Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Síða 21
DV Fókus
LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 21
NOKKUR VERK A GÓÐU VERÐI
Jón Helgason Þorvaldur Skúlason Þórarinn B. Þorláksson
Gömul hús I Reykjavlk Fjallasýn, 1931. Flötubakkar, ca. 1901.
Þorvaldur Skúlason Kristján Davíðsson Ásgrímur Jónsson
Módel,ca.l935. Fígúrur. Portrett,ca.l908.
Ásgrímur Jónsson Þórarinn B. Þorláksson Jóhannes Geir
Skissa frá Þjórsá. Islenskt landslag, 1931. Ca.1950.
Komposition, 1945.
Þórarinn B. Þorláksson Kjarval
Útsýni,ca.l901. Þingvellir.
Kjarval Kjarval Þórarinn B. Þorláksson
Frá Kaupmannahöfn. Stúlkavið hörpu. Kirkja í Friðrikshöfn, 1901.
Ásgrímur Jónsson Gunnlaugur Blöndal
Kýr viö Stigagil. Siki i París.
eftir Ásgrím og Kjarval sem má finna
þarna á uppboðinu."
Jónas Freydal fagnar því að
myndunum skuli ekki hafa fækkað
eftir að hann hætti að kaupa og selja
íslensk listaverk. „Ég hef haldið þvf
fram að ekkert væri að marka þessa
sjálfskipuðu listaspekúlanta og er
reyndar þeirrar skoðunar að þeir
hafi skipulega falsað og rangtúlkað
listasöguna. Til marks um það er
þessi fjöldi mynda sem ekki þekkt-
ust en eru nú komnar fram í dags-
Ijósið hjá Bruun."
Ótrúlega hagstætt að kaupa
Slík uppboð eins og það sem
Bruun mun standa fyrir hafa reynst
listaverkasölum drjúg tekjulind þó
svo að frost ríki á þeim markaði í kjöl-
far umræðu um falsanir. Jónas metur
það svo að nú sé hagstætt að kaupa,
því verðið sem sett er á myndirnar á
uppboðinu er í flestum tilfellum af-
skaplega lágt. Þannig er þarna að
finna stórt Kjarvalsverk sem meta má
á 1,5 milljónir en í fljótu bragði má
slá á að meðalverð þessara 27 mynda
sé 250 þúsund. Þarna ætti því að vera
hægt að gera góð kaup. Annað dæmi
gæti verið stór Ásgrímsmynd en ásett
verð er um hálf milljón hjá Bruun.
ITæglega má meta myndina á tvær
milljónir.
En ertu alveg viss um aö þú hafir
Þarna er stór Ásgríms-
mynd en ásett verð er
hjá Bruun er um hálf
milljón. Hæglega má
meta myndina á tvær
milljónir.
ekki málaö einhverjar þessara mynda,
Jónas?
„Nei, ég hef hvorki átt, selt né mál-
að neina af þessum myndum. Ég hef
hins vegar hugsað mér að kaupa
nokkrar þeirra. Þó svo að ég selji ekki
myndir á fslandi í augnablikinu hef ég
nú ekki hugsað mér að láta þessa
kumpána sitja eina að þessum mynd-
um,“ segir Jónas og telur ýmsa þá að-
ila sem stóðu fyrir málarekstri á hend-
ur sér hugsa sér gott til glóðarinnar.
Hann telur að mál sitt verði tekið
fyrir af Hæstarétti í síðasta lagi fyrir
næstu jól. „Því fyrr, því betra. Ég er
mjög sáttur við að hafa áfrýjað þó að ég
hafi verið sýknaður í öllum tilfellum af
að hafa falsað eða látið falsa einhverjar
myndir. En mér firinst ég bara skulda
gömlu meistumnum það að leggja mitt
af mörkum til að hreinsa þá af þessum
barnalegu ásökunum."
jakob@dv.is
^rSTAN'DT
MORQDNBLADID
Valtýr, Árvakur
og Morgunblaðið
Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur
heldur því fram í nýlegri bók Valtýr
Stefánsson. Ritstjóri Morgunblaös-
ins að Valtýr sé „einn áhrifamesti
maður í sögu fjölmiðlunar á fs-
landi." Enn fremur að svo örlagaríkt
hafi starf hans verið fyrir útbreiðslu,
hljómgrunn og vöxt Morgunblaös-
ins á fyrri hluta 20. aldar að hann sé
réttnefndur „höfundur" blaðsins.
