Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004
Fréttir DV
Veður hamlar
björgun
Ekki var reynt að draga
fjölveiðiskip Samherja,
Baldvin Þorsteinsson, af
strandstað við Skarðsfjöru
sunnan Kirkjubæjarklaust-
urs í gærkvöldi eins og til
stóð. Veður var slæmt á
strandstað, vindhraði um
16 metrar metrar á sek-
úndu og einnig var ekki
lokið þeim mikla undir-
búningi sem tii þurfti. Voru
tvær þyrlur notaðar við
undirbúninginn en vonir
stóðu til að allt yröi klárt
fyrir tilraun seint í gær-
kvöldi. Eru björgunarmenn
sammála að stillt veður sé
ein meginforsenda þess að
vel gangi að draga skipið á
flot.
Reyna á björgun í dag ef
veður leyfir og hefur sýslu-
maðurinn á Vík bannað
alla umferð óviðkomandi í
íjörunni af þeim sökum.
Enski boltínn
af Sýn á Skjá
einn
4" •
Bjarni Felixson
„Þetta er bara hið besta mái ef
þetta verður sýnt íopinni dag-
skrá.Annað sé ég nú ekki í
þessu," segir Bjarni Felixson,
íþróttafréttamaður og knatt-
spyrnusérfræðingur hjá ríkis-
sjónvarpinu um áratugaskeið.
„Ég vona að þessu verði gerð
ágæt skil. Það eru orðnir svo
margir sérfræðingur að það
mætti segja mér að það væri
hægur leikur að fá í þetta
góða menn. Helst hefði ég
reyndar viljað að þetta kæmi
aftur á heimaslóðir en fyrst
svo er ekki er hið besta mál að
þetta verði í opinni dagskrá."
Hann segir / Hún segir
Súlan EA var næst Baldvin Þorsteinssyni EA við strandið. Bjarni Bjarnason skip-
stjóri segir að áhöfn Baldvins hafi tryggt að skipið snýr rétt á strandstað. Vill ekki
tjá sig um ástæður strandsins og segist bíða sjóprófa.
Áhötnin brást rétt
við í brimgnrðinum
Skipstjórinn Bjarni Bjarnason skip-
stjóri segir útgerð og áhöfn Baidvins
eiga samúd sina á erfidum imum.
Á strandstað Mistök eru talin hafa valdið þvi
að Baldvin Þorsteinsson EA fékk Iskrúfuna.
Afturá móti er skipstjórinn talinn hafa sýnt
hárrétt viðbrögð eftir að allt var komið i
óefni og hann tryggði að skipið snéri rétt á
strandstað.
„Áhöfn Baldvins brást hárrétt við eftir að skip-
ið var orðið vélarvana. Þá björguðu þeir því sem
bjargað varð,“ segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri á
Súlunni EA, sem var næsta skip við Baldvin Þor-
steinsson EA þegar skipið fékk nótina í skrúfuna
og strandaði á Skarðsfjöru aðfaranótt þriðjudags-
ins. Bjarni, sem fylgdist með atburðarásinni,
segist ekki vilja leiða getum að því hvað gerðist
þegar skipið var að draga inn nótina og fékk hana
í skrúfuna með skelfilegum afleiðingu.
„Ástæðan hlýtur að koma fram við sjóprófin.
Súlan EA var næst Baldvin Þorsteinssyni EA við
strandið en ég tel ekki tímabært að ræða þau
mál,“ segir hann.
Aðrar heimildir DV herma að við þær aðstæð-
ur sem voru á miðunum hafi reynsluleysi Árna
Þórðarsonar skipstjóra við loðnuveiðar skipt
sköpum. Hann var við afar erfiðar aðstæður að at-
hafna sig með nótina uppi í harðalandi þegar allt
fór úrskeiðis og skipið fékk nótina í skrúfuna. Án
þess að það sé staðfest þá telja þeir sem til þekkja
allt eins líklegt að gleymst hafi að kúpla frá hliðar-
Súlan EA Skipið var næst Baldvin Þorsteinssyni EA
þegar nótin flæktist i skrúfuna. Skipstjóri Súlunnar vill
biða sjóprófa áður en hann lýsir skoðun sinni á þvi
sem gerðist örlaganóttina.
; stað en það gæti tekið tíma,“ segir Bjarni.
