Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Page 3
DV Fyrst og fremst
FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 3
Var Hannes
tullur?
Hannes Hafstein varð ungur ástsælt skáld og snaggaraleg-
ur sýslumaður ísflrðinga en það sem endanlega gerði
hann þjóðfrægan á íslandi var framganga hans 1899 þeg-
ar hann fór á árabát ásamt flmm öðrum út að breska tog-
aranum Royalist og freistaði þess að taka togarann sem
stundað hafði blygðunarlaus landhelgisbrot inni á Dýra-
firði. Islendingum hafði sviðið sárt hve grimmilega Bretar
gengu fram í landhelginni og tilraun Hannesar ein gerði hann
því að hetju í augum þeirra. Bresku togaramennirnir brugðust
hart við og hvolfdu bát íslendinganna. Einn maður drukknaði,
Jóhannes Guðmundsson, en Hannesi og hinum var um síðir
bjargað. Þótti Hannes vinna affek með því að halda tveimur fé-
laga sinna uppi en íslendingarnir voru allir ósyndir nema hann.
í heimildum kemur víða fram að Dýrfirðingar hafi verið
mjög tregir til þess að fara í ferðina út á íjörðinn með Hannesi
og hefur það oftast verið túlkað þannig að aðeins hann hafi haft
þá dirfsku til að bera sem þurfti tií að standa uppi í hárinu á
bresku landhelgisbrjótunum.
í þættinum Laufskálanum á Rás 1 nú nýlega kom þó fram
önnur skýring. Þar ræddi Finnbogi Hermannsson við Guð-
mund Björn Hagalínsson á Hrauni á Ingjaldssandi. Guðmund-
ur hafði frá mörgu að segja og gat þess m.a. að þar sem Hann-
esi Hafstein hefði um þessar mundir verið lyft mjög upp stall,
þá brynni á sér að segja frá því sem hann vissi um ferðina út í
Dýrafjörð. Las hann svo úr bréfi sem Bjami Maríus Jónsson
sendi honum nýlega en Bjarni er barnabarn systur Jóhannesar
sem fórst. í bréfinu sagði:
„Amma sagði Jóhannes bróðir hennar hefði neitað að fara
með Hannesi enda [væri] rétt að hreppstjórinn skaffaði menn í
slíka ferð. Einnig átti Hannes að hafa angað af víni. Þeir voru
líka þreyttir eftir erfiði dagsins og þó nokkur handleggur að róa
út að togaranum fyrir óþreytta, hvað þá þreytta menn að kvöldi
dags. Sýslumaður á að hafa hótað honum öllu illu, þ.á.m. að
leysa upp fjölskylduna hans, stinga honum í fangelsi ef að hann
hlýddi ekki. Amma kenndi Hannesi alla tíð um dauða bróður
síns.“
Síðan bætti Guðmundur sjálfur við: „Þetta er harkalegt en
því miður staðreynd. Þannig heyrði maður þetta alltaf þegar
maður var krakki og unglingur að Hannes hefði ekld veirð sem
best á sig kominn þegar hann kom.“
Nú er spurning hvort þeir Guðjón Friðriksson og Davíð
Oddsson, sem báðir fást nú við að skrifa um ævi Hannesar,
meðhöndla þessar heimildir.
m
Spurning dagsins
Er ástæða til að setja sérstök lög
gegn heimilisofbeldi?
Skekkja í refsiákvörðun
„Já, mér firwst það í lagi. Það væri verrtd iþvi fólgin efhægt væri að leita
til einhvers með visun ílög og láta fjarlægja viðkomandi. Efum heimilis-
ofbeldi er að ræða er oftast einhver saga á bak við það, alkóhólismi eða
önnur vanlíðan undirliggjandi. Ég held að á hverju heimili sem búi við
ofbeldi búi eitthvað andlegt að baki.
Þvi þarfí framhaldinu þarfað
fara fram einhver meðferð
þann sem á i hlut. Engin
lausn erað taka manninn og
sleppa honum svo út.“
Ruth Reginalds söng-
kona.
„Það er ástæða
til að tekið sé
sérstaklega á
þessu i hegning-
arlögunum
ásamt fleiri
þáttum sem
snúa að konum og kynferðisof-
beldi. Það er skekkja í refsiákvörð-
unum í samanburði við önnur
brot."
Atli Gíslason
lögmaður og alþingismaður.
