Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Side 19
DV Sport
FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 19
Nú er orðið ljóst hvaða íjögur lið komast í undanúrslit úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfubolta.
Snæfell mætir Njarðvík og Grindvíkingar glíma við Keflvíkinga en sömu lið mættust einmitt í
undanúrslitum bikarsins. Þróun úrslitakeppninnar í ár samsvarar mjög úrslitakeppninni fyrir fjórum
árum en það er í eina skiptið í sögunni sem báðir undanúrslitaleikirnir hafa farið í 5 leiki.
Fjögur efstu liðin í Intersportdeildinni í körfubolta í ár tryggðu sér öll sæti
í undanúrslitum úrslitakeppninnar en 8 liða úrslitunum lauk með tveimur
stórskemmtilegum og æsispennandi oddaleikjum í fyrrakvöld. Snæfell og
Njarðvík þurftu bara tvo leiki til að slá út sína mótherja og þau ríða á vaðið í
undanúrslitaeinvígi sínu í Stykkishólmi á föstudaginn en Grindavík og
Keflavfk sem unnu nauma sigra í oddaleikjum byrja sitt einvígi í Grindavík á
laugardaginn. Líkt og fyrir fjórum árum mætast sömu lið í undanúrslitum
bikarkeppninnar og í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá fóru úrslitin á
sömu leið, heimaliðin, það er liðin á heimavelli í bikarleikjunum og með
heimavallarréttinn í úrslitakeppninni, voru bæði slegin út. Þá var líka ein
mest spennandi úrslitakeppnin frá upphafi því í fyrsta og eina skiptið fóru
báðir undanúrslitaleikirnir í fimmta leik.
Fyrir fjórum árum mættust lið
Njarðvíkur og KR annarsvegar og lið
Hauka og Grindavíkur hinsvegar í
báðum undanúrslitaleikjum tveggja
stærstu keppna tímabilsins. Lið
Njarðvíkur og Hauka voru bæði með
heimavallarréttinn í undanúrslitum
Islandsmótsins og voru á heimavelli
í undanúrslitaleikjunum í bikar-
keppninni en í bæði skiptin voru
það KR og Grindavík sem komust í
úrslitaleikina þar sem Grindavík
vann bikarinn og KR varð
íslandsmeistari.
Bæði alla leið í oddaleik
Bæði undanúrslitaeinvígin í
úrslitakeppninni fóru alia leið í
oddaleik þar sem KR og Grindavík
unnu bæði síðasta leikinn á útivelli
og tryggðu sér sæti í lokaúrslitunum.
Þetta er í fyrsta og eina skiptið í sögu
úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar til
þessa þar sem báðir undan-
úrslitaleikimir fara alla leið í fimmta
leik en það er nú leikið eftir þessu
fyrirkomulagi í 10. skipti í ár en á
ámnum 1984 til 1994 þurfti bara að
vinna tvo leiki til þess að komast í
úrslitaeinvígið um íslandsbikarinn.
Bæði lið KR og Grindavíkur
sýndu mikinn karakter í þessum
undanúrslitaleikjum á þessu
eftirminnilega tímabili fyrir fjómm
ámm. Bæði voru sem dæmi undir í
hálfleik í undanúrslitaleikjum
bikarkeppninnar, KR 6 stigum undir
í Njarðvik en Grindavík 13 stigum
undir gegn Haukum í Strandgötu og
komu bæði til baka og unnu leikina.
í undanúrslitaeinvígjunum komust
síðan bæði Njarðvik og Haukar 2rl
yfir í einvígjum sínum og fengu því
tvö tækfæri til að tryggja sér sæti í
úrslitum, þar af oddaleikinn á
heimavelli. En líkt og í bikar-
leikjunum komu KR og Grindavík til
baka og unnu einvígin 2-3.
