Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Síða 11
DV Fréttir LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 7 7 Saga Arons Pálma Ágtístssonar hefur á sérstakan hátt tengst inn í póli- tísk og hugmyndafræðileg átök í Bandaríkjunum. Vinkona Hillary Clinton blandaði sér í málið ogmissti að öllum líkindum starf sitt í kjölfarið. Kosn- ingabarátta George W. Bush hafði áhrif á afgreiðsiu erinda um framsal Arons. Tilraunir íslenskra stjórnvalda tU þess að fá hann framseldan var mætt með sérstakri óbUgirni í Washington og Texas og var erindum ekki einu sinni svarað. Þræðimir í máli Arons Pálma Ágústssonar teygja anga sína víða og hvert sem litið er spretta fram nöfn valdamanna á æsm stöðum í Banda- ríkjunum og í raun á Islandi einnig. í sorgarsögu Arons kristallast hrópleg- ar andstæður ólíkra hugmynda- strauma innan Bandaríkjanna auk þess sem hortugleg viðhorf Banda- ríkjamanna vegna íhlutunar í eigin mál spretta ffam með skýmm hætti. Viðmælendum DV ber saman um að eini ljósi punkturinn í sögu Arons sé að málið leiddi til þess að barnahús var stofnað á Islandi, að hluta til eftir fyrirmynd frá Houston í Texas og með stuðningi og tilstyrk þaðan. Forsagan er sú að þegar Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Bamaverndarstofu, er sendur utan árið 1997 til þess að meta hvort mögulegt væri að fá Aron Pálma laus- an eða framseldan kemst hann í tengsl við bamahús í Houston sem hafði verið byggt upp af miklum krafti og þótti góð fyrirmynd stofnanna af þessu tagi. Forstöðumaður bama- hússins í Houston, Ellen Cokinos, að- stoðaði Braga í máli Arons en hún er, meðal annars góð vinkona HiUary Clinton, fyrrverandi forsetafrúar. Það var fyrir mikla elju Ellenar að reist var stór og glæsileg bygging undir barna- húsið í Houston. Árið 1999 var húsið - Childrens Advocate Center (CAC) - formlega tekið í notkun og klippti Hillary Clinton á borðann við opnun- ina. Tengls barnahúsa Þegar Bragi fer upphaflega utan til að vinna að málum Árons em þegar komin á skrið áform um að stofna bamahús í Reykjavík. Tengslin við Ellen Cokinos urðu síðan til þess að hún kom til Islands og veitti faglega ráðgjöf við að koma á fót bamahús- inu hér. „Mál Arons leiddi vissulega það góða af sér fyrir ísland að bama- húsið í Houston veittí okkur ráðgjöf við stofnun barnahússins," segir Bragi Guðbrandsson og bætir við að seinna hafi starfsfólk farið héðan til Houston í starfsþjálfun. Ellen Cokin- os kom til Islands ásamt aðstoðar- konu sinni og áttu þau meðal ananrs fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. Cokinos man vel eftir máli Arons. „Það eina jákvæða sem kom út úr þessu máli hans er sú staðreynd að það leiddi til stofnunar barnahúss á Islandi árangri. En þessi frábæri árangur er því miður það eina jákvæða í þessu máli og atburðarásin íyrir Aron varð afar döpur,“ segir Ellen. Undarlegir þættir Ellen Cokinos hefur mikla reynslu af meðferðarmálum, bæði í meðferð ungra kynferðisbrotamanna og þolenda kiynferðisalbrota. Hún vill ekki að litíð sé framhjá þeirri stað- reynd að Aron Pálmi áttí við vanda- mál að stríða en er furðú lostin.yfir refsingunni sem hann fékk og allri hans sögu síðustu sjö árin í prísund- inni í Texas. „Ég er hneyksluð á þessu máli," segir EUen, „og ég skil ekki hvað getur legið að baki eða hvers konar pólitík blandast í málið en það er augljóst að