Útgefandi og ritstjóri
Valtýr var ritstjóri Morgunblaðs-
ins í fjörutíu ár, frá 1924 til 1964 er
hann féll frá tæplega sjötugur að
aldri. Vegna veikinda gegndi hann
þó ekki ritstjórastarfinu með virkum
hætti síðasta áratuginn. Eftir hann
liggja nokkrar bækur, aðallega við-
talsbækur með efni úr blaðinu, og
svo ævisaga Thors Jensens í tveimur
bindum. Hann var áberandi maður í
íslensku þjóðlífi á sinni tíð, en ólík-
legt er að nafn hans sé mjög þekkt
nú á dögum. Kannski á hin nýja ævi-
saga eftir að vekja athygli á honum. í
því sambandi ætti ekki að spilla fyrir
að ýmislegt sem dregið er fram í
bókinni „kallast á“ við umræðuefni
líðandi stundar um sjálfstæði fjöl-
miðla, flokkstengsl og fyrirtækja-
blöð.
Þegar Valtýr var ásamt Jóni Kjart-
anssyni ráðinn ritstjóri Morgun-
blaðsins 1924 voru eigendur þess
nokkrir kaupmenn og heildsalar í
Reykjavík, rétt innan við tuttugu að
tölu; átti enginn þeirra ráðandi hlut.
Valtýr hafði þegar í upphafi trú á
blaðinu gagnstætt mörgum hluthöf-
unum, fann lífsfyllingu í starfinu og
hófst fljótlega handa um að „treysta
stöðu sína með veigamiklu eignar-
haldi". Virðist hann hafa haft hljótt
um áform sín því það kom öðrum
hluthöfum útgáfufélagsins, Árvak-
urs hf., í opna skjöldu þegar upplýst
var á aðalfundi í mars 1928 að hann
ætti 44% hlut í félaginu. „Þar með
var Valtýr í raun orðinn sinn eigin
útgefandi, þótt aldrei eignaðist hann
meirihluta í Árvakri," segir Jakob F.
Ásgeirsson.
Ekki óumdeildur ritstjóri
„Valtýr var ekki óumdeiidur á
sínum vettvangi. Hann vissi að
stjórnarmenn íÁrvakri voru ekki all-
ir jafn ánægðir með störf hans þótt
þeir kynnu vissulega að meta að
verðleikum að hann hafði gert blað-
ið arðbært í rekstri," segir Jakob.
Hann segir að togstreita hafi einkum
verið á milli Valtýs og Garðars Gísla-
sonar stórkaupsmanns, stjórnarfor-
manns útgáfufélagsins, sem taldi
Valtý ekki skrifa nægiiega skelegg-
lega um verslunarmál og gegn kaup-
félögunum. Á fjórða áratugnum var
óánægja með „linkind" Valtýs og
Og flokksblöðin svo-
nefndu sýndu þrátt
fyrir allt á stundum
metnað í almennum
fréttaskrifum sem gat
skákað því sem birtist
í Morgunblaðinu.
Heimur fjölmiðlanna
var hvorki þá né nú
svartur og hvítur.
samstarfsmanna hans á Morgun-
blaðinu í verslunarmálum orðin svo
útbreidd meðal hluthafa að efnt var
til sérstaks hluthafafundar sumarið
1936 til að ræða málið. Var þar hald-
ið uppi harðri gagnrýni á ritstjórana
fyrir tómlæti þeirra um verslunar-
höft og misbeitingu gjaldeyris- og
innflutningsleyfa í þágu kaupfélag-
anna. Einhver áhrif virðist þessi
fundur hafa haft á umfjöllun blaðs-
ins í kjölfarið, þótt ekki væru allir
umkvörtunarmenn ánægðir.
Fram kemur í bókinni að hluthaf-
ar, sem réðu meirihluta í Árvakri, en
það voru sem fyrr kaupmenn og
heildsalar, hafi þegar í kjölfar hinna
leynilegu hlutabréfakaupa Valtýs
1928 tekið sig saman um að koma í
veg fyrir að hann eignaðist meiri-
hluta í félaginu. Forystumenn þeirra
virðast þá, auk Garðars Gíslasonar,
hafa verið Hallgrímur Benediktsson,
Jes Zimsen og Ólafur Johnson en
síðar varð Sveinn M. Sveinsson í
Völundi áhrifamikill í þessum hópi.
