Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 Fréttir DV Halldór ræðir mansal Utanríkisráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um alþjóðlega baráttu gegn mansali föstu- daginn 19. mars næstkomandi. Ráð- stefnan verður haldin í Norræna húsinu. Talið er að allt að fjórar milljónir manna, einkum konur og börn, séu seldar mansali ár hvert, oft- ast til kynlífsþrælkunar. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á baráttuna gegn mansali í alþjóðlegu sam- hengi, fjallað um starfsemi alþjóðlegs vinnuhóps gegn mansali á vegum Stöðug- leikasáttmálans fyrir Suð- austur-Evrópu og fram fer kynning á verkefni jafnrétt- is- og dómsmálaráðherra Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna um átak gegn verslun með konur. Á ráð- stefnunni verður jafnframt íjallað um samning SÞ gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra mun flytja inngangsávarp við upphaf ráðstefnunnar. Grindvíkingar beltafælnir Aðeins 52,6% ökumanna í Grindavík reyndust nota öryggisbelti við akstur f könnun sém umferðar- fuUtrúi Slysa- vamafélagsins Landsbjargar gerði ásamt félögum í slysa- vamadeildinni Þórkötlu í Grindavík í fyrradag. Könn- unin var gerð á ijölförnum gatnamótum í bænum frá kl. 14:00 til 14:30. Alls var 171 bíll í úrtakinu og þar af notuðu ökumenn 90 bfla ör- yggisbelti en 81 ekki. „Þetta em óvenjuslæmar niður- stöður og ljóst að ökumenn í Grindavflc þurfa að taka sig verulega á í þessum mál- um,“ segir Umferðarstofa um þessa niðurstöðu. Óttastu hryðuverká fslandi? Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikkona. „Já, ég óttast hryðjuverk á Is- landi. Við studdum stríðið í Irak og þá getur þetta alveg eins gerst hér eins og á Spáni." Hann segir / Hún segir „Nei, en ég óttast óttann við hryðjuverk á Islandi." Andri Snær Magnason Rithöfundur Lögreglurannsókn stendur yfir á meintum mistökum læknis á kvennadeild Land- spítalans vegna dauða barns sem þar fæddist og lést í nóvember fyrir rúmu ári. Foreldrar barnsins, Helgi Magnús Hermannsson og Björk Baldursdóttir, ætla í kjöl- farið að höfða einkamál gegn Þóru Fischer lækni en þau telja að mistök hennar við legvatnsprufu hafi valdið dauða barnsins. LækniPinn ber ábyrgð á dauúa barnsins nkkar „Ég geri ráð fyrir að synirokkar hjóna eigi eftir að fara upp á fæðingardeild til að taka á móti börnum sínum og við viljum tryggja það eitt að éinhverju skikki verði komið á mál þarna á deild- inni. Við erum ekki í neinum vafa um að Þóra Fischer læknir hafl með aðgerðarleysi sínu ekki brugðist við hættuástandi og beri þannig ábyrgð á dauða barnsins okkar," segir Helgi Magnús Hermannsson fasteignasali. Sonur hans og Bjarkar Baldursdótt- ur, Hermann Kári, andaðist á fæðing- ardeild Landspítalans eftir meint mis- tök Þóru og hafa hjónin átt erfltt upp- dráttar við að fá málið rannsakað. Lögreglan var treg Atburðurinn átti sér stað í nóvem- ber 2002. Skömmu eftir andlát barns- ins kærðu Helgi Magnús og Björk Þóra F. Fisher a/a noð- starfsfólk Landspítalans og þá sérstak- ist I Þóru igær, þrátt fyrir lega Þóru til landlæknis og var málið ítrekuð skilaboð. kært til lögreglunnar í nóvember 2003. Lögreglan neitaði þó að taka málið til rannsóknar þá en þeirri ákvörðun var áfrýjað til ríkissaksókn- ara sem gerði lögreglunni að rannsaka málið. Til rannsóknar er andlát barnsins og sú staðreynd að starfsfólk sjúkrahússins tilkynnti andlátið ekki á sínum tíma, eins og vera bar. Málið er nú í hönd- um lögfræðideildar lögreglunnar, áður en frekari rannsókn á sér stað. „Að lokinni lögreglurannsókn á þessu máli munum við höfða einkamál gegn Þóru Fischer með kröfu um að henni verði vikið úr starfl. Þetta snýst ekki um peninga heldur öryggi," segir Helgi. „Þarna hefði mátt bjarga barninu með