það hljóta að vera ein- hverjir undirliggjandi þættir, sem við vitum ekki um, sem skýra málíð." ís- lendingum hefur blöskrað sú refsi- gleði sem birtist í þvi að dæma dreng í 10 ára fangelsi fyrir afbrot framið við 11 ára aldur. Ellen sem hefur langa reynslu af þessum málailokki í Texas staðfestir að dómurinn hafi verið harður. „Ég ætla ekki að al'saka það sem Aron gerði - hann braut gegn sér yngra barni en þetta er afar hörð refs- ing í samanburði við refsingar í hlið- stæðum málum. Sumir fullorðnir fá ekki einu sinni svona dóma, svo að já - í heildarsamhengi er þetta ntjög harður dómur.“ EUen segir að staðan í Texas sé bágborin í meðferð ungra brotamanna sem að einhverju leyti skýri hvers vegna gripið sé til innilok- ana og harðra refsinga. Sérstaklega hafi staðan versnað eftir hryðjuverka- árásirnar 11. september en í kjölfar þeirra hefur verið afar erfitt að fá fjár- magn í uppbyggjandi meðferðar- rekstur. í herinar huga sé ekki nokkur vafi á því að Aroni sé best borgið á ís- landi. Missir starfið En aðild Ellenar að málefnum Arons átti eftir að draga dilk á eftir sér. Eins og fram hefur komið beitti sak- sóknari ríkisins sér af mikiUi hörku í máli Arons; hann krafðist 30 ára fang- elsisdóms í upphafi og sendi bréf til Giddings-barnafangelsisins, þar sem Aron var vistaður, þar sem menn voru hvattir tU að sýna enga linkind og koma Aroni í fangelsi fyrir fullorðna um leið og hann yrði 17 ára. Þegar þetta var reynt fyrir rúmum þremur árum beittí Ellen Cok- inos sér í málinu. Hún kom því tU leiðar að afar þekktur lögmað- Randy Schaffer Helgi Ágústsson og Jón Baldvin tveir sendiherrar beittu sér i málinu en erindunum var ekki einu sinni svarað. Randy Schaffer, tók málið að sér án endurgjalds auk þess sem starfsfólk bamahúss í Houston aðstoðaði við að fara yfir viða- mikU gögn um Aron frá Giddings. Mál fara svo að beiðni um að flytja Aron í fuUorðins- fangelsi er- hrundið og var það í fyrsta sinn í sögu Texas sem slfk niðurstaða fæst. Randy Schaffer tekst að hrekja málarekstur- inn gegn Aron meðal annars með því að sanna með óyggjandi hætti að sál- fræðingur Giddings hafi logið í vitna- stúkunni. Saksóknari æfur Niðurstaðan var hneisa fyrir sak- sóknara. Það sem flækir málið erhins vegar sú staðreynd að saksóknarinn sat í stjórnarnefrid CAC eða Barna- hússins í I-Iouston, sem EUen veitti forstöðu. „Það er ljóst að það féU ekki í góðan jarðveg hjá saksóknara að EUen hafi komið að því að styðja Aron,“ segir Bragi Guðbrandsson. Staða Repúblíkana er afar sterk í Texas og það sem gerði EUen einnig erfitt fyrir var fylgi henn- ar við Barnahúsið í Houston Forstöðumaður og starfsfólk barnahússins adstoduðu ímáii Arons Páima og fengu bágt fyrir. Pólitiskur ágreiningur blandaðist í málið. bamahúss sem hef- ur skil- að fra bær- um SfjíjffiHl 1 * ♦»1 i. demókrata og baráttu þeirra. Mönn- um var einnig fullkunnugt um tengsl hennar við HUlary Clinton. Bragi seg- ir að sér og ræðismanni íslands í Houston hafi gmnað að pólitísk tengsl hennar hafi leitt tíl mUcUlar óá- ruegju og tilrauna tU að bolahenni í burtu. „Ég bef grun um að tengsl hennar við ísland og málefni Arons hafi verið notuð tU að gera hana tor- tryggUega," segir Bragi. Sjálf viU EUen ekki tala um þessi mál í smáatriðum en staðfestir að „hugmndafræðUegur ágreiningur" hafi valdið því að hún yfirgaf sitt fyrra starf. Uni