Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Side 22
22 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004
Fókus DV
Eftir helgina kemur út
fimmta sólóplata
George Michael, Pati-
ence, en það er hans
fyrsta plata með
frumsömdu efni í átta
ár. Trausti Júlíusson
rifjaði upp feril
kappans, sem síðustu
ár hefur komist í frétt-
irnar fyrir flest annað
en tónlistina.
George Michael Almenningur stóð með honum þegar hann var
gómaður á almenningssalerni i garði i Beverly Hills og handtek-
inn fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri. Þegar hann réðst að
George Bush og Tony Blair í myndbandinu við lagið Shoot The
Dog voru viðbrögðin hins vegar harðari. Það kemur íIjós á
næstu vikum hvort tónlistin hans á enn upp á pallborðið hjá
gömlu aðdáendunum, en nýja platan hans, Patience, kemur i
verslanir úti um allan heim á mánudaginn.
George Michael loksins
séttur við sjálfan sig
Astríhufullur og alvörugetinn
Það hefur gengið á ýmsu hjá
George Michael síðustu ár. Hann fór
í mál við Sony og tapaði. Það kostaði
hann þrjár milljónir punda. Hann
gekk í gildru lögreglunnar í LA og var
handtekinn fyrir ósæmilega hegðun
á almenningssalerni í garði í Beverly
Hills. í kjölfarið gaf hann út yfirlýs-
ingu um að hann væri samkyn-
hneigður. Hann var harðlega gagn-
rýndur fyrir myndbandið við lagið
Shoot the Dog, sem rakti glappaskot
„hálfvitans George Bush og
kjölturakkans hans Tony Blair“.
Shoot the Dog seldist lítið og George
dró sig að mestu út úr sviðsljósinu.
Nú er hins vegar komin út ný
smáskífa, Amazing, og stór plata
væntanleg eftir helgina. Hún heitir
Patience. Nafnið vísar til þess að
þetta er fyrsta plata George með
frumsömdu efni í heil átta ár, síðan
Older kom úr árið 1996. „Takk fyrir
þolinmæðina" segir George, sem
lýsti því nýlega yfir að árið 2003 hafi
verið fyrsta góða árið í lífi hans í 10
ár. En hver er hann þessi rnaður?
Wham!
Georgios Kyriacos Panayiotou er
fæddur 25. júní 1963 í Norður-
London. Hann er ættaður frá Kýpur
og Grikklandi, foreldrar hans voru
innflytjendur sem ráku matsölustað
í borginni. Hann var mjög bældur í
æsku og lét sig dreyma um að verða
frægur og dáður. Hann kynntist
Andrew Ridgeley í grunnskóla. Þeir
voru báðir í ska-popphljómsveitinni
The Executive sem var stofnuð árið
1979, en eftir að hún leystist upp
ákváðu þeir að stofna sína eigin
hljómsveit. Sú hljómsveit fékk nafn-
ið Wham! og náði gríðarlegum vin-
sældum með lögum eins og Young
Guns (Go For It), Freedom og Wake
Me Up Before You Go Go. Wham!
sló í gegn 1982 og gaf út þrjár stórar
plötur. Árið 1985 hætti George í
hljómsveitinni eftir að hann frétti að
umboðsmaður hennar, Simon
Napier-Bell (sem síðar varð um-
boðsmaður Take That) hefði selt
suður-afrísku stórfyrirtæki hluta í
umboðsskrifstofunni sinni. George
vildi ekki styðja aðskilnaðarstefnu S-
Afríku. Áður en Whant! hætti hélt
hljómsveitin risa kveðjutónleika á
Wembley þar sem hún spilaði fyrir
72.000 manns.
Bláeygtsoul
Það kom engum á óvart að
Wham! skyldi hætta, enda hafði
George gefið út sína fyrstu sólósmá-
skífu, Careless Whisper, árið 1984.
Lagið, sem hann samdi ásamt
Andrew þegar hann var 17 ára, sló
rækilega í gegn og var forsmekkurinn
að þeim miklu vinsældum sem hann
átti eftir að ná. Fyrsta stóra platan
hans, Faith, kom út árið 1987. Hún
seldist í yfir 15 milljón eintökum.
Hún innihélt soul og grúvskotið
popp. Tónlist sem stundum er kölluð
„bláeygt soul“. Sama ár söng hann
dúettinn I Knew You Were Waiting
(For Me) með sjálfri soul-drottning-
unni Arethu Franklin.
Önnur plata George, Listen With-
out Prejudice Vol. 1, kom út 1990 og
seldist heldur minna. I kjölfarið fór
hann í mál við Sony. Hann hélt því
fram að hann væri þræll stórfyrir-
tækisins, sem færi með hann eins og
neysluvöru í stað þess að meðhöndla
hann eins og listamann. Eftir löng og
erfið málaferli sigraði Sony og
George þurfti að punga út 3 milljón-
um punda til þess að losna undan
samningnum við fyrirtækið. Hann
hefur síðan flækst á milli plötufyrir-
tækja. Þriðja platan hans, Older, kom
út 1996 hjá Virgin og seldist mjög vel.
