Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Síða 45
DV Fókus
LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 45
Hin unga breska leikkona Keira Knightley er aö gera allt vitlaust í kvikmynda-
heiminum. Þessi glæsilega stelpa heldur aö fólki finnist hún ljót og vill ekki flytj-
ast til Los Angeles af hræðslu viö gagnrýni.
Keira Knightly Fallegasta wg-
M Breta flnnsl iiún wra Ijót
Hin gullfallega Keira Knightley
hefur heldur betur slegið í gegn í
kvikmyndaheiminum. Þessi 18
ára breska leikkona lætur vel-
gengnina þó ekki slá sig út af lag-
inu og segir af og frá að hún muni
fá sér aðstoðarfólk á næstunni.
„Ég er svo gríðalega löt að ég bíð
ekki í mig ef ég gæti látið fólk gera
hlutina fyrir mig,“ segir nýja
stjarnan. Keira lék í stórmyndinni
Pirates of the Carribbean og Bend it
Like Beckham og er nú ein heitasta
ungstjarnan í Hollywood þrátt fyrir að
búa á Bretlandi. „Ætli það sé ekki
kominn tími til að flytja frá
mömmu og pabba og
reyna að standa á eigin
fótum," segir leikkon-
an. Þó flytur hún ekki
langt, aðeins frá í..
Teddington til Chel-
sea svo hún getur
alltaf droppað inn til
foreldra sinna þegar
hún þarf á þeim að
halda.
Þorir ekki til L.A.
Keira hefur engan
áhuga á að setjast að í
draumaborginni Los
Angeles og ástæðuna
segir hún aðallega þá
að hún sé ekki tilbú-
in. „Mér fínnst fólk
alltaf verða fyrir
vonbrigðum þegar
það hittir mig. Það
halda allir að ég sé
miklu fallegri en ég
raunverulega er.
Ég er ekki nógu
sterk til að flytja til
LA strax og upp-
lifaallaþáhöfnun
sem borgin og
fólkið þar bíður
upp á,“ segir
Keira. „Fólk hefur
mikinn áhuga á
að segja mér hvernig
ég eigi að lifa lífi
mínu en þetta er
einmitt tíminn sem ég
verð að fá að stjórna
sjálf og gera mín mistök
svo ég læri eitthvað."
Á lausu og leitar
ekki að kærasta
Keira hefur alltaf verið
þroskuð miðað við aldur
og mamma hennar segir
Keira Knightiey Þessi glæsilega
18 ára leikkona er ein stærsta
ungstjarnan i dag.
Með álfinum Orlando
Keira lék með Orlando
Bloom i Pirates OfThe
Caribbean. Oriando er
frægastur fyrir hlutverk
sitt sem álfurinn í
Hringadróttinssögu.
hana hafa
fæðst fertuga
og sé nú loksins
að yngjast. Hún
hætti í skólanum
til að geta ein-
beitt sér að leikli-
starferlinum
enda gríðarlega
áhugasöm um að
ná langt. „Ég er
hætt í skólanum og skammast mín ekkert fyrir
það. Það er alltaf hægt að byrja aftur og á endan-
um ætla ég í háskóla en nú gengur leiklistin fyrir."
Slúðurblöðin hafa nýlega fjallað um meint sam-
band hennar og Óskarsverðlaunahafans Adrien
Brody en samkvæmt Keiru eru þau einungis vinir.
„Eins og er á ég engan kærasta og er ekkert að
leita. Karlmenn sýna mér líka sjaldan áhuga og
þar sem allur minn tíminn minn fer í vinnuna er
ég lítið að spá í þessum málum, enda er vinnan
númer eitt," segir þessi fallega leikkona.
Glæsileg Keira heldur að allir verði fyrir vonbrigðum með
útlit hennar.„Ég er ekki nógu sæt."
Hefðum átt að halda okkur frá sviðsljósmu
Ben Affleck hefur ekki liðið sem
best síðan hann skildi við Jennifer
Lopez. Parið hætti saman stuttu
áður en brúðkaupið átti að fara fram.
„Þetta er búið að vera mjög erfitt því
Jennifer var búin að vera stór hluti af
lífi mínu í langan tíma. Ég er búinn
að velta mér upp úr sjálfsvorkunn en
nú er komið nóg og tími til að halda
áfram að lifa,“ sagði leikarinn. Ben
segist ekki gera sér grein fýrir hvað
það var. sem leiddi sambandið til
lykta en margir hafa talað um að
kvikmyndin Gigli hafi átt sinn hlut í
því. „öll athyglin sem við fengum
hjálpaði allavega ekki til og ekki
heldur þegar Gigli kolféll. Þá lærði ég
að tengja sjálfstraustið ekki algjör-
lega við velgengnina því allir lenda í
því að gera mistök á ferlinum."
Ben er nú á fullu í markaðsetn-
ingu nýjustu myndar sinnar, Jersey
Girl, en Jennifer fór með hlutverk í
þeirri mynd líka. „Ég grátbað hana
að taka hlutverkið að sér. Á þeim
tíma vorum við hamingjusöm og
bjuggumst alls ekki við að vera hætt
saman er myndin kæmi út. Ég sé svo
sem ekkert eftir því, öllum myndum
fylgja tilfinningar og minningar um
fólkið sem maður vann með.“ Ben
segir að hann og Jennifer séu ennþá
góðir vinir og tali reglulega saman í
símann. „Ég vil ekki kenna neinum
um en ég vildi að við hefðum ekki
verið svona mikið í sviðsljósinu. Ég
hefði átt að vita þetta, það sama
gerðist þegar ég var með Gwyneth
Paltrow. Ég er ekki að leita mér að
kærustu, enda langt í að ég verði til-
búinn í það, en ég mun allavega ekki
gera þessi mistök aftur og ætla að
halda mér aðeins frá slúðurblöðun-
um á næstunni," segir Ben. Jennifer
virðist löngu búin að jafna sig á
skilnaðinum og er kominn með nýj-
an kærasta upp á arminn. Sá er suð-
ur-amerískur söngvari sem hefur
verið skotinn í J. Lo í langan tíma.