I undanúrslitum bikarkepp-
ninnar í ár var svipað upp á
teningnum. Grindavík leiddi með
fimm stigum fyrir síðasta
leikhlutann í leik sínum gegn
Keflavík og Snæfell hafði 8 stiga
forskot gegn Njarðvík fyrir síðasta
leikhlutann. En Keflavík og Njarðvík
unnu bæði fjórða leikhlutann
sannfærandi (Keflavík með 15
stigum og Njarðvík með 13 stigum)
og tryggðu sér sæti í
bikarúrslitaleiknum þar sem að
Keflavík tryggði sér síðan
bikarmeistaratitilinn.
Hafa unnið 18 af síðustu 23
Tímabilið í ár samsvarar sér mjög
gangi mála fyrir fjórum árum og fari
svo stefnir í oddaleiki í báðum
undanúrslitaeinvígjunum og svo
úrslitaeinvígi milli nágrannanna og
körfuboltarisanna úr Keflavík og
Njarðvík sem hafa unnið saman 18
af síðustu 23 fslandsmeistaratitlum.
Lið Snæfells og Grindavíkur hafa
þó örugglega ekki sagt sitt síðasta í
þessu máli. Bæði lið náðu því mikla
afreki að vinna öll hin liðin í
deildinni í einni röð án þess að tapa
í vetur, Grindavík fyrir jól og Snæfell
eftir jól og bæði ætla sér örugglega
að nýta sér betur heimavöllinn en
Njarðvík og Haukar gerðu fyrir
fjórum árum. Það stefnir því í mikla
spennu og skemmtun í komandi
undanúrslitaeinvígjum.
Hér á síðunni má sjá samantekt á
tölfræði átta liða úrslitanna sem
lauk í fyrrakvöld. Hér má sjá hvaða
leikmenn sköruðu framúr í hverju
einvígi fyrir sig og ennfremur hvar
munurinn lá á milli liðanna í töl-
fræðinni. ooj@dv.is
Kom að 54 körfum Grindavíkur í 8 liða úrslitunum Athony Q.Jones átti 37 stoðsend-
ingar og skoraði 17 körfur með Grindavík í einvíginu gegn KR. Jones náði einu þreföldu tvennu
8 liða úrslitanna i oddaleiknum erhann varmeð 11 stig, 12fráköstog 10 stoðsendingar.
HÆSTA FRAMLAG í EINVÍGI SNÆFELLS OG HAMARS
Leikmaður Framlag Stig Frák. Stoös. Skot% Víta%
Hlynur Bæringsson, Snæfelli • 287) 14,5 18,0 1,5 59% 64%
Dondrell Whitmore, Snæfelii 257) 24,0 1,5 3,0 63% 75%
Edmund Dotson, Snæfelli 177) 12,5 8,5 2,0 50% 50%
Svavar Pálsson, Hamri 1« 14,0 5,0 0,5 64% 67%
Marvin Valdimarsson, Hamri 12,5 13,5 6,0 1,0 52% '
HÆSTA FRAMLAG í EINVÍGI GRINDAVÍKUR OG KR
Leikmaður Framlag Stig Frák. Stoðs. Skot% Víta%
Joshua Murray, KR 334 28,3 13,7 4,0 58% 72%
Darrel Lewis, Grindavík 30,7 31,7 8,7 4,7 53% 82%
Elvin Mims, KR 23,0 20,3 8,7 2,0 52% 44%
Anthony Q. Jones, Grindavfk 227) 17,3 8,3 12,3 40% 67%
Guðmundur Bragason, Grind. 15,7 8,0 5,0 1,7 65% 50%
HÆSTA FRAMLAG í EINVÍGI NJARÐVÍKUR OG HAUKA HÆSTA FRAMLAG í EINVIGI KEFLAVÍKUR OG TINDASTÓLS
