Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Page 10
10 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004
Fréttir DV
Abu Hafs Al Masri Forsprakki hópsins sem
lýst hefur dbyrgð á hendur sér. Hópurinn
hefur tengsl við al-Kalda
Mikið mannfall Ekki hefurtekist
að bera kennsl á lik 60 manna sem
létust I sprengingunni
Fyrirsagnir
fjölmiðla víða
um helm
Politiken (Danmörk):
Madrid krefst hefnda
El Mundo (Spánn):
Ríkisstjórnin útilokarenga mögu-
leika
Guardian (Bretland):
Spánn syrgir
New YorkTimes (Bandaríkin):
Misvísandi heimildirum tilræðis-
mennina
Haaretz (fsrael):
Hin spænska hefnd al-Kaída
Zaman (Tyrkland):
Blóðraúð Evrópa
Dagbladet (Noregur):
„Við náum þeim fljótlega"
Hindustan News (Indland):
Al-Kaida að baki árásunum i
Madrid
Daily Mail & Guardian (S.Afr-
íka):
Stríðið færist til Evrópu
El Diario (Chile):
Hryllingur og dauði i Madrid
Viðbrögð
umheimsins
„Enn einu sinni
sjáum við til-
gangslaus dráp á
saklausu fólki og
slíkt er aldrei rétt-
lætanlegt sama
hver tilgangurinn
er. Ég vona að glæpa-
mennirnir náist sem fyrst."
Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna
„Spánverjar hafa
staðið einhuga
með okkur í bar-
áttunni gegn
hryðjuverkum og
við biðjum Guð
almáttugan að
standa með þeim er eiga um
sárt að binda á Spáni."
George Bush, forseti
Bandaríkjanna
„Við fordæmum
harðlega þessa
óábyrgu glæpi
sem eru með
engu móti rétt-
lætanlegir."
Jacques Chirac, forseti
Frakklands
„Þessi heimsku-
legi og glæpsam-
legi atburður
hefur sýnt að að
þjóðir heimsins
verða að herða
baráttu sína
gegn hryðjuverkum til muna."
Vladimir Putin, forseti
Rússlands
Einn fremsti sérfræöingur heims um hryðjuverk
Vörnin felst ekki í vopnuðum sveitum
Paul Wilkinson, prófessor við St
Andrews-háskóla í Skotiandi og for-
stöðumaður rannsóknarstofnunar
um hryðjuverk, segir mikilvægast að
bregðast við hryðjuverkum, eins og
því sem varð í Madrid í gær, með því
að bæta upplýsingaöflun hjá lögreglu
og leyniþjónustum. „Það mikilvæg-
asta er að hafa réttar upplýsingar um
áætlanir leiðtoga hryðjuverkasam-
taka. Þá er hægt að stöðva hryðju-
verkamenn áður en þeir fremja
ódæðisverk," segir hann. Hann segir
takmörk fýrir því hve vel sé hægt að
verjast hryðjuverkum með því að
bæta við öryggisgæsiu. „Það eru svo
margir viðkvæmir blettir í opnu þjóð-
félagi. Þótt það sé hægt að fjölga
mönnum til að verja augljós skot-
mörk eins og sendiráð,
flugveiii og svo framvegis,
þá eru svo margir staðir
sem hryðjuverkamenn
gætu auðveldlega ráðist á,
svo sem lestir og lestar-
stöðvar. Það sem við þurf-
um að gera er að bæta
upplýsingaöflunina. Pen-
ingum sem er varið í það,
er ekki sóað. Það er ódýrt
miðað við kostnaðinn af
eyðileggingunni
skemmdarverkin
segir prófessor Wilkinson.
Wilkinson segir að spænsk stjórn-
völd hafi í upphafl verið sannfærð
um að ETA bæri ábyrgð á ódæðinu.
„Þau hafa skoðað dína-mítið sem var
notað og komist að því að
sprengjan hafi verið
dæmigerð fyrir ETA.“
Hann segir að sprengjunni
hafi verið fjarstýrt sem
bendi til þess að al-Kaída
hafi ekki verið þarna á ferð.
„Við vitum að ETA hefur
verið að reyna að koma
fyrir sprengjum í iestum í
Madrid í siðasta mánuði
og við vitum að þeir hafa
verið að reyna að smygla
stórum skömmtum af
sprengiefni til Madridar."
Hann segir að þótt stjórnmálaarmur
ETA hafi neitað aðild þurfi það ekki
að þýða að ETA hafi ekki verið ábyrg
heldur að ástæðan geti verið klofn-
Paul Wilkinson Mikil-
vægara að bæta upp-
sem lýsingaöflun en að fjölga
valda,“ vopnuðum vörðum.
ingur milli stjómmálaarms og
hernaðararms hreyfingarinnar.
Wilkinson segir að sprengjuárás-
in í Madrid hafi verið sú þriðja
mannskæðasta í Evrópu. Flugvélar
voru í tvígang sprengdar í loft upp
yfir Bretlandseyjum á níunda ára-
tugnum, fyrst þegar flugvél Air fndia
var sprengd í júní 1985 og 329 fórust.
