Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Side 21
1
DV Sport
FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 21
með Sir Mick Jagger, söngvara stórhljómsveitarinnar
Rolling Stones.
Senna grét í símann
Skömmu eftir dauða Senna gaf Galisteu út bók sem
bar heitið: Líf mitt með Ayrton. Þar lýsti hún síðasta
samtali sínu við Senna. Hún sagðist hafa verið mjög
hrædd þegar Senna var að keppa á Imola-brautinni.
Sérstaklega- þar sem Roland Ratzenberger, ungur
Austurríkismaður, hafði látið lífið á brautinni og betur
fór en á horfðist þegar landi Senna, Rubens Barrichello
sem nú keppir fyrir Ferrari, klessti bíl sinn harkalega á
brautinni.
Senna hringdi í Galisteu stuttu áður en hann fór á
brautina í San Marínó. „Hann var í slæmu ástandi,"
sagði Galisteu. „Hann var grátandi og þá meina ég
hágrátandi. Hann sagðist ekki vilja taka þátt í
keppninni. Ég hafði aldrei heyrt hann tala svona áður.“
Galisteu fékk annað símtal frá Senna skömmu síðar og
þá var hann í betra ástandi.
Bróðir Senna hleraði símann
Það sem fékk Senna til að láta svona, að sögn
Rodrigues, er að bróðir Senna, Leonardo, sagði honum
frá því að Galisteu væri líklega enn að hitta gamla
kærastann sinn. Leonardo komst að því þar sem hann
var að láta hlera síma Galisteu á þeim tíma þar sem
hann grunaði hana um græsku. Fjölskylda Senna hefur
neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um málið.
Eins og áður segir halda rannsóknarmenn málsins
því fram að áreksturinn hafi orðið þar sem bilun hafi
orðið í stýrisbúnaði bfls Senna. Það mál gekk svo
langt að forráðamenn Williams-liðsins voru ákærðir
fyrir manndráp. Þeir voru síðar sýknaðir. Síðar kom í
ljós á myndum sem Sunday Times birti að brak á
brautinni gæti hafa átt þátt í því að Senna missti
stjórn á bflnum.
Athyglisverð kenning
Þessar yflrlýsingar Rodrigues hafa vakið
heimsathygli en hann hefur verið ófáanlegur til þess að
gefa upp frekari smáatriði úr rannsókn sinni.
Talsmaður Adriane Galisteu hefur einnig neitað að tjá
sig um málið.
„Adriane var niðurlægð á ótrúlegan hátt í jarðarför
Senna," sagði Ivan Rendall, sem ritaði ævisögu Senna.
„Málið er lúca að þegar ungt, hæfileikaríkt fólk deyr í
blóma lífsins spretta ávallt upp einhverjar
samsæriskenningar."
Annar sem gefur lítið fyrir þessa samsæriskenningu
er Stirling Moss, fyrrum aksturskappi og vinur Senna,
en hann segir að Senna hafi verið betri ökumaður en
svo að láta slíkar upplýsingar koma sér úr jafnvægi.
Williams neitar að tjá sig
Frank Williams hefur játað að hafa rætt við
Rodrigues um málið en vildi ekki láta hafa neitt eftir sér
um það. Það er því ljóst að mál Ayrton Senna er fjarri
því að vera búið tíu árum eftir dauða hans. Fastlega má
búast við miklu fjaðrafoki í byrjun maí þegar bók og
mynd Rodrigues kemur út.
henry@dv.is
Senna á sigurstund Brasilíumaðurinn Ayrton Senna vartalinn einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi.Hann vann marga glæsilega sigra á ferlinum og hérsést
hann fagna einum þeirra. Tíu árum eftir dauða hans hafa komið fram nýjar uppiýsingar sem varpa aiveg nýju Ijósi á málið. Möguiegt er að Senna hafi ekki verið i
andiega ástandi til þess að taka þátt I kappakstrinum þar sem hann lét lífið.
Souness ogYorke
íhársaman
Það er lítill vinskapur á milli
Graeme Souness, stjóra Blackbum,
og framherja hans, Dwight Yorke.
Þeir tækluðu hvern annan í spað á
æfingu og rifúst síðan heiftarlega
að því loknu. Ferill Yorke hjá
Blackbum er því væntanlega á
enda. Þeir byrjuðu rifrildið á
æfingavellinum en settu síðan á
fullt inni i klefa á eftir. Þá sagði
Souness að Yorke væri ekkert
annað en fjandans glaumgosi.
Yorke svaraði því á viðeigandi hátt
og sagði Souness að hoppa lóðrétt
upp í afturendann á sér.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta
skipti sem þeim „félögum" lendir
saman en lífemi Yorkes hefur
löngum farið í taugarnar á stjórum
þeirra liða sem hann hefur verið
hjá. Yorke er iðinn við að stunda
næturh'fið og lætur oft meira til sín
taka þar en inn á vellinum.
Úpps Það verður seint sagt að Michael Owen sé besta vítaskytta íheimi nú um stundir. Hann
klúðrar hér vitigegn Southampton um síðustu helgi. Owen klúðraði líka víti gegn Portsmouth
fyrir mánuði siðan og það lagðist á sálina á honum. Reuters
Owen á botninum
Michael Owen mætti í gærkvöldi
manninum sem fékk hann til þess
að sökkva á botninn - Shaka
Hislop, markvörð Portsmouth.
Owen klúðraði vítspyrnu gegn
Hislop fyrir mánuði sfðan og
endurtók síðan leikinn gegn
Southampton um síðustu helgi.
Owen játaði að hann hefði sokkið á
botninn þegar hann klúðraði vítinu
gegn Portsmouth sem var arfaslakt.
„Mér hefur sjaldan liðið eins illa
og þennan dag er við lékum gegn
Portsmouth," sagði Owen er hann
rifjaði upp daginn slæma. „Mér leið
svo illa að ég vildi ljúka tímabilinu á
staðnum. Ég man að ég hugsaði að
vonandi myndi einhver gefa okkur
fjórða sætið í deildinni svo við
gætum hætt strax eftir leikinn. Þessi
leikur vár einn ömurlegasti dagurinn
í mínu lífi. Framkvæmdastjórinn var
undir álagi frá utanaðkomandi
aðilum og ég klúðraði víti.“
Gerard Houllier, stjóri Liverpool,
hefur sagt að næst þegar Liverpool fái
víti sé það undir Owen sjálfum komið
hvort hann vilji taka það.
Persónulega vill Houllier að Owen
taki vítin. „Það versta sem getur
komið fyrir leikmann er að hann taki
á sig ábyrgðina fyrir að klikka. Svona
er bara fótboltinn, maður klikkar
stundum og það verður Michael að
skilja. Hver veit nema hann vinni
meistaradeildina fyrir okkur einn
góðan veðurdag með marki úr
vítaspyrnu," sagði Houllier sem
stendur þétt við bakið á sínum
manni.
„Owen þarf á stuðningi að halda
og eftir allt sem hann hefur gert fyrir
félagið er það minnsta sem við getum
gert að standa með honum.“
henry@dv.is
V