Leikmaður Framiag Stig Frák. Stoðs. Skot% Víta% Leikmaður Framiag Stig Frák. Stoðs. Skot% Víta%
Brandon Woudstra, Njarðvík 257) 22,0 5,0 3,5 52% 100% Derrick Allen, Keflavík 25,7 26,7 11,7 2,7 48% 75%
Páll Kristinsson, Njarðvík 247) 16,5 11,5 3,5 58% 43% Clifton Cook, Tindastól 23,7 29,3 5,7 5,3 44% 87%
Brenton Birmingham, Njarðvfk 22,5 16,0 9,5 5,0 48% 100% David Sanders, Tindastól 217) 20,0 4,7 4,0 49% 67%
Friðrik Stefánsson, Njarðvík 207) 7,5 10,0 2,0 58% 83% Nick Bradford, Keflavik 184 17,0 5,7 4,0 53% 67%
Michael Manciel, Haukum 197) 16,5 10,0 2,0 48% 100% Svavar Birgisson, Tindastól 15,3 13,0 7,3 0,3 42% 79%
SNÆFELL- HAMAR 2-0
Úrslit leikjanna:
Snæfell-Hamar 99-86
Hamar-Snæfell 75-78
Leikhlutar:
1. leikhluti Snæfell +2
2. leikhluti Snæfell +10
3. leikhluti Hamar +6
4. leikhluti Snæfell +10
Tölfræðisamanburður:
Stig Snæfell 177-161
Fráköst Snæfell 76-65
Skotnýting Snæfell 45%-42%
Vítanýting Hamar 75%-67%
Tapaðirboltar Hamar 35-38
Varin skot Hamar 8-6
Villur Snæfell 34-46
3ja stiga körfur Snæfell 14-9
Stig frá bekk Hamar 46-26
GRINDAVÍK-KR 2-1
Úrslit leikjanna:
Grindavík-KR 95-99
KR-Grindav(k 95-108
Grindavík-KR 89-84
Leikhlutar:
1. leikhluti Grindavlk +38
2. leikhluti Jafnt
3. leikhluti KR+13
4. leikhluti KR+11
Tölfræðisamanburður:
Stig Grindavík 292-278
Fráköst KR 115-111
Skotnýting KR 49%-48%
Vítanýting Grindavík 71%-69%
Tapaðir boltar Grindavik 52-62
Varin skot KR 20-13
Villur KR 58-65
3ja stiga körfur Jafnt 17-17
Stig frá bekk KR 70-28
KEFLAVÍK -TINDAST. 2-1
Úrslit leikjanna:
Keflavik-Tindastóll 98-81
Tindastóll-Keflavík 89-86 Keflavik-Tindastóll 98-96
Leikhlutar:
1. leikhluti Keflavlk +2
2. leikhluti Keflavík +15
3. leikhluti Tindastóll +16
4. leikhluti Keflavlk+15
Tölfræðisamanburður:
Stig Keflavík 282-266
Fráköst Keflavík 130-86
Skotnýting Keflavík 49%-45%
Vítanýting Tlndastóll 72%-69%
Tapaðir boitar Tindastóll 45-61
Varin skot Keflavlk 13-10
Villur Keflavík 52-58
3ja stiga körfur Tindastóll 21-19
Stig frá bekk Keflavík 99-28
NJARÐVÍK- HAUKAR 2-0
Úrslit leikjanna:
Njarðvík-Haukar 100-61
Haukar-Njarðvík 61-104
Leikhlutar:
1. leikhluti Njarðvík +23
2. leikhluti Njarðvík +4
3. leikhluti Njarðvlk +28
4. leikhluti Njarðvík +27
Tölfræðisamanburður:
Stig Njarðvík 204-122
Fráköst Njarðvík 91-67
Skotnýting Njarðvík 51 %—31 %
Vltanýting Njarðvík 78%-67%
Tapaðir boltar Njarðvík 27-37
Varin skot Njarðvík 18-3
Villur Njarðvík 36-42
3ja stiga körfur Njarðvík 29-14
Stig frá bekk Njarðvlk51-35