Annað mannskæðasta hryðjuverkið
var þegar PanAm flugvél var sprengd
yfir Lockerbie í Skodandi og 270
fómst. Árásin í Madrid er sú þriðja
mannskæðasta en það hryðjuverk
sem næst kemur henni þar sem
sprengjur hafa spmngið á jörðu niðri
var árás nýfasista á lestarstöð í
Bologna á Ítalíu árið 1980.
kgb@dv.is
Gríðarleg sorg ríkir á Spáni vegna hryðju-
verkaárásanna í miðborg Madrid í fýrradag þar
sem tæplega 200 létu lífið og hátt í 1500 manns
slösuðust. Spænsk stjórnvöld halda fast við þá
kenningu að aðskilnaðarsamtök Baska eigi hlut
að máli en vísbendingar hafa komið fram sem
benda til þess að íslamskir hryðjuverkamenn
hafi staðið að árásunum.
í tölvupósti sem barst arabísku dagblaði í
London lýsir hópur kenndur við Abu Hafs A1
Masri yfir ábyrgð á sprengingunum og varar við
því að önnur árás sé yfirvofandi. Hópur hans
hefur þekkt tengsl við al-Kaída en margir draga
í efa að eitthvað sé að marka yfirlýsingar hóps-
ins þar sem Masri sjálfur er þekktur tækifæris-
sinni. í tölvupóstinum kemur fram að engin
eftirsjá sé af þeim almennu borgurum sem
létust og spænsk stjórnvöld spurð hvar allar
vinaþjóðir þeirra séu á stundu sem þessari.
Þjóðarsálin særð
Atburðurinn setti mikið mark á spænsku
þjóðina í heild sinni. Þúsundir manna flykktust
út á götur víða í borgum Spánar og mótmæltu
árásinni og sýndu fórnarlömbunum samhug
með nokkra mínútna þögn. Þakkaði forsætis-
ráðherrann þjóð sinni fyrir hlýhug en um ger-
vallt landið bauðst fólk til að gefa
blóð en skortur var á blóði fýrstu
tímana eftir atvikið. Var framboðið
slíkt að margir spítalar þurftu að
snúa fólki frá.
Mikil geðshræring var meðal
þeirra fjölmörgu sem enn söknuðu
ættingja þegar líða tók að kvöldi en
lík 60 fórnarlamba voru svo illa farin
að ekki tókst að bera kennsl á þau.
Spænska innanríkisráðuneytið lýsti
Lík 60 fórnarlamba voru svo
illa farin að ekki tókst að
bera kennsl á þau.
yfir að meðal þeirra sem fórust voru 14 þegnar
annarra landa en Spánar. Flest fólkið var frá
Suður-Ameríku en þrír frá Evrópu.
Yfir 1400 manns tóku þátt í björgunarað-
gerðunum auk hundruða almennra borgara
sem réttu hjálparhönd strax eftir slysið.
Stjórnvöld hyggjast ekki fresta kosningum í
landinu sem fram eiga að fara á morgun en allir
flokkar hafa hætt kosningabaráttu sinni.
ETA eða al-Kaída?
„Engar tillögur verða útilokaðar en ég heiti
því að öllu verður fórnað til að hafa hendur í
hári hryðjuverkamannanna," sagði Jose Maria
Aznar, fráfarandi forsætisráðherra Spánar, á
blaðamannafundi í gær en þá hófst þriggja daga
þjóðarsorg Spánverja vegna þeirra sem létust í
hryðjuverkaárásinni í Madrid.
Margs konar kenningar hafa komist á kreik
eftir árásina og hafa spænsk stjórnvöld opnað
fyrir þann möguleika að aðrir en ETA hafi
staðið að þeim.
Ljóst er að allmargir hafa komið að skipu-
lagningu árásar á borð við þessa. Safna þurfti
gögnum um lestarkerfið og tímasetja sprengj-
urnar þannig að þær ýllu sem mestum skaða.
Flytja þurfti sprengiefnið á vettvang og koma
hverri sprengju fyrir á sínum stað í vögnum
þeirra þriggja lesta sem fýrir árásunum urðu.
Ennfremur er ljóst að það var gert skömmu áður
en þær sprungu því sá böggull eða taska sem
skilin er éftir vekur eftirtekt farþega mjög fljót-
Þjóðarsorg Spænski fáninn blaktir nálægt lestarstöðinni
viðAtocha. Svartur minningarborði hefur verið féstur á
fánann til minningar um þá tæplega 200 sem létust i fyrra-
dag.
lega. Þess utan þurfti að sprengja þær úr fjar-
lægð og nauðsynlegt var fyrir tilræðismennina
að hafa góðan tíma til að komast undan. Þetta
er flókið ferli en aðgerðir ETA í fortíðinni hafa
ekki verið þekktar fyrir slíkt. Athygli hefur einnig
vakið að allar umræddu lestirnar voru á leið frá
fátækustu hverfum borgarinnar en banaspjót
Baska hafa að jafnaði ekki beinst að því fólki.
albert@dv.is