pólitíkina sem liggur til grundvallar rekstri barnafangelsa eins og í Giddings er hún þó ómyrk í máli. Giddings versti staðurinn Barnafangelsið í Giddings er rammgert og lítt að skapi Cokinos sein telur farsælast að beita meðferðar- úræðum. „Því miður em þetta ríkjandi hugmyndirum meðferð íTexas," segir EUen. „Ef mál Arons hefði komið upp í einhverju öðm fylki hefði verið tekið á málinu með allt öðrum hættí og þó að hann hefði farið á stofnun væri það ekki rekið í anda fangelsis. Hér er það refsigleðin sem ríkir." EUen segir að rannsóknir í öðmm fyUcjum Bandaríkj- anna og einnig í öðrum löndum sýni að virk með- ferð skili miklu meiri ár- angri en innilokun á stofn- un. „Þarna takast á ólíkar hugmyndir," segir Ellen Cokinos og dregur ekki dul á hvora hugmynda- fræðina hún aðhyUist. Bush stoppar málið Fram kom á þingi í vik- unni að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sé afar ósátt- ur við hvernig ríkið Texas hefur tekið á málum Arons. Það er ekki að undra miðað við þær upplýs- ingar sem DV hefur úr ráðu- neytinu. George Bush var Halldór Ásgrímsson ríkisstjóri í Texas aUt fram tU ársins 2000 þegar hann berst um lyklavöldin í H víta húsinu - og hefur með naumind- um betur. Ekki er að undra að viðmót Bush-klíkunnar í Texas hafi farið fyrir brjóstíð á ut- anríkisráð- herra. Erindi hafa ítrekað verið send bréflega til dómsmála- ráðherra Texas sem þaðan fóru til ríkisstjórans. Tveir send- iherrar beittu sér í málinu, Helgi Ágústsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Erindunum var aldrei svarað. Bréf var sent til dóms- málaráðuneytisins í Washington en þar var sama sagan - ekkert svar. Mál- um var fylgt eftir með símhringingum og fundum en allt kom fyrir ekki. Ljóst var að ekki var nokkm hnikað í þessu máli og viðmótið einkenndist vægast sagt af óbilgimi þegar haft er í huga að erindið kemur frá æðstu stjórn annars lands. Málið er nú aftur komið á borð Halldórs Ásgrímssonar sem hefur heit- ið því að fara fram á framsal af mann- úðarástæðum. Miðað við fyrri reynslu má búast við að menn beiti beinum pólitískuiri þrýstingi - annað sé vonlít- ið til árangurs. Ellen Cokinos telur vel reynandi að fara þá leið að ýta á stjórnvöld í Was- hington. „Bush forseti hefur veruleg áhrif á framvindu mála í Texas svo að ég tel að réttast sé að taka þetta upp sem milliríkjamál á rnilli Bandaríkj- anna og Islands," segir Ellen og telur að árangurinn ráðist af því hversu mikla pressu Islendingar séu tilbúnir til að beita. kristinn@dv.is - Örlagavaldar f Iffi Arons Pálma Aðstoð Ellen Cokinos (imiðið) við Braga Guð- brandsson iþví að fá Aron lausan féll ekki í góðan jarðveg. Hún hafði þegar komist i ónáð vegna vinatenglsa við Hillary Clinton og stuðning við demókrata. Ellen veiti þó ómetanlega aðstoð við að opna barnahús á íslandi og hitti Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum. Samfylkingin vill að forsetinn beiti sér i máli Arons. Þarfþá að beina erindinu beint til George Bush Bandarikjaforseta en kosningabarátta hans fyrir fjórum árum varð til þess að starfsfólk þessa fyrr- verandi rikisstjóra i Texas lét mál Arons daga uppi. Vinir Bush eru síðan i klíku repúblíkana í Texas sem flæmdu Ellen frá störfum og halda á lofti þeirri hug- myndafræði að refsa börnum harðneskjulega með innilokunum i barnafangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.