Eins og allir.
Þegar allt lék í lyndi Ekkert annað
samband hefur fengið jafn mikla athygli
fjölmiðlanna.
Stjörnuspá
Sverrir Kári Karlsson, fyrrum Herra (s-
land, er 24 ára í dag. „Hann er fær um
að sleppa tilfinning-
um sínum lausum
ján tryggingar um
faðfá þær endur-
r goldnar og það er já-
_ kvæður eiginleiki í fari
** mannsins sem hér um
ræðir," segir í
l stjörnuspá
’ t hans.
Sverrir Kári Karlsson
y/Sr \atnsbemn <20.jan.-18. febr.) ■■■■■*■
vv
Helgin verður áhugaverð og
eflaust koma ýmis mál þér í opna
skjöldu þegarfram líða stundir. Mundu
að verknaður felur bæði í sér orsök og
afleiðingu.
F\skm\í (19.febr.-20.mars)
H
Ábyrgðarfull/ur ertu og
traust/ur en átt það til að gleyma eigin
óskum í amstri dagsins. Fólkfætt undir
stjörnu fiska mun hagnast á ófyrirséðan
hátt ef það gefur huga og hjarta lausan
tauminn. Varaðu þig á slúðri sem gæti
valdið þér vandræðum.
Hrúturinn (21. mars-19. april)
T
Ef það er mikil ábyrgð sem
hvílir á þér þessa stundina, munt þú
eiga auðvelt með að takast á við það
sem bíður þín. Mundu að skipuleggja
þig og tíma þinn mjög vei ef þú stend-
ur frammi fyrir einhverskonar undirbún-
ingi sem tengist starfinu/náminu.
Nautið (20. apríl-20. maí)
ö
Hæfileiki þinn til að leggja mik-
ið á þig birtist hér og þér opnast dyr tæki-
færa á sama tíma og þér berst aðstoð úr
óteljandi áttum. Einnig birtist hér hjálp
sem þú átt alls ekki von á innan tíðar.
Tvíburarnir (21 . mai-21.júni)
Ef þú átt það til að fresta verk-
um sem þykja smámunir í þínum aug-
um ættir þú að snúa við blaðinu og
sinna verkunum sem stýra þér án efa að
næsta skrefi og í raun í rétta átt. Þú ætt-
ir að sama skapi að deila draumum þín-
um með fólkinu sem vill þér vel.
KlMm(22.júni-22.júlil ^
Hugsaðu jákvætt. Þú kýst að
halda um stjórnvölinn með réttu við-
horfi. Þú kannt að vera tilfinningalega
fjarlæg/ur þessa daganna til þess að
hluta að vernda þig sjálfa/n.
Ljónið /23./Ú//-22. dgúst;
Stöðuhækkun verður að veru-
leika þegar fram í sækir ef þú hugar vel
að eigin verðleikum og trúir á sjálfið
þegar starf/nám þitt er annars vegar.
Ekki missa móðinn þó að á móti blási. Ef
þú stefnir hátt munt þú á endanum
komast þangað sem þú ætlar þér. Þú
ættir að taka það rólega yfir helgina og
undirbúa þig fyrir annasama viku.
Tfó Meyja n (23. dgúst-22. septj
Þú ættir að meta núverandi
vinahóp þinn eins og hann er en aðstæð-
ur eru mun betri en þær líta út fýrir að
vera. Fyrr en varir virðist allt í kringum þig
fara í þann farveg sem þú hefur ávallt
óskað eftir. Atorka þín og framkoma ein-
kennast af miklum metnaði út árið.
o VogÍn (23.sept.-23.okt.)
Ef stjarna vogar ákveður
hérna að halda ótrauð áfram á vit nýrra
ævintýra mun hún ekki vera vera fær
um að snúa við en hér er um jákvæðar
breytingar að ræða svo sannarlega. '
Sýnir í formi drauma eiga vel við og leið
vogar að sjálfinu birtist greið.
m, Sporðdrekinn (Kokt.-21.n0vj
Um þessar mundir er mjög
mikilvægt að fólk í merki sporðdrekans
átti sig á kostum sínum og ekki sfst
ókostum. Þú ættir að leiða hugann að
því jákvæða sem þú upplifir yfir helg- .
ina. Passaðu þig að mikla hlutina ekki *
fyrir þér um þessar mundir.
Bogmaðurinn (22.nóv.-2u<u
/
Ef þú finnur fyrir þörfinni á að
gera hluti í höndunum um þessar
mundir ættir þú ekki að hika við að
gera slíkt og koma þar með ró á at-
hafnasaman huga þinn en þannig
tengir þú þig betur við efnisheiminn.
Steingeitin (22.des.-19.janj
Drottnunargirni getur rænt
þig sumum vinum þínum ef þú ekki
tekur í taumana þegar þú leitar ómeð-
vitað eftir valdastöðu í vinahópnum eða
á vinnustaðnum. Hér er einungis verið
að minna fólk á að hafa tangarhald á
styrknum sem það býr yfir.
SPÁMAÐUR.IS*