Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Side 43
DV Fókus LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 Mariah Carey Þegar Mariah fékk taugaáfall árið 2001 kom það fáum á óvart. Talsmaður söngkonunnar sagði blaðamönnum að Mariah hefði fengið andlegt og líkamlegt áfall og væri í meðferð gegn stress- inu. Hún hafði skrifað á heimasíðu sína að hún væri á kafi í vinnu og hún væri ekki metin að verðleikum. Þegar hún kom fram í sjónvarps- viðtali bjuggust áhorfendur við hvað af hverju að hún brotnaði niður. Mariah hafði átt erfitt ár, þar sem skelfilega kvikmyndin Glitter kolféll og hún hafði hætt með kærastanum sínum Luis Miguel. Líf hennar virðist hins vegar alls ekki ætla að rétta sig af þar sem miðasala á tónleika hennar gengur ekki neitt. Michael Jackson Jackson telst kannski ekki til fallega fólksins en frægur er hann. Lífshlaup Michaels Jackson er það ldikkað að hann hlýtur að hafa fengið taugaáfall einhvern tímann á leiðinni. Með lýta- ■aðgerðum og fáránlegum uppákomum virðist vanta nokkuð margar skrúfur í söngvarann en árið 1994 byrjuðu vandræðin fyrir alvöru þegar hann var fýrst sakaður um kynferðislega mis- notkun. Síðan þá hefur líf hans breyst úr furðu- legu yfir í fáránlegt og ekki bætti úr skák þegar hann dinglaði barni sínu fram af svölunum. Með alla sína peninga ætti hann að hafa efni á geðlæknum og sálfræðingum en kannski er hann bara of klikkaður til að þiggja hjálp og ein- hvern veginn kæmi það ekld á óvart að frétta af sjálfsmorði Wacko Jackos á næstu misserum. Michaei JacJcson Hvað þolir hann þetta lengi? Robbie Williams Eftir að strákahljómsveitin Take That hættó*-- vissi Robbie ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Draumnum var lokið og hann þorði varla út úr húsi en sneri sér þess í stað að flöskunni og dópinu. Með hjálp fjölskyldu og vina, með sir Elton John í broddi fylkingar, náði strákur- inn sér upp úr ruglinu og hefur verið á hraðri uppleið síðan. Aðrar stjörnur gætu tekið Robbie til fyrirmyndar því hann brotlenti á botninum en náði sér snögglega á strik með því að leita sér hjálpar. BritneySpears Aiveg síðan poppskvísan hætti á föstu með Justin Timberlake hefur allt gengið á afturfót- unum hjá greyinu. Hún fór að drekka, reykja og dansa upp á borðum. Kyssandi alla, konur og karla og grenjar svo í beinni vegna ósann- gjarns hlutskiptis. Stuttu seinna giftist hún vini sínum á fylliríi, fjölskyldu sinnar til mikill- ar gremju. Tími til kominn fyrir prinsessuna að hætta að velta sér upp úr fortíðinni og halda áfram að gera það sem hún gerir best. Hvað sem það nú er. ’*5 Kaupendur DV framvísa kassastrimli við útgang og fá góðgætið afhent. í tilefni opnunar á stórglæsilegri verslun Bónus í Hafnarfirði í dag verður tilboð á Helgarblaði DV - þú kaupir Helgarblað DV og færð í kaupbæti Coke og Twix. 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.