Hann segir útgerð Samherja og áhöfn
eiga hug sinn allan á þessari stundu. Bjarni
hefur verið skipstjóri á nótaveiðum í 25 ár
og segist þekkja þá tilfinningu að fá veiðar-
færið í skrúfuna þótt hann hafi ekki misst
skip. Hann horfði á eftir Baldvin stranda.
„Það getur komið fyrir alla skip-
stjóra að fá í skrúfuna. En það
er hræðilegasta tilfinning
hvers skipstjóra að
missa skip sitt. Sú til-
finning að horfa á
eftir Baldvin inn í
brimgarðinn án
þess að geta að-
hafst var
hræðileg."
„Það getur komið fyrir alla
skipstjóra að fá í skrúfuna“
skrúfu skipsins sem orðið hafi til þess að nótin
festist í skipinu. Síðan hafi skipstjórinn bakkað
inn í veiðarfærið.
Bjarni skipstjóri vill ekkert velta fýrir sér ástæð-
unum og segir ótímabært að velta fyrir sér hvað
gerst hafi og hann telji að bíða eigi
sjóprófa til að varpa skýru ljósi á
atburðarásina þessa nótt. Hann
segir að skipstjóri Baldvins hafi
brugðist hárrétt við eftir að allt
var komið í óefni.
„Þeir vörpuðu akkerum og
tókst að snúa skipinu þannig
að stefnið snýr frá landi. Þetta
er mjög mikilvægt til þess að
þeim takist að ná skipinu út. Ég
'tel reyndar góðar lfkur á því að
skipinu verði bjargað af strand-
„Sýn hefur sinnt þessu svaka-
lega vel og maður er kannski
dálitið smeykur um hvernig
Skjár einn muna gera þetta,"
segir Helen Ólafsdóttir, lands-
iiðsþjálfari kvenna í knatt-
spyrnu.„Það er ekki verið að
borga áskriftargjald fyrir Skjá
einn - sem er auðvitað plús.
Það skiptir auðvitað máli ef
maður getur séð þetta ókeypis
en ég spyr mig hvort kaupa
eigi einhverja íþróttafrétta-
menn með pakkanum þvíþað
þarfað sinna þessu vel. Sýn
hefur verið með mjög góða
menn. Það er þó ekki þar með
sagt að einhverjir aðrir geti
þetta ekki líka."
Helen Ólafsdóttir
Séra Pálmi Matthíasson fer árlega í utanlandsferðir fyrir peninga sóknarbarna
Sóknarnefnd óheimilt að greiða prestum laun
peningum. í frétt DV í
gær sagði Pálmi að
þessar upphæðir
væru samkvæmt gild-
andi kjarasamning-
um. Hann tók einnig
fram að hann færi slík-
ar ferðir nokkuð
reglulega, „jafnvel oftar
en einu sinni á
ári.“
Guð-
mundur
segir að
„Sóknarnefndum er auðvitað
ekki heimilt að greiða prestum
laun," segir Guðmundur Þór
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Kirkjuráðs. Séra Pálmi
Matthíasson, sóknarprestur í
Bústaðakirkju, fer um það bil
einu sinni á ári til útlanda í boði
sóknarbarna sinna. í tólf daga
ferð til Flórída borgaði
sóknin flugfarið en
til viðbótar fékk
Pálmi 250.000
krónur í dag-
Guðmundur
Þór Guð-
mundsson,
framkvæmda-
stjóri Kirkju■
ráðs. Segir
sóknum
óheimilt að
borga prest-
um laun.
prestum sé ekki heimilt að þiggja
greiðslur annars staðar frá
nema kjaranefnd hafi úr-
skurðað um annað. „Þetta
fellur samt kannski ekki
undir laun og fljótt á litið get
ég ekki fullyrt að verið sé að
brjóta lög,“ segir Guðmundur.
Varðandi ummæli Pálma um að
þessar upphæðir væru samkvæmt
gildandi kjarasamningum segir
Guðmundur að það sé ekki rétt.
„Hver sókn er mjög sjálf-
stæð en það er klárt að
vinnuveitandi presta er
Þjóðkirkjan," segir Guð-
mundur. „Þessar ferðir eru
farnar á vegum sóknarinnar
og tengjast ekki þeim kjara-
samningum sem prestar gera
við sinn vinnuveitenda."
Guðrún S. Jakobsdóttir,
formaður sóknarnefndar, vildi
ekki svara því hvort fleiri ferðir
á vegum sóknarinnar væru
á döfinni.
simon@dv.is
Séra Pálmi Matthías-
son, sóknarprestur. Nýt-
ur velvildar sóknar-
barna.