Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 Fókus DV 24 áre stúlka Irá Palestínu rekur sioppu á Vesturgntunni Sannleikurinn er sá að ég mundi helst vilja selja palestínskar hnetur. Mér finnst stund- um beinlínis ógeðslegt þegar lítil börn eru að troðfylla sig af nammi. En ég segi ekki neitt því bissniss er bissniss. Og ég er í þess- um bissniss til að láta drauma mína rætast. Um menntun. Um starf þar sem ég get orðið palestínsku þjóðinni að gagni. Þú segir að það sé ekki algengt að 24 ára gamlar stelpur á Islandi séu orðnar sjoppu- eigendur. Það getur vel verið. En þetta er bara mín leið. Eg fylgdi áður hinni íslensku leið, var í þremur störfum og lagði hart að mér í þeim öllum. Já, ég held að mér sé óhætt að segja að ég hafi alltaf verið dugleg að vinna. Svo sá ég auglýsingu um þessa sjoppu og þá fór ég að hugsa - og reikna. Ég var búin að læra svolítið í bókhaldi og þegar ég setti dæmið niður fyrir mér fannst mér að ég gæti klofið þetta. í staðinn fyrir þessi þrjú störf lagði ég bara allt undir og reyndi að kaupa sjoppuna. Ég vissi að það yrði rosa- Landnámsmenn Elísabet Brekkan lega mikil vinna og ég væri að taka mikla áhættu. En maður verður að trúa á sjálfan sig og vita hvað maður getur. Ef einhver skyldi nú vera að hugsa um að fá sér sjoppu, þá get ég vottað að maður verður að vinna myrkranna á milli til að byrja með. En ég reiknaði út að þegar ég væri búin að vinna í fimm ár og gerði eiginlega allt sjálf væri ég búin að eignast sjoppuna og allar skuldirnar væru gufaðar upp. Auðvitað var þetta ekki eins einfalt og að skreppa út r búð og kaupa sér skó. En ég var búin að safna mér svolitlu af peningum því ég var alltaf að vinna fyrir háskóíanámi og svo fór ég bara á fund bankastjóra og bað um lán og sýndi honum hvernig ég ætlaði að fara að þessu. Og hann treysti mér bara! Síðan hef ég verið hér. Og afgreitt gotterí, eiginlega þvert gegn vilja mínum! Ef þú bara vissir hvað palestínskar hnetur eru góðar á bragðið ... Iá, svo er ég sem sagt líka ennþá í skóla. Ég er í fjölbrautaskóla og ætla að ná stúdents- prófi til að komast í mitt langþráða háskóla- nám. Núna sækist mér námið að vísu seint, bæði af því ég vinn svo mikið hérna í sjopp- unni og svo er ekki hægt að segja að útlend- ingum sé beinlínis gert auðvelt íýrir í íslenska skólakerfmu. Ég er að vfsu orðin stúdent í stærðfræði fyrir löngu en sum önnur fög vefj- ast verulega fyrir mér. Það er heldur ekki boðið upp á neitt sérstakt prógramm fyrir út- lendinga, maður situr bara í tímum méð ís- lendingum og það er erfitt. Mér finnst að það ætti að bjóða útlendingum upp á einhverja aðra leið. Að fylgjast með í öllum fögum á ís- lensku er mjög erfitt. Að lesa allt sem þarf á íslensku er enginn leikur. Ætli íslendingar geri sér almennilega grein fyrir því hvað mál- ið þeirra er erfitt? Auðvitað vil ég læra ís- lensku sem best en ég vil gera það jafnóðum, ekki þannig að skortur á fullkominni ís- lenskukunnáttu tefji fyrir mér í öðru námi. Nú þarf ég að taka íslensku fyrir íslendinga en það væri gott ef það væri í boði námsefni sem héti „íslenska fyrir úllendinga". Ég heflært margt hérna á íslandi og það sem kannski skiptir mestu máli er að fá að upplifa frið. Að fá að lifa i friði á hverjum degi, eng- inn drepinn í dag, enginn heltekinn afótta við byssu- menn eða skriðdreka. Ffda Eg ætla að læra sögu til að geta orðið góður blaðamaður eða eitthvað í þá áttina. Svo ég geti hjálpað landinu minu. Og aukið þannig likur á friði bæði i Palest- ínu og heiminum öllum. Til þess er ég að afgreiða iþessari sjoppu. Og það væri ekkert endilega lausnin að hafa nám fyrir okkur útlendingana á ensku. Það halda vissulega