Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 13 Landsbankinn tútnar út Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að hækka hlutafé bankans um allt að 600 milljónir króna. Á aðal- fundi bankans var sam- þykkt heimild til bankaráðs til að ákveða hækkun hlutafjár um allt að einn milljarð að nafnverði og þá vísað til mögulegrar hag- ræðingar á íslenskum fjár- málamarkaði og mögulegri aukningu á starfsemi er- lendis. Ástæða ákvörðunar bankaráðsins nú er þó ekki síður mikill innri vöxtur í starfsemi bankans á síðasta ári sem og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Sala á hlutafjáraukning- unni hefur farið fram með beinni sölu til fagfjárfesta. Gengi í viðskiptunum var 7,6 og eykst því eigið fé bankans um 4,6 milljarða kr. við söluna. Með falsaðan milljónaseðil Bandarísk kona, Alice Pike, hefur verið ákærð fyrir að greiða fyrir varning í vöruhúsi Wal-Mart með fölsuðum milljón dollara seðli. Varningurinn kostaði rúma 1600 dollara og því ljóst að Alice hefði átt að fá ríflega upphæð til baka. Bandaríski seðla- bankinn prentar ekki slíka seðla og er hæsti dollara- seðillinn 100 dollarar. Seðill konunnar var að sögn fremur illa gerður og afgreiðslumanninum ljóst frá fyrstu sekúndu að hann væri ekki ekta. Tveir sams konar seðlar fundust við leit á heimili konunnar. Sjálf ber hún því við að eiginmaður sinn hafí gefið sér seðlana. Pilla gegn tó- baki og offitu \ v- Risastórt flutningaskip Atlantsskipa í erfiðleikum við að komast inn í Kópavogshöfn. Úlfar Eysteinsson, kokkur á Þremur Frökkum, býr rétt hjá og stóð ekki á sama Eitt af flutningaskipum Atlantsskipa, hið 3.500 tonna Raderplain, lenti í miklum vandræðum við að leggja að í Kópavogshöfn í gærmorgun vegna veðurs og varð frá að hverfa eftir fjórar tilraunir. Úlfar Eysteinsson, kokkur á Þremur Frökkum, býr rétt hjá hafnarbakkanum og honum stóð ekki á sama á tímabili. „Það má segja að ég hélt ég fengi stefni skipsins inn um stofugluggann hjá mér,“ segir Úlfar. „Sem betur fer létu þeir svo skyn- semina ráða í lokin og hættu við eftir að hafa gert fjórar atrennur að innsiglingunni." Samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjórn í Kópavogshöfn var mikið rok er skipið reyndi að leggja að. „Eiginlega hjólandi vitlaust veður" eins og það var orðað og því var ákveðið að bíða þar til eftir hádegið með að sigla skipinu inn. Gekk það gæfulega enda hafði veðrið þá gengið niður. Úlfar Eysteinsson segir að hann sé sjálfur með pungapróf og hefði staðið öðruvísi að því að koma þessu skipi upp að hafnarbakkanum. „Þetta skip var greinilega þunghlaðið og þar að auki var dýpkunarprammi til staðar í innsigling- arrennunni þannig að aðstæður voru með versta móti. Þetta leit því mjög glæfralega út á tímabili en sem betur fer hættu þeir við enda ekkert vit í öðru." Boðið honum í mat Aðspurður um hvað hann hefði gert ef stefni Raderplain hefði rekist á hús hans og jafnvel al- veg inn í stofu segir Úlfar að sennilega hefði hann boðið skipstjóranum í mat. „Það var komið fram undir hádegi þegar þeir gáfust upp á þessu en ég var klár með hádegismatinn hér heima á þeim tíma." Að vanda hefði skipstjórinn lent í veislu hjá Úlfari því hádegismaturinn var lúðukinnar í súr- sætri sósu með hrígrjónum. Flutningaskipið Raderplain Fjórar atlögur að hafnar- bakkanum árangurslausar. Úlfar Eysteinsson kokkur var til- búinn með hádegismatinn handa skipstjóranum. Ómar Jóhannsson látinn Vísindamenn vinna nú að þróun lyfs sem talið er að muni hjálpa fólki við að hætta að reykja og grenna sig á sama tíma. Lyfið kall- ast rimaonabant og hefur þau áhrif á heilastarfsemina að löngun til að reykja og borða minnkar. Offita og reykingar eru sem kunnugt er meðal mestu skaðvalda í vestrænu þjóðfélagi og valda flestum dauðsföllum. Tilraunir á lyfinu lofa góðu og til dæmis tókst um þriðj- ungi þátttakenda að hætta að reykja með hjálp lyfsins samanborið við 16% þeirra sem fengu lyfleysu. Vonir standa til að lyfið komi á Inarkað á næsta ári. Ómar Jóhannsson, revíuhöf- undur og sagnamaður af Suður- nesjum, er látinn á 53. aldursári eftir erfiða baráttu við krabba- mein. Ómar fæddist á Seyðisfirði 31. desember 1951. Hann bjó lengst af á Suðurnesjum en síðustu tólf árin bjó hann í Reykja- vík. Foreldrar hans voru þau Jóhann Jónsson kennari og Anna Birna Björnsdóttir húsmóðir. Ómar kvæntist Guðnýju Rann- veigu Reynisdóttur 26. febrúar 2004 en áður hafði hann verið gift- ur Ingu Stefánsdóttur. Ómar lætur eftir sig tvö börn og barnabörn. í viðtali við DV 16. febrúar sagði Ómar: „Áður en þetta [sjúkdómsjferli hófst var ég orðinn þreyttur á ástandinu, var í raun alveg búinn á því... En nú er ég búinn að sætta mig við þetta... Maður verðurbara að njóta þess augnabliks sem maður á. Pirringurinn sem gagntók mig áður er horfinn og maður reynir að njóta þess sem maður á. Ég er rólegur að eðlisfari og er ekkert að æsa mig og það hefur óneitanlega hjálpað mér í baráttunni." Hann sagði ennfremur: „Það er alveg kristaltært frá minni hendi að til sé líf eftir dauð- ann. Ég tel að það séu til mismun- andi tilverustig sem maður færist á milli... Maður á samt alltaf sínar svörtu hliðar. Þegar ég hætti að drekka fyrir nokkrum árum og ( öllu því rugli sem fylgir fór maður að ná áttum. Þá fer maður að sjá aftur þá góðu vini sem maður á og Ómar Jóhannsson fjölskylduna. Þá verður rnaður rosalega þakklátur og fremur til- búinn að mæta þeim dómi sem maður fær með æðruleysi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.