„Ég heldað það
sé ekki ástæða
til þess. Heimilið
á ekki að vera I
einhverjum sér
lagaramma. Of-
beldi er hið
sama hvarsem það birtist og allir
eiga að standa jafnir íþeim efn-
um, hvortsem ofbeldi er beitt
gegn heimilisfólki eða náungan-
um á götunni."
Guðmundur Týr Þórarinsson
- Mummi í Götusmiðjunni.
„Full ástæða til
að skoða þetta
betur. Dómur-
inn er talandi
dæmi um þörf-
ina. Við þurfum
að líta til
skýrslna sem gerðar hafa verið
um heimilisofbeldi, til dæmis á
vegum Evrópuráðsins. Guðrún
Ögmundsdóttir hefur beðið ráð-
herra um utandagskrárumræðu
um málið sem verður eftir helgi,
og orðið hefur verið við þvi."
Margrét Frímannsdóttir
alþingismaður.
„Núgildandi
ákvæði al-
mennu hegn-
ingarlaganna
taka til hvers
kyns ofbeldis-
brota. En ég er
alveg reiðubúinn að skoða hug-
myndir um að endurskoða lög-
gjöfina með tilliti tilþessa atriðis."
Sigurður Kári Kristjánsson
lögmaður og alþingismaður.
Hluti ástæðunnar fyrir því hversu vægan dóm Sverrir Þór Gústafsson
hlaut fyrir ofbeldi gegn tveimur konum er sagður vera að ekki séu í gildi
sérstök lög gegn heimilisofbeldi.
fréttamaður á
Sjónvarpinu eru systradætur. Sú fyrrnefnda er dóttir Guðrúnar Erlendsdóttur hæsta-
réttardómara en sú síðarnefnda dóttir Sigriðar Theódóru Erlendsdóttur sagnfræð-
ings. Móðir þeirra Guðrúnar og Sigríðar Theódóru hétJóhanna Vigdís Sæmundsson
(1899-1981) úr Landsveit sem gekk að eiga Erlend Ólafsson sjómann.
Nautilius heitir aðal næturklúbb-
urinn í Ríga í Lettlandi. Á Baltict-
imes.com er skrifað um heimsókn
þangað: „Það jafnast ekkert á við að
drepa tímann við house og
teknómúsík í risastórum þúsaldar-
kafbátnum Nautiliusi, það er að
segja ef þú kemst framhjá dyravörð-
unum. Þeir svartklæddu útkastarar
eru svo gjarnir á að kasta út öllum
sem inn koma að það mætti ætla að
hver gestur kveikti á blikkandi eld-
flaugavarnarkerfi hjá þeim. En hver
sá sem lét sér detta í hug að dreifa
„drykkjar-kortum“ til viðskiptavin-
anna lilýtur að vera snillingur í
bissniss. Það er álíka hættulegt og að
láta 16 ára ungling fá gullkortið hans
pabba. Klúbbgestirnir geta þurrkað
upp ævisparnaðinn með nokkxum
strokum af kortinu en fá svo áfallið
um 5-leytið þegar reilcningurinn
kemur. Inngangseyrir er 7 evrur
(602 kr.) og kokkteilarnir kosta
eitthvað svipað svo Nautilius
Mark Twain
er ekki ódýrasti næturklúbburinn í
bænum en peningar virðast reyndar
meira skraut en nauðsynjavara fyrir
liðið sem sækir staðinn. Og hvað
sem líður verðinu getur maður ekki
annað en hrifist af því völundarhúsi
af börum og setustofúm sem leynast
í þessum þriggja hæða kafbáti.
Á efstu hæðinni verður maður að
brjóta sér leið gegnum kraðak af
liálfberu fólki til að komast út á aðal
dansgólfið en svo ér hægt að reika
lengi um ranghala sem teygja sig
undir steinlagðar gömlu göturnar í
Ríga og alls staðar er þrumandi orka
af fólki að skemmta sér. Ef ekki væri
fyrir útkastarana .sem bíða spenntir
eftir að kasta síðasta gestinum út
þegar lokar, þá myndu flestir við-
staddra sjálfsagt halda áfram að
skemmta sér þarna dögum saman.“
Það erutilnokkur
góð úrræði til að v
erjast freistingum.
Það öruggasta er
hugleysið.
Ef þu hefur tilefnið þá
útvegum við veitingarnar
mmmmm