flestir að allir útlending- ar kunni fullkomna ensku en það er auðvit- að ekkert þannig. Sumir kunna alls enga ensku. Þegar ég fann að skólagangan gekk ekki al- veg eins greiðlega og mig hafði dreymt um varð ég rosalega spæld. Því ég vil umfram allt vera menntuð kona. Það hefur alltaf verið minn helsti draumur, það er heldur ekkert mikilvægara en menntunin. Það er betra að vera menntuð kona en rík kona. Það er ekki hægt að kúga fólk sem hefur menntun. Þetta hugsa ég kannski meira um en íslenskir jafn- aldrar mínir. Þeir ganga meira að menntun- inni vísri. Ég verð að viðurkenna að mér finnst sumir íslenskir krakkar ekki vera nógu duglegir að gera eitthvað sem máli skiptir. En mér finnst svo hræðilega leiðinlegt að gera neitt. Ég bara get ekki gert ekkert! Ég hef lært margt hérna á íslandi og það sem kannski skiptir meslu máli er að fá að upplifa frið. Að fá að lifa í friði á hverjum degi, enginn drepinn í dag, enginn heltekinn af ótta við byssumenn eða skriðdreka. Mig lang- ar svo til þess að allir menn alls staðar geti lif- að í friði. Og ég ætla að leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar til þess. Til þess er ég að þessu. Ég ætla ekki bara að sitja hér endalaust og hugsa um sjoppuna og sjálfa mig og skemmta mér. Ég ætla til Palestínu í sumar. Auðvitað vil ég taka þátt í baráttu Palestínuaraba. Ég get ekki bara hugsað um sjálfa mig svo ég verð að fara og hjálpa fjölskyldu minni. Ég er að vísu búin að vera svo lengi hér á íslandi að í Palestínu er ég líka oröin svolítill útlending- ur. En ég stefni að því að komast á endanum í skóla þar og ef ég fæ skólavist þá slæ ég áreiðanlega til og sel sjoppuna. Nei, ég ætla ekkert að reyna að reka hana gegnum Netið; þessi sjoppa er bara áfangi í lífi mínu. Og til Palestínu verð ég að fara. Þótt ísland hafi ver- ið mér gott veit ég að þar get ég gert meira gagn. Nei, ég ætla ekki að læra viðskiptafræði, þó ég sé núna í bissniss. Enda læri ég það sem ég þarf að kunna á því sviði bara svona frá degi til dags hérna f sjoppunni. Ég ætla að læra sögu til að geta orðið góður blaðamaður eða eitthvað í þá áttina. Svo ég geti hjálpað landinu mínu. Og aukið þannig líkur á friði bæði í Palestínu og heiminum öllum. Til þess er ég að afgreiða í þessari sjoppu. Fída, systir hennar 09 móðir eru einstaklega glaðlyndar konur og miklir dansarar. Þær hafa kennt mörgum íslenskum konum að dansa magadans og uppi á hillu í sjoppunni við Vesturgötuna má sjá glitta í magadans- búninginn. Fída abu lihdeh Quassay aden Hún er 24 ára gömul og keypti sér sölu- turninn að Vesturgötu 53 fyrir ári síðan. Hann heitir Nammi gott en þar er hægt að kaupa svo ótal margt fleira en tómt gotterí. Nágrannarnir skjótast þangað inn til að kaupa sér mjólkurpott ef svo ber undir og skiptast þá kannski á nokkrum orðum við ungu stúlkuna bak við skenkinn. And- rúmsloftið í sjoppunni er hlýlegt og glað- legur lrlátur fylgir nærri hverri setningu frá Fídu. Hún er dóttir Amal Tamimi sem er einstæð móðir í háskólanámi; sjálf ætlar Fída líka í háskóla þótt hún hafi viðkomu í þessari sjoppu. Amal fluttist hingað fyrir átta árum með fimm börn sem síðan urðu sex. Þegar Fída og Falestína systir hennar voru unglingar áttu þær erfitt með að feta sig í skólakerfinu. Þær kunnu vitaskuld enga íslensku og enskan þeirra rétt nægði til að gera sig skiljanlega við vini og kunn- ingja. En dugnaðurinn hefur gert þeim og ekki síst Fídu kleift að koma sér vel fyrir í hinu nýja heimalandi, þótt hún verði kannski landnámsmaður hér til frambúðar því hugur hennar dvelur gjarnan við ætt- jörðina þar sem þjóð hennar á undir högg að sækja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.