiminum. Næsta skref
var auðvitað kjötfarsið
sjálft. „Á ég bara að búa
til bollur úr þessu með
höndunum?" sagði
Björn Bragi og reyndu
þeir fyrir sér með guðsgöfflunum þangað til þeir
sáu að það var ómögulegt. „Nei, við skulum gera
þetta með skeið," hélt
Björn Bragi og
Björgólfur Notuðu
skemmtilega aðferð til
að skræla kartöflurnar.
Björn Bragi áfram, „ég
hef séð það gert". En
það þarf að huga að
öllu þegar matreitt er
eins og flestir vita og
allt í einu fóm þeir að
spá í hvernig kartöflun-
urn liði í pottinum en
þær höfðu dvalið þar dá-
litla stund. „Eru kartöfl-
urnar tilbúnar? Þær em
búnar að vera 15 mínút-
ur í pottinum," sagði
Atli. „Það er alveg nóg,
það er það eina sem ég veit," sagði Björgólfur.
„Hvað með sykur-
inn, á hann að fara í
kartöflumúsina eða
hvað?" sagði Björn
Bragi og sagði Atli það
vera raunina. Björgólf-
ur var orðinn æstur og
vildi kartöflurnar af
hellunni. „Tökum þær
bara af, virðast þær ekki
vera ætar?" sagði hann.
Við það hófst hin mikla
kartöflumúsargerð.
Björn spurði strákana hvort þeir hefðu einhverja
sérstaka skoðun á því hve mikil mjólk ætti að fara í
músina. En þeir höfðu engar ákveðnar skoðanir á
því. Sá Björn Bragi því aðeins eina leið í því máli og
smakkaði hana: „Þetta ém ekki kartöflur sko," og
við það hófust miklar vangaveltur. Skelltu þeir
slatta af mjólk, heilmiklu salti og smá sykri og
hrærðu í þeytara. Svo var hún álitin tilbúin og hófst
mikilvægasta smökkun piltanna þriggja. „Þetta
sleppur alveg," sagði Björgólfur en svo varð það
Kolröng aðferð Eins
og séster ekki góð hug-
mynd að hnoða kjötfars
ið með höndunum.
mikil þraut að ná
kartöflumúsinni úr
þeytaranum því
hún var seig eins og
tyggjó.
Næstum því til Kjöt-
bollurnar búnar að
malla i 20 mínútur.
Kartöflumúsin
eins og trölla-
deig
„Ég vona að ég sé ekki að eyðileggja þessa sósu,"
sagði Atli þegar sósan var búin að malla að margra
áliti of lengi. „Ég er alvarlega að hugsa um að dæma
kjötbollumar eldaðar," sagði hann í framhaldi af
því og var því farið að bera matinn á borð fyrir Úlf-
ar sjálfan. „Sósan á disknum er til skrauts," sagði
Atli montinn þar
nsem hann hafði
raðað öllum boll-
unum á einn disk
og hellt sósunni
yflrhann miðjan.
Þar með hófst
máltíðin. „Þið
verðið að borða
kartöflumúsina með opn-
um huga," sagði Björn
Bragi, sem hafði haft yfirumsjón með kart-
öflumúsinni, „þó hún sé eins og trölladeig á bragð-
ið“. Meistari Úlfar
settist við matar-
borðið og honum
fannst ekkert að
matnum. „Þetta er
mjög gott og það
er alvöru karakt-
er í sósunni,"
sagði hann. En
hann var mjög
ánægður með út-
komuna þó að honum hafi oft á tíðum ekkert litist
á blikuna. „Ég gef ykkur átta af tíu mögulegum,"
sagði hann og það er alveg ábyggilegt að hrós hafi
verið þarna á ferðinni. „Þeir hefðu fengið tíu ef þeir
hefðu farið betur með kartöflumúsina," sagði Úlfar
við blaðamann. „Já, við settum aðeins of rnikið salt
í músina og það var kannski ekki besta ákvörðun-
in," sagði Björn Bragi, sem viðurkenndi að það
hefðu verið sín mistök.
Sósan var afar vinsæl og
kláruðu strákarnir mat-
inn með bestu lyst þó að
hann hafi ekki alveg jafn-
ast á við það sem þeir eru
vanir. Aðspurðir
Ljúffeng máltíð
Eldamennskan gekk
beturen áhorfðist. Þeir
fengu 8 i einkunn.
hvort þeir hefðu
áhuga á að verða
kokkar var svarið
einfalt og afar
skýrt: „Nei“.
henny@dv.is
Næstum eins og hjá
mömmu Strákarnir
voru afar hrifnir af
matnum og nokkuð
ánægðir með sig.