Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Page 34
Sport DV 34 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 H ÍSJÓNVARPINU Bolton-Chelsea Hér gæti verið gáfulegra að sýna beint frá drykkjukeppni á milli Romans Abramovich og Samma Alla. Roman hefur væntanlega stútað ófáum vodkastaupunum á sínum ferli og Sammi kallar nú <»ekki allt ömmu sína þegar kemur að uppáheilingum. Yrði jafnari viðureign en leikur liðanna á vellinum þar sem Chelsea valtar yfir Bolton. Lau. Sýn kl. 12.30 Blackbum-Arsenal Meira að segja vel greiddur Graeme Souness, ber að ofan í Giadiator-búningi gæti ekki stöðvað Arsenal þessa dagana. Wenger er búinn að skrá sig í Mr. Universe þar sem hann keppir við Garðar Gunnlaugs - sjálfs- traustið er það mikið hjá kallinum. Lau.Stöð2 kl.is.oo Man.City-Man. Utd Fergie mætir ferskur með peis- meikerinn og veitir ekki af þar sem Wes Brown gæti veitt hvaða knattspyrnustjóra sem er hjartaáfall með leik sínum þessa dagana. Sun. Sýn kl. 14.00 Southampton-Liverpool Talandi um hjarta en það er engu líkara en það slái ekki hjá leik- mönnum Liverpool þessa dagana. Ef Liverpool ætlar sér eitthvað á þessu tímabili þá verða þeir að draga lan Rush aftur á flot og til að alll verði í lagi verður að gefa kallinum mánuð til þess að safna hormottunni góðu. Sun. Sýn ki. 16.00 Birmingham-Leicester Micky Adams nær í lið eftir að síðustu mennirnir losnuðu úr grjótinu. Robbie Savage verður væntanlega í essinu sínu og kyndir undir slagsmál í leiknum. Frank Sinclair spilar með pokann, sem hann tók með sér úr steininum, á hausnum. Charlton-Middlesbrough Það mætti halda að Middlesbrough hefði unnið meistaradeildina um daginn því spilamennskan í síðustu leikjum bendir til þess að þeir séu enn vel rakir. Kampavín í hálfleik en 4-0 sigur hjá Charlton. BOLTINN EFTIRVINNU Er alls ekki í neinum felum Þeir eru ófáir stuðningsmenn Liverpool sem hafa horfið inn í skápana sína á undanförnum ; LIÐIÐ IVIITT & misserum sökum slæms gengis Hðsins. Það er á slíkum stundum sem kemur í ljós hverjir eru alvöru stuðningsmenn og hverjir vilja vera með þegar vel gengur. Sjónvarps- stjarnan Gísli Marteinn Baldursson er einn þeirra manna sem stendur með sínu liði, sama hvað á gengur, og hann skammast sín ekkert fyrir að halda með Liverpool. „Ég er glerharður Liverpool-maður og það er í sjáifu sér ekki til nein skemmtileg saga á bak við það af hverju ég byrjaði að halda með liðinu. Þeir voru upp á sitt besta þegar ég byrjaði að íýlgjast með boltanum og því ákvað ég að halda með þeim," sagði Gísli Marteinn glaður í bragði ^f.nda var hann ásamt félögum sínum á RÚV nýbúinn að rúlla upp liði alþingismanna í fótbolta þegar blaðamaður DV náði tali af honum. Leikurinn endaði 10-4 fyrir RÚV og skoraði Gísli tvö mörk. Seigur strákurinn. Þótt Liverpool hafi oft staðið sig betur en í vetur og sé að leika hundleiðinlegan fótbolta þá skammast Gísli sín ekkert fyrir að halda með félaginu. „Ég er ekki í neinum felum. Síður en svo er ég mjög ákafur," sagði Gísli sem gat þó ekki neitað því að það væri erfitt að styðja Liverpool þessa éaganna. Hann segir að það sé að koma tími á breytingar á Anfield. „Ef Liverpool nær ekki fjórða sætinu þá þarf Houllier að fara. Síðasta tímabil og tímabilið í ár eru búin að valda of miklum vonbrigðum til þess að honum sé stætt að þvf að halda áfram. Ég skal hugleiða að leyfa honum að halda áfram ef íjórða sætið næst og Liverpool vinnur UEFA- bikarinn en það er hugsanlega ekki •ióg.