Öðrum þræði endurspegla átök-
in í Árvakri hagsmunatogstreitu sem
forðum daga var í röðum atvinnu-
rekenda á milli útgerðarmanna og
kaupsýslumanna. Heyrist bergmál
hennar raunar enn í dag. Var Valtýr í
nánu persónulegu sambandi við
helsta málsvara útgerðarinnar, Ólaf
Thors, og bræður hans í Kveldúlfi.
Samstaða um að efla blaðið
Þrátt fyrir þennan núning voru
eigendur Morgunblaðsins samstíga
um að efla blaðið sem fréttamiðil og
vinna því brautargengi með þjóð-
inni. Valtýr virðist hafa haft frjálsar
hendur um ritstjórnarstefnuna og
ráðningu blaðamanna. Jakob F. Ás-
geirsson ræðir ekki, líklega vegna
skorts á heimildum, hvort hluthafar
hafi með einhverjum hætti reynt að
hafa áhrif á dagleg fréttaskrif blaðs-
ins, fyrir utan það sem áður er rakið;
er alls ekki víst að um það hafi verið
að ræða enda var staða kaupsýslu-
manna á þessum tíma allt önnur en
Guðmundur
Magnússon
Skrifar um ævisögu
Valtýs Stefánssonar eftir
Jakob F. Ásgeirsson
Söguþræðir
nú á dögum. Hafa fyrirtæki hluthaf-
anna þó hugsanlega getað gengið að
ýmiss konar kynningu vísri í blað-
inu, umfram það sem önnur fyrir-
tæki fengu.
„Sjálfstæði" ekki sama og
„hlutleysi"
Jakob F. Ásgeirsson telur að
Morgunblaðið hafi í ritstjórnartíð
Valtýs Stefánssonar rutt nútímalegri
blaðamennsku, faglegri og sjálf-
stæðri, braut hér á landi. Rekur
hann í því sambandi hvernig breyt-
ingar urðu á efni og efnistökum
blaðsins allt frá því á þriðja áratugn-
um og fram á hinn sjötta. Hann
leggur áherslu á að menn megi í
þessu sambandi ekki láta það villa
sér sýn að Morgunblaðið var mjög
pólitískt og eindregið stuðningsblað
Sjálfstæðisflokksins. Vill hann gera
skýran greinarmun á Morgunblað-
inu og flokksblöðunum svonefndu,
sem hafi ekki aðeins verið „málpíp-
ur stjórnmálaflokka heldur ýmist í
eigu þeirra eða áttu fjárhagslegan
tilverurétt sinn undir stuðningi
þeirra". Tekur Jakob síðan svolitla
rispu gegn útbreiddum misskilningi
um að „sjálfstæði" fjölmiðla sé hið
sama og „hlutleysi".
Ruddi nýjar brautir
Mikill sannleikur er fólginn í orð-
um Jakobs um muninn á sjálfstæði
dagblaða og hlutleysi þeirra í þjóð-
málum. Dagblað getur verið áreiðan-
legur og faglegur fréttamiðill þótt það
beiti sér fyrir ákveðnum sjónarmið-
um í ritstjórnargreinum og með
áherslum í fréttaflutningi. Gildir hér
að veldur hver á heldur. Hitt er svo
annað mál að Morgunblaðið á tíma
Valtýs var ekki, hvað sjálfstæði og
fagleg vinnubrögð áhrærir, sambæri-
legt við stóru fféttablöðin í ná-
grannalöndum okkar, enda sé ég ekki
að Jakob haldi því ffam. Og flokks-
blöðin svonefndu sýndu þrátt fyrir
allt á stundum metnað í almennum
fréttaskrifum sem gat skákað því sem
birtist í Morgunblaðinu. Heimur fjöl-
miðlanna var hvorki þá né nú svartur
og hvítur. En hitt er áreiðanlega rétt
að með metnaði sínum og dug ruddi
Valtýr Stefánsson íslenskum dag-
blöðum nýjar brautir og er við hæfí
að halda því á lofti eins og gert er í
þessari stórfróðlegu bók.
gm@intemet.is