keisaraskurði en þess í stað biæddi því út í fyigjunni" Þess í stað er hún hvítþveginn af yf- irmönnum sínum og landlækni. Venjan virðist sú að mistök sem þessi komist aldrei upp á yfirborðið en við það ætlum við ekki að una,“ segir Helgi Magnús, staðráðinn í að fara alla leið með mál sitt. Fæddi frekar í Skotlandi Eftir þennan sorgaratburð, sem hér hefur verið greint frá og er ástæða lögreglurannsóknar sem nú stendur yfir, hafa þau Helgi Magnús og Helgi Magnús Hermannsson ásamt syni sínum Þorði i að iáta eiginkonuna fæða á Landspitalanum og fórþvi til Skotlands þar sem sonurinn fæddist og allt gekk vel. Hvítþvegin af yfirmönnum Martröð Helga Magnúsar og Bjarkar hófst þegar þau mættu í legvatnsprufu hjá Þóru Fischer lækni þegar Björk var langt gengin. Þeim hjónum brá óneitanlega þegar þau sáu blóð koma í sprautu læknisins en Þóra fullvissaði þau á staðn- um að allt væri með felldu. Eða svo segir Helgi Magnús: „Þarna hefði mátt bjarga barninu með keisaraskurði en þess í stað blæddi því út í fylgj- unni. Þóra Fischer brást og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu." Tæpum fimm tímum eftir legvatnsprufuna og aðgerð Þóru F. Fischer fæddist barnið. En þá var allt um seinan og því varð ekki bjargað. „Okkur sárnar og við erum reið út af því að Þóra sé ekki einu sinni sett af á meðan á rannsókn stendur. Björk kona hans eignast annan son: „Hann er nú tveggja mánaða gamall og við þorðum ekki að eiga hann á fæðingardeild- inni. Heldur fór- um við til Skotlands þar sem hann var tekinn með keisaraskurði og allt gekk vel. Það er illa kom- ið fyrir foreldr- um þegar þeir þora ekki lengur að eiga börnin sín á Landspftalanum vegna óhæfra lækna sem virðast vaða þar uppi sama á hverju gengur," segir Helgi Magnús Hermannsson. Þóra Fischer sinnti ekki ítrekuðum skilaboðum DV um samtal í gær. Baldvin Þorsteinsson EA var á leið til EskiQarðar en fór til Noregs Blómahaf tilbúið fyrir Baldvin Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteins- son er komið á flot á ný og var í gær- dag á leið tii Esldfjarðar. Skipið strandaði f Skarðsfjöru á þriðjudag- inn á síðustu viku í mikilli brælu. Mildi þykir að allir skipverjanna hafi sloppið heilu og höldnu eftir strand- ið, en því er að þakka þeirra eigin snarræði sem og björgunarsveita og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Á Eskifirði fóru fyrirtæki og ein- staklingar á fullt og pöntuðu blóma- haf sem mæta átti skipinu við kom- una. Anna Jóna Hauksdóttir, eigandi búðarinnar Fjarðarblóma, segir óvenjumikið hafa verið að gera í gær. „Það er mikill góður hugur hérna hjá fólki. Það tala allir um hversu ánægjulegt það hafi verið að áhöfnin bjargaðist." Baldvin Þorsteinsson var við veið- ar um eina mflu, ígildi tæpra tveggja kflómetra, úti fyrir Skarðsljöru í hvössum álandsvindi þegar loðnunótin festist í skrúfunni og skipið rak upp í fjöru. Eskfirðingar og aðrir í Fjarðarbyggð þekkja sjósókn vel, sem og hættur hennar. Þeir brugðust því skjótt við þegar fregnir bárust þess efnis að Baldvin væri á floti og á leið til Eskifjarðar. Norska dráttarskipið Normand Mariner mun draga Baldvin til Nor- egs þar sem skemmdir verða kann- aðar og lagfærðar, en talið er að við- gerð taki skemmri tíma ytra en á ís- landi. Starfsmenn fyrirtækjanna fyrir austan munu því að líkindum sjálfir njóta ánægjunnar af vorlegri blóma- lykt vegna samhugarins. jontrausti@dv.is Blómadrottning á Eskifirði Fjöldi fyrirtækja iFjarðabyggð pantaði blóm handa áhöfninni á Baldvin Þorsteinssyni EA sem strandaði i síðustu viku en náðist á flot i fyrrinótt. Anna Jóna Hauksdóttir, eigandi Fjarðarblóms á Eskifirði, segir samhug rlkja fyrir austan með skipverjum. DV-mynd Emil Thorarensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.