“ Jody Morris var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður Bret- landseyja. í dag er hann útbrunnin fyllibytta sem hefur sankað að sér hneykslismálum á síðustu mánuðum. Hann var rekinn frá Leeds United um síðustu helgi eftir að hafa mætt fullur á æfingu. Leeds og Morris komust að samkomulagi um síðustu helgi að rifta samningi Morris við félagið eftir að hann skítféll á öndunarprófi er hann mætti á æfingu hjá liðinu. Félagið hafði staðið þétt við bakið á þessum 25 ára strák undan- farna mánuði eftir að hann var ákærður fyrir naugðun. Það mál fór ekki fyrir dóm heldur var látið falla niður í janúar síðastliðnum. Viðhorf Morris breyttist lítið þrátt fyrir það og bar hann að sögn ekki virðingu fyrir nokkrum manni hjá félaginu og óð uppi rétt eins og hann ætti félagið. Mælirinn fylltist síðan þegar hann mætti vel rakur á æfingu. Morris var með rúmlega eina og hálfa milljón í vikulaun hjá Leeds. Formaður samtaka atvinnu- knattspyrnumanna í Bretlandi Gordon Taylor vildi ekki ræða sérstaklega um málefni Morris en sagði að það væri sífellt að aukast að ungir leikmenn lendi í vandræðum Morrís gekk í raðir Leeds frá Chelsea síðasta sumar, án greiðslu, enda var hann með allt lóðrétt niður um sig hjá Chelsea og hafði brennt allar brýr að baki sér. með áfengi og vímuefni. Chelsea og hafði brennt allar brýr „Vandamálið er sífellt að aukast. að baki sér. Til að byrja með gekk Þetta eru ungir rnenn sem eiga að honum ágætlega hjá Leeds og var haga sér eins og þeir séu gamlir og fastamaður í liðinu hjá Peter Reid vitrir en þeir ráða ekki allir við það. en allt fór í háaloft í október þegar Það verður að koma þeim í skilning hann var handtekinn og ákærður um að ferillinn er stuttur og menn fyrir naugðun. verða að nýta tækifærið til hins Leeds rak hann tímabundið frá ítrasta," sagðiTaylor. félaginu, sektaði hann um tveggja Morris gekk í raðir Leeds frá vikna laun og gaf honum gula Chelsea síðasta sumar, án greiðslu, spjaldið. enda var hann með Þeir hefðu allt eins getað sleppt allt lóðrétt gula spjaldinu því hann hefði niður um fengið beint rautt fyrir Þær voru á eftir karlmönnum til að sofa hjá Paul Dickov, Keith Gillespie og Frank Sinclair sluppu úr Sangonera- fangelsinu í gær. Um hríð að minnsta kosti. Á fimmtudag kom síðan fram Finni sem spilar með Bodö/Glimt í norska boltanum með upplýsingar sem gætu hjálpað strákunum frá Leicester. Sá heitir Ville Lehtinen en hann segist hafa sængað með einni af konunum þremur, sem ákæra leikmenn Leicester fyrir nauðgun, aðeins nokkrum klukkutímum áður en hin meinta nauðgun átti sér stað og á sama hótelherbergi. „Þær voru á eftir karlmönnum ■ffetta kvöld,“ sagði Lehtinen. Mér fannst ég heppinn að næla í hana. Þetta var ísköld frammistaða hjá henni í rúminu og hún kunni svo sannarlega tökin á þessu. Ég