Á henni var tónlistin með alvarlegri
undirtón en áður, enda var platan
tileinkuð félaga hans Anselmo, sem
dó úr alnæmi.
Þvingaður út úr skápnum
Áföllin héldu áfram. Árið 1988
missti George móður sína, sem hann
var alltaf í mjög nánu sambandi við.
Hún dó úr krabbameini. Þegar hann
var rétt að jafna sig eftir þann atburð
var hann veiddur í gildru lögreglunnar
í LA á almenningssalerni í garði nálægt
heimili hans í Beverly Hills. Það var
óeinkennisklæddur lögreglumaður
sem tældi hann og tók hann svo fast-
an. Þá reiknuðu margir með því að fer-
Ul gömlu Wham! stjörnunnar væri á
enda, en það var af og frá. George kom
fram og gaf út yfirlýsingu um að hann
væri samkynhneigður. Almenningur
fékk samúð með honum, enda var
hann fórnarlamb vægast sagt vafa-
samra vinnubragða. Safnplatan
Ladies & Gentlemen The Best of
George Michael sem kom út haustið
1998 mokaðist út og vinsældirnar virt-
ust síst vera að minnka. I dag er Geor-
ge Michael búinn að selja vel yfir 80
milljón plötur. í árslok 1999 gaf hann
svo út sína fjórðu sólóplötu, Songs
From the Last Century. Hún hafði að
geyma 10 af hans uppáhaldslögum, en
ekkert fmmsamið efni og þótti ekki
mjög merkileg.
Poppstjarna breytist í hug-
sjónamann
„Við ættum að fagna því að for-
sætisráðherrann okkar er ekki lyg-
ari,“ sagði George Michael í viðtali
við franska vikuritið Télérama fyrir
nokkru, eftir að Hutton lávarður
hafði birt umdeildar niðurstöður
rannsóknar sinnar á upphafi íraks-
stríðsins og dauða vísindamannsins
Davids Kelly, „en í raun þýðir það að
hann er ekkert annað en heimskingi.
LeUcfang í höndunum á Bandaríkja-
mönnum.“
Myndband George við lagið Shoot
fite Dog sem kom út í júlí 2002 vakti
mikla athygli. Þetta er teiknimynd
sem sýnir afar vitgrannan George
Bush og hundinn hans Tony Blair við
ýmsa iðju, m.a. í rúminu. Mynd-
bandið var hugsað sem háðsádeila á
utanríkisstefnu Breta. Það voru hins
vegar ekki allir sáttir við það að vin-
sældalistagarpurinn og fyrmm
WhamLgleðipopparinn George
Michael væri allt í einu orðinn póli-
tískur baráttumaður. Myndbandið
hneykslaði marga og dagblöðin New
York Post og hið breska The Sun sein
bæði hafa mikla útbreiðslu og em í
eigu fjölmiðlakóngsins Ruperts Mur-
doch, réðust harkalega á tónlistar-
manninn. Shoot the Dog seldist líka
lítið, en eins og sést á ummælum
George hér að ofan er popparinn
ekkert þagnaður...
„Ómótstæðilegt popp"
Eftir að George Michael sagði skilið
við Virgin gerði hann samning við
Universal, sem gaf út smáskífurnar
Freeek! og Shoot tfie Dog. Það sam-
starf var ekki að ganga upp og í byrjun
ársins 2004 tilkynnti George að hann
hefði gert nýjan samning við Sony.
Kominn aftur heim og búinn að
gleypa stoltið... Og engin skömm að
því.
Patience er opnari og jákvæðari
plata en Older. George segir í viðtalinu
við Télérama að hann hafi viljað gera
„ómótstæðilega poppplötu". Við-
fangsefni textanna em margvísleg.
Auk laganna Freeek!, Shoot The Dog
og Amazing em á plötunni lög eins og
John & Elvis Are Dead, Cars & Trains
(fjallar um skyndikynni), American
Angel (fjallar um kærastann ltans síð-
ustu 7 árin), Through (fjallar um
sleggjudóma slúðurblaðanna) og
Round Here sem fjallar um uppvaxtar-
árin í Norður-London.
George Michael er að eigin sögn
hættur að umgangast stjörnur.
Hann hefur t.d. ekki hitt góðvin sinn
Elton John í tvö ár. Hann segir að
eina stjarnan sem hann hefur átt
samskipti við að undaförnu sé
„hvíta píanóið hans Johns Lennon"
sem hann keypti á uppboði fyrir
1,45 milljónir punda í október árið
2000. George samdi flest lögin á nýju
plötunni á það. Patience er að fá
góða dóma í tónlistarpressunni, t.d.
fjórar stjörnur í Q.