Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 Sport DV Blackburn er skítapleis Ástralinn Lucas Neill, leikmaður Blackburn, á ekki sjö dagana sæla í bænum eftir að hann sagði í viðtali við ástralskt blað að Blackburn væri algert skítapleis og að enskt fólk væri sorglegt. „Já, þetta er algert skítapleis. Síðasti maðurinn út á kvöldin þarf að slökkva ljósin," sagði Neill meðal annars í viðtalinu. „Það sem ég sakna að heiman er veðrið og að fólk sé síbrosandi. Fólkið hér á það til að vera frekar sorglegt og þunglynt. Það er örugglega út af því að það fær svo litla sól.“ Þessi ummæli hafa vakið sterk viðbrögð í Blackburn og hefur Neill verið beðinn um að koma sér eitthvert þar sem sé meiri sól. Keane gefst ekki upp Roy Keane, fyrirliði Man. Utd, gerir sitt besta til þess að hressa sína menn við þessa dagana og segir að enn sé mikið að spila um. „Leikmenn verða að mæta á völlinn og gefa allt sem þeir eiga. Það er mikið að spila um því við erum að spila um framtíð okkar allra. Ef menn standa sig ekki þá gætu þeir lent undir öxinni og verið seldir. Tímabilið er langt frá því að vera búið,“ segir Keane sem gæti lagt skóna á hilluna næsta sumar. White í duftinu íslandsvinurinn Jimmy White, atvinnumaður í snóker, er í vondum málum eftir að hann var hand- tekinn í Preston með hvítt efni sem talið er vera kókaín. Lögreglan ruddist til atlögu inn á herbergi Whites eftir að gestir á hótelinu höfðu látið vita af því að nokkrir gestir hótelsins væru að reykja „vafasamar" sígarettur á hótelbarnum. White fékk sig strax lausan gegn tryggingu. Hann var staddur í Preston til þess að leika sýningarleik gegn Alex Higgins en sá leikur verður að bíða betri tíma. Flago un Tíu árum eftir dauða Formúlu 1 ökumannsins Ayrton Senna er enn tekist á um ástæður þess að hann klessti bfl sinn svo alvarlega í San Marínó að hann lést. Rannsóknarmenn slyssins telja að bilun í ökubúnaði bflsins eða brak á brautinni hafi orðið þess valdandi að hann missti stjórn á bflnum og keyrði beint á vegg á hátt í 300 kflómetra hraða. Önnur tilgáta, eða samsæriskenning, er komin fram og hún er sú að Senna hafi ekki verið í ástandi til þess að keppa því skömmu fyrir kappaksturinn hafi hann komist að því að kærastan hans hafi verið að halda fram hjá honum. Það er háskólaprófessor í Rio de Janeiro, Ernesto Rodrigues að nafni, sem hefur varpað þessari kenningu fram en hann vinnur þessa dagana að gerð bókar og myndar um slysið í samvinnu með fjölskyldu Senna. Ástæðan er sú að 1. maí næstkomandi verða liðin tíu ár síðan Senna lést. Var Senna annars hugar? Aðeins nokkrum klukkutímum fyrir kappaksturinn f San Marínó fékk Senna þær fréttir að kærastan hans væri hugsanlega að halda fram hjá honum með gömlum kærasta. Rodrigues er á því að fréttirnar hafi komið Senna úr jafnvægi og það hafi orðið þess valdandi að hann varð annars hugar og hafi þar af leiðandi misst stjórn á bílnum er hann nálgaðist hið alræmda TambureUo- horn á Imola-brautinni. Senna reyndi að rétta bílinn af á síðustu stundu en hann greip of seint í taumaná og bfllinn lenti því af miklum krafti á steinveggnum með hörmulegum afleiðingum. Rodrigues hefur í heimildaöflun sinni rætt við um 200 manns og þar með talið fjölskyldu Senna og Frank Williams, en Williams er eigandi liðsins sem Senna keppti fyrir. Niðurlægð í jarðarför Stúlkan sem um ræðir í þessu tilviki heitir Adriane Galisteu en hún var þá 21 árs. Hún starfaði sem tískufyrirsæta en átti erfitt uppdráttar í bransanum einhverra hluta vegna. Hún hafði verið í sambandi með Senna í eitt ár þegar hann lést. Senna var mjög ástfanginn af Galisteu og kallaði hana og kappaksturinn stóru ástirnar í lífi sínu. Það sem enn fremur styður þessa kenningu Rodrigues er framkoma fjölskyldu Senna í garð Galisteu en fjölskyldan hefur augljóslega verið á því allan tímann að hluti sakarinnar liggi hjá Galisteu því þau