notaði samt smokk enda fannst mér annað ekki vera mjög gáfulegt. Þegar hún fór síðan frá mér vissi ég að hún ædaði að ná sér í annan strák. Ég vissi hvernig stelpur þetta vom. Þeim var alveg sama þótt þeir væm giftir. Sögðu að það skipti engu máli. Ég veit ekki hvað gerðist síðar I herberginu en ég efast stórlega um það að þær séu saklausar í málinu," sagði Lehtinen, 25 ára, sem lýsti því einnig hvernig þær hefðu hreinlega ráðist á leikmennina og gefið þeim hressilega undir fótinn. Lehtinen, sem er fyrrum leikmaður hjá Sheff. Utd, verður kallaður til sem vitni í málinu. Fulham-Leeds Utd. Leeds em svo blankir þessa dagana að þeir selja Al-Fayed 3-0 sigur í þessum leik. Nota peninginn ekki til þess að greiða skuldir heldur halda þeir veglegt kveðjuteiti fyrir einn „dyggasta þjón“ félagsins, Jody Morris. Ætti að verða rólegt teiti. Tottenham-Newcastle Það er hreint ótrúlegt að Spurs er orðið eitt skemmtilegasta liðið í deildinni í dag. Spila djarfan sjálfs- morðsbolta sem skilar sér ævinlega í 7-8 marka leikjum. En því miður fyrir þá tapa þeir oftast. David Pleat er samt frábær stjóri. REMBINGURINN Heitustu mennirnir í enska boltanum í dag eru klárlega Thierry Henry, leikmaður Arsenal, og Ruud Van Nistelrooy, leikmaður Man. Utd. Báðir hafa verið mjög góðir á þessari Jeiktíð þó það sé líklega á engan hallað þegar sagt er að Henry hafi leikið manna best á þessari leiktíð. En hver er eiginlega betri. Henry eða Nistelrooy? Við fengum tvo valinkunna menn sem tengjast þessum tveim félögum og þeir eru ekki á sama A máliumþað Sw hvor sé betri. Mjög næmur skorari „Það segir sig sjálft að Henry er mun betri leikmaður en Nistel- rooy,“ sagði rakarinn síkáti á Selfossi Kjartan Bjömsson, sem er janframt harðasti stuðningsmaður Arsenal á íslandi. „Hann er mun fjölhæfari leikmaður. Nistelrooy er á margan hátt mjög góður leik- maður og hefur einstakt nef fyrir góðum tækifæmm. Hann minnir mig um margt á Ian Rush þegar hann var upp á sitt besta en Ruud hefur meiri tækni samt. Hins vegar er Henry allt annar leikmaður. Hann er mjög næmur skorari og einnig er hann næmur fyrir möguleikum á að byggja upp sóknir og búa til mörk. Það er það sem skilur á milli þessara manna. Báðir geta skorað mörk en Henry býr þau til en það getur Nistelrooy ekki," sagði Kjartan sem setur sinn mann á háan stall. „Ég tel að hann sé langþesti leik- maður heims í dag. Zidane er samt afskaplega góður en Henry er betri. Það er enginn vafi á því í mínum huga.“ Ruud endist lengur „Ég er í smá vafa eins og staðan er í dag enda hefur Henry verið alveg stórkostlegur í vetur," sagði Guðbjörn Ævarsson, formaður Man. Utd-klúbbsins á íslandi. Hann lætur þó takta Henrys í vetur ekki trufla sig heldur horfir hann á heildarmyndina. „Henry er að toppa núna og hefur verið vaxandi en hann kemst ekki upp með að spila svona vel til lengdar. Nistel- rooy er aftur á móti betri skallamaður og á eftir að endast lengur á toppnum. Þeir eru svipað teknískir en málið snýst um að setja boltann yfir línuna og Ruud hefur verið betri í því en Henry. Er líka betri í teignum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.