Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Blaðsíða 10
70 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 Fréttir DV Málþing um Arnald og félaga Félagsfræðingafélag ís- lands stendur fyrir kaffi- húsaspjalli um íslenskar glæpasögur á Sólon ís- landus í kvöld. Formaður Félagsfræðingafélagsins segir vinsældir Arnaldar Indriðasonar og bóka hans kveikjuna að þessu mál- þingi. „Við sátum nokkur úr stjórn félagsins á af- brotaþingi úti í Helsinki í fyrrasumar og ræddum m.a. vinsældir bóka Arn- aldar," segir Helgi Gunn- laugsson, „því segja má að hann hafl tekið þjóðina með trompi, enda fjalla bækur hans um afbrot á ís- landi og þykja gefa nokkuð raunsannar myndir. Okkur datt í hug að taka glæpa- sögurnar fyrir á málþingi; bera þær saman við okkar reynslu og rannsóknir til að reyna að fínna veruleika þessara sagna í okkar sam- félagi." Til máls taka í kvöld þau Sigríður Albertsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Karl Steinar Valsson og Helgi Gunnlaugsson og hefst þingið kl. 21. Nýr þing- flokksstarfs- maður Samfylkingin hefur ráð- ið nýjan starfs- mann þingflokks- ins, Olav Veigar Davíðsson. Hann er 26 ára stjórn- málafræðingur frá Háskóla íslands og Katholieke Uni- versiteit Leuven í Belgíu. Hann sat í stjórn Stúdentaráðs fyrir hönd Röskvu og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir Stúdentaráð, og hefur verið í forystusveit ungra jafnað- armanna á Suðurlandi. Sturla Böðvarsson, samgöngurdðherra Sturla er um fram allt hollur sínu fólki og berst vel fyrir al- menning í sínu kjördæmi á Vesturlandi. Hann hefur mikla reynslu afstjórnmálum sem hefur gert honum kleift aö standast atlögur þær er gerö- ar hafa verið aö honum und- anfarin ár. Kostir & Gallar Hann þykir bera hagsmuni vina, ættingja og kunningja um offyrir brjósti og hefur ver- ið gagnrýndur fyrir það gegn- um tíðina. Hann þykir einnig oflinur gagnvart forystu síns flokks sem hann setur sig sjaldan á móti og virðist oft ekki mynda sér sínar eigin skoðanir. Forsætisráðherrabókin rædd á þingi. Davíð Oddsson var í stuði og sendi stjórnar- andstöðunni tóninn um leið og hann upplýsti að heildarkostnaðurinn væri 8 millj- ónir og ritnefndin hefði leitað til sín um að skrifa eins og einn kafla. „Ég las mér til mikillar ánægju hér í eina tíð mjög skemmtilega bók um forsætisráðherra Bret- lands eftir Harold Wilson, sem skrifaði um alla sína kollega. Bókin var afar afar áhugaverð og það var enginn maður á Bretlandi svo lítill, eins og litlu karlarnir hér, að hafa áhyggjur af því," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á þingi í gær. Ástæða þessara ummæla var fyrirspurn Marð- ar Árnasonar, þingmanns Samfylkingar, um fyrir- hugaða útgáfu forsætisráðuneytisins á Forsætis- ráðherrabókinni sem laut að höfundarlaunum, kostnaði og öðru sem tengist bókinni. Davíð sagði að þeir sem hefðu sýnt sig í því að hafa áhyggjur af kostnaði vegna bókaútgáfu á vegum forsætis- ráðuneytisins væru þeir hinir sömu og kostuðu hið opinbera 5 til 10 milljónir með því að kalla eft- ir tilteknum skýrslum. Áður en Davíð svaraði lét hann einnig þau um- mæli falla að sér sýndist sem heimastjórnaraf- mælið „irriteraði" ýmsa þingmenn. Hann upp- lýsti að heildarkostnaður vegna bókarinnar yrði um átta milljónir, ritstjórinn, sem er Ólafur Teitur Guðnason, fær í sinn hlut 1,6 milljónir fyrir 8 mánaða vinnu og ritlaun eru æúuð 2,6 milljónir. Forsætisráðherrarnir sem um á að skrifa eru 24 sem þýðir að ríflega hundrað þúsund krónur falla í hlut þess sem skrifar hvern kafla. Þá kom fram í máli Davíðs að bókin yrði 350 til 400 síður, hund- rað myndir og hlífðarkápa í fjórlit. Jóhann Ársælsson spurði, af gefnu tilefni vegna frétta sem birst hafa í DV, hvort rétt væri að Davíð æúaði sér sjálfur að skrifa einn kaflanna og hvort Davíð ætlaði sér að taka sér orlof, „fæðing- arorlof" til að skrifa kaflann. Davíð svaraði sem svo að ritnefndin, sem skipuð er Júlíusi Hafstein, Sigurði Líndal, Haraldi Ólafssyni, Ingólfi Mar- geirssyni og Jakobi F. Ásgeirssyni, hefði ritað sér bréf þar sem þess var farið á leit að hann ritaði einn kaflann. Vék hann síðan að ánægju sinni af lestri bókar Wilsons þannig að æúa má að Davíð muni ganga glaður til sinna rit- starfa. jakob@dv.is Davíð Oddsson Sagði að þeir hinir sömu og hefðu áhyggjur afkostn- aði vegna bókar- innar kölluðu eft- irskýrslum sem kostuðu 5 til 10 milljónir. Bæjarráð Vestur- byggðar samþykkti í gær að hefja samningaviðræð- ur við Árna Johnsen, fyrr- verandi cilþingismann, um að hann taki að sér tíma- bundin verkefni í atvinnu- og ferðamálum. Kolbrún Pálsdóttir, fulltrúi meiri- hlutans bar upp tillöguna sem hljóðar svo: „Bæjarráð samþykkir að fela bæjar- stjóra að leita samninga við Árna Johnsen um að hann taki að sér tímabundið átaksverkefni fyrir Vesturbyggð við hugmyndasköpun og tillögugerð við uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar atvinnu- starfsemi í sveitarfélaginu. Verkið skal m.a. felast í skýrslugerð um hvernig skuli hrundið í framkvæmd hugmyndum sem fram koma í nýrri atvinnumálastefnu fyrir Vestur-Barðastrandarsýslu. Er við það miðað að bæjar- stjóri leggi drög að samn- ingi fyrir næsta fund bæjar- ráðs, svo verkið geú haflst þá þegar og að verkinu ljúki með skýrsluskilum fyrir lok si9urðury,990S- júnímánaðar 2004". fyrir starfskrafta Jv™ af þremur bæjar- Árna Johnsens ráðsmonnum samþykktu að ganga til samninga við Árna en Sigurður Viggósson, fulltrú minnihlutans, greiddi atkvæði á móti. „Ég tel að ranglega sé farið að ráða í starf ferðamála- og atvinnu- fulltrúa. Ég vil að starfið sé skil- greint, svo sem hvert við ætlum með þessu starfl og hvert það á að leiða okkur. Það liggur ekkert fyrir um það eða kostnað við starfið. Þetta er ekk- ert í samræmi við venjulega opin- bera stjórnsýslu," segir Sigurður. Arni Johnsen Hann segir að andstaða sín við Semurvið ráðninguna snúist ekki um það heimamenn i hvern eigi að ráða heldur hvort þörf Vesturbyggð. sé fyrir starfsmann í umrædd verk- efni. „Ég hef ekki viljað taka þátt í umræðum um þessa ákveðnu persónu og hef ekki getað fallist á þann rökstuðning meirihlut- ans að viðkomandi sé það sem við þurfum í Vestur- byggð," segir Sigurður. Á bæjarráðsfundinum í gær var samþykkt ein- róma að ráða Guðmund Guðlaugsson, fyrrver- andi bæjarstjóra Siglfirðinga, sem bæjarstjóra í Vesturbyggð. Bæjarráð Vesturbyggðar gengur til samninga: Einn á móti Áma Johnsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.