hafa ekki borið neina virðingu fyrir henni síðan Senna lést. Þegar líkbíllinn fór með kistu Senna í kirkjugarðinn fékk fjölskylda Senna öryggisvörð til þess að henda stúlkunni út úr fremsta bílnum. Galisteu var svo aftur niðurlægð þegar komið var í kirkjuna en þá var henni ýtt af fremsta bekknum eftir að hún var búinn að koma sér þægilega fyrir. Sáu kirkjugestir þá að ekki var allt með felldu. Slegist um peningana Senna efnaðist gífurlega á ferli sínum í Formúlu 1 og eignir hans eru metnar á 110 milljónir punda. Enn þann dag í dag er verið að rífast um hver eigi að erfa þessa peninga. Fundum Senna og Galisteu bar saman þrettán mánuðum fyrir dauða hans þegar hún var ráðin í hið „mikilvæga" starf að halda regnhlífum yfir ökumönnunum svo sólin skini ekki á þá. Hefur það löngum verið starf fyrir huggulegar stúlkur sem víla það ekki fyrir sér að vinna léttklæddar. Galisteu hefur ekki setið auðum höndum frá því Senna lést en hún hefur meðal annars setið fyrir nakin í Playboy og leikið í ljósbláum myndum í Brasilíu. Hún er núna vinsæll þáttastjórnandi þar sem hennar helsti keppinautur er Luciana Morad sem helst er þekkt fyrir að eiga fjögurra ára barn „Þegar líkbíllinn fór með kistu Senna í kirkjugarðinn fékk fjölskylda Senna öryggisvörð tilþess að henda stúlkunni út úr fremsta bílnum. Galisteu var svo aftur niðurlægð þegar komið var í kirkjuna en þá var henni ýtt af fremsta bekknum eftir að hún var búinn að koma sér þægilega fyrir. Sáu kirkjugestir þá að ekki var allt með felldu." Hagur leikmanna Leicester í stóra nauðgunarmálinu vænkast Vinnur ekki í sendiráði - er vændiskona Enn syrtir í álinn fyrir konurnar þrjár sem hafa kært þrjá leikmenn Leicester fyrir kynferðislegt ofbeldi. í gær kom fram kona í Þýskalandi með upplýsingar um að þessar stúlkur væru ekki allar þar sem þær væru séðar heldur hefðu þær verið staðnar að því að ljúga. Kona þessi heitir Faith Grosch og er hjúkrunarkona í hverfi stúlknanna. Hún segir að hnémeiðsl einnar stúlkunnar hafi ekki verið verknaður leikmanna Leicester heldur séu þar á ferð gömul meiðsl sem hún hafi meðhöndlað áður. Faith segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem þessi kona ljúgi því hún hafi haldið því fram að hún ynni fyrir sendiráð Kenýu í Þýskalandi. Sannleikurinn sé hins vegar að hún sé vændiskona og að því hafi hún komist sjálf - skömmu eftir að hún komst að því að konan væri í tygjum við eiginmann hennar og hefði sýkt hann af kynsjúkdómi. Það bjargaðist reyndar adlt og hjónaband hennar er í góðum gír í dag. Voru auðveld bráð „Ég vorkenni leikmönnunum. Þessar konar laðast að mönnum með peninga og þessir strákar voru eflaust auðveld bráð fyrir þær,“ sagði Faith og bætti við: „Ein konan býr til sögur og ég get sannað það. Hún er einnig snjöll og mjög undirförul. Ég heyrði líka að þær hefðu grætt mikið á að segja sína sögu við fjölmiðla. Þær vita nákvæmlega hvað þær eru að gera. Hvers vegna ætti kona sem var nauðgað að hlaupa með nákvæma sögu í fjölmiðla? Þessi kona eyðilagði líf mitt og hún er að gera það sama við líf leikmannanna,'1 sagði Faith og bætti við að maðurinn hennar hefði verið heppinn að fá ekki alnæmi eftir að hafa sofið hjá vændiskonunni. Baulað á þrjótana þrjá Af leikmönnunum er það að frétta að þeir léku með varaliði Leicester gegn varaliði Sout- hampton á þriðjudag. Southampton vann leikinn, 3-1, og fengu Dickov, Gillespie og Sinclair ekki höfðing- legar móttökur. Þvert á móti var baulað á þá í hvert skipti sem þeir snertu boltann. Það hafði lítil áhrif á leikmennina sem voru nýbúnir að eyða viku í einu versta fangelsi Spánar innan um dæmda morðingja og nauðgara. henry@dv.is Mættir aftur Keith Gillespie, Paul Dickov og Frank Sinclair snéru aftur á völlinn á þriðju- dag er þeir léku með varaliði Leicester. Gillespie og